Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 6

Alþýðublaðið - 31.12.1963, Side 6
iS, 15 ára, sem sett er milli barna og fullorðinná. Þessi mörk séu sett alveg út í bláinn, og enginn geti sagt með rétti, að nákvæmlega við þann aldur hafi menn náð þroska fullorðinna manna. Kappaksturshjón Eins og kunnugt er, leggja bif- reiðaverksmiðjur mikla áherzlu á, að framleiðsla þeirra standi sig vel i keppni við framleiðslu ann- arra verksmiðja. Naumast er nokkuð jafn mikil auglýsing fyrir bifreiðategund og sigur f kapp- akstri. Þar reynir á viðbragðs- flýti, stöðugleika, kraít og styrk- leika bifreiðarinnar, jafnframt því sem slíkar keppnir vekja at- hygli víða um heim. Það segir sig sjálft, að þrátt fyrir það, að bifreiðin þurfi að vera góð, þá stendur þó allt og fellur með ökumanninum. Þessi tvö, sem myndin hér a3 ofan er af, eru bæði fræg fyrir akstur. Maðurinn er Carlson sá, sem að undanförnu hefur sigrað í hverjum kappakstrinum á fætur öðrum á Saab-bifreiðum, stúlkan heitir Pat Moss og er systir hins fræga Stirling Moss, sem nú er hættur keppni eftir að hafa hálf drepið sig. — Myndin er tekin í tilefni af því, að þessi tvö voru að gifta sig og skyldi maður ætla, að þau gætu fundið sér einhver sameiginleg áhugamál. Eér gefur á að líta dýr, sem var til sýnis á hænsnfuglasýningu í London í byrjun þessa mánaðar og bar sigur úr býtum í sínum flokki, sem engan skyldi undra. Fuglinn ber tegundarheitið „Pólskur hvítingi“. f-'W-í ■' ’ I ., -i g§ m mkJm m . ★ Nasser Egyptalandsforseti hef- úr tekið upp nýja gerð skatt- heimtu, hann leggur um það bil 100 kr. skatt á hvert vegabréf, sem inn í hans ríki kemur. Peningarn ir eiga að ganga til þess að vernda Abu Simbel-hofin frá eyðileggingu en þau liggja nú undir skemmd- um. Þar sem Egyptalandsför er ekki neitt smáfyrirtæki hvort eð er, verða það naumast margir, sem kvarta undan þessari skatt- lagningu. ★ Kvikmyndahúseigendur í Sviss hafa nú gert herferð í þágu þeirra viðskiptavina sinna, illa uppaldir meðborgarar ónáða á sýningum. t upphafi hverrar sýningar birt- ast á tjaldinu reglur, sem allir gestir húsanna skulu halda. Þar segir, að ekki megi tala saman né gera háværar athugasemdir um við myndina. Ekki megi láta skrjáfa í sælgætispokum og dreifa um- hverfis sig bananahýði. Ef þessar reglur eru ekki haldnar og hóg- værar aðvaranir starfsfólksins ekki teknar til greina, má varpa ófrið- arvöldum á dyr og eiga þeir enga heimtingu á endurgreiðslu miða sinna. ★ Mennirnir eru uridarlegir, Segðu þeim hve mörg bein eru í mannslíkamanum og þeir trúa þér umsvifalaust. En setjir þú skilti sem á stendur „Nýmálað" á bekk, mun enginn þeirra geta stillt sig um að ganga úr skugga um það með því að reka fingurinn í bekk ★ Achmed Sukarnó, forseti Indónesíu hefur smám saman eft ir valdatöku sína árið 1949 tekið að sér fjölda embætta og titla, svo sem forsætisráðherra, her- málaráðherra, formaður lýðveld- isráðsins, forseti þjóðþingsins, á- byrgðarmaður þjóðarinnar, for- ingi hinnar andlegu byltingar og yfirmaður Mekka-pílagrímanna. Nú hefur hann tekið sér nýtt nafn, sem mun taka yfir öll fyrri hehi. Þess utan er það miklu ein faldara en fyrri romsan. Á mikilli hátíð í Djakarta fyrir skemmstu, þar sem hann skyídi halda fyrilestur yfir 70.000 mönn- um-, kynnti hann sig sjálfur, með eftirfarandi orðum: „Hér er ég, — ég er Indónesía. Höfum við ekki heyrt eitthvað þessu líkt áður? ★ Stangaveiðimaðurinn spurðibón0 ann um leið og hann benti niður að ánni: Seg þú mér, vinur minn, er leyfilegt að veiða hér? — Já, það er leyfilegt. — Ég frem þá ekki neitt afbrot þó ég nái einhverjum fiski hérna? — Nei, þú vinnur kraftaverk. Amerískir vlsindamenn hafa sem vonlegt er brotið mjög um það heilann hvernig þeir geti haft samband við væntanlega tunglfara þangað komna. Myndin hér að ofan er af tæki sem þykir einna væn- legast til þess að geta verið til nota í því augnamiði. Þetta eru 200 alúminíumplötur, sem hver um sig er fest á lóð- réttan fót og getur þannig hreyfzt sjálfstæð. Plötunum er komið fyrir í sporöskju. Það er bandaríski herinn, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum í Concord í Massachusetts. Síðar meir verður komið upp miklu stærri mótt :ara og hann á að geta tekið við skeytum frá senditækjum, sen tunglfararnir munu bera á sér á göngu sinni um tunglið. PENINGAFÖLSUN ! DANMÖRKU j í JÓLAMÁNUÐINUM fóru að sjást fregnir um það í dönskum blöðum, að komnir væru í um- ) ferð falskir peningaseðlar. Þetta eru 500 krónaseðlar, sem um er að ræða', og þeir eru mjög vel gerðir, að því er glæpalögreglan segir. Fólki er ráðlegt að bregða seðlum upp í ljósið til þess að sjá hvort vatnsmerkið er á sínum ' stað og rétt gert. Hingað til hafa ekki fundizt fleiri en tveir slíkir seðlar. Ekki er heldur talið sennilegt að mikið magn sé í umferð. Allt bendir til þess að seðlarnir séu gerðir í hönd unum og þannig er erfitt að búa til mikið upplag. Geysileg vinna liggur að baki gerð hvers einstaks seðils. , Annar hinna tveggja föisku seðla, sem hingað til hafa fund- izt, kom inn í verzlun eina í Lyng by. Verzlunarmanninn grunaði Framh. á 4. síðu HIN nýja kvikmynd Ingmars. Bergmans, „Tystnaden", er opin skárri í kynferðislýsingum en nokk ur önnur mynd, sem sloppið hefur ur ósködduð í gegnum sænska kvikmyndaeftirlitið. Forstjóri eft, irlitsins, Erik Skoglund, segir, að þessi atburður geti orðið grund- vollur fyrir alvarlegar umræður um þær afleiðingar, sem það geti1 haft, að hievpa slíkri mynd á mark1 aðinn. Kvikmyndaeftirlitið sænska | varð fyrir harðri gagnrýni í sam- ’ bandi við þessa mynd Bergmans. Skoglund var fjarverandi þegar myndin var samþykkt, en hann tók það fram, að hann væri fylli- lega sambvkkur ákvörðuninni. Eft irlitsmennirnir töldu, að hið mikla listræna ei’di myndarinnar. bæri alveg ofurliði þær röksemdir, sem færa mætti fram gegn vissum hlut um hennar frá siðgæðislegu sjónar miði. Skoglund telur hins vegar, að æskilegt hefði verið að hafa víðtæk ari umræður við sálfræðilega ráðu nauta, sem eru eftirlitsmönnum ætíð til aðstoðar ef óskað er. Hann gagnrýnir einnig mjög aldursmark Hinir þrír efíi Lsmenn, sem samþykktu myndi >, hafa einnig látið til sín heyra. Þeir segjast hafa verið sammála urn, ao börn- um skyldi bannaður aðgangur að myndinni, að öðru leyti skyldi hún leyfð athugasemdalaust. Þeir undirstrika, að þær aðfinnslur, sem gera megi við myndina, séu ekki svö þungar á metunum, að þær réttlæti klippingar á mynd- inni, og ekki sé undir neinum kringumstæðum um að ræða bann á myndinni. Umrædd atriði verði að líta á í samhengi en ekki ein sér. Afskipti af klippingu hefðu spillt fyrir starfi alvarlega hugsandi listamanns við að út- breiða boðskap sinn. £ 31. des. 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.