Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Side 8

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Side 8
8 VERK AM AÐURINN 22. des. 1950 hrifamikill leiðtogí í hinni þjóðlegu frelsishreyfingu og einn af þeim, er lögðu grundvöllinn að stofnun og skipulagningu kommúnistaflokks- ins í landinu. Blaðið Cuu Quoc er málgagn Viet-Minh og hefur gefið út auka- blöð um Ráðstjórnarríkin, hið nýja Kína og alþýðulýðveldin. Þrátt fyrir alls konar erfiðleika eru fjöldi skóla og námshringa, sem leggja stund á marxismann og len- inismann. Eg heimsótti einn þann stærsta, sem bar nafnið Ho Chi Minh. Þar eru saman komnir meira en 600 nemendur frá öllum hlutum landsins. Grundvallarrit Marx, Engels, Le- Jólamynd Norðurlandsbíós s/f verður að þessu sinni rússneska myndin Kúban-kósakkar. — Mynd þessi er tekin á þessu ári í hinum fögru agfa-litum, sem sovétkvik- myndir eru orðnar frægar fyrir. Myndatökustjóri er einn af þeim beztu í Ráðstjómarríkjunum, Ivan Pyréff, en han stjórnaði einnig töku myndarinnar Óður Síberíu, sem flestum myndum hefur orðið vin- sælli hér á landi. Texta Kúban- kósakka samdi Nikolaj Pagodín, en hljómlistin er eftir tónskáldið ísak Dúnaévski. Uppistaða í henni er þjóðlög frá Kúban. Aðalhlutverk þessarar myndar leikur María Ladinina, sem lék einnig aðalhlutverkið í Óður Sí- beríu, en annað aðalhlutverkið er leikið af Sergej Lúkjanov. í þessari mynd koma einnig fiam ýmsir leik- endur, se mfóru með hlutverk í Óð- ur Síberíu og Steinblóminu, t. d. Boris Andréff. Kúban-kósakkar gerist í Suður- nins og Stalins eru gefin út og dreift um landið. Bókmenntir, sem fjalla um baráttu kínversku þjóðarinnar eru mjög útbreiddar. Þjóð Viet-Nam gerir sér fullkom- lega Ijóst, að barátta hennar gegnir mikilvægu hlhtverki í baráttunni fyrir friði, gegn heimsvaldasinnum og þjónum þeirra. Þjóð Viet-Nams veit, að hún er studd af friðelskandi lýðræðissinn- uðum mönnum um heim allan, að hún er einnig studd af frönsku þjóðinni, sem berst gegn stríðinu í Indókína, stríðinu, sem hún nefn- ir „óhreina stríðið“. París, ágúst 1950. Rússlandi á samyrkjubúunum í Kúban, sem er norðan Kákasus- fjalla. Koma mjög greinilega fram lifnaðarhættir fólksins og daglegt líf þess. Söguþráður myndarinnar verður ekki rakinn hér ,enda er í því efni, sem svo mörgum öðrum, sjón sögu ríkari. Þær myndir, sem sýndar hafa verið hér frá Ráðstjórnarríkjunum, bera kvikmyndamenningu þeirra mjög lofsamlegt vitni. Myndir eins og Pétur mikli, Bernska mín, Óður Síberíu, Steinblómið og nú síðast Kúban-kósakkar, að ógleymdri íþróttamyndinni undurfögru, eru allar í röð allra beztu og listrænustu mynda, sem hér hafa verið sýndar og vonandi eigum við enn eftir að sjá margar kvikmyndir frá Ráð- stjórnarríkjunum, sízt verri þeim, sem við höfum þegar séð. Kúban-kósakkar er söngva- og skemmtimynd. í henni kemur glöggt fram sú sanna lífsgleði, sem einkennir þjóðir Ráðstjórnarríkj- anna og daglegt líf þeirra. Söngur og hljóðfæraleikur virðist þeim í blóð borinn í ríkara mæli en mörg- um öðrum, en efnahagslegt öryggi á þar einnig sinn mikla þátt og óef- að meiri en fljótt kann að virðast. Norðurlandsbíó á þakkir skildar fyrir að bjóða Akureyringum slíka afbragðsmynd nú um hátíðarnar, og þess er að vænta að bæjarbúar noti það tækifæri, sem nú gefst. Nýtt hefti af Landnemanum Nýkomið er út 6.-7. tbl. þ. á. LANDNEMANS, tímarits Æsku- lýðsfylkingarinnar. Það hefst á ræðu þeirri, er Ingi R. Helgason flutti á fundi íslenzku friðarnefnd- arinnar þann 19. október sl. og hann nefnir: Heyrið kall okkar. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur skrifar um Þjóðhetjuna Jón Arason, Sigurður Blöndal ritar um beztu mynclir síðasta dr, birtur kafli úr hinni umdeildu bók Norman Mail- er „The Naked and the Dead“ ("Naktir og dauðir) er nefnist „Stríðsfangi skotinn“. Þá er Að deyja undir merkjum eftir B. B„ Maídagur eftir Elías Mar, Mynda- opna frá rikjum alþýðunnar, Hjálp frá Bandaríkjunum með SACO- aðferðinni eftir Laó Dúan, ritstjór- inn Jónas Árnason ritar framhald grejnarinnar Júnídagar í Grimsey. Þá eru birtar nokkrar ályktanir 9. þings Æ. F. Ennfremur eru Fylk- ingarfréttir,, ljóð eftir Ásgeir Ingvarsson, Myndasíður eftir Bid- strup, Gettu nú og ýmislegt fleira. Fjölmargar myndir prýða heftið að vanda. Rússneska stórmyndin Kúban-kósakkar JÓLAMYND NORÐURLANDS-BÍÓ

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.