Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 12
Kosangas og tæki
fást hjá um 45 mnboðs-
mönnum um land allt.
Gasframleiðslutæki
(Acetylenegas)
I Nauðsynleg í allar smiðjur.
leitið upplýsinga.
Ódýr fæki - Ódýrtgas.
H ;
i
DERBY
suðupottur, tekur 60 Iítra.
Ávallt fyrirliggjandi:
Alls konar heimilistæki
Iðnaðartæki
Ferðatæki.
Aðalútsala:
Kosangas salan
Garðastræti 17, sími 16788.
S.A.Ð. Settið. Verð kr. 17200,00
Teak grindur. Lausir spring púðar.
ÍLsqagncwdtsttiui xAlastutbæjat
J3Izóiaoötdustí# 1Ó. s'uni ZAÓZO
Framh. af bls. 39
Þegar stúlkan hafði gengið eins
vel fráfætinum og hún gat, reisti
hún hann upp og rétti honum aur-
ana og kortin,- sem voru farin að
velkjast. Hann tók við kortunum,
valdi þau hreinustu úr og fékk
stúlkunni þau: „Þú mátt eiga
þessi kort”, sagði hann í hálfum
hljóðum.
En hún vildi ómöguléga þiggja
kortin, hann skyldi heldur reyna
að selja þau, fyrir hana mömmu
sína, sagði hún. Svo klappaði hún
honum á kollinn, kvaddi hann og
brosti til lians- og bað hann að
vera alltaf góðan dreng, svo hvarf
hún inn í -húsið.
Hann stóð lengi kyrr og horfði
á eftir henni. Hún vissi ekki, að
hún hafði sært hann ósýnilegu,
diúþu sári um leið og hún reyndi
að græða það sýnilega. Hann gat
ekki gert sér grein fyrir, í hvoru
sárinu sveið meira.
Svo varð honum litið á kortin í
hendi sér, liún. vildi ekki þiggja
þau, hún vildi heldur að hann seldi
bau og fengi mömmu sinni aurana.
Hvernig- átti stúlkan að vita, að
hann átti enga.mömmu, til að fara
tii, Mamma hans var horfin fvr-
ir löngu. Hún hafði aldrei áður
verið svona lengi í burtu, var hún
kannski dáin?
Þegar hann kom út fyrir Hliðið,
fleygði hann kortunum: Hann
vildi heldur ekki eiga þau, þau
voru honum einskis virði, úr því
að st.úlkan vildi ekki þiggia þau,
og svo rölti hann í burtu frá hús-
inu.
Ekki vissi hann heldur, að stúlk-
an hafði fengið átölur fvrir, að
vera að hæna flökkudrengi að
húsinu.
Siðan þetta skeði, voru liðnir
margir dagar, og nú var hann
kominn þangað aftur. Síðasta-sól-
arhringinn hafði hann legið í flet-
inu sínu í pokadruslum, undir
tröppunum á gamla skúrnum, þar
var dimmt og þangað komu ■ engir
í heimsókn nema stundum kettir,
það fann hann á lýktinni. Nú hafði
hann ekki brágðað mat í tvo daga,
en drengurinn, sem lengi hafði
búið þarna með honum, hvarf,
þegar hann gat ekki lengur fylgt
honum á rölti þeirra um göturnar
eftir. æti. Þeim hafði oft orðið vel
ágengt með matarforða, ef þeir
voru svo heppnir að koma að bak-
dyrum veitingahúsanna niður við
höfnina um það leyti er þjónustu-
fólkið var að koma út með matar-
leifarnar, sem átti að láta í rusla-
föturnar. Þá fengu þeir eins mik-
ið og þeir gátu tekið í hendurnar,
en nú komst hann ekkert fyrir
kvölum í fætinum.
Og núna, þar sem hann hélt báð
um liöndum utan um rimlana í
hliðinu, var það orðinn hans ó-
bifanlegur , ásetningur að finna
stúlkuna í þessu húsi, biðja hana
að lækna á sér fótinn, og fara svo
með hann þangað, sem hún átti
heima. Nú átti hann engan að,
nema þessa stúlku, og hann var
viss um, að hún myndi hjálpa
honum, ef hann næði í hana. En
nú var hliðið lokað, og hann
treysti sér ekki til baka. Hann varð
að finna eitthvert skot til að skríða
inn í til morguns. Hann skimaði í
allar áttir, en öll port.voru lokuð.
Svo heyrði hann fótátak og sá,
hvar maður kom í áttina til hans.
Drengurinn reyndi að gera eins
iítið úr sér og hann gat. Hann sá,
að þetta var næturvörðurinn í eft-
irlitsf-erð. Hann var liræddur við
hann, hann hafði einu sinni orðið
fyrir barðinu á næturverði, og
líann langaðf ekki til að komast f
það aftur. En næturvörðurinn sá
hann, þreif í öxlina á honum og
sagði harkalega: „Hvað ertu að
gera hérna, strákur?”
„É£ er að leita að henni mömmu
minni”, sagði. drengurinn, alveg
ósjálfrótt. Um léið, b'rá fýrir eins
og leiftri í huga hans, atviki, þeg-
ar hann einu sinni var.á gangi með
mömmu sinni. Þau gengu með-
fram steinvegg og.hún leiddi hann,
en á handleggnum hélt hún á
reifastranga. Hún' hefur víst verið
mjög veik þá eins og harm núna,
því hún slangraði eftir götunni
sitt á livað og rak þá reifastrang-
ann utan í vegginn, og veinaði
hann þá hræðilega.
Drengurinn var rifinn upp úr
þessum hugsunum sínum, þegar
næturvörðurinn.hreytti út úr sér:
„Heldurðu að þú finnir hana hér,
flónið þitt: leitaðu heldur að henni
á sjoppunum niður við höfnina,
en vertu ekki að snuðra hér”.
Dm léið þreif liann i öxlina á
drengnum og hrinti lionum af
stað, en hann datt í götuna. —
„Svona. upp með þig, geturðu ekki
staðið á löppunum?” sagði nætur-
vörðurinn, þreif drenginn á fær-
ur aftur, hristi hann til og sagði
honum að hypja sig í burtu, ann-
ars .skyidi liann hafa verra af því.
Drongurinn haltraoi af stað án
þess að gefa hljóð frá sér.
Næturvörðurinn dokaði við,
hann fann að eitthvað óvenjulegt
bærðist hið innra með honum,
eitthvað, sem angraði hann og
honum fór að líða illa. Strák-
bjálfinn dregur á eftir sér aðra
löppina. ætli að hann hafi verið
of harður við hann áðart, eða var
þao kannski upgerð? Þeir voru
til alls vísir þessir karlar þó að
þeir væru ekki liáir í loftinu. Ekki
vissi hann eðá gat gert neitt í því,
þótt eitthvað væri að'stráknum í
löppinni. Hann sjálfur var eins
og hver annar næturvörður að
gegna sínum skyldustörfum og
eftir tæpan hálftíma kom annar
næturvörður til að leysa hann af.
í dag var aðfangadagurinn og hann
var búinn að lilakka mikið til
kvöldsins, til að koma heim til
konu og barna og gleðjast með
þeim í kvöldl Það var ekki svo oft,
sem að þau gátu gert sér dagamun,
þau höfðu ekki úr svo miklu að
spila, en nú var öll hans tilhlökk-
un fokin út í veður og vind, og
það var allt vegna þessa strákræf-
ils. Hvað gat annars verið að lion-
um í iöppinni? hann var drag-
haltur, smánin sú arna.
Skyldi hann ekki hafa haft neinn
stað til að vera á? Hann var að
leita að mömmu sinni, sagði hann.
Ekki þurftu hans börn að leita að
mömmu sinni og það á sjálfan að-
fangadaginn, hann gat verið ör-
uggur með það, — en mömmur
þessara drengja, þær liugsa nú
Framh. á bls.42
44 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ