Verkamaðurinn - 11.08.1961, Qupperneq 4
4
VERKAMAÐURINN
Föstudagur 11. ágúst 1961
Gengisfellinjiin og Markaðsbondalagið
Viðreisnarstjórnin sýndi enn
á ný í sér vígtennurnar í síðast-
liðinni viku, er hún lœkkaði
gengi krónunnar í annað sinn á
valdatímabili sínu og hótaði því
að gera það daglega framvegis,
ef hún scei ástæðu til. Og atburð-
ir síðustu vikna sýna, hvenœr
ríkisstjórnin œtlar að lækka
gengið; hún œtlar að gera það
í hvert sinn, sem alþýðan nœr
fram einhverjum smákjarabót-
um. Stefna viðreisnarinnar er
fyrst og fremst sú að halda kjör-
um alþýðunnar niðri. Hitt ligg-
ur henni í léttu rúmi, hvort at-
vinnuvegirnir ganga eða stöðv-
ast, hvort það eru sölusamning-
ar fyrir hendi, þegar síldin lœt-
ur sjá sig, hvort það eru nœgar
tunnur á landinu, lwort það
tekst að halda togurunum úti o.
s. frv. Hver er meiningin hjá
ríkisstjórninni með öllu þessu?
spyr fólkið, hvað höfum við lil
saka unnið, að ríkisstjórnin
skuli snúast svona á móti okkur
og hagsmunum okkar? Því er til
að svara, að viðreisnarstjórnin
er einrœðisstjórn fjármála- og
braskaravaldsins, og hún vinnur
markvisst að því að brjóta nið-
ur vald verkalýðsins í landinu
til að létta þeim eftirleikinn, sem
á eftir eiga að koma. Hverjir
eiga að koma á eftir? Hér eiga
að koma grímulaus yfirráð er-
lends auðvalds, og viðreisnar-
ráðstafanirnar í fyrra og geng-
islcekkunin núna eru ekki annað
en undirbúningur fyrir það.
Það á ekki að selja erlendu auð-
valdi einn og einn foss eða nokk-
ur hlutabréf í flugfélagi, eins og
hingað til hefur verið eina form-
ið á erlendu einkakapítali hér-
lendis og þótt nógu hœttulegt.
Það á að leyfa þeim hvers kyns
atvinnurekstur hér til jafns við
Islendinga. Þetta á að gerast í
eitt skipti fyrir öll. En til þess að
útlendingum finnist þetta fýsi-
legt, þá þarf að berja niður ís-
lenzkan verkalýð. Hann verður
að scetta sig við kúgunina, ann-
ars er allt unnið fyrir gýg. Og
hann verður að búa við lágt
kaup. Takmarkið er: lœgra kaup
á íslandi en í nágrannalöndun-
um. Þetta er nú þegar orðið að
raunveruleika. Kaupið er núna
samkvœmt nýja genginu um
þriðjungi til helmingi hœrra á
Norðurlöndum en hér. Reiknað
í bandarískri mynt var tíma-
kaupið (þ. e. útgjöld vinnuveit-
anda) 64 cent fyrir síðustu
gengislœkkun, en er nú 57 cent
tœp. Þetta þýðir, að það er
mun hagkvœmara fyrir erlent
auðvald að hefja hér atvinnu-
rekstur nú heldur en áður. Við-
reisnarpostularnir fara heldur
ekki í launkofana með það, hvað
fyrir þeim vakir með öllum sín-
um ráðstöfunum. Þeir segja það
í fyllstu einlœgni (sbr. útvarps-
ávarp forsœtisráðherra á dögun-
um), að helzta ástœða til gengis-
lækkunarinnar sé sú að tryggja
hlutgengi íslands í samtökum
auðhringanna í Vestur-Evrópu.
Hér er um að rœða hið lítt-
nefnda Markaðsbandalag, en
málgögn ríkisstjórnarinnar hafa
lýst því yfir, að ísland skuli inn,
hvað sem hver segir. Sem sagt:
ísland er því aðeins nokkurs
virði fyrir stórveldi Markaðs-
bandalagsins, og verðugt inn-
göngu, að íslenzkt vinnuafl sé
sem ódýrast. Og viðreisnarpost-
ularnir, sem ekki œtla sér annan
hlut en verða aumir leppar er-
lenda stórauðvaldsins, þeir flýta
sér að gera þœr ráðstafanir, sem
þeir hyggja að dugi til að fá
auð og metorð hjá hinum vœnt-
anlegu herrum íslands. Yfirlýst
stefna Markaðsbandalagsins er
að útrýma tollamúrum og öðr-
um höftum milli þátttökuland-
anna, svo að vöruviðskipti, auð-
magnsflutningar og vinnuafls-
flutningar séu algerlega „frjáls-
ir“ á öllu svœðinu. Þetta þýðir
það, að tollverndun iðnaðar er
bönnuð; auðmagnið fœr óskor-
að frelsi til að leita einungis
þeirra svœða, þar sem gróðinn
er mestur án tillits til landa-
mœra og fyrrverandi efnahags-
byggingar; verkafólk fœr svo
náðarsamlegast frelsi til að elta
auðmagnið hérað úr héraði,
land úr landi í leit að atvinnu,
því að nú er ekki spurt lengur
að hejðbundinni búsetu, þjóð-
erni eða tungu, heldur einungis
metið ódýrt og þœgt vinnuafl.
Hver yrði hlutur íslands í slíku
Markaðsbandalagi? Sá, að það
yrði nýlenda tveggja-þriggja al-
þjóðlegra auðhringa, og réði
minna um sjálfs sín hag heldur
en á hinum dekkstu öldum dana-
kúgunar. ísland hefur hingað til
byggt afkomu sína á matvœla-
framleiðslu og gœti, ef rétt er á
málunum haldið tryggt einhver
beztu lífskjör í heimi með fisk-
veiðunum. En innan Markaðs-
bandalagsins yrðu Islendingar
ekki annað en illa borguð vinnu-
dýr ensk-hollenzka auðhringsins
Unilever, en hann er lang stœrsti
matvœlaiðnaðarhringur Mark-
aðsbandalagssvœðisins og jafn-
framt heimsins. Hann hefur yfir-
ráð allrar fiskiðju í Bretlandi,
svo að dœmi sé nefnt. Gegn hon-
um mœtti enginn íslenzkur að-
ili sín neins, enda svara eignir
hans til samanlagðra þjóðar-
tekna 15—20 ára á íslandi. Um
hugsanlega stóriðju á íslandi
gegndi sama máli; ef erlendum
hringum fyndist það borga sig
með tilliti til náttúruauðlinda,
fjarlœgða á markað og verðs á
vinnuafli, mundu þeir reisa hér
verksmiðjur, annars ekki. í
fyrrnefnda tilvikinu er senni-
legt, að útlendingar flykktust
hingað í atvinnu, og stafaði af
því meiri þjóðernisleg hœtta en
jafnvel ameríska hernáminu. Ef
hins vegar þeim þœtti réttara að
sniðganga Island í fjárfesting-
aráformum sínum, þá má búast
við svo stórkostlegu atvinnu-
leysi hérlendis, að fólk leitaði
utan í vinnu, og gœti svo farið,
að við landauðn lœgi af þessum
sökum. Ekki eru nú framtíðar-
horfurnar glæsilegar, en þetta
er samt það sem Markaðsbanda-
lagið býður íslenzku þjóðinni
upp á. í þessu sambandi er rétt
að virða fyrir sér reynzlu ann-
arra smáþjóða af Markaðs-
bandalaginu, og því vísum við
hér með á greinina um verkföll-
in í Belgíu hér neðar á síðunni.
Og þess skyldum við minnast,
að svo mjög sem Belgía er þrúg-
uð undir oki Markaðsbanda-
lagsins, þá eru þó Belgar stór
þjóð og auðug á móts við okkur
íslendinga og þess vissulega
megnug, að veita nokkurt efna-
hagslegt viðnám.
ÓNNIJM eru hin miklu
verkföll í Belgíu um sl.
áramót enn í fersku
minni. Sjaldan hefur önnur eins
verkfallaalda risið yfir nokkurt
land og þá. í heilan mánuð má
segja, að styrjaldarástand ríkti
í landinu; yfir milljón verka-
manna tók þátt í verkföllunum,
og ríkisstjórnin beitti óspart
vopnaðri lögreglu og herliði til
að siga á friðsama borgara, sem
Iagt höfðu niður vinnu.
Hver var undirrót belgísku
verkfallanna, hverjar voru kröf-
ur fólksins?
Forsaga verkfallanna er sú,
að ríkisstjórnin (mjög hægri
sinnuð stjórn undir forsæti hins
„kristilega sósíalista“ Eyskens)
lagði fram frumvarp í þinginu
að svonefndum sparnaðarlög-
um, en með þeim átti að minnka
útgjöld ríkissjóðs um 20 millj-
arða belgískra franka á ári og
ná þannig endum saman á fjár-
hagsáætlun ríkisins. Samkvæmt
lögunum átti að hækka stórlega
óbeina skatta (nýr 10% e. k.
söluskattur), laun opinberrá
starfsmanna átti að lækka,
lækka eftirlaun og minnka at-
vinnuleysisstyrki. — Á hvert
mannsbarn í Belgíu hefði þetta
þýtt um 2 þúsund króna tekju-
sviptingu. Við þetta gat þjóðin
ekki unað og reis upp til mót-
mæla. (í sviga skal þess getið,
að síðasta gengislækkun við-
reisnarstjórnarinnar hér þýðir
sennilega 5—6 þúsund króna
tekjurán frá hverjum íslend-
ingi.)
Verkaföllin hófust 20. desem-
ber, daginn sem farið var að
ræða sparnaðarlagafrumvarpið
á þingi. Fyrstir til aðgerða voru
ríkisstarfsmenn eins og járn-
brautarmenn, gasiðnaðarmenn,
skólakennarar, en einmitt þeir
urðu mest fyrir barðinu á
„sparnaðinum“. Aðeins seinni
til urðu járn- og stáliðnaðar-
menn, vélsmiðjuverkamenn og
námumenn. Þegar fyrir jól var
verkfallið orðið svo algert, að
það lamaði allt efnahagslíf
landsins. I byrjun janúar efld-
ust verkföllin enn og náðu þá til
yfir milljón manna, en það er
geysihá tala hjá 9 milljóna
þjóð. Mest áberandi var hin al-
gjöra þátttaka málmiðnaðar-
manna og námumanna í helztu
iðnaðar- og námuhéruðum
landsins.
Fyrst eftir mánaðar baráttu
fengust allir flokkar til að fall-
ast á þingrof og nýjar kosning-
ar, og hinn 23. janúar héldu
verkamenn til vinnu aftur,
syngjandi Internasjónalinn.
Kosningar voru haldnar 26.
marz. Þá tapaði flokkur Eysk-
ens, forsætisráðherra, 8 þing-
sætum, sósíalistar unnu 5 og
kommúnistar unnu 3. Straum-
arnir lágu til vinstri, jafnvel þó
að afturhaldsflokkarnir fengju
haldið þingmeirihluta sínum.
Að sjálfsögðu beilti afturhald-
ið tæki sínu, ríkisvaldinu, til
hins ýtrasta í því skyni að berja
niður verkföllin og andstöðuna
gegn sparnaðarlögunum. Það
var ríkisvaldið, sem efndi til
hinna alvarlegu átaka og al-
þýðan, sem átti í vök að verjast.
Stjórnin gaf út tilskipun um
vinnunauðung; skyldi hver rík-
isstarfsmaður hverfa aftur til
vinnu og fá uppsögn ella. Hin
borgaralega lögregla og ríkis-
Iögregla var þæg svipa í hönd-
um stjórnarinnar, og henni var
att gegn verkamönnum í götu-
bardögum. Lögreglan varpaði
táragassprengjum á fólkið og
notaði vatnsspúandi slökkviliðs-
bíla og jafnvel skaut á vopnlaus-
an mannfjöldann. Stjórnin
kvaddi heim þúsundir belgiskra
hermanna úr herstöðvum
NATO-s í Vesturþýzkalandi og
lét liðið setjast að í helztu verk-
fallsborgunum, og var svo að
sjá sem óvinaborgir væru. Og
vissulega voru þetta óvinaborgir
stjórnarinnar og málaliða henn-
ar, og það var engin tilviljun,
að eitt af vígorðunum, sem tug-
þúsundir verkamanna kyrjuðu,
var „Niður með NATO“.---------
Samkvæmt opinberum skýrslum
drap lögreglan fimm verkfalls-
menn, særði tvö hundruð og
varpaði í fangelsi á annað þús-
und manns. Þegar mikið liggur
við, fer mesti helgisvipurinn af
frelsinu og lýðræðinu.
Hvað kom belgísku ríkis-
stjórninni til að setja sparnaðar-
lögin? Hvaða erfiðleikum á
belgíska auðvaldið í, að það
grípur til slíkra ráðstafana?
Það er þrengt að belgíska
auðvaldinu á þremur sviðum.
í fyrsta lagi er það Kongó,
sem er að ganga belgísku auð-
hringunum úr greipum. Gróði
þeirra hefur stórminnkað þar
upp á síðkastið, enda þótt þeir
Belgíshu verhföllin og Marhaðsbandolugið