Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn VÍSA VIKUNNAR Vi3 í miklum vanda finnum vesturheimsku hjörðina, af því Títoff sautjón sinnum sveiflaðist kringum jörðina. Þýzknr íálkafang- ari á Fiateyjardal Festi R»|öllur á nngrana TJARNARBORG í OLAFSFIRDl Sú var tíðin, að fálkaveiðar voru mikið stundaðar á íslandi, ekki aðeins sem íþrótt heldur og sem sérstök atvinnugrein. Nefnd- ust þeir, sem þetta atvinnu stund- uðu fálkafangarar og þótti heldur virðing að þeirri nafnbót. Fálkafangararnir voru bæði ís- lenzkir menn og erlendir, en fálk- arnir voru fluttir úr landi og tamdir þar til veiða. Þegar fyrsta allsherjarmanntal var tekið á ís- landi, árið 1703, voru skráðir 6 fálkafangarar, einn þeirra var bú- settur í Gullbringusýslu, en 5 á Snæfellsnesi. En nú eru fálkafangarar útdauð stétt, enda er fálkinn orðinn næsta sjaldséður fugl og alfriðaður. Liggja við því báar sektir að veiða fálka eða raska ró hans, þar sem hann hefur gert sér hreiður. Ekki er einu sinni heimilt að nálg- ast hreiður hans til myndatöku nema fyrir liggi sérstakt leyfi náttúruverndarnefndar. En þrátt fyrir það, að fálkinn er orðinn sjaldgæfur fugl, og kannski einmitt vegna þess, ber það öðru hvoru við, að einstaka menn grípur sterk löngun til að handsama þennan sterka fugl. Nýlega fréttist af ferðum eins slíks manns á Flateyjardalsheiði. Höfðu ferðamenn hitt hann þar og séð hjá honum fálkaunga, er hann hafði í eldi. Sýslumanninum í Þingeyjar- sýslu, Jóhanni Skaftasyni, bárust fréttir af þessu, og ákvað hann, að takast ferð á hendur á Flateyj- ardal og kanna, hvað sá hefði fyr- ir stafni, er þar hefði gerzt úti- legumaður. Árla dags á miðvikudaginn hélt sýslumaður ásamt lögreglu- þjóni til Akureyrar. Þar kom flugleiðis til móts við þá Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. Var síðan haldið út á Flateyjar- dalsheiði og allt að Brettingsstöð- um á Flateyjardal, sem síðastur bæja var þar í byggð. Sáust þess merki, að þar myndi útilegumað- urinn hafa aðsetur, en ekki var hann heima við. Var ákveðið að bíða komu hans, og eftir alllanga hið birtist Þjóðverjinn Egon Miiller frá Westfalen, en sá var útilegumaðurinn. Ekki firrtist hann neitt við að- komumenn og féllst á að fylgjast með þeim til byggða. Var þá hald- ið til baka og til Húsavíkur. Er þangað kom var nótt gengin til síðari hluta og höfðu heimamenn haft 20 stunda útivist. Var þá gengið til náða, en snemma í gær var réttur settur og tekin skýrsla af hinum dularfulla Westfalen-manni. Sá þýðverski játaði að hafa handsamað sex fálkaunga og kvaðst hann hafa náð þeim í hreiðrum austur við Jökulsá, en síðan flutt þá með sér vestur á Flateyjardal og alið þá þar. Hafði hann skotið ýmsa fugla til matar handa ungunum einkum svartbak. Ekki sáust þess merki né kom fram í yfirheyrzlu, að maðurinn hefði drýgt önnur lög- brot í útilegu sinni en fálkarán. Leyfi hafði hann haft til silungs- veiða, og hefur því trúlega lifað góðu lífi á silungi og fuglakjöti. Hann mun hafa verið búinn að dveljast þrjár vikur fjarri manna- byggðum. Ungar þeir, sem Muller útilegu- maður tók við Jökulsá eru orðnir allstálpaðir. Hann hafði þá ekki í búri, heldur flugu þeir um frjálsir ferða, en bjöllur hafði liann bundið við fætur þeirra. Kvaðst Múller alls ekki hafa haft í hyggju að flytja ungana með sér úr landi, heldur hefði hann tekið þá og alið sér til gamans, því hann væri mikill fuglaunn- andi. Sýslumaður og aðstoðar- menn hans sáu ungana á flugi þar á Flateyjardal, en ekki var unnt að ná þeim. Er blaðið hafði tal af Jóhanni Skaftasyni sýslumanni síðdegis í gær, kvað hann óráðið, hvort gerður yrði út leiðangur til að ná Fyrra laugardag var vígt í Ól- afsfirði nýtt og myndarlegt fé- lagsheimili, sem þar hefur verið í byggingu undanfarin sex ár. Eig- endur þess eru Ólafsfjarðarkaup- staður og félagasamtök í bænum, alls 10 félög. < Hið nýja félagsheimili er 506.5 ferm. að flatarmáli og 3800 rúm- metrar. I kjallara er leiktjalda- geymsla, hitunar- og loftræsti- tæki, inngangur fyrir leiksvið og eldhús, geymsla og hluti af eld- húsi (smurstofa). Á aðalhæð er anddyri, miða- og sælgætissala, fatageymsla, snyrting og forsalur 53 ferm., ungunum og losa þá við bjöllur Þjóðverjans eða hvort því yrði treyst, er Þjóðverjinn héldi fram, að festing bjallanna væri þannig, að þær mundu fljótlega losna. Sýslumaður kvað Þjóðverja þennan koma vel fyrir og liti út fyrir að vera duglegur maður og kjarkgóður og ekki myrkfælinn. Yfirheyrzlu í máli þess þýzka lauk um fimmleytið í gærdag. Sýslumaður kvað saksóknara rík- isins síðan mundu skera úr um frekari aðgerðir, en vafalaust hlyti maðurinn einhverja refsingu fyrir brot sitt á fuglafriðunarlög- unum, því að mjög alvarlegum augum væri litið á slík brot, þeg- ar um svo fágætar fuglategundir væri að ræða sem fálka. samkomusalur 136 ferm., ætlaður fyrir 230 sæti, veitingasalur 70 ferm., 80 manns geta setið þar við borð, eldhús, leiksvið 69 ferm. og búningsherbergi leikara. Á efri hæð eru svalir, ætlaðar fyrir 96 sæti, fundasalur 56 ferm., þrjú herbergi til afnota fyrir eig- endur byggingarinnar, snyrting- ar, skrifstofur, sýningarklefi og forstofa. Teikningar af húsinu gerði Halldór Halldórsson arkitekt, en innanhússteikningar gerði Sig- valdi Thordarson og sagði einnig fyrir um gerð húsgagna og liti á málningu og tjöldum. Byggingameistarar voru Gísli Magnússon og Gunnlaugur Magn- ússon Ólafsfirði. Yfirsmiður við trésmíði innan húss var Þórður Friðbjarnarson, Akureyri. Við vígslu hússins 29. júlí var saman kominn mikill mannfjöldi, því að auk heimamanna fjöl- menntu burtfluttir Ólafsfirðingar. Um 500 manns sátu til borðs. Samkomunni stjórnaði Björn Stefánsson skólastjóri, vígslu- ræðu flutti sr. Kristján Búason, Gísli Magnússon lýsti bygging- unni og Ásgrímur Hartmannsson rakti byggingarsögu. Margir fleiri tóku til máls og skemmtiatriði voru flutt. Með byggingu þessa félags- heimilis er leyst úr mikilli og knýjandi þörf Ólafsfirðinga fyrir gott samkomuhús, og verður það væntanlega mikil lyftistöng fyrir allt félagslíf á staðnum. Framkvæmdastjóri hússins er Jakob Ágústsson. í. B. A. : VALCR Nú fækkar óðum leikjum í I. deildarkeppninni í knattspyrnu og líður að úrslitum. Á sunnudaginn kl. 5 keppa Ak- ureyringar og Valsmenn á íþrótta- vellinum á Akureyri. I gær sigruðu Akurnesingar KR með 3:1 og Fram Hafnfirð- inga með 4:1. HEYRTÁ GÖTUHNI AÐ ritstjórn Dogs hafi ekki enn- þó borizt fréttir af geimför Títoffs, sem var sólarhring í geimskipi og fór 17 ferðir um- hverfis jörðina, en aukabloð af Degi muni koma út um leið og fréttin berst þangað. AÐ Jónasi Rafnar alþingismanni hafi verið boðið til Austur- Þýzkalands, en honum sé um og ó, hvort leggja skuli í svo hættulega ferð. AÐ enn sé von ó nýrri húsgagna- verzlun ó Akureyri. Væntan- legur eigandi Oddur Thoraren- sen.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.