Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 10

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 10
10 VERKAMAÐURINN 22. des. 1950 eingöngu gefa út ágætar bækur, en sú er staðreyndin, að þeir oftast verst á vegi staddir fjárhagslega. — Hér verða lítillega gerðir að um- talsefni bækur Heimskringlu og Reykholts, en aðrir útgefendur bjóða íslendingum ekki betri bæk- ur um þessar mundir. Bækur þess- ara forlaga eru ekki margar að tölu, en það eru allt öndvegisrit. Með því bezta, sem skrifað hefur verið. Á vegum þessara forlaga liafa nú í ár og síðustu ár komið út þrjú verk, sem að dómi velflestra, eða máske allra, gagnrýnenda eru með- al þess fegursta, sem skrifað hefur yerið á þessari öld. Er hér átt við DITTU MANNSBARN eftir Mar- tin Andersen Nexö í þýðingu Ein- ars Braga Sigurðssonar, JÓHANN KRISTÓFER eftir Romain Rol- land í þýðingu Þórarins Björnsson- ar skólameistara og BARN/ESKA MÍN og HJÁ VANDALAUSUM eftir Maxim Gorki í þýðingu Kjart- ans Ólafssonar. Allt eru þetta önd- vegisrit, sem skipta heiðurssess í heimsbókmenntunum og sem ekki munu fyrnast svo lengi, sem menn- ing og fagrar listir eru til. Það er oss íslendingum ómetanlegur feng- ur, að eiga allar þessar bækur á móðurmáli okkar — að vísu er út- gáfu Æfisögu Gorkis og Jóhanns Kristófers ekki lokið — í öndvegis- þýðingum og við því verði að eng- inn þarf að fráfælast. Sá, sem þetta ritar, gengur þess eigi dulinn, að það er eigi á hans meðfæri að skrifa um þessi dásam- legu verk svo, sem þau eiga skilið, enda er tilgangur þessara fáu orða fyrst og fremst sá, að minna menn á þessi verk og benda fólki á að ganga ekki fram hjá þeim að óathuguðu máli. Öndvegisrit íslenzk. Þessi forlög gefa einnig út íslenzk öndvegisrit. Má þar benda á Ljóða- safn Jóhannesar úr Kötlum og skáldsögur hans Dauðsmannsey og Siglingin mikla, ennfremur er ný- lega komin út bók eftir Halldór Stefánsson Sögur og smdleikir. Þá er einnig nýlega komin út ljóðabók eftir Halldór Helgason Stolnar stundir. Nöfn höfundanna ein nægja til þess að sannfæra hvern og einn íslending, sem eitthvað veit um bókmenntir, að hér eru á ferð- inni öndvegisrit. Þessi litla upptalning verður að nægja að sinni, en hún ætti að vera nóg til þess, að hver sá, sem vill eignast öndvegisrit, eða gefa vinum sínum góða gjöf, ætti að kynna sér bækur Heimskringlu og Reyk- holts, áður en hann velur aðrar. Svið ★ Sardínur Gulrœtur Kúsínur Laukur Búðingar ★ Gosdrykkir ★ Konfektkassar ★ Kertastjakar Jólakort Jólatrésskraut Sþeglar Kökuformar Handsdpa ★ Leikföngin ★ f úrvali. Herrasokkar og peysur Verzlun Björns Grímssonar Sími 1256. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Vélabókbandið h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.