Verkamaðurinn - 26.06.1959, Page 7
8
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 26. júní 1959
Nokkrar athugasemdir um togarakaup
ríkisstjórnarinnar
Akureyrarbær fær engan af þeim togurum, sem
ríkisstjórnin segir að komi til landsins á næsta ári
og samningur Guðmundar Jörundssonar um smíði
nýs togara hefur verð ógiltur
Alþýðuflokkurinn í dauðateigjunum:
Falsar dreyfibréf fil Reykvíkinga
1 gær varð uppvíst í Rcykjavík eitt mesta óþverramál, sem
um getur í íslenzkri stjómmálabaráttu. Handbendi Alþýðu-
íiokksins, Þorsteinn Pétursson, hefur verið látinn senda út
falsað dreifibréf til fjölmargra vinstri manna í Rvík, þar sem
skorað er á menn að strika Hannibal Valdimarsson út af lxsta
Alþýðubandalagsins í Rvík. Undirskrift þessa falsaða bréfs
er: Gamlir baráttufélagar Sósíalistaflokksins.
Auðvitað þarf ekki að laka það fram, að þessir „gömlu bar-
áttufélagar" eru engir aðrir en Þorsteinn Pétursson, sem sveik
Sósíalistaflokkinn fyrir um 20 árum og hefur síðan verið
flokksbundinn í Alþýðuflokknum og gegnt þar ýmsum
ábyrgðarstöðum og e. t. v. Stefán Pétursson, fyrrv. ritstjóri
Alþýðublaðsins.
Það vekur sérstaka athygli að bréfið er sent út á sömu
adressur og upplýsingaþjónusta liandaríkjanna hefur notað
til útsendingar á efni, sem sérstaklega hefur verið ætlað tiJ
rógs um sósíalista — og sýnir það vel eðli málsins.
Þessarri síðustu örvæntingartilraun Alþýðuflokksins í
dauðastríðiilu er ætlað að sundra einingu Alþýðubandalags-
ins, sérstaklega úti á landi, þar sem málsvörn okkar með blöð-
um er veikari en í Rvík, en árangurinn mun verða öfugur við
tilganginn. Slíkar bardagaaðferðir munu verða öllumAlþýðu-
bandalagsmönnum ný hvatning til þess að standa enn betur
sainaii og vinna enn betur að miklum kosningasigriennokkru
sinni áður undir forustu Hannibals Valdimarssonar, sem hef-
ut einróma traust sem formaður Alþýðubandalagsins.
Lesið Þjóðviljann í dag
KEA-klíkan
Hvorum treystið þið
betur?
í Alþingiskosningnnum 1956
fékk Alþýðubandalagið um
8000 atkvæði utan Reykjavík-
ur, en fékk út á þann at-
kvæðafjölda aðeins einn kjör-
dæmakjörinn þingmann, og
ekki munaði nenta örfáum at-
kvæðum, að það fengi engan
kjörinn utan Reykjavíkur.
Með hinni nýju kjördæma-
skipun verður þetta ranglæti
og réttindasvipting alþýðunn-
ar, sem dreifbýlið byggir,
leiðrétt. Sameinuð atkvæði
verkafólksins, sjómannanna í
sjávarbyggðunum og frjáls-
lyndra bænda munu tryggja
þeim fulltrúa úr hverju hinna
nýju kjördæma.
Þessi breyting er einn hinn
mikilvægasti ávinningur, bæði
fyrir það vinnandi fólk, sem
svift hefur verið möguleikum
til að eiga sinn réttmæta full-
trúafjolda á Alþingi, og einnig
fyrir landsbyggðina í heild
sinni. Tengsl almennings við
Atþingi aukast þannig en
minnka ekki, og hverjum
skyldi betur treystandi í mál-
efnum dreifbýlisins, fulftrúum
alþýðunnar sjáifrar eða Sjálf-
stæðis- og Framsóknar-
flokknum? Hverjir skyldu
vita betur, hvar skórinn
kreppir í atvinnumálum
byggðanna heldur en þeir,
sem allt sitt eiga undir því, að
sú stefna ríkti, að atvinnu-
lífið sé látið sitja í fyrirúmi og
atvinnuteysinu verði útrýmt?
Núverandi kjördæmaskipun
hefur verkað sem eins konar
einkaleyfi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og Framsóknar-
flokkinn til að teljast fulltrúar
byggðanna á Alþingi, og það
hefur vissulega ekki reynzt til
neinnar blessunar. Flokkur al
þýðunnar og alþýðusamtak-
anna mun nú fá sinn rétt í
þessu efni og tryggja þannig
tengsl sín við löggjafarvaldið.
Þess vegna er breytingunni
fagnað af almenningi, sem
hvort tveggja í senn mann-
réttindamáli og beinu hags-
munamáli alþýðunnar, bæði í
sveit og við sjó.
- Stefnuyfirlýsing
Framhald af 7. siðu.
olíur, benzín, kol, salt og bygg-
ingarefni.
Einnig getur verið réttmætt að
ríkið taki sjálft einkasölu á ýms-
um lúxusvörum til ágóða fyrir
ríkissjóð.
í ræðu, sem Emil Jónsson for-
sætisráðherra flutti á Sjómanna-
daginn í vor, tilkynnti hann, að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
láta smíða 8 togara og myndu
fjórir þeirra verða tilbúnir á
næsta ári, en hinir fjórir á árinu
1961. Mönnum þóttu þetta að
vonum góðar fréttir. Loksins átti
að hefjast handa um endurnýjun
togaraflotans, átta skip ‘byggð á
vegum ríkisins til viðbótar því,
sem einstaklingar og félög höfðu
þegar samið um, var ekki svo af-
leitt.
En mál þessi hafa nokkuð
skýrzt síðustu daga og eiga
kannski eftir að gera það mjög
bráðlega. Það, sem komið hefur í
ljós, er m. a. þetta:
Ríkisstjórnin hefur ennþá ekki
gert neina samninga um smíði
togara, og það er því alveg út í
bláinn sagt, að fjórir þeirra komi
til landsins á næsta ári. En vegna
kosninganna lá Alþýðuflokks-
ráðherrunum afar mikið á að til-
kynna, að þetta stæði til. Það
eina, sem ríkisstjórnin hefur
unnið að undiibúningi málsins
er, að hún mun hafa samið um
einhverja lántöku í Þýzkalandi.
Þá hefur það komið fram, að
þessir umræddu togarar koma
ekki til viðbótar þeim togurum,
sem Guðmundur Jörundsson,
Akraneskaupstaður og fleiri
höfðu þegar gert samninga um
smíði á. Alla þá samninga hefur
ríkisstjórnin nefnilega ógilt.
Samningarnir voru háðir sam-
þykki ríkisstjórnarinnar, en hún
neitaði að láta það í té. Það má
því vissulega segja, að ríkis-
stjómin tekur með annarri hend
inni það, sem hún gefur með
hinni.
Ennþá hefur ekki verið opin-
berlega tilkynnt, hverjir eigi að
fá þá togara, sem til landsins eiga
að koma á næsta ári að sögn rík-
isstjórnarinnar, en almælt er, að
stjórnin hafi samt þegar úthlutað
þeim og eigi þeir allir að fara til
byggðanna við Faxaflóa, þ. e.
Reykjavíkur, Akraness og Hafn-
arfjarðar. Meðal þerra, sem gefin
hefur verið von um að fá togara
er t. d. Einar Sigurðsson, ríkasti
maður landsins.
En Akureyri fær engan.
í meira en tvö ár hefur legið
hjá ríkisstjórninni beiðni frá Ak-
ureyrarbæ um kaup á tveimur
togurum. Sú beiðni var endur-
nýjuð alveg nýlega og almennur
áhugi fyrir því í bæjarstjórn, að
fylgja því máli fast eftir.
Þegar ríkisstjórnin kom hér
á dögunum og hélt ráðherra-
fundinn í Borgarbíó gengu for-
ráðamenn Útgerðarfélagsins á
fund ráðhcrranna og inntu þá
svara um það, hverjar vonir
Akureyringar mættu gera sér
um úthlutun af þehn skipum,
sem nú væri tilkynnt að
byggja ætti. Svör ráðherranna
voru þau, að þeir gætu a. m. k.
engar vonir gefið um, að Ak-
ureyri kæmi til greina við út-
hlutun þeirra togara, sem
koma ættu á næsta ári.
Hvort Guðmundur Jörundsson
kann að fá einn þeirra er ekki
vitað með vissu, en jafnvel þótt
svo færi, eru litlar sem engar
líkur til að sá togari yrði gerður
út héðan. M. a. hefur Guðmund-
ur sjálfur tjáð stjórn Utgerðarfé-
lagsins, að hann sé ekki tilbúinn
að svara því játandi að hann
muni halda áfram útgerð héðan,
og má það vissulega skoðast sem
nokkur staðfesting á þeim frétt-
um, að hann hyggist flytja til
Reykjavíkur með sína starfsemi.
Það verður því ekki sagt, að
útlit fyrir kaup á nýjum togur-
um hingað hafi nokkuð batnað,
þrátt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórn
arinnar um togarakaup, enda
mun Alþýðuflokknum þykja
meiri nauðsyn á atkvæðaveiðum
annars staðar en hér.
ÞAÐ ER
NAUÐSYNLEGT
að allir |>eir, sem vilja
vinna á kjördegi fyrir Al-
þýðubandalagið mæti til
viðtals á kosningaskrifstof-
unni í kvöld (föstudag) eða
á morgun (laugardag). —
Skrifstofan er opin kl. 10
f. h. til kl. 10 e. h.
Það er mikið að gera hjá KEA-
klíkunni þessa dagana. Margir af
forstjórunum og þægustu hand-
bendum þeirra eru á hlaupum
um bæinn við kosningaáróður
fyrir Framsóknarflokkinn, en á
fullum launum hjá KEA. Aðal-
verkefnið upp á síðkastið hefur
verið að reyna með öllum til-
tækuin ráðum að fá fólk til að
vitna í kjördæmamálinu og lýsa
því yfir, að það sé algerlega and-
vígt fyrirhugaðri breytingu. —
Hefur vitnunum verið safnað í
sérstakt blað, sem mun vera að
koma út. Mest áherzla hefur ver-
ið lögð á það, að fá fólk, sem
ekki hefur verið flokksbundið
hjá Framsókn eða yfirlýstir
stuðningsmenn flokksins til að
vitna, en uppskeran orðið harla
lítil, og smalarnir munu óþægi-
lega oft hafa rekið sig á vaxandi
andúð fólks á Framsóknar-
flokknum.
En KEA-klíkan hefur fyrr
orðið fyrir vonbrigðum, enda
þótt henni gangi seint að skilja
það, að kaupfélagið og Fram-
sóknarflokkurinn er ekki eitt og
það sama. A aðalfundi KEA í vor
reis t. d. upp einn fulltrúinn,
háettsettur í Framsóknarfélagi
Akureyrar, og lýsti því yfir, að
hann skyldi als ekki, hvernig á
því stæði, að á sama tíma og
tfERKMURiÍ
Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
starfsemi KEA yrði meiri og
margvíslegri ár frá ári, þá fækk-
aði Framsóknarmönnum á Ak-
ureyri og jafnvel í Eyjafjarðar-
sýslu. „Eg skil þetta ekki,“ sagði
fulltrúinn.
Það virðist útbreiddur sjúk-
dómur hjá Framsóknarmönnum
að berja höfðinu við steininn og
neita að skilja staðreyndir, neita
að skilja það, að verzlunarfyrir-
tæki og stjómmálaflokkur sé
ekki eitt og það sama, neita að
skilja, að það sé Iýðræði, að allir
hafi jafnan kosningarrétt.
Væri ekki rétt fyrir KEA að
ráða sálfræðing og lækni í þjón-
ustu sína?
Og svo mættu þeir
sumir muna þetta:
1 lögum um kosningar til Al-
þingis stendur: „Það er óleyfi-
legur kosningaáróður eða
kosningaspjöll: .... Að bera á
mann fé eða fríðindi til að hafa
áhrif á, hvort hann greiðir at-
kvæði eða hvernig han greiðir
atkvæði, að svipta mann eða
ógna manni með sviptingu at-
vinnu peða hlunnindum í sama
skyni, að heita á mann fé eða
fríðindum, ef ksoningar fari
svo eða svo, að torvelda hjúi
sínu eða öðrum, sem menn
hafa yfir að segja, sókn á kjör-
fund eða til utankjörfundar-
staðar, svo og að heita þving-
unarráðstöfunum í sambandi
við kosningar.“
Mætum til starfa á kosningaskrifstofunni
kl. 9 fyrir hádegi á kjördaginn
Þetta er áætluð f járþörf Alþýðubandalagsins á Akureyri vegna kosninganna 28. júní:
Þetta hefur safnazt til þessa: Eflum kosningasjóðinn! Nú er aðeins lokaspretturinn eftir!