Verkamaðurinn - 11.08.1961, Side 3
Föstudagur 11. ágúst 1961
VERKAMAÐURINN
3
Rebviður
Einkaauðvaldið
klófestir gróðafyrirtæki.
Volkswagenverksmiðjurnar í
Vesturþýzkalandi voru ríkisfyrir-
tæki til skamms tíma, en hin síð-
ari ár hefur starfsemi þeirra geng-
ið svo vel, að einkaauðvaldið
mátti ekki til þess hugsa, að þær
yrðu áfram í opinberri eigu. Var
myndað um þær hlutafélag með
600 milljón marka höfuðstól, en
eignir fyrirtækisins eru metnar á
1300 milljónir marka. Þannig er
ríkisvaldið notað til að auðga
braskarana, enda er það gamal-
kunn saga af íslandi líka. — Fyr-
ir síðastliðið ár, fyrsta ár einka-
rekstursins, nam útborgaður á-
góðahlutur 72 milljónum marka.
Volkswagenverksmiðjurnar eru
langstærstu bílasmiðjur Vestur-
þýzkalands, framleiddu í fyrra
866 þúsund bíla, eða rúmlega
40% af bílaframleiðslu landsins
það ár. Við fyrirtækið vinna alls
um 75 þúsund manns, og höfðu
þeir sem svarar 60 þúsund ísl. kr.
í árslaun að meðaltali.
106 óra kerling verðlaun-
uð fyrir nómsafrek.
I ár er á Kúbu „ano de la edu-
cacion“, ár fræðslunnar og mennt-
unarinnar. Lögð er hin mesta á-
herzla á að kenna öllum íbúum
landsins að lesa og skrifa, en til
skamms tíma var fjórði hluti
þeirra vankunnandi slíkra fræða.
Nýlega var haldinn útifundur í
höfuðborg landsins um baráttuna
gegn ólæsinu. Þar fengu þeir
verðlaun, sem bezt hafa gengið
fram í þeirri herferð, og þeirra á
meðal var 106 ára gömul svert-
ingjakona, sem nú fyrst lærði á
bók. Hún hafði aldrei áður á æv-
inni haft tækifæri né uppörvun til
að nema neitt slíkt, enda var hún
ambátt framan af ævinni. „Mað-
ur er aldrei of gamall til að
læra,“ sagði Fídel Castro forsæt-
isráðherra, þegar hann rétti
gömlu konunni heiðursskjalið.
Herferð
gegn kana-mellum.
Núverandi valdamenn Suður-
kóreu keppast við að gera sýndar-
ráðstafanir til að bæta úr óstjórn-
inni, sem skapaðist á velmektar-
dögum Syngmans Rhees, en hann
hrökklaðist heim til Bandaríkj-
anna í fyrra við lítinn orðstír.
Alls konar spilling hefur þróazt
með eindæmum vel í landinu, svo
að ekki þykir stætt á öðru en
hefja allsherjar krossferð með
brauki og bramli gegn henni, svo
að almenningur láti síður glepj-
Gengi íslenzku krónunnar
hefur verið lœkkað um rúm
þrettán prósent. Þetta eru við-
brögð ríkisstjórnarinnar við
nýgerðum kjarasamningum
verkalýðs og vinnuveitenda í
landinu. „Gagnráðstafanir við
kauphœkkununum“ segir aft-
urhaldið hreinskilnislega.
Sá þjóðartekjutilfærslun,
sem náðist fram með samning-
um verkalýðsfélaganna fyrr í
sumar var fyllilega réttmœt,
jafnvel át frá borgaralegu
sjónarmiði, stío mjög hafði
verið gengið á kjör vinnandi
fólks undanfarin ár. Og það er
staðreynd, að hið íslenzka auð-
valdsskipulag efnahagsmála
þoldi þessa kauphœkkun til
liinna verðmcetisskapandi að-
ila. Það var engu steypt í
hættu fyrir borgarastéttina,
hvorki gróðaaðstöðu hennar
né valdaaðstöðu. Það var að-
eins tekinn aftur liluti af þeim
umframgróða borgarastéttar-
innar, sem hán hafði kágað át
ár alþýðu manna með efna-
hagspólitík ríkisins í fyrra og
hitteðfyrra. En þœr aðstœður,
að alþýðan mali gull fyrir
borgarastéttina, héldust fylli-
lega eftir sem áður.
Hvers vegna er ríkisstj. þá
svona óbilgjörn í garð vinn-
andi stétta, að hán rœnir þœr
því þegar með löggjöf, sem
þœr unnu í faglegu barátt-
unni?
Ástæðnanna er að leita í
þjóðfélagsþróun nátímans. —
Auðvaldsskipulagið er á fall-
anda fæti. Dagar þess eru brátt
taldir, jafnt hér á íslandi sem
annars staðar í heiminum.
Söguþróunin kallar á sósíal-
ismann, og þegar hefur þriðj-
ungur mannkyns svarað kall-
inu. Við þetta er borgarastétt-
in hrœdd. Hán finnur á sér
feigðarmörkin. Og því er það,
að stórkapítalistarnir og á-
hangendur þeirra fasíserast.
Þeir taka að aðhyllast ofstœk-
isfullar aðferðir í stjórnar-
háttum og hyggjast með því
tryggja sig í sessi. Fasisminn
er stjórnarfar hnignandi borg-
arastéttar, það er að segja
innsta kjarna hennar, helztu
f járplógsmanna þjóðfélagsins,
sníkjudýranna í þjóðarbá-
skapnum.
Gengislœkkunin er vissulega
fasísk ráðstöfun. Það er níðst
á lýðrœðislegum anda lag-
anna með því að taka gengis-
skráningarvaldið af löggjafar-
samkundu þjóðarinnar og af-
henda tveimur embœttismönn-
um (og er annar þeirra msð
heldur vafasama œru gagnvart
lögunum). Og til enn frekari
sannindamerkis um hið fasíska
innihald þessarar ráðstöfunar
er það, að hán kemur eklti
borgarastéttinni í heild til
góða, heldur fyrst og fremst
bröskurunum og fjárplógs-
mönnunum. Enda er ríkis-
stjórnin tœki þessa hluta borg-
arastéttarinnar, afturhaldssam-
asta hluta hennar, þess hluta,
þar sem sýkill fasismans þró-
ast. Þetta lið, sem ná hefur
kosið að leggja á braut fasíser-
ingarinnar, er í nánum tengsl-
um við erlenda aðila. Það er
ekki aðeins hernaðarbandalag-
ið NATO, sem þeir hafa að
bakhjarli, heldur og efnahags-
leg samsteypa auðhringanna,
sem halda uppi NATO. Þegar
litið er á þennan styrk, þá er
það augljóst, að stórhœtta er
á ferðum. Hér er því skjótra
aðgerða þörf á móti.
Alþýðan og hinn frjálslynd-
ari hluti borgarastéttarinnar
þurfa að sameinast gegn háska
fasismans, sem ná steðjar að.
Braskararnir mega ekki kom-
ast upp með neitt gerræði í
efnahagsmálum né í stjórnar-
fari. Og gegn frekari ítökum
erlendra aðila á íslandi verður
að sporna.
Sumarið 1961 hefur veitt ís-
lenzkri alþýðu mikla kennslu.
Það er sannað, að íslenzka
borgarastéttin er ná orðin ó-
hœf að stjórna landinu ein. Til
þess er hán of ofstækisfull og
hneigð til gerræðis. Það þarf
að svipta hana einrœðisvaldi
sínu sem allra fyrst, áður en
hán nœr að fasísera stjórnar-
farið með öllu og koma efna-
hagsmálunum algerlega í hend-
ur erlendra auðhringa.
— h.
—■■■ r..-.-. 'I
Fasismi i
uppsiglingu?
Olafor Thtrs 09 staðreyndirnar
Ólafur Thors forsætisráöherra
flutti sl. miðvikudagskvöld langa
áróðursræðu í hið hlutlausa rík-
isútvarp og reyndi að réttlæta
gengislækkun ríkisstjórnarinnar.
Oft hefur Ól. Thors tekiö að sér
að flytja slæm mál og oft hefur
hann reynzt stórtækur á að fara
rangt með staðreyndir. En í þess-
ari ræðu sló hann öll sín fyrri
met. Ræðan var frá upphafi til
enda móðgun við heilbrigða
dómgreind. Málflutningur Ólafs
ast af sigursælu uppbyggingar-
starfi kommúnista í Norðurkóreu.
Meðal annars hefur verið ákveð-
ið að láta til skarar skríða gegn
vændi í höfuðborg landsins, Seúl.
Þar eru starfandi 50 þúsund mell-
ur eða lauslega reiknaö ein fyrir
hverja 10—12 fulltíöa karlmenn.
Nú á að loka öllum hóruhúsum í
borginni fyrir ágústmánaðarlok,
og veldur það bandarísku her-
stjórninni miklum áhyggjum,
hvernig halda skuli uppi kjarki og
baráttuþreki kanadátanna fram-
vegis.
sýndi jöfnum höndum, að hann
er fádæmlega illa að sér um allt
það, sem að efnahagsmálum lýtur
og þó forhertur falsari á augljós-
ar staöreyndir.
Hér eru nokkur dæmi.
Ólafur sagði, að með „viðreisn-
arstefnu“ ríkisstjórnarinnar hefði
sérstaklega veriö unnið að því, að
Seðlabankinn gæti beint auknu
fjármagni til sjávarátvegsins.
Staðreyndin er hinsvegar þessi:
Samkvœmt „viðreisninni“ var
ákveðið að lœkka lán Seðlabank-
ans át á framleiddar sjávaraf-
urðir ár 67% í 52%.
Skýrslur Seðlabankans sýna, að
lán hans til framleiðslunnar hafa
stórminnkað frá því sem áður
var.
Ólafur sagÖi, að „viðreisnin“
hefði miöað að því að auka fram-
leiösluna.
StaÖreyndin er:
að framleiðslan hefur stór-
minnkað.
I ár verður aöalútflutningsvara
landsins hraðfrystur fiskur um 40
þúsund tonn, en var áður um 80
þúsund tonn.
Spariinnlán hafa aukizt meira
á tíma viöreisnarinnar en áður,
sagði Ólafur.
Hér er vísvitandi falsaö. Heild-
arsparnaður er minni ná, en áð-
ur, þegar saman eru tekin spari-
innlán og hlaupareikningar og
tillit er tekið til hærri vaxta nú en
áður.
Gjaldeyrisstaöan hefur batnaö
um 325 milljónir frá því í febrú-
ar 1960, sagði Ólafur.
Hér veit Ólafur ekki hvað hann
talar um, eða fer vísvitandi rangt
með staðreyndir. Staða bankanna
hefur batnað nokkuö, en í stað-
inn eru komin miklu hœrri vöru-
kaupalán verzlana og olíufélaga.
Auk þess eru birgðir af gjaldeyr-
isvöru miklu minni í landinu nú
en áður.
Raunverulega hefur því gjald-
eyrisstaða þjóðarinnar stórversn-
að.
Þannig voru flest efnisatriðin í
ræðu forsætisráðherrans. Og með
PRENTA?
Hringið
í Skjaldborg,
sími 1024.
Prentsmiðja
Björns Jónssonar h.f.
Akureyri.
SIGFÚSARSJÓÐUR
Minningarspjöld sjóðsins fást á afgr.
Verkamannsins í Hafnarstræti 88.
slíku sem þessu átti að réttlœta
hið nýja dýrtíðar- og verðhœkk-
unarflóð.
(Kafli úr grein í „Austurlandi“,
4. ágúst sl.)