Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn VÍSA VIKUNNAR Loforð voru engin efnd Olofs stirðnar brosið. Nú er eftir okkar hefnd — ef a3 verður kosið —. samvinnumanna IÐNSTEFNA SAMVINNUMANNA, hin 6. í röðinni, hófst á Akur- eyri í gær. 1 tilefni af opnun sýningarinnar fékk blaðið eftirfarandi yfirlit um iðnrekstur samvinnufélaganna hjá forráðamönnum iðn- stefnunnar: Um nokkur undangengin ár hafa verið haldnar á Akureyri Iðnstefnur samvinnumanna. Það er eðlilegt, að Akureyri hafi verið valin fyrir Iðnstefnurnar, því hér eru höfuðstöðvar iðnaðar sam- vinnufélaganna. Iðnaðurinn er mjög fjölþættur. Auk verksmiðja Sambandsins taka þátt í Iðnstefn- unni að þessu sinni Kaupfélag Ey- firðinga, Kaupfélag Árnesinga og Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis. Samtals eru verksmiðj- urnar 15, sem sýna framleiðslu- vörur sínar. 1 Framleiðslan. Það hefur verið stefna sam- vinnufélaganna að byggja iðnað sinn fyrst og fremst upp til að vinna úr íslenzkum hráefnum. Gefjun notar með hverju árinu sem líður, meira af ullarfram- leiðslu landsmanna í garn, dúka, húsgagnaáklæði og teppi fyrir innanlandsmarkað og nú síðari árin til útflutnings. Með sömu þróun mun ekki langt að bíða þar til öll ullarframleiðslan fer til vinnslu í Gefjuni og verður flutt út, sem unnin vara. Iðunn vinnur svo að segja allar nautgripa- og hrosshúðir, sem til falla í landinu í ýmiss konar leð- ur í skófatnað, fata- og hanzka- skinn, tösku- og beltaskinn, söðla- smíðaleður og fleira. Samtals vann verksmiðjan 415 þús. ferfet af ýmiss konar skinnum og leðri og 9.000 kg. af sóla- og söðla- smíðaleðri sl. ár. Ennfremur loð- sútar verksmiðjan 30—40 þús. gærur árlega. Langmestur hlutinn fer í leður í skófatnað, en skó- verksmiðjan Iðunn vinnur nú ár- lega um 90.000 pör af skóm á karla, konur og börn. Fataverksmiðjan Hekla er ein af stærri verksmiðjum samvinnu- félaganna. Hún vinnur mikið úr garni frá Gefjuni í ýmiss konar prjónafatnað fyijir innlenda markaðinn og nú einnig til út- flutnings. Verksmiðjan framleiðir 50—60 þús. pör af sokkum árlega og 40—50 þús. stk. af alls konar vinnufatnaði og kuldaúlpum. Fyr- ir Heklu er nú verið að reisa nýtt verksmiðjuhús, sem væntanlega verður fullbúið næsta vor. Með hinni bættu aðstöðu, sem verk- smiðjan fær þar, verður hægt að stórauka framleiðsluna. Saumastofurnar á Akureyri og í Reykjavík framleiða yfir 6 þús. alklæðnaði karlmanna og nokkur þúsund karlmannabuxur og frakka. Fataverksmiðjan Fífa í Húsa- vík saumar vinnuskyrtur og vinnu- vettlinga o. fl. Skyrtuframleiðslan nemur 12—14 þús. stk. á ári. Sjöfn framleiðir hátt í 400 lest- ir af þvottadufti og sápum og um 200 lestir af málningu og málning- arvörum árlega og Kaffibrennsla Akureyrar selur yfir 300 lestir af brenndu og möluðu kaffi. Rafvélaverksmiðjan Jötunn framleiðir 200—300 rafmótora, og er aðalframleiðsla verksmiðj- anna einfasa súgþurrkunarmótor- ar fyrir sveitirnar. Heildarsala ofangreindra verk- smiðja nam á sl. ári 118 milljón- um króna og í vinnulaun greiddu þær samtals 24 milljónir króna. Við þessar verksmiðjur vinna um 600 manns. Framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambandsins er Harry Frederiksen og hefur hann gegnt (Framhald á 8. síðu.) Síldarbótornir eru sem óðast að hætta veiðum eftir beztu vertið, sem þeir hafa fengið um fjölda óra. — Haraldur fró Akranesi er meðal þeirra bóta, sem bezt hafa aflað eða rúm 17 þús. mól og hósetahlutur varð hótt i 100 þús. kr. — Myndin sýnir Harald við löndunarbryggju ó Skagaströnd. — (Ljósm.: Guðm. K. Guðnason). Ytðujtr brejrtt til batnolor Olafsfirði, 24. ágúst. VEÐRÁTTAN hefuí mjög skipt til batnaðar í þessari viku, eink- um fyrir bændur og búalið. Það hefur verið mun hlýrra í veðri en áður, sólar notið mikið og suma dagana verið dágóður þurrkur. Mikið hefur náðzt upp af heyjum í vikunni, en áður horfði til vand- ræða með heyöflun. Flestir síldarbátanna eru enn úti. Þó munu Gunnólfur og Einar Þveræingur hættir. Sumir bát- anna komu í gær og fyrradag með slatta af vesturmiðunum. Afli er líflegur hjá færabátun- um og veðráttan hagstæðari upp á síðkastið. Mikið af aflanum hef- ur verið ufsi. Nýr báturinn, Anna, sem smíð- aður var í Slippstöðinni á Akur- eyri fyrir Halldór Kristinsson og fleiri, er kominn úr fyrstu veiði- ferð sinni. Hann landaði 11 skip- pundum af saltfiski. Tíu íbúðarhús eru í smíðum í sumar auk verzlunarhúsa Kaup- félagsins og Brynjólfs Sveinsson- ar kaupmanns. Kristinn sýnir Kristinn Jóhannsson mun sýna málverk sín í Lands- bankasalnum í næstu viku. Sýningin verður opnuð kl. 3 á sunnudag. Þar verða um 50 málverk, öll til sölu. Þau hefur listamaðurinn málað á síðustu tveim árum eftir að hann kom heim frá námi í Edinborg. Þessi efnilegi akureyrski málari hefur undanfarið feng- izt við kennslu á Patreksfirði og málað í frístundum sínum eins og flestir ungir málarar hérlendis. Hann hef- ur í hyggju að setjast í Kennaraskólann í vetur til þess að geta tryggt betur hina efnalegu afkomu. Kristinn er farinn að mála í dálítið öðrum stíl en Akureyringar hafa kynnzt hjá honum til þessa. Hann heldur sig nú mest við óhlutrænar komposisjónir og eru þau verk mörg mjög Skemmtileg. Einnig eru á sýning- unni nokkrar teikningar, sem sýna þroskaða tækni, einn- ig abstraktmyndir og svo hlutkenndar myndir af húsum og landslagi. Líkindi eru til, að sýningin fari til Reykja- víkur í vetur. % ÞAÐ hefur verið söltuð meiri síld á íslandi í sumar en áður eru dæmi til, og síldarverk- smiðjurnar hafa fengið meiri síld til bræðslu en nokkurn tíma á einu sumri síðastliðin' 17 ár. Það liggur í augum uppi, að vegna hins góða síldarafla auk- ast tekjur þjóðarinnar af út- \ flutningi stórlega. Það verður meira fé en áður, sem stjórn- i endur þjóðarskútunnar fá til 'sinna hlutaskipta. Samt telja \ stjórnendurnir útilokað að | auka hlut hinna óbreyttu held- ur minnka hann með hverri gengisfellingunni eftir aðra. Hvað veldur? ATHYGLI skal vakin á því, að iðn- sýningin í Gefjunarsalnum verður op- in fyrir almenning á laugardag og sunnudag. HEYRT Á GÖTUNNI AD endanlega sé ókveðið, að Rikið (tóbak og brennivin) kaupi gömlu Lindu af Eyþóri. AD það hafi aðeins verið forms- atriði, að Ríkið auglýsti eftir húsnæði í vor. Það hafi allt- af verið ætlunin að gera Ey- þóri greiða. AÐ skammt muni að bíða næstu verðhækkunar ó tóbaki og brennivini. AÐ rikisstjórnin óformi oð hætta ó næstunni öllu eftirliti með vöruverði og ólagningu. I

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.