Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Qupperneq 7

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Qupperneq 7
VERK AM AÐURINN 22. des. 1950 7 Viet-Nam var gefin út 2. september 1945. Þessi stjórn er tákn hinnar fámennu en hraustu verkalýðs- stéttar. Á þessu ári var samfylking- in styrkt með því að taka upp í hana tvo þýðingarmikla þjóðlega flokka, Viet-Minth, sjálfstæðisflokk- inn, sem var stofnaður 1941 og þjóðflokkinn, sem var stofnaður 1946. í fylkingarbrjósti er leiðtog- inn og ráðuneytisforsetinn Ho Chi Minh, ættjarðarvinurinn og frelsis- hetjan, sem um nær því hálfa öld hefur barizt fyrir frelsi lands síns og sjálfstæði. Eg hitti Ho Chi Minh Af öllu því fólki sem ég hitti í Viet-Nam höfðu þeir Giap hers- höfðingi og Ho Chi Minh mest á- ln if á mig. Borgarablöðin sendu stöðugt út lygafréttir um Ho Chi Minh: Hann er veikur, hann er ekki lengur ráðu- neytisforseti, hann er „horfinn". Eg hef séð Ho Chi Minh. Eg hitti hann við beztu heilsu á heimili sínu, sem er í skóginum. Eg sá þá ást, sem þjóðin ber til hans, ég sá hvernig fólkið nefndi nafn hans með lotningu og virðingu: „Ho frændi“, eins og hann er oft kall- aður. Eg sá einfalda húsið, sem hann býr í. Skrifstofuna hans og eldhús- garðinn — já, meira að segja hvað snertir ræktun grænmetis er ráðu- neytisforseti Viet-Nam fyrirmynd þjóðar sinnar. Ho Chi Minh bað mig að segja greinilega frá ástandinu í Frakk- landi og afstöðu frönsku þjóðar- innar til stríðsins í Indókína. Hann spurði einnig margra sj.urninga varðandi verkalýðsstéttir annarra landa, lífi ðí alþýðulýðveldunum og árangur Ráðstjórnarríkjanna. Þegar ég spurði hann, hvernig hann liti á þá viðurkenningu, sem Ráðstjórnarríkin og alþýðustjórn Kína hefðu veitt stjórn hans, svar- aði liann: „Með þakklæti og hrifningu.“ Eg kom einnig með spurningu varðandi ameríska innrás. Ho Chi Minh svaraði: „Aðstaða til amerískrar innrásar í Viet-Nam? Hún myndi fá jafn sorglegan endi og amerísk innrás í Kína.“ Og svo bætti hann við: „Við höfum ekki æskt eftir þessu stríði. Bæði hér og við dvöl mína í Frakklandi gerðum við allt, sem í okkar valdi stóð til að komast hjá henni. En svar nýlenduherranna við þolinmæði okkar og ósk um friðsamlegan samning var óslitin röð árása. Nú höfum við ákveðið að leiða þessa styrjöld, sem við höf- um verið neydd út í, til sigurs. Friður? Við getum fengið frið í einn dag. Fyrir friði er aðeins eitt skil- yrði: að nýlenduherrarnir hafi sig á brott.“ Þegar við skildum, lagði Ho Chi Minh áherzlu á, að þjóð Viet-Nam blandaði U engan hátt saman frönsku þjóðinni og hinurn glæp- samlegu heimsvaldasinnum. Ég, sem er Frakki og í hópi hinna framfarasinnuðu, fékk þær móttök- ur, sem fullkomlega gerðu mér ljóst, í hve ríkum mæli hugsjón alþjóða- hyggjunnar hefur fest rætur meðal þjóðar Viet Nam. „Hið réttldta strið okkar styrkir baráttu þjóðanna fyrir friði.“ Þessi orð las eg á einu af þeim fléttuðu bambusskiltum, sem eru um allt landið. Á þingi kvennasambands Viet- Nam sá ég, tneð hve miklum fögn- uði og hrifningu var tekið á móti fulltrúunum, sem sóttu kvenna- þing Asíu. Við hlið mynda af leið- togum kvenna í Ráðstjórnarríkjun- um og Kína sá ég myndir af frönsk- um konum úr sambandi lýðræðis- sinnaðra kvenna og yfirlýsingar varðandi baráttu franskra kvenna gegn styrjöldinni í Viet-Nam. Hug- sjónir hinnar byltingarsinnuðu al- þjóðahyggju komu greinilega fram í samtölum þeim, sem ég átti við forystumenn stéttarfélaga, æskulýðs- sambanda, bændasambanda og fjöl- margra annarra fjölmennra félaga og íþróttasambanda. Eg sá hina miklu aðdáun á sigri kínversku þjóðarinnar, vináttu til verkalýðs Frakklands, ást á Ráðstjórnarríkj- unum. Eg sá hatur Viet-Nam-búa á þeim, sem sundra samtökum lýð- ræðissinna, þeim, sem ráðast gegn frelsisbaráttu þjóðanna. Þjóð Viet Nam hefur fjarlægt Hitleristana og Trotskyistana, sem gerðu málefnum þjóða Indókína svo mikið ógagn. Þjóð Viet-Nam lítur á Tító-klíkuna í Júgóslavíu sem sína erkifjendur. Þessi stjórn hefur dirfzt að „viðurkenna“ hina lýðræðislegu stjórn Viet-Nam í von um að geta slegið ryki í augu fólks- ins. í tímaritinu Su That, 1. apríl 1950 var þessu svarað af einum les- andanum þannig: „Við óskum yfirleitt ekki neins sambands við TítÓ. Stjórn okkar er lýðræðisstjórn. Við berjumst með heimshreyfingunni fyrir friði og lýðræði, þar sem Ráðstjórnarríkin eru í fylkingarbrjósti. Títóklíkan hefur brugðizt Ráðstjórnarríkjun- um og alþýðulýðveldunum. Tító og hans líkar eru þjónar amerísku heimsvaldasinnanna. Þeir hafa sýnt, að þeir eru fasistar, að þeir kúga og mergsjúga öreigana og alla júgóslaf- nesku þjóðina. Við viljum ekki koma á neins konar sambandi við þá.“ Blöðin gegna miklu hlutverki í að koma framfaravænlegum hug- myndum á framfæri. Tímaritið Su That er gefið út a£ félagi marxista. Það kemur út þrisv- ar á mánuði í 15.000 einstaka upj> lagi. Ritstjórnarformaðurinn er for- maður félagsins Truong Chinh, á-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.