Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 3
Fréttir frá Gíbraltar herma,
að norska björgunarskípið „Her
knles“ hafi komið þaijgað í
dag eftir misheppnaða tilraun
til að draga brennandi flak
„Lakonia“ til hafnar.
„Lakonia“ sökk um 275 sijó-
mílur frá landi á sunnudaginn,
en eldur kom upp í því nálægt
Madeira í síðustu viku.
Myndin sýnir tvo farþega,
sem bjargað var úr „Lakonia“
við komuna til London á jóla-
dag. í fylgd með farþegunum
er einn starfsmaður Lumlúna-
flugvallar.
nýárl
Þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
Gleðilegt
,,Hlutlausu svæbí
komið á í Nicosia
NICOSIA og NEW YOKK, 30. des-
Brezkar hersveitir sóttu í dag
inn á „hlutlaust svæði“ meðfram
markalínunni milli gríska og tyrk
neska hverfisins í Nicosia og eiga
fyrst í stað að lialda uppi lögum
og reglu á þessu svæði. Jafnframt
fóru sveitir grískra og tyrkneskra
Kýpurbúa burtu af hlutlausa svæð
inu, sem komið var á eftir langan
1964 verðu r
HLAUPÁR
Reykjavík, 30. des. — EG.
ÁRIÐ 1964 er hlaupár, telur þá
febrúar 29 daga. Fjórða hvert ár
er þá ártalið deilanlegt með 4. —
Undantekning frá reglúnui um að
fjórða h'vert ár sé hlaupár, eru
þau aldamótaár, sem ekki eru deil
anleg með f jórum. Þannig verður ,
árið 2000 hlaupár, en árið 1900
var ekki hlaupár.
Á árinu 1964 verða fjórir myrkv
ar á sólu og tveir á tungli. Eng-
inn sóimyrkvi, en þeir eru allir
deildarmyrkvar, verður sjáanleg-
ur hér á landi. Almyrkvi verður
á tungli 24.-25. júní. Sá myrkvi
stendur í klukkustund og 41 mín.
Tungl er þá mjög lágt á lofti.
Þá verður almyrkvi á tungli
19. desember og hefst liann á mið-
nætti, lýkur myrkvanum klukk-
an 03.16 og er tungl þá enn hátt
á lofti.
. Páskadagur árið 1964 er 29.
marz.
Jólin 1964 verða brandajól, því
þá ber þriðja í jólum upp á sunnu-
dag.
Þó ótrúlegt kunni að virð
ast, þá er þessi mynd tekin
í svarta myrkri frá flugvell-
inum í Vestmannaeyjiun í
gærmorgun. Það er leiftur
frá gosstöðvunum, sem lýs-
ir allt upp smástund. Til
vinstri sést strókurinn úr
Surti eins og eldkúla, en til
liægri er elding í mekkinum,
sem berst undan vindi í átt-
ina til lands. (Ljósm. J. Vil-
berg).
fund sérstakrar nefndar allra
deiluaðila i Kýpur-deilunni.
Nefndin sat á fundi í meira en
12 klukkustundir aðfaranótt mánu
dags og í morgun. Fundinum
stjórnaði Duncan Sandys, nýlendu
málaráðherra Breta.
Hann sagði á blaðamannafundi
umi hádegi, að náðst hefði sam-
kbmulag um brottflutning her-
sveitanna frá hlutlausa svæðinu.
Makarios forseti og Kutchuk vara-
forseti voru meðal þeirra sem und-
irrituðu samkomulagið.
Ástandið í Nicosia og annars
stabar á Kýpur var enn með nær
eðxilegum hætti í dag. Umferð var
mikil á götunum og allar verzl-
anir opnar eins og venjulega-
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í New York að Kýpur muni
aftur fara þess á leit við Öryggis-
ráðið að það komi saman að ræða
ástand það sem risið hefur upp
vegna þess að tyrkneskar herflug
vélar hafa á ný rofið lofthelgi
Kýpur.
Hið hlutlausa svæði í samkomu-
laginu nær yfir öll þau svæðl
þar sem barizt hefur verið að und-
anförnu. Bráðlega verða geiðar
ráðstafanir til, að tyrkneskir Kýp-
urbúar geti flutt aitur tii heimila
sinna, sem þeir hafa neyzt til að
flýja. Yfirmaður her^veitanna á
Kýpur, Peter Young hershöfðingi,
getur sent hermenn sína hvert sem
er á svæðum þeim, þar sem ólga
hefur ríkt.
Sandys samveldisráðherra kall-
aði samninginn stórt skref í þá
átt að færa ústandið á Kýpur í
eðlilegt horf á ný.
[
* í.
FRÉTTIR í STUTTU IVSÁLI
SOFIA, 30. des. NTB-AFP.
Sækjandi í réttarhöldunum gegn
Ivan Assen Christov Georgiev,
fyrrverandi starfsmanni búlgörsku
utanríkisþjónustunnar, sem ákærð
ur var fyrir njósnir í þágu Banda-
ríkóanna, krafðist þess í dag að á-
kærði yrði dæmdur til dauða.
Þessu var fagnað með dynjandi
lófataki í réttarsalnum, sem var
þéttsetinn.
Ivan Vachkov ríkissaksóknari
sagði í ræðu sinni, að í rannsókn
Argoud
dæmdur
PARIS, 30. des. NTB-Reuter
Antoine Argoud fyrrum ofursti
var í kvöld dæmdur í stranga
hegningarvinnu ævilangt fyrir
störf sín sem foringi hinna leyni-
legu samtaka hersins, OAS.
Fyrr um daginn krafðist vestur-
þýzka stjórnin þess, að fá Argoud
framseldan. Argoud var fluttur
nauðugur frá hóteli í Munchen
fyrr á þessu ári.
búlgarskra yfirvalda í Georgiev-
málinu hefði komizt upp um banda
ríska njósnamiðstöð í nágrenni
Aþenu.
í Washington bar formælandi
utanríkisráðuneytisins til baka
þær fullyrðingar, að bandaríski
ræðismaðurinn í Sofia, Thomas
Blackshear, hefði staðið í sambandi
við Georgiev-
WASHINGTON, 30. des- Ntb-rt).
Öldungardeildin samþykkti t
kvöld frumvarp stjórnarinnar úm
að veita þrjá milljarða dollara I
aðstoð við erlend ríki.
Fulltrúadeildin samþykkti laga-
frumvarpið á aðfangadagskvöld.
Það fer nú til Hvíta hússins þar
sem Johnson forseti mun undir-
rita það.
Þetta umdeflda málamiðlunar-
frumvarp var samþykkt með 56- at
kvæðum gegn 14.
Upphaflega fór Kennedy þess á
leit við þingið að það veitti 4,9
milljörðum á fjárhagsárinu sem
hófst 1. júlí s.l- og lýkur 30. júní
á næsta ári. Þetta frumvarp mætti
mikilli mótspyrnu á þingi og það
var sem sagt ekki samþykkt fyrr
en upphæðin hafði verið skorin
niður um 1,9 milljarða.
Samiö við yfirmenn
á vélbátaflotanum
Reykjavík, 30. des. — EG.
UM helgina tókst samkomulag
milli yfirmanna á vélbátaflotanum
og útgerðarmanna. Samkomulag-
ið náðist á sólarhringsfundi með
sáttasemjara og deiluaðilum.
Vélstjórar á bátaflotanum höfðu
boðað til verkfalls 1. janúar, en
til þess kemur nú ekki.
Hinir nýju samningar fela það
í sér að vélstjórar og stýrimenn
fá nú staðfest þau kjör, sem þeir
töldu sig eiga að fá samkvæmt
gerðardómnum og með þeim hækk
unum er síðar var samið um. Gagn
vart skipstjórunum staðfestir
hinn nýi samningur kjör þau er
gerðardómurinn úrskurðaði þeim.
Samningarnir gilda fyrir síld-
veiðarnar, vetrarvertíðina og flutn
inga. Sú breyting verður nú á í
samningunum um kjör á vetrar-
vertíðinni að kjör yfirmanna
verða nú miðuð við að þeir fái
prósentu heildaraflans en ekki við
ákveðna hluti háseta eins og áð-
ur var. i
ALÞYOUBLAÐIÐ — 31. des. 1963 3