Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. ágúst 1961 VERKAMAÐURINN 5 ÞESSI MYND af Pálínu, ekkju Lúmúm- bas forsætisráðherra Kongós, og einu af börnum þeirra er táknræn fyrir Kongó í dag. Eldri kynslóðin starir þunglynd og með brostnar vonir í aug- um út í bláinn, og það býr ásökun í lát- bragðinu. En yngri kynslóðin er kvíða- full og hrædd við það, sem framtíðin kann að bera í skauti. Það er búið að myrða pabba og marga helztu vini hans og samstarfsmenn, og stríðið og hungr- ið er búið að taka fjölda kunningja á braut. En þó eru margir eftir sem berj- ast hetjulegri baráttu til að reka heims- valdasinna úr landi og gera það sjálf- stætt, sterkt og svart heimkynni Kongó- búa. Það skal ekki lengur vera gullkista og þræðabúðir hinna hvítu! — Föður- landsvinirnir í Kongó hafa ekki látið merkið niður falla, þótt foringi þeirra, Lúmúmba, væri drepinn í vetur af ag- entum belgísku nýlendukúgaranna, held- ur unnið markvisst og sleitulaust að því að frelsa land sitt og þjóð undan okinu. Er þar fremstan í flokki Lúmúmba-sinna að nefna Gizenga, varaforsætisráðherra, sem hef- ur stýrt norðausturfylkjum landsins af röggsemi. Nú í vikunni sem leið tókst Lúmúmba-sinnum að sameinast um nýja stjórn yfir öllu Kongó undir forsæti Adúla, en Gizenga heldur sama embætti og í stjórn Lúmúmba heitins. Er þess að vænta, að hin nýja Kongóstjórn fái rekið Belgi og leppi þeirra burt úr námafylkinu Katanga, því að þá fyrst er friður og hagsæld tryggð í landinu lil frambúðar. Og þá verður vonandi hægt að birta fréttamyndir af uppbyggingarstarfi hinna svörtu, er farið verður að fyrnast yfir sorg þeirra yfir ill- virkjum hinna hvítu. ★----------------------★ f hjartA Afríku í þúsund ór hefur þú, negri, þjóðst eins og dýr, — þeir stróðu ösku þinni í vindinn, sem þýtur yfir auðnina. Fagurgeislandi hof reistu harðstjórarnir þjóningu þinni og sól til varðveizlu. Hnefaréttur hrottans rikti, réttur þeirra hvítu til svipunnar. Þinn réttur var sorgin og dauðinn. Morgunskíman er hér, bróðir minn, morgunskíman! Horfðu í andlit okkar. Ný dögun birtist okkar gömlu Afríku. Brótt er jörðin okkar, vötnin okkar, fljótin okkar. í þúsund ór drúptir þú höfði, svarti maður. Leiftrandi sólstafir munu aftur lýsa veg okkar, þerra tórin í augum okkar, hrókann af andliti okkar. Um leið og þú brýtur hlekkina, hinar þungu festar, veiztu, að timar skelfinganna koma aldrei aftur. Frjólst, tigulegt Kongó mun risa upp af hinni svörtu jörð, frjólst, tigulegt Kongó — blómstrið svarta, frækornið svarta. Kvæðið er eftir Patrice Lúmúmba, hinn myrta forsætisráðherra Kongós. Það er i heild allmiklu lengra, og nefnist Dögun í hjarta Afríku. — S. O. þýddi úr dönsku. hafi getað haldið fótfestu í námuhéraðinu Katanga með ýmsum bellibrögðum, svo sem að beita fyrir sig Tsjombe fíg- úru. í öðru lagi er hervæðingin þungur baggi á þjóðarbúskap Belga eins og hjá öðrum þeim ríkjum, sem taka á sig fullar skyldur gagnvart Atlantshafs- bandalaginu. Þessi árin eru út- gjöld til hernaðarþarfa upp und- ir 20 milljarða belgískra franka árlega, en það var einmitt sú upphæð, sem Eyskens ætlar að taka með sparnaðarlögunum. Undanfarin 10 ár hafa útgjöld til hernaðar numið samtals 172 milljörðum franka, og á sama tíma hafa ríkisskuldir aukizt um 163 milljarða. Með öðrum orðum, stríðsundirbúningur NATO-s í Belgíu er að mestu greiddur með aukinni seðlaút- gáfu, svo að stöðug verðbólga hefur verið í landinu og kaup- máttur launa minnkað. Það er því ekki að furða, að hlutur verkalýðsins í þjóðartekjunum hefur minnkað. En þeir sérstöku erfiðleik- ar, sem nú allra síðustu árin steðja að belgíska auðvald- inu og gera það svo tillits- laust og grimmt í garð al- þýðuhreyfingarinnar í land- inu standa í sambandi við MaAJcaðsbandalag Evrópu, það hið sama og Gylfi og í- haldið œtla að narra okkur Islendinga inn í. — Belgía hefur verið talin eitt af stór- veldum álfunnar á efnahags- sviðinu. Hún er tiltölulega auðugt land vegna öflugs iðnaðar, hárrar framleiðni í járn- og stálbrœðslu og vél- smíði og stórkostlegrar rán- yrkju á auðlindum Kongós. Þjóðarframleiðsla á nef hvert er í Belgíu 5% meiri en í Frakklandi og 18% meiri en í Bretlandi. Af þess- um sökum treystu einokunar- hringar Belgíu því, að þeir myndu standast keppinaut- unum snúning í návíginu inn- an Markaðsbandalagsins. En það hefur sýnt sig, að þeir reiknuðu skakkt. Hinn marg- lofaði belgíski iðnaður reyndist ekki samkeppnisfœr í markaðsbandalagi við ris- ana, Frakkland og Vestur- Þýzkaland. f rauninni kom það í Ijós, að belgíski iðnað- urinn svarar ekki kröfum nú- tímans. Kolanámið, dúka- verksmið jur, skinnaverlc- smiðjur og yieiri iðnaðar- greinar ásamt samgöngunum búa við úrelta tœkni. Smá- iðnaðurinn er allt of dreifð- ur til að vera nokkurs megn- ugur. Því hefur Belgía tapað leik í Markaðsbandalaginu og af því sýpur alþýðan seyðið. Belgía, eins og önnur auð- valdslönd, einkennist af mjög misjafnri þróun framleiðslu- greina og héraða. Einokunar- hringarnir leitast við að draga sér enn meiri gróða með því að þróa einungis þær iðngreinar, sem markaðshorfurnar eru hag- stæðar fyrir í þann og þann svipinn, en minnka framleiðsl- una í öðrum, sem ekki eru gróðavænlegar og mikið auð- magn þarf til að koma á ný- tízku tæknistig. Þannig hugsa kapítalistarnir einungis um stundarhag sjálfra sín en ekki um framtíðina né hagsmuni fólksins. Belgíska stjórnin hefur tekið á sig þær skuldbindingar gagn- vart Markaðsbandalaginu að minnka kolaframleiðsluna í samræmi við þá hlutdeild í kola- framleiðslu svæðisins, sem yfir- stjórn bandalagsins hefur skammtað landinu. Árið 1960 var lokað námum, sem geta gef- ið yfir 2 milljónir tonna árlega (kolaframleiðsla landsins var fyrir nokkrum árum 29 milljón- ir tonna árlega, en er nú stórum minni). En auk hinnar fyrir- skipuðu minnkunar kolanáms- ins er um mikinn samdrátt að ræða vegna þess að kapítalist- arnir veigra sér við að leggja í þann kostnað, sem endurbygg- ing námanna og námuútbúnað- arins krefði. Þetta allt saman hefur verið afar mikið áfall fyr- ir íbúa kolanámuhéraðanna. Á undanförnum tveim árum kola- kreppunnar hefur 37500 námu- mönnum verið sagt upp. Á yfir- standandi ári minnkar atvinna um 60%. í hinu svonefnda aðal- námusvæði og Borinage-námu- héraðinu, en um þriðjung í Li- ége- og Charleroi-héraðinu. — Fólkið í þessum landshlutum er dæmt til eymdar og fátæktar og verður að flytja burtu, en hvert veit enginn. Það er engin furða, að einmitt fólkið í þessum hér- uðum var harðskeytt og duglegt í verkföllunum í vetur. Það var að berjast fyrir lífi sínu og gegn landauðnarpólitík einokunar- hringa og Markaðsbandalags. Einokunarhringar Belgíu (en þeirra stærstur og voldugastur er Société Générale de Belgique, bókfærðar eignir 40 mrð. bfr.) gerðu ráð fyrir því við inn- göngu i Markaðsbandalagið, að jafnvel þótt þeir 'færu halloka gagnvart keppinautunum á sviði tækni og iðnvæðingar, þá gætu þeir alltaf náð sér upp á Kongó. Nú er sá möguleiki að hverfa, og þá er þrautalendingin að seil- ast í vasa almennings í heima- landinu. Gg það gera þeir líka ósvikið með sparnaðarlögunum. En sj álfstæði Kongós var þó ekki annað en yfir- varp að sparnaðarlögunum, því að Kongó hefur ekki lagt til ríkistekna Belgíu nema um 5% (4—5 mrð. bfr.). Hér var ein- ungis um það að ræða að bæta einokunarhringunum það tjón, sem þeir verða fyrir vegna hinn- ar afturhaldssömu og þjóð- hættulegu pólitíkur, sem þeir reka í hermálum og markaðs- málum. Og hér skyldi þess get- ið, að Markaðsbandalagið er ekki annað en efnahagsleg sam- steypa þeirrar draugafylkingar, sem hefur svarizt í vopna- bræðralag í NATO. * Belgísku verkföllin mega telj- ast mjög glæsilegur vottur um skelegga stéttabaráttu öreiganna í auðvaldslandi. Dáðir belgísku verkfallsmannanna eru enn þá meiri skoðaðar í ljósi þess, að foryzta verkalýðsins í landinu er í höndum hægri sinnaðra afla. Verkalýðssamböndin eru tvö og hafa hvort um sig nær 7 hundruð þúsund meðlimi, ann- að kaþólskt en hitt sósíaldemó- kratískt. Kaþólska sambandið var eindregið á móti hvers kyns verkfallsaðgerðum, en margir hinna óbreyttu meðlima þess stóðu sig samt eins og hetjur, þótt þeim væri hótað öllu illu bæði þessa heims og annars. — Foryztumenn kratasambandsins voru í rauninni andvígir að- gerðunum, og gerðu allt til að spilla fyrir samstöðunni, þó að þeir drægust að vísu af afli fjöldans á tímabili. Hinir einu, sem voru heilir í afstöðunni til fjöldahreyfingarinnar voru kommúnistar. Þrátt fyrir þenn- an fjandskap og í öllu falli veik- leika foryztunnar sýndi belgíski verkalýðurinn mikið sameinað afl. En hvað hefði ekki áunnizt, ef foryztan hefði verið jafnrót- tæk fjöldanum?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.