Alþýðublaðið - 28.12.1963, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. des. 1963 §
GÝLL FYRIR SÓL
Guðmundur Böðvarsson:
LANDSVÍSUB, ljóð.
Bókaútgái’a Menningarsjóðs,
Reykjavík 1963.
Guðmundur Böðvarsson er einn
þeirra skálda sem verða mér stöð-
ugt hugþekkari. Sumir höfundar
eru siíkir að maður les þá í eitt
skipti fyrir öll, svo að segja, snýr
ekki til þeirra aftur nema þá til
að rifja upp liðna reynslu. Aðrir
•opna manni einhverja nýja útsýn
ihvert sinn sem maður vitjar verka
þeirra að nýju; og sú er mín
reynsla af Guðmundi Böðvarssyni.
Hvaða eiginleikar laða mig, og
vonandi fleiri lesendur, einkum
;að þessu skáldi? Ég hef að vísu
ekki fyrirfram tiltækt svar við
spurningunni; en eitt það sem mér
finnst skemmtilegast við skáld-
skap hans er sú sámlögun gamalla
og nýrra viðhorfa, og verðmæta,
sem þar verður löngum skynjuð-
Skáldskapur Guðmundar á upp-
íök sín í íslenzkri ljóðhefð og Ijóð
arfi, en hann er frá öndverðu næm
ur og opinn við skáldskaparáhrif-
sum innlendum og erlendum, á-
hugasamur um samtíð sína og
skyggn á vandamál hennar, en
iætur ekki lokast inni í fásinni.
Pað má rekja áhrif annarra skálda
í verki Guðmundar fyrr og siðar,
en þau verða honum ævinlega
frjósamleg; hann megnar að hag-
nýta þau í eigin skáidskap eins
og aðra reynslu sína. Skáldskap-
ur hans er í framhaldi hefðbund-
innar ljóðlistar en óbundinn af
henni, hefðin verður honum eng-
inn fjötur um fót, og hann freist-
ast æ sjaldnar að yrkja eftir for-
múlu. Guðmundur er íslenzkur
bóndi og skáld sem glímir við
vandamál og viðfangsefni sam-
tíðar sinnar, og þá verður arfur
hans honum beztur styrkur; hann
lætur ekki stöðu sína minnka sig,
en þvert á móti verður hún for-
senda allrar skáldsýnar hans-
Ný ljóð Guðmundar Böðvars-
sonar frá í haust sverja sig í ætt-
ina við beztu verk hans og þá
einkum Minn guð og þinn og
Kristalinn í hylnum, beztu bók
hans til þessa; Landsvísur er að
vísu minni bók og fábreytilegri en
þessar tvær, en í góðu framhaldi
þeirra. „Þjóðsagnaljóð“ langar
mig að nefna þau sem mér þykir
mest til koma í þessari bók, þau
eru gerð um þjóðsagnarkennd
minni eða stef en standa að öllu
leyti sjálfstæð, eru engin endur-
sögn eða umskrift þjóðsagna.
Þetta eru ljóð eins og Fjaran og
nóttin, Svartsminni, Gýll, Bræðra-
vígi, Landmunalönd, sem trúlega
er glæsilegasta ljóðið í bókinni,
og Völuvísa. Oft sækir uggur að
Guðmundi, en fremur tregi en
angist, og hefur þessa ekki sízt
gætt í síðustu ljóðum lians; í Þjóð
sagnaljóðunum, býsna ólíkum inn
byrðis, býst skáldhugsun hans hlut
lægu, skynbundnu formi, áhrifa-
meiri en bein útlegging tiltekins
viðhorfs eða afstöðu. Síðastnefnda
ljóðið, Völuvísa, er stytzt þeirra og
handhægast dæmi um ljóðlist Guð
mundar í þessari bók:
Eitt verð ég að segja þér áður en
ég dey
enda skalt þú börnum þínum kenna
fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey.
sögðu mér það dvergarnir í
Norðurey
sögðu mér það gullinmura íog
gleymérei
og gleymdu því ei:
að hefnist þeim sem svíkur sina
huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.
Þetta litla ljóð er prýðilega ein
falt, og fallegt; og hér er enn ein
árétting stefs sem Guðmundi hef-
ur löngum verið hugstætt: vanda
mannsins að vera sjálfum sér trúr,
að bregðast ekki sjálfum sér- Guð
mundur er bóndi, þjóðrækni hans
á sér staðfestu í kærleikanum til
jarðarinnar, landsins; hann hefur
ort sum fallegustu ástarljóð til
íslands um sína daga, en það land
ber ekki við himin í hillingum eða
fjarsýn, það er hversdagsland
bóndans umhverfis hann og und-
ir fótum hans. Uggvænlegust í
ljóði hans er sýn landsins „sem á
Guðmundur Böðvarsson.
sér enga þjóð og ekki er framar
land“; uggurinn um hag lands og
þjóðar hefur verið ásækinn öll-
um síðustu ljóðum Guðmundar
Böðvarssonar, og svo er enn í
þessari bók. Nú er hann bland-
inn alpersónuleguni hverfileika-
grun: þegar bóndinn gengur út í
stekkjarmóinn með orf og ljá veit
hann af „öðrum sláttumanni“ hjá
sér. Allir vita að gýll fyrir sól boð
ar ekkert gott, en ógæfuíeiknið
getur orðið til að skerpa sýnina til
þeirra verðmæta sem manninum
eru nánust til að hann geri sér
ljósa stöðu sína.
Því sá er beztur blettur til á jörð
og bindur fastast þann er stendur
vörð,
sem vonlaust er að ver ja ef illa íer,
segir hér í kvæði sem heitir Verið;
og ég held að þessi tilfinning búi
1 undir niðri mörgu hinu bezta f
öllum skáldskap Guðmundar Bððy
arssonar.
Landsvísur eru ljómandi falleg
bók að ytri búnaði. Hefur Gpð-
mundur Böðvarsson verið lánsam-
ur með útgefendur bóka sinna í
seinni tíð; i fyrra gaf Bláfellsút-
gáfan út Saltkorn í mold með
þeim hætti að bókin er kjörgripur
og unaðarefni að handleika hana;
og þótt Landsvísur jafnist ekki, á
við þá bók að ytri gerð er bókin
óvenju prýðileg í sniðum. Það er
verk Harðar Ágústssonar sem einn
ig gerði snotrar bókskreytingar,
en Oddi prentaði bókina. Og svp
er þess að geta að lokum sem iá-
heyrðast er: Landsvísur virðíst,
vera eina ljóðabókin á markaðl
þetta haustið, og er betur farið en
heima setið, Guðmundur — Ó.J»
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Jólaleikrit útvarpsins
Eriedrich Diirrenmatt er
svissneskur prestssonur, fæddr
ur í smábæ skammt frá höfuð-
borginni Bern 5. janúar 1921;
Hann stundaði nám í heim-
speki og bókmenntasögu við
Bernarháskóla og hafði í
hyggju að gerast kennari. En
jafnframt hóf hann að teikna
og mála og síðan að rita skáld-
skap— og entist ekki tími eða
áhugi til að ljúka háskólanámi.
Hann hefur ritað smásögur og
skáldsögur, kvikmyndatexta og
ritgerðir, en leikritin eru fræg
ustu og fremstu verk hans. —
Kunnust þeirra eru Heimsókn
gömlu frúarinnar og Eðlis-
fræðingarnir, en alls hefur
hann samið níu leikrit fyrir
svið og álíka mörg fyrir út-
varp. Fjögur leikrit Diirren-
matts hafa verið flutt í Ríkis-
útvarpið og sýnd á leiksviðum
í Reykjavík. Viðfangsefni hans
eru fjölbreytileg, en fátt er
honum hugstæðara en illska
valdsins og ‘spillingamáttúra
peninganna. Tvö leikrit hans
eru samin í skugga kjarnorku-
sprengjunnar. Friedrich Durr-
enmatt kynni að vera skemmti-
lp^asta alvöruskóld sem nú er
uppl, r J
Leikféiag Reykjavíkur. sýndi í fyrravetur leikritið „Eðjis-
fræðingarnir" eftir Durrenmatt. Öllum þeim, sem þá sýningu
sáu, mun leika forvitni á að hlusta á „Romulus“ jólaleikrit út-
varpsins. Á myndinni eru talið frá vinstri Guðmundur Páls-
Rómúlus mikli cr þriðja
leikrit Diirrenmatts, saminn
1948 og frumsýndur næsta ár,
en umritaður tvisvar sínnunt
eftir. það, og er hér farið eftir
síðustu.gerðinni. Leikurinn hef,
ur-á sér sagnfræðilegt yfirskin,
| son, Regína Þórðarlóttir, Jíelgi Skúlason og Gísli Halldórsson. þannig, að; hann er látinn gér-
DURRENMATT
ast árið 476 og nöfn sumra
persónanna eru kunn úr mann
kynssögunni. Síðasti keisari
vestrómverska ríkisins hót til
dæmis Rómúlus eins og hér, en
raunar var hann ekki af æsku-
aldri þegar honum var steypt
af stóli. Allir atburðir leiksins
em frumsmíð höfundar, og
þegar kemur aftur í þriðja
þátt, ætti engum að dyljast að
Rómúlus mikli. er einmitt nú-
tímaleikrit. Það er hlæjandi á-
rás á valdapóiitík og allt sem
af. hcnni hlýzt. í baksýn. ec.
hildarlcikurinn 1939-1945 og
ummerki hans. — Aths. Um
þýðanda, leikstjóra og hlut-
verkaskipun sjá -dagskrá 22.-
2g. desember.
SIGVALDI
Framhald úr opnu-
borð aftur, sá ég mannsöfnuð á
götunni. Þar sat aldraður maður
á krosslögðum fótum uppi við
grindverk og talaði og talaði
hljómmikilli röddu. Hann var hár
í sæti og beinn í baki, með sítt
skegg og sítt hár, hvítt eins og
hrím. Hann var spekinjgslegur,
enda var það eina sem ég fékk að
vita um hann, að hann væri spek
ingur.
— Jú, spekingar eru auðvitaö
til í Pakistan, sagði vinur minnj
lagaprófessorinn, er ég sagði hom
um frá þessum hvíthærða ræðu-
skörungi.
Ég var enn að velta þessu fyrir
mér, þegar Victoria fór að siga
frá bakkanum.
Hver er spekingur og hver cr
elcki spekingur?
Töluvert er til í því sem segir *
kínverska spakmælinu víðfræga:
„Sá, sem veit, talar ekki. Sá',
sem talar, veit ekki“.
Ms.
Paraguay
fer frá Kaupmannahöfn ca 6,
janúar 1964 lil Reykjavíkur.
Skipið tekur þær vörur sem.
vorui í m/s Dronning Alexancþ.
rine frá Kaupmannahöfn 6. des.
sl. nema annars sé óskað aE
vörueiganda. Skipið fcr frá
Reykjavík til U.S.A.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
MHIiveggþr-
plötur frá
Plötusteypunni
Sími 35785.
*‘r4iii»iiiii!Mmiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmifiiiiiimimiiiiiitmiiimimiiiiiiititmmiiiiiiiiiii*iii» iiMimimiHmmiimmimiiiimiiHitiiiniiHt«HmiiiiiHiimmiiiiiimmiHiimmimimmtiiiHMiimmiimiiiiimiiiiiiiiilmiii»mMMiitii