Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Síða 9

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Síða 9
VERK AM AÐURINN 22. des. 1950 9 BÆKUR. B EGGERT STEFÁNSSON: LÍFFIÐ OG ÉG, I. - Útgef- andi: ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1950. Þetta er nokkurs konar sjálfsævi- saga hins fræga söngvara. Ekki þó svo að skilja, að hann reki þar ná- kvæmlega æviferil sinn í stóru og smáu, eins og sumir ævisöguritarar gera, heldur brýtur listamaðurinn það til mergjar, hvernig náttúran og mennirnir og viðburðir líðandi •tíma, lífið allt, hafa orkað á anda hans, tilfinningalíf og vilja, hafa unnið að því að móta persónuleika hans. Þetta er fyrsta hefti bókarinn- ar, og hefst sagan í Reykjavík á barnsaldri höfundar, segir frá bernsku- og æskuárum hans, náms- árunum í Danmörku og Svíþjóð, dvöl í London og fyrstu kynnunum af Ítalíu. Eggert Stefánsson er óvenjulega fjölmenntaður og víðsýnn lista- maður, og ber bókin þess órækt vitni. Honum var það snemma ljóst, að söngkunnáttan ein nægði hvergi nærri til að gera söngvarann að sönnum listamanni, heldur varð hér um fram allt að koma til „alefl- ing andans“ og hin sanna menntun hjartans. Og einmitt þetta hefir gert Eggert að mesta listamanni ís- lenzkya söngvara. Og það er sönn unun að fylgja honum gegnum þess- ar minningar hans og hugleiðingar. Hér er eigi rúm til að rekja efni bókarinnar. Stíll höf. er mjög fjör- legur, lifandi og víða skáldlegur, svo áð minnir á ljóð, og gegnum alla bókina finnur maður hjarta- slög mannvinarins, sem ann íslandi og íslenzku þjóðinni öllu framar. Þetta hefti er nokkuð á annað hundrað bls. í allstóru broti, prent- að á ágætan pappír, og frágangur allur sérlega fallegur og vandaður. Allmargar ágætar myndir prýða bókina, sem er bæði höfundi og út- gefanda til mikils sóma. Á. S. KONRÁÐ VILHJÁLMS- SON: HORFNIR ÚR HÉRAÐI. Nokkrar upprifj- anir frd 18. og 19. öld. I. Bókaútgáfan Norðri. Akur- eyri, — Prentverk Odds Björnssonar h.f. — 1950. Þetta er allmikið rit, um 250 bls. og hefir að geyma stórmikinn fróð- leik um héraðssögu Þingeyjarsýslu sérstaklega, en einnig um sögu landsins í heild. I bókinni eru fimm þættir: Þáttur af Bjarna Jónssyni á Laxamýri, Hallgríms þáttur Þor- grímssonar, Ljóðabréf til Benja- míns, Jarðeigenda-þáttur og Þáttur af Antoníusi skáldi Antoníussyni. Auk þess er mjög góð nafnaskrá, eða öllu heldur tvær, önnur um mannanöfn, hin um staðanöfn. Ef til vill halda einhverjir, að bækur eins og þessi séu leiðinlegar að lesa og aðeins fyrir einhverja uppþornaða fræðagrúskara. En í því gífurlega bókaflóði, sem nú streymir á markaðinn daglega, og meira mun að vöxtum en nokkru sinni, fyrr, er mjög hætt við því, að beztu bækurnar skipi eigi þann sess, sem þeim ber, bókstaflega hverfi í fjöldanum, ekki sízt þegar útgef- endur eru eigi nægilega fjársterkir til að auglýsa þær með heilsíðuaug- lýsingum í öllum dagblöðum höf- slíkt er mikill misskilningur. Hér eru frásagnir svo vel stílfærðar, að unuri er að lesa, enda er Konráð meðal orðhögustu manna á íslenzkt mál. Margar af frásögunum verða lesandanum ógleymanlegar, t. d. um Hallgrím Þorgrímsson, dreng- inn, sem varð að fara að heiman í fjarlægt hérað, 9 ára að aldri, vegna fátæktar og ómegðar foreldranna. Það er steinhjarta, sem eigi kemst við af að lesa um þrautir þær, sem þessi einstæðings-drengur varð að þola. Og þó mun þetta hafa verið almennt, að tökubörn væru beitt harðneskju á þeim árum. En ástand- ið var líka mjög bágborið vlðast hvar: Móðuharðindin í fersku minni og þjóðin enn lömuð af þeim„ mikil harðindaár og sigl- ingaleysi og dýrtíð (Napoleons- ófriðurinn). Mikil seigla og lífs- kraftur hefir þessu barni verið gef- in, að það skyldi lifa af allar hörm- ungarnar og komast mjög vel til manns að lokum. Það er áreiðanlega mikið tjón, að Konráð Vilhjálmsson skuli ekki geta gefið sig eingöngu við aðal- hugðarefnum sínum, íslenzkum söguvísindum. Á. S. uðstaðarins dag eftir dag, viku eftir viku. Þó að margir útgefendur gefi út góðar bækur við og við, er þó magn þeirra sem eru í meðallagi og þar fyrir neðan stórum meira, og þau útg.fyrirt. eru ekki mörg, sem hægt er að segja um, að gefi eingöngu út góðar bækur, öndvegisrit. Sem bet- ur fer, eru þó til útgefendur, sem Útgáfubækur Heimskringlu og Reykholts

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.