Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. ágúst 1961 VERKAMAÐURINN 3 Hinn 3. þessa mánaðar var gengi íslenzku krónunnar lœkk- að um 13.2%. Ákvörðun um þetta var tekin af ríkisstjórn- inni einni án nokkurs samráðs við Alþingi. Einhvern tíma hefði þó þótt ástæða til að kalla saman aukaþing af slíku til- efni. Blöð stjórnarflokkanna hamra sífellt á því, að gengis- fellingin hafi verið nauðsyn- leg og óhjákvœmileg afleiðing þeirra kauphœkkana, sem verkalýðsfélögin sömdu um fyrr í sumar. Ekki skal það dregið í efa, að samhengi sé á milli gengis- fellingarinnar og kauphœkkan- anna. Ríkisstjórnin dembdi stórflóði dýrtíðar yfir lands- menn á fyrra ári og œtlaði sér að koma í veg fyrir, að launa- fólk fengi nokkrar kjarabœtur til að mceta hinni auknu dýr- tíð. Svo fór þó, að ríkisstjórn- in varð að láta í minni pokann eftir hörð átök og fallast á nokkrar kjarabœtur til handa þeim lœgst launuðu. En ráð- herrunum var ekki glatt í geði og þeir strengdu þess heit, uð þeir skyldu koma fram hefnd- um og með einhverjum hœtti rœna aftur þeim kauphækkun- um, sem verkafólkið hafði fengið. Ráð til að eyðileggja kaup- hœkkanirnar fundu þeir skjótt. Það var gengisfellingin. Jafn- framt ákváðu þeir að rœna af Alþingi valdinu til að skrá gengi krónunnar og lögðu það vald í hendur Vilhjálmi Þór og aðstoðarmönnum hans í Seðla- bankanum. Með þessu vildu þeir segja við launafólk, ef þið reynið aftur að hœkka kaupið ykkar, þá svörum við jafn- skjótt með enn nýrri gengis- fellingu. Bráðabirgðalögin, sem fengu Seðlabankanum vald til gengisskráningar voru sett til að hræða launþega og hefna sín á þeim. Það skyldi sýnt, hverjir valdið hefðu. En launþegar láta að sjálf- sögðu ekki hrœða sig. Og þess eru þegar farin að sjást nokk- ur merki, að þeir œtla ekki að láta sér lynda svona meðferð. Nokkur verkalýðsfélög hafa Þetta er framámönnum stjórnarflokkanna auðvitað jafnljóst og öðrum, og þess vegna eru þeir strax farnir að bollaleggja um það, hvernig þessum „vanda“ skuli mœta. Og Morgunblaðið boðaði ber- um orðum á sunnudaginn var, að nú vœri hugsað til þess að lögbinda kaupið og auðfundið er á tóninum í foryztugrein blaðsins, að það harmar, að sú leið skyldi ekki farin strax á liðnu vori. Launþegar eiga næsta leik ) , . boðað uppsögn samninga, og fleiri munu vafalaust gera það á nœstunni. Ekki skal um það spáð, hvernig ganga muni að fá fram leiðréttingu mála fyrir launþegana, en varla er hugs- anlegt, að nœstu samningar verði gerðir á annan veg en þann, að í þeim verði ákvœði, sem tryggi það, að lœkki gengi krónunnar hœkki kaupið sam- dœgurs að krónutölu. Það er þýðingarlaust að gera samn- inga án þess, að slíkt ákvæði verði í þá sett, ef núverandi ríkisstjórn lafir eitthvað við völd ennþá. Það er þýðingar- laust að semja aftur um kjara- bœtur án þess að tryggt sé, að þœr verði ekki eyðilagðar aft- ur á einum degi. En það œttu Moggamenn og aðrir stjórnarsinnar að gera sér Ijóst strax, að alþýða lands- ins verður ekki með neinum lögum þvinguð til að selja vinnu sína ákveðnu verði. Það er hœgt að setja lög um hvað sem vera skal. Það væri hœgt að setja lög, sem ákvœðu að gengi krónunnar skyldi fellt á hverjum einasta degi, það er hœgt að banna verkföll með lögum og það er hœgt að setja lög um að verkamönnum skuli greitt þetta eða hitt fyrir vinnu sína. En hvað sem öllum lögJ um líður, þá er og verður hver og einn frjáls að því, hvort hann yfirleitt selur sína vinnu eða ekki. Og neiti íslenzkt verkafólk að selja vinnu sína, þá eru dagar íhaldsbraskar- anna fljótlega taldir. Segja má að visu, að hægt sé með lögum að skylda 'menn til að selja vinnuafl sitt. En slík lög yrðu aldrei annað en ómerkt skjal í safni íslenzka ríkisins. Setning slíkra laga væri sama og skipun um, að allt verkafólk skyldi gert að ó- frjálsum þrœlum. Það myndi verkafólkið aldrei samþykkja, og það myndu ekki finnast nógu margir glœpamenn í þessu landi til þess, að unnt vœti að framfylgja lögunum með valdi. Launþegar á íslandi eiga í stríði við ríkisstjórn landsins, og barizt er um það, hvort þeir skuli hljóta þau laun fyrir störf sín, að af þeim verði lif- að þokkalegu lífi. Styrjöld þessi hófst 1959 með árás rík- isvaldsins, kaupbindingu og vísitölufölsun. — Launþegar liöfðust ekki að heldur biðu á- tekta í von um að ekki yrði meira aðgert. En 1960 gerði ríkisvaldið stórárás með geng- isfellingunni miklu.1 Þá sáu launþegar, að svo búið mátti ekki lengur standa og í júní 1961 unnu þeir nokkurn varn- arsigur. í ágúst réðist ríkis- valdið enn til atlögu og hrakti launþega svo, að þeir standa aftur í sömu sporum og fyrir júnísigurinn. Launþegar eiga næsta leik. Hann verður að undirbúa vel og ganga þannig frá öllum hnútum, að sá sigur, sem þá vinnst, verði ekki eyðilagður með neinu skyndiáhlaupi. Þjóðfélagsskipan hinna fullorðnu veldur rótleysi hjá æskulýðnum Gróðahygðian afsiðar þjiðina Rekaviður Fjórum sinnum meira til hermóla. Útgjöld til hernaðarþarfa verða á yfirstandandi fjárhagsári í Bandaríkjunum ekki minni en 53 milljarðar dollara. Þetta er lang- stærsta upphæð, sem nokkurn tíma hefur verið varið til slíks þar í landi. Er þetta svar Bandaríkja- stjórnar við einhliða fækkun í her og lækkun hernaðarútgj alda, sem Sovétríkin hafa verið að > framkvæma undanfarin ár. Því hefur Ráðstjórnin afráðið að auka hermálaútgjöldin í ár um þriðjung, og verða þau á yfir- standandi fjárhagsári 12.4 millj- arðar rúblna, en það samsvarar 14 milljörðum dollara. Bandarík- in eyða því um fjórum sinnum meira til hermála en Sovétríkin. Sex-sjö ór þangað til. Sovétmenn draga enga dul á það, að þeir séu enn á eftir Banda- ríkjamönnum í framleiðslu og lífskjörum, en hitt er heldur ekk- ert leyndarmál, að þeir ætla sér að fara fram úr Bandaríkja- mönnum á næstu árum. í fyrra nam heildarframleiðsla sovétiðn- aðarins 60 hundraðshlutum af iðnframleiðslu Bandaríkjamanna. Árleg meðalaukning iðnaðarins í Sovétríkjunum síðastliðin 16 ár nam 10.6 hundraðshlutum. Ef iðnframleiðsla Sovétríkjanna heldur áfram að aukast um 10 hundraðshluta á ári, þá verður hún árið 1966 orðin 106 hundr- aðshlutar að miða við núverandi framleiðslu Bandaríkjanna og 156 hundraðshlutar árið 1970. Ef Bandaríkin halda tveggja hundraðshluta meðalaukningu iðnframleiðslu sinnar eins og þau hafa gert árin frá styrjaldarlok- um, þá munu Sovétríkin fara fram úr þeim á árinu 1967. En ef iðnframleiðsla Bandaríkjanna eykst um þrjá hundraðshluta ár- lega að meðaltali, þá munu Sov- étríkin samt sem áður fara fram úr þeim árið 1968. Langlífisskró. Vísindamenn í sovézku Georgíu hafa komið sér upp eins konar „langlífisskrá“ í þeim tilgangi að rannsaka áhrif heimkynnanna á langlífi manna. Þeir komust að því að flestir öldungar eru á lífi í vesturhéruðum Kákasusfjalla. — Eins og stendur eru um 55 þús- und manns í Georgíu á aldrinum 90 til 110 ára, en íbúar lýðveldis- ins eru 4 milljónir. MJÓG er nú um það rætt meðal eldri kynslóðarinnar og þeirra, sem telja sig til hinna ábyrgari aðila þjóðfélagsins, hverju sætir sú hin mikla lausung og óregla, sem viðgengst nú í skemmtanalífi unga fólksins. Hinar miklu úti- skemmtanir, sem haldnar voru um verzlunarmannahelgina, hafa einkum dregið athygli fólks að þessum vanda. Margar ófagrar sögur eru sagðar af framferði unglinga og allt að því barna, þau hafi velzt dauðadrukkin úti á víðavangi og svalað nautnum sín- um á hneykslanlegan hátt. Skal það ekki rakið hér, hvernig lýs- ingar eru gefnar á slíkum sam- komum, enda vita allir hvernig þær fara fram. Það er sannarlega ekki nóg að kitla velsæmiskenndina með því að kjammsa á sögum af skógar- ferðum og sveitaböllum. Það er enginn vandi leystur með því einu að hneykslast og fyllast vandlæt- ingu á háttalagi þeirrar kynslóð- ar, sem nú er að vaxa úr grasi. Hún verður ekki hótinu betri á því. Hér er um þjóðfélagsmein að ræða og lækningarinnar er líka í samræmi við það að leita í breyt- ingum á þjóðfélaginu. Það er mikil skammsýni að halda að það sé einhver hjálp að hafa nóg af lögreglumönnum til taks. Þeir geta að vísu tekið svo og svo marga dauðadrukkna ungl- inga úr umferð, en það er ekki hætishót betra að vita þá liggja í spýju sinni í daunillum klefa heldur en í spýju sinni undir beru lofti. Og þótt opinberir eftirlits- menn væru á hverju strái, gætu þeir aldrei gefið rótlausum æsku- lýð þá siðgæðisvitund, sem hann skortir. Yngstu kynslóðinni er alls ekki sj álfrátt um það, hvernig hún eyð- ir tómstundum sínum. Hún fæð- ist inn í og elst upp í vissu um- hverfi, og það umhverfi mótar hana. Þetta umhverfi, það er að segja þjóðfélag eldri kynslóðar- innar, á fulla sök, ef yngsta kyn- slóðin kemst ekki til manns. Og hér erum við komin að kjarna málsins. Hvernig býr þjóðfélagið að unglingunum, hvaða tóm- stundagamani heldur þjóðfélagið að unglingunum? Mörgum verður fyrst fyrir að taka sér bók eða blað í hönd, þeg- ar þeir eiga frjálsa stund. Hugs- anaheimur fólks mótast mjög af því, hvers konar efni það les helzt. Og hvaða bókmenntir eru það, (Framhald á 2. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.