Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 2
 Cltmjorar: Gyifi Gröndal cabj og tíenedlkt Grðndal. — Fréttastjðrl: knú Gunnarsson - RitstjómarfuUtrúl: EiBur GuBnason. - Simar: 14900-14903. Auglýsingasimi 14906. - ABsetur: AlþýBuhúslð vlO Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmiBja AlþýBublaBslns. - Á.skriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintaklð. — Útgefandl: AlþýBuflokkurinn. EINA VONIN | • VIÐBURÐAHÍKT ÁR er að líða í aldanna ] iskaut. Nátturuhamfarir voru miklar, jarðskjálftar firutu niður borgir, flóð eyddu byggðum og eld- fjöll hlóðu upp nýjar eyjar. Uppskerubrestur var 1 Austur-Evrópu og um norðanverða Asíu. En ann- • ars staðar var afli góður og í heild bjó mannkynið (við meiri velmegun en fyrr. Eða með öðrum orð- um: Líklega hafa færri búið við skort en áður, þrátt fyrir öra f jölgun. Ýmils óáran var í mánnfólkinu á þessu ári. Hör ; undslitur olli enn hatri, sem fór vaxandi í Suður- Afríku, en í Bandarílcjunum sóttu negrar aukinn , rétt með aðgerðum, sem líkt var við byltingu- Trú arbrögð leiddu til stjórnbyltingar og forsetadráps í Suður Vitet-Nam, og brenndu búddamúnkar sig lifandi á torgum uti. Ofstæki ieiddi launmorðingja fcil að skjóta Bandaríkjaforseta. Þrátt fyriir allt þetta ivarð flug friðardúfunnar léttara- Margar þjóðir fengu frelsi án blóðsúthell- inga, og ráðamenn stórveldanna stigu fyrsta skref- ið á þúsund mílna leið afvopnunar, er þeir gerðu öáttmála um bann ivið kjamorkutilraunum. Þótt fleira væri elcki undirskrilfað, hefur enn stefnt í sömiu átt, er Sovétrílcin drógu úr fjárútlátum til t-ígbúnaðar og Bandaríkjamenn lögðu niður nokkr ar herbækistöðvar. Fátt mundi sárþjáðu mannkyni ikærara en frekari árangur á ieið afvopnunar. Lofar góðu, að vestrænir ráðherrar hafa síðustu daga rætt hugmyndir eins og þær, að austur og vestur semji um að eyðileggja mikinn fjölda spremgjuflugvéla. • Miklar breytingar hafa orðið á forustulið'i stór þjóða. Elli og sjúkleiki hafa skákað þeim Adenau- er og Macmillan til hliðar, og Kennedy er fallinn. Hinn aldraði og stórlátil Frakklandsforseti stendur einn uppi þeirra, sem stýrðu málum í síðasta ó- friði, og heíur aldur og reynslu umfram aðra þjóð- léiðtoga. Krústjciv og Mao eru báðir komnir til 'ára sinna, og kann það að hafa mikil áhrif, hve langur starfsaldur þeilrra verður og hverjir taka við af þeim. Nýir menn standa nú á stjórnpalli ó rnargri þjóðarskútu, og vonandi sannast enn, að maður komi í manns stað. Með hugviti sínu hefur maðurinn skapað tækni, sem opnar nýjar leiðir til að útrýma hungri og fá- tækt. Því milður hefur félagslegur þroski ekki auk- izt jöfnum höndum, og gengur ilia að halda frið, hvað þá að jiafna auði jarðar milli þjóðanna. Hvorki kapítalismi eða kommúnismi virðast ráða við þann tvanda, en eina vonin er sú, að hugsjónilr Samein- uðu þjóðanna skili mannkyninu áleiðis í rétta átt. í þeirri von óskar Alþýðublaðið lesendum sínum árs og friðar. Flugfélagr íslands h.f. óskar að ráða flugfréyjur í þjónustu sína, sem hefji störf á vori komanda á tímabilinu apríl-júní. Góð þekking á ensku og cinu Norðurlandamálinu nauðsynleg. Einungis ógiftar stúlkur koma til greina.* Umsækjendur þurfa að geta sótt kvöldnámskeið, sem hefjast í byrjun febrúar n.k. XJmsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum vorum heima og erlendis. Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Starfsmannahald félagsins veitir nánári upplýsingar, ef óskað er. | + FurSuieg ritsmíð í jólablaði. Minnkandi siðferðiskennd. Sorphreinsunin í borginni. | Allir starfsmennirnir þurfa að vera fastráðnir. F. R. SKRIFAR mér af gefnu tilefni: „Það er augljést að mjög er menningu okkar íslendinga á- fátt — og við erum á hraðri leið niður á við. Klám á opinbeyum vettvangi færist mjög í vöxt og fólk virðist orðið sljótt gagnvart sóðaskap í ræðu og riti. Það er ekki tiltökumál þá að cinhver sót rafturinn komi dónalega fram í augsýn almennings, en þegar rit stjórnir blaða gera sig sameka, þá er ástæða til þess að það sé gert að umræðuefni. ÉG SEGI ÞETTA af gefnu til- efni, og þér hlýíur, Hannes minn, að vera ljóst, hvað það er sem ég á við. í einu jólablaðinu birtist saga, ef sögu skyldi kalla, sem er sóðaleg klámsaga og þykir mér skörin vera farin að færast upp í I bekkinn þegar ritstjórinn velur jólablað sitt til birtingar á slíkum óþverra. Ég ásaka ekki piltinn, sem setti þetta saman — af því að það er vafamál að liann sé á- byugur gerða sinna, en ég ásaka rit stjórana, sem birtu þetta“. JÁ, ÉG VEIT hvað bréfritari á við. Birting þessa samsetnings er tákn um tímana, sem við lifum á, vottur um hjaðnandi siðferðis- kennd og vaxandi virðingarleysi fyrir því, sem fólk hefur til skamms tíma talið vera til þess að hefja það úr niðurlægingu. Annars er bezt að hafa sem fæst orð um þetta. BÆRINN KOMST í nokkurs kon ar vandræðaástand í verkfallinu vegna þess, að ekki var hreinsað frá húsum. Öll sorphreinsun lá niðri alla verkfallsdagana. Dags- brún hefur áður í tveimur stór- deilum veitt undanþágu fyrir hreinsun bongarinnar, en nú neit- aði stjórn þess um undanþágu. Út af fyrir sig er það ekki skiljanlegt, því að engin áhrif gat það haft á úrslit deilunnar. Um SJÖTÍU verkamenn vinna að sorplireinsun. Þar af eru um lutt- ugu fastir starfsmenn borgarinnar og því ekki bundnir af samningum Dagsbrúnar. Fimmtíu eru bundnir þeim. Þess vegna gátu tuttugu verkamenn unnið að sorphreinsun inni, en vitanlega náði starf þeirra skammt. Strax og deilan leystist hófu allir lireinsunina og hafa þeir unnið svo áð segja nótt og dag síðan, en ekki tókst að hreinsa £ ýmsum bæjarhverfum fyrir jólira og olli miklum vandræðum. IIVERS VEGNA eru ekki allir sorphreinsunarmenn bæjarins fastráðnir? Svo virðist sem hreins un bæjarins sé svo mikið nauð- synjamúl frá' öllum sjónarmiðum. að gera verði allt sem unnt er til þess að hún stöðvist ekki. Mér er sagt að fastráðnum mönnum í þessu starfi fari heldur fækkandi. og er það mjög miður. Vil ég hér með fara þess á leit við borgaryf- irvöldin að þau athugi þetta mál. ÁSTANDIÐ NÚ í desember var slæmt, en enn verra virðist það geta orðið ef deila skellur á að sumrinu í Iiitum. þá getur það valdið miklu meiri vándræðum. Hannes á horninu. j 2 31. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.