Alþýðublaðið - 28.12.1963, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.12.1963, Qupperneq 6
Myndin er frá Karachi. 9 * SSíJl Trúin. Átök milli Múhameðstrúar og Hindúisma skiptu landinu. Og það er hörmulegt til þess að vita, að í þessu landi, sem með réttu hefur hlotið orð fyrir um- burðarlyndi og víðsýni í andleg- um efnum á liðnum tímum, var milljón manna drepin í trúar- bragðaerjum, um það leyti sem löndin fengu sjálfstæði fyrir 16 árum. Þá þiu-fti Gandhi, faðir Indlands og frelsishetja bæði Indlands og Pakistan, að fara í hungurverk- fall til þess að stöðva hryðjuverk í eigin landi. Meðan ég stóð við borðstokkinn og beið þess að skipið legði úr höfn, flaug mér þetta í hug. í dag fór ég til Karachi, en borg in sjálf stendur nokkuð frá höfn- inni. Ég fór til þess að sjá ind- verska borg utan Indlands- Ég fór beint inn í hverfi almúga fólksins, ekki beinlínis skugga- hverfin, en hverfi sem jaðra við að vera það. Það var heitt í veðri. Við íslendingarnir vorum þama eins og hvítir hrafnar eða svartir svanir. Á götunum ægði öllu saman. Þar fóru um asnakerrur og uxa- kerrur. Gamall kroppinbakur rak á undan sér geitahóp og hafurinn var nærri búinn að ryðja mér um koll.. Sumir voru með einhvers LOKS kom að því. Ég hef haft upp á Indverja hér ó skipinu, sem er Indverji en ekki (eftiröpun okkar á Vesturlönd- um. Victoria átti að fara að leggja frá. Ég stóð við borðstokkimi og virti fyrir mér umhverfið. Skammt frá var verið að ferma stórt vöru- flutningaskip. Flutningalestir komu og fóru. Það ískraði í heml- unum, þegar þær námu staðar. Hörundsdökkir Pakistanar í ijós- ieitum fötum skutust snarlega fram og aftur um bakkann- Hann kom til mín út að borð- stokknum og gat þess, eins og til að segja eitthvað, að brottför skips ins mundi seinka. Hann var einn þeirra austrænu manna á skipinu, sem ég hafði lítið talað við. Ótil- kvaddur hafði hann að vísu gef- ið mér góð ráð til að sjá við pröng urunum í Port Said, og eitt sinn hafði ég séð hann sýna nokkrar ■hatha-yoga æfingar á þilfarinu. En ég er ekki sérlega mikill áhuga- maður um hatha-yoga, og auk þess vissi ég ekki hversu mikil alvara væri í þessu, svo að ég sinnti því éngu. Ég varð þess strax var, að hann hafði heyrt, að ég legði stund á andleg fræði og færði talið fljótt 1 þá áttina. — Ég hef verið þrjú ár í Þýzka- landi og held mínum gömlu venj- um fyrir þvi, sagði hann. — Hverjar eru þær? Þú iðkar náttúrulega Yoga. — Já, litils háttar.En ég er fyrst og fremst ákveðinn í að breyta ekki lífsvenjum mínum- Ég er grænmetisneytandi, borða aðeins grænmeti og mjólkurmat, fer dag- lega í bað, ekki aðeins vegna hins ytra hreinlætis, heldur líka af and legum ástæðum. Ég samsinnti, að hreinlæti með líkamann ætti að minnsta kosti að minna menn á nauðsyn innri hrein leika, þótt ég vildi tregur viður- kenna, að hægt væri að þvo sam- vizkuna hreina með vatni. Hann var á sama máli. — En hvers konar hugleiðingar stundar þú? spurði ég, því að ég var áfjáður að vita, hvaða hug- ræna þjálfun hann iðkaði. Slíkt er einkamál, og segir meira um mann inn, en ytri venjur, sem oft geta verið utanaðlærðar, rétt eins og menn eru nú hættir „að spýta bak við mublur“ á íslandi. — Ég iðka ekki mikið hugar- einbeitingu (dharana), anzaði hann En ég fer með bænirnar mínar, það bregzt aldrei. Ég minnist nú í huganum ým- issa góðra manna, sem ég þekki, eða þekkti, og láta aldrei bregð- ast að fara með sínar kristnu bæn- ir áður en þeir ganga til svefns. Og þótt þessi Indvérji noti ólik orð um Guðdóminn en þeir, má það mikið vera, ef áhrifin á sálina eru ekki svipuð. — Ég fer líka á hverjum degi með nokkrar líkamlegar yoga-æf ingar (asanas), bætti hann við- Svo leit hann fast á mig og spurði: y — Annars veit ég ekki, hversu mikið þú veizt um andlega yoga- iðkun? — Mætti ég vísa til annarrar setningarinnar hjá Patanjalix, svaraði ég: „Yogas citta vrtti niro- dhah“ (Lauslega þýtt: Yoga er að ná va'ldi yfir hugarstarfseminni). Hann brosti. Sennilega hefur hann hugsað: Hann leyfir sér þó að sletta sanskrít þessi. Þessi Indverji er lagaprófessor frá Norður-Indlandi, og hefur undan- farið verið að vinna að doktors- ritgerð í alþjóðarétti. Hann er ætt aður af aðalsvæði hermannastétt- arinnar, Ksatria, og er af þeirri stétt sjálfur. Victoria þrjózkaðist við að halda af stað, svo að við urðum lengi að bíða. Brottför var frestað til kl. 2 eftir miðnætti. Nokkrir Pakistanar, sem eru starfsmenn hafnarinnar í Karaehi, sátu við borð á afturþiljum, og ég gat ekki að mér gert en bera þá saman við kunningja minn, hin löglærða Indverja- Það rann upp fyrir mér skyndi- lega, hve það er frámunalega vit- laust að tala um Pakistana og Ind- verja, því að þetta er allt sama þjóðin. Það virðist vera meliri munur á Suður-Indverjum, sem komnir eru aðallega af hinum fornu Dravitum, og Norður-Ind- verjum, heldur en Norður-Indverj um og Pakistönum. Það er í rauninni aðeins eitt, sem skilur: konar matseld úti á gangstéttun- um, aðrir breiddu út verzlunar- varning sinn á miðja götuna og sátu þar flötum beinum eins og þeir kærðu sig kollótta þótt öku- tækin færu yfir bífumar á þeim eða krambúleruðu þá á annan mið- ur notalegan máta. Hvar sem ég fór, brugðu menn skjótt við og heilsuðu að hermanna sið- Fyrst vissi ég ógerla hverju þetta sætti, grunaði jafnvel, að fólk teldi mig vera gamlan, skeggjaðan herforingja, geðvondan og óhlif- inn, mann, sem betra væri að snúa góðu hliðinni að. Einhverjir hafa líka haldið það, því að á tveimur eða þremur stöðum var ég ávarpaður á þann hátt En nú hef ég komizt að raun um að ýmsir hér eystra nota hermanna- kveðju við Vesturlandamenn, ef þei vilja sýna þeim tilhlýðilega virðingu. Þykir mér sú kveðja ó- fegurri en hin forna indverska kveðja, að leggja saman lófana framan við brjóstið. Ekki fanns mér Karachi hrein- leg borg, ekki einu sinni á aust- rænan mælikvarða. Við fórum inn á veitingahús eitt til þess að fá okkur hressingu. Þar urðu menn auðvitað steini lostn- ir yfir að sjá konur (konu mína og dóttur). Kvenþjóðin sneiðir hjá veitingastöðum í því landi, hef ég heyrt. . Pilturinn, sem gekk um beina, þurrkaði af borðinu með dulu- ræfli, sem ekki hefði verið notað- ur á gólf heima á íslandi. Og þeg- ar hann færði til vatnsglasið, sem ég bað um, stakk hann fingrun- um ofan í vatnið- Yfirmaður hans þurfti að áminna hann, ekki skildi ég hvað þeim fór á milli. Nokkru áður en við fórum um Framhald á 5. síðu. Indlandspistlar frá Sigvalda Hjálmarssyni g 28. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ TVEIR AF HV 10 ÁKA BARÁTTA: 330 MILLJ- JÓNIR LÆRA AÐ LESA. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að 700 milljónir fullorðinna manna (yfir 15 ára aldur), þ- e. tveir fimmtu hlutar af íbúum neimsins séu hvorki læsir né skrifandi. Flest ir eru þeir í vanþróuðu iöndunum og meirihlutinn er konur. Síðustu vikurnar hefur Allsherjarþirig Sam einuðu Þjóðanna lýst yfir fuilum stuðningi við nýgerða tíu óra á- ætiun UNESCO, sem miðar að því að gera 330 milljónir manna læsar og skrifandi. Að því er snertir ólæsi meðal barna, var áætlað árið 19*80, að af 206 milljónum barna á skóla- aldri í Afríku, Asíu og S-Ahieríku nytu 110 milljónir skólagöngú, Fólksfjölgunin nemur 81 mill- jón á einu ári Fólksfjölgunin á jörðinni verð- ur se örari með hverju ári sem líð- ur. Frá miðju ári 1960 til jafn- lengdar 1961 nam fólksfjölgunin ■61 milljón, og samkvæmt nýútkom- inni bráðabirgðaskýrslu frá Sam- einuðu þjóðunum höfðu enn bætzt við 81 milljón manns ári seinna, þ.e. á miðju ári 1962. Áætlaður fjöldi jarðarbúa árið 1962 var 3.150.000.000, en árið á undan var hann 3.069 000.000, og árið 1960 var hann 3.008.000.000. Sé fölguninni skipt niður á ákveð- i nsvæði lítur það svona út: Afríka .... 269 millj, N-Ameríka 273 — 276 — S-Ameríka 149 — 153 — Asía .1721 - 1780 - Evrópa .. ..430 — 434 — Kyrrahafs- svæðið ... . . .16,8 - 17 — Sovétríkin ..218 — 221 — - Frímerl Setjum svo að frímerkjasafnari taki sér fyrir söfnunarsvið, norð- urlöndin 5, ísland, Danmörk, Nor- eg, Svíþjóð og Finnland- Bezt mundi þá að byrja á því, að fá sér frímerkjaverðlista, sem nær yfir þessi lönd. Sænski listinn Facit er líklega beztur og svo danski verðlistinn AFA. — Utanáskrift sænska listans er: Frimárkshuset AB, Máster Sam- uelsgaten 3, Stockholm Sverige. í Facit-listanum er hægt að sjá: Hvaða merki hafa komið út frá upphafi og til þessa dags. Hvaða dag og ár merkin komu út og hve stórt upplag merkjanna er. Utanáskrift danska listans AFA er: Aarhus Frimærkehandel, BrU- unsgade 33 Aarhus Danmark. — Báðir þessir verðlistar munu fást hér í bókaverzlunum. — Þessu næst þarf safnarinn að kaupa sér frímerkja-albúm frá þessum 5 löndum. Þau fást hér í frímerkjaverzlunum- — Bezt er að athuga strax, þar sem albúmið er keypt, hvort viðkomandi verzlun utvegar blöð í albúmið árlega. -*«' Þegar verðlisti og albúm er fyrir hendi og svo eitthvert magn af

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.