Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Föstudagur 7. júlí 1961
Þegar erlendir náttúruskoðar-
ar leggja land undir fót hér á
hjara veraldar, þá er það ekki
lítið, sem þeir þurfa að bera af
alls kyns dóti. Fatnaður, tjöld,
nesti, eldunartæki, handbækur,
landabréf, að ógleymdum hömr-
um og hökum, myndavélum og
stækkunarglerum, steinvölum úr
íslenzkri fjallshlíð og fjölskyldu-
myndum að heiman, sem stung-
ið hefur verið að þeim til trygg-
ingar á skilnaðarstund.
Það var því engin furða, þó
að þýzku jarðfræðingarnir þrír
— Að óskum. Við lögðum af
stað árla dags 17. júní sl. frá
Berlín og komum hingað síðdeg-
is þann sama dag, þjóðhátíðar-
daginn ykkar. I Reykjavík vor-
um við í eina þrjá daga, skoð-
uðum bæinn og skruppum aust-
ur yfir Fjall í hringferð, þar sem
Hveragerði og Þingvellir voru
aðaláfangastaðirnir, en lögðum
svo af stað vestur á Firði, þar
sem við erum búnir að vera
hartnær viku. Drangajökull og
Gláma voru aðalviðfangsefnin
þar.
skýtur Klaus inn í. Við biðum
þar eftir Norðurleiðum, þegar
við komum að vestan. Ætluðum
að borða þar hádegismat og vor-
um nýsetztir að borðum, þegar
bílarnir komu og við út með það
sama.) (Þú gleymir víst alveg
blöndunni, sem við vorum búnir
að setja í glösin — við vorum
nefnilega með svolítið af 96%
spíritus til að hressa okkur á —
og máttum ekki vera að því að
hvolfa í okkur úr glösunum, seg-
ir Karlheinz með eftirsjá í rödd-
inni.)
Þrír jarðfrsðingar frd Austur-
Berlín n hynnisferð nm Island
Munu gera íslandskvikmynd
og skrifa jarðfræðilegt verk
í alþýðlegum stíl um landið
yrðu fegnir smáhvíld í venjuleg-
um mannabústöðum, er þeir
komu hingað til Akureyrar rétt
fyrir síðustu helgi. Það er óneit-
anlega lýjandi að ganga með
fullan útbúnað um Vestfjarða-
kjálkann og hossast svo í áætl-
unarbíl alla leið vestan af Mel-
graseyri svo að segja í einni
lotu. En um þetta skulum við
heldur fræðast af þeim sjálfum,
Harro Ijóshærða, Klaus feita og
Karlheinz skeggjaða á meðan
þeir eru nógu dasaðir til að eira
í stól inni í stofu. Það er aðal-
lega hinn Ijóshærði Harro, sem
hefur orð fyrir þeim félögum.
— Hvernig hefur ferðalagið
gengið ?
(Það er ekki að spyrja að
þessari þýzku nákvæmni, hugs-
um vér með oss, en segjum upp-
hátt:)
— En bílferðin hingað til
Akureyrar?
— Þessar samgöngur á landi
hérna er eitt af því, sem gerir ís-
land sérkennilegt fyrir Mið-
Evrópubúa. Okkur finnst lang-
ferðabílarnir alveg sérstakt æv-
intýri og allt annars eðlis en
járnbrautirnar heima á megin-
landinu. (En ég læt nú alveg
vera, hvað það er dásamlegt að
þurfa að rjúka út frá ósnertum
mat, eins og við máttum til með
að gera í Hreðavatnsskálanum,
Austurþýzku jarðfrœðingarnir; taldir frá vinstri: Klaus Hrabowski,
Harro Hess jararstjóri, Karlheinz Kleissle.
— Þið eruð í vísindaleið-
angri?
— Það má segja það. Auðvit-
að er ekki við því að búast, að
við gerum einhverjar vísinda-
legar uppgötvanir á þessum
stutta tíma hérna, enda ekki ætl-
unin. En ísland er heil náma
fróðleiks fyrir jarðfræðinga af
meginlandinu, og sumpart ætl-
um við að afla okkur hérna
jarðfræðilegra upplýsinga og
reynslu, sem við getum hagnýtt
okkur í vísindastörfum heima,
en sumpart er ferðin farin til að
skrifa alþýðlega bók í jarðfræði-
stíl um ísland og kynna landið
og náttúru þess á enn aðra lund.
— Gerið þið þetta á eigin
spýtur eða eruð þið á vegum
einhverra opinberra aðila?
— Við höfum undirbúið og
skipulagt ferðina algerlega sjálf-
ir, en bókaútgáfan Urania, sem
myndi gefa bókina út, hefur
styrkt okkur til fararinnar. Ég,
segir Harro, vinn hjá Gesell-
schaft zur Verbreitung wissen-
schaftlicher Kenntnisse, en það
er eins og nafnið bendir til, fé-
lagsskapur, sem hefur það mark-
mið að útbreiða vísindalega
þekkingu meðal almennings; ég
er einn af forstöðumönnum jarð-
fræðideildar þess. Þetta félag
hefur fyrrnefnda bókaútgáfu á
sínum snærum. Hinir vinna hjá
Geologischer Dienst (Jarðfræði-
þjónusta), sem starfar einkum
að því að leita að kolum, bygg-
ingarefnum, olíu og gera vatna-
mælingar o. fl. Klaus er aðallega
í vatnamælingum en Karlheinz
við jarðvegsrannsóknir.
— Hvernig var undirbúningi
háttað?
— Við skiptum með okkur
verkum. Þeir Klaus og Karl-
heinz kynntu sér vísindarit um
ísland, en ég annaðist skipu-
lagslegu hliðina, útvegaði allt,
sem til ferðarinnar þurfti. Þeir
lásu víst einar 20 bækur, þar á
meðal rit eftir Sigurð Þórarins-
son, (þekktu þó ekki hans vin-
sælasta verk, „María María“,
fyrr en hér) og Guðmund Kjart-
ansson. Einnig má nefna mjög
ítarlegt verk um jökla á íslandi
eftir Okko, finnskan jarðfræð-
ing, en einmitt jöklarnir eru eitt
það merkilegasta fyrir okkur.
Yfir norðurhluta Þýzkalands,
þar sem við búum, skriðu eitt
sinn jöklar, og landið er mótað
af þeim, og hér getum við séð
þá og háttalag þeirra með eigin
augum. Það er gott að hafa til
samanburðar. Við höfðum að
sjálfsögðu samband við þá þrjá
austurþýzku prófessora, sem hér
voru á alþjóðlega jarðfræði-
þinginu í fyrra. Við þekktum þá
persónulega, því að þeir voru
kennarar okkar í háskóla. Síð-
ast en ekki sízt gaf íslenzkur
stúdent í Berlín, Guðmundur
Ágústsson, okkur margar verð-
mætar upplýsingar um stað-
háttu hér, samgöngur, veðurfar
leitt vandlega falinn. Þetta var
fyrsti stærri leiðangurinn okkar
þremenninganna. Við höfum að
vísu þekkzt, en vissum ekki,
hvort við ættum saman, hvort
við gætum fyllilega treyst hvor
öðrum. Það er svo óhjákvæmi-
legt, ef svona ferðalög eiga að
heppnast. Nú, Ítalíuferðin gekk
vel, við sáum þarna Etnu að
starfi, Strombolí sem aldrei
þreytist og Vesúvíus, sem nú
hvílir sig og margt fleira merki-
legt á Suður-Ítalíu. — Um Ítalíu
höfum við skrifað langa grein í
tímarit áðurnefnds vísindafé-
lags, Wissen und Leben, enn
fremur höfum við sett saman
ferðaþætti fyrir flest dagblöð
landsins, en fyrst og fremst höf-
um við haldið fyrirlestra með
litskuggamyndum víðs vegar
um landið í þorpum og bæjum
og stórverksmiðjum, og hafa
hlýtt á þá samtals 8 til 9 þúsund
manns. Bók höfum við í smíð-
um um jarðfræði Suður-Ítalíu
og kemur hún væntanlega út hjá
Úraníu undir lok þessa árs.
— Ætlið þið að kynna fs-
land á eitthvað svipaðan hátt?
— Já, áreiðanlega munum
við ekki leggja minni áherzlu á
Jules Verne lét söguhetju sína fara niður í Snœfellsjökul og ferðast
lengi í iðrum jarðar en koma upp um gíginn á Strombolí á Italíu. Og
hér er mynd af hinum eldspúandi Strombolí, sem þeir félagar tóku í
Ítalíuferðinni í fyrra.
með tilliti til klæðnaðar og ann-
ars útbúnaðar. — En ef við er-
um að tala um undirbúning, þá
má náttúrlega segja, að Italíu-
ferðin í fyrra hafi verið góður
undirbúningur undir íslands-
ferðina.
— Segðu okkur eitthvað frá
henni.
— Eldfjallið Etna á Sikiley
tók til að gjósa í fyrra eftir
nokkurra ára hvíld, og þá not-
uðum við tækifærið og skrupp-
um þangað í hálfs mánaðar
ferð. Það er svo dýrmætt að
hafa séð starfandi eldfjall, áður
en maður leggur leið sína hing-
að til lands, þar sem allt er skap-
að af eldsins afli, en hann yfir-
ísland, sem þó ekki nema vegna
legu sinnar hér á endimörkum
álfunnar býr yfir sérstökum
töfrum fyrir fólk heima. Bókin
um Island verður þá önnur í
röðinni í flokki alþýðlegra jarð-
fræðibóka, sem myndi nefnast
sisona: Ferðast inn í liðna tíð
móður jarðar. ísland er líka al-
veg einstakt land til myndatöku,
og við væntum þess, að okkur
takizt að gera sæmilega litkvik-
mynd um landið og einstaka
þælti j)j óðlífsins; ef hún heppn-
ast vel, þá tekur sjónvarpið hana
til sýningar í svarthvítu.
— ísland er sjálfsagt ekkert
lokatakmark hjá ykkur?
Framhald á 5. síðu.