Verkamaðurinn - 22.12.1950, Side 6
6
VERKAMAÐURINN 22. des. 1950
sem sterkustu sveitir nýlenduhers-
ins eru samankomnar var skæru-
hemaðurinn skipulagður dag frá
degi, oft á hinn ótrúlegasta hátt. T.
d. fóru skæruliðarnir í Hanoi í byrj-
un þessa árs inn á Bac-Mai-flugvöll-
inn og höfðu með sér sprengjur,
sem eyðilögðu þjátíu junkers flutn-
ingavélar, sem Frakkar notuðu tii
þess að flytja vopn og vistir til ein-
angraðra og sundraðra herflokka.
En nú eru ekki aðeins skæruliðar
í landinu. Alþýðulýðveldið Viet-
Nam hefur nú á að skipa sterkari
her.
Herstjórn Viet-Nam gaf mér
tækifæri til að heimsækja ýmsar
deildir hersins. Hermennirnir voru
í brúnum eða olíugrænum einkenn-
isbúningum, hershöfðingjarnir
höfðu korkhjálma, en hermennirn-
ir höfðu hjálma úr blöðum.
Það er strangur agi í hernum, en
þrátt fyrir það er samband her-
manna og hershöfðingja mjög
frjálst. Þar til kosnar nefndir sjá um
hag hermannanna, skipuleggja
kennslu og koma af stað keppni
milli hermanna um árangur af nám-
inu.
Merki hershöfðingjanna er gylt
stjarna á rauðum grunni. Hershöfð-
ingjarnir eru þjálfaðir á sérstökum
skóla. Við heimsóttum einn af þess-
um skólum. Hann var fyrir fót-
göngulið. Þá voru þar nokkur
hundruð nemendur. Nokkrir þeirra
höfðu gengið í æðri skóla, aðrir
voru hermenn og verksmiðjuverka-
menn. Eftir 6—8 mánaða nám, eru
hinir ungu hershöfðingjar sendir
til hersins til að fá „verklega“ þjálf-
un.
Herinn er birgður upp af her-
teknum vopnum, aðallega japönsk-
um og frönskum, og auk þess vopn-
um frá verksmiðjunum í skóginum,
sem áður er sagt frá. Mér var sagt,
að framleiðsa þeirra ykist stöðugt
og þau yrðu stöðugt betri.
Fyrir tveim árum síðan var her
Viet-Nam eingöngu fótgöngulið.
Nú eru, auk fótgönguliðs, vélaher-
deildir, verkfræðingadeild og
merkjadeild. Verið er að koma upp
fylkingum, herdeildum, stórfylkj-
um og divisionum.
Varalið hersins er heimavarðsveit-
ir hvers héraðs, en slíkar sveitir eru
í hverju héraði. Á mörgum stöðum
vinna þessar sveitir beint með hern-
um og létta þannig á honum.
Eg heimsótti yfirhershöfðingja
Viet-Nam, Vo Nguyen Giap, einn
af fremstu frelsishetjum þjóðarinn-
ar. Hann er ekki enn þrítugur að
aldri, er unglegur útlits en ákveð-
inn og greinilega hámenntaður
maður.
Giap hershöfðingi var áður kenn-
ari í Hanoi. Þegar Japanar her-
námu landið fór hann til fjallahér-
aðanna í norðurhluta landsins.
Hann sagði mér frá því sem gerðist
eftir 9. marz 1945, þegar Japanar
afvopnuðu franska herinn. Um
tíma barðist skæruliðasveit hans
með franskri herdeild, en ekki leið
á löngu þar til foringjar þessarar
herdeildar stungu af yfir landamær-
in til Kína.
Þegar Japanir gáfust upp höfðu
sveitir Giaps sem þá voru nokkur
þúsupd manns þegar frelsað flesta
bæi Tonkin.
Frá 1946 hefur Giap verið yfir-
hershöfðingi alls lýðveldishersins.
Hann skýrði mér frá skilyrðum
til stríðsreksturs í Indokína og bar-
dagaaðferðum óvinanna.
Hann skýrði mér frá skilyrðum
til stríðsreksturs í Indókína og bar-
dagaaðferðum óvinanna.
Herstjórn Viet-Nam hefur
frumkvœðið
Herstjórn Viet-Nam hefur óum-
deilanlega frumkvæðið í stríðinu
í Viet-Nam. Hersveitir Giaps leggja
oft til atlögu, t. d. þegar þær tóku
Pholu og Dong-Khe af óvinunum.
Þýðingarmestu stöðvar Frakka í
norðurhluta landsins eru einangr-
aðar og fá nú nauðsynjar einungis
(Eins og kunnugt er, hafa Frakkar
nú orðið að yirgefa flestar þær
stöðvar — þýð.), og aðstaða þeirra
er orðin mjög erfið.
Enn sem komið er, eru hersveitir
Viet-Nam ekki ætíð nægilega öfl-
ugar til að halda stöðvum þeim, er
þær taka, en þetta mun brátt breyt-
ast.
Franskir hershöfðingjar, sem her
Viet-Nam hefur tekið til fanga, láta
í ljós undrun sína yfir stærð hers-
ins, skipulagningu hans og aga.
Flestir þeirra voru svo fáfróðir um
þjóð Viet-Nam, að þeir héldu að
hún gæti ekki komið upp regluleg-
um her.
Þjóð Viet-Nam
Á ferðum mínum um landið hitti
ég almenna borgara, áhrifamikla
menntamenn, hershöfðingja og her-
menn. Eg sá ráðherra, fólk af ýms-
um stéttum og með mismunandi
sjónarmið. En allt þetta fólk var
sameinað um það ófrávíkjanlega
markmið, að færa landi sínu fullt
frelsi og sjálfstæði. Varaforsætisráð-
herrann, Pham Van Dong, sem er
kommúnisti, vinnur við hlið inn-
anríkisráðherrans, Pham Ke Toai,
sem áður var landstjóri í Tonking
á tímum heimsveldisins. Utanríkis-
ráðherrann, Hoang Minh Giam,' er
félagi í sósíalistaflokki Viet-Nam,
atvinnumálaráðherrann er frægur
lögfræðingur frá Hanoi, fjármála-
ráðherrann, Le Van Hien, er
kommúnisti, ráðherra hermála, Vu
Dingh Tung, er katoliki og vara-
forseti þjóðþingsins, Phan Be Truc,
er kaþólskur prestur.
Stjórn Viet-Nam er lýðræðisleg
og þjóðleg samfylking. Þjóðin lít-
ur á hana sem hina einu löglegu
stjórn landsins, sem farið hafi með
umboð þjóðarinnar frá því baráttan
við Japana hófst 19. ágúst 1945 og
yfirlýsingin um alþjóðalýðveldið