Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagur 25. ágúst 1961 Akureyri er höfuðborg samvinnuhreyfingarinnar — segir Gennadi Fisj UM HELGINA dvaldi hér á Ak- ureyri sovézkur rithöfundur að nafni Gennadi Fisj. Er hann hér til að kynnast landi og þjóð og hyggst skrifa bók um allt sam- an, þegar heim kemur. Fylgdar- maður hans og túlkur er Magnús Jónsson, íslenzkur stú- dent, sem leggur stund á kvik- myndagerð í MoskvU. Ónot hjá Mogganum — ferskeytla frá Lárusi Sai Þegar við hittum Gennadi á mánudaginn var hann búinn að dvelja hér á landi í hólfan mánuð, og hafði komizt að því, að hvað sem líður fyrstu áhrif- unum, þegar flugvélin lækkar flugið yfir hrjóstugri eyju og svalt sævarloftið mætir manni, sem kemur úr sumarhitum meg- inlandsins, þá er landið vel byggilegt og býður mikla mögu- leika. Gennadi hafði þegar orð- ið fyrir margháttaðri reynslu, sem óneitanlega fjöldinn allur af ferðamönnum fer á mis við, en það er líka ágætt fyrir rithöf- undinn að kynnast sem flestum hliðum mannlífsins í landinu. Honum kom það á óvart, að að- almálgagn ríkisstjórnarinnar (Morgunbl. 20. ágúst sl.) skyldi leggja út af viðtali, sem birtist við hann í einu Reykjavíkur- blaðanna um daginn, til þess að útskýra hina einu réttu viðreisn- arstefnu í landsmálum og heims- mólum, en væntanlega versnar ferðasagan af íslandi ekkert með svona ljóslifandi dæmum um stjórnmálabaráttu íhaldsins á íslandi. En Gennadi hefur líka séð og heyrt margt fólk, sem ekki munu kasta neinni rýrð á íslands í neinni ferðasögu. Jón bóndi í Möðrudal á Fjöllum hefur sungið fyrir hann og sýnt honum málverk sín, og Lárus Salómonsson hefur ort til hans ferskeytlu í jeppa. En nú er bezt að Gennadi hafi orðið: Meira unnið á Islandi en annars staðar — Island er níunda landið utan Sovétríkjanna, sem ég heimsæki. Áður hef ég t. d. ver- ið á Norðurlöndum. Mér virð- ast lífskjör hér svipuð og þar, en íslendingar vinna líka allt að því tvöfalt til þess að halda í við þá. Það er tvennt, sem mér finnst vera hér sérkennilegt. Menn vinna hér geysimikið. Og svo hitt, að í öðrum löndum er sagt, að það þýði ekki að rýna í bækur, ef maður ætli að kynn- ast þjóðinni, heldur fara út á meðal fólksins. Hér verður maður hins yegar að byrja á bókunum, til þess að hafa að- gang að fólkinu. Lífið og bók- menntirnar eru ein heild. — Góðvild og gestrisni íslendinga finnst mér áberandi. Nú íslend- ingar sem komið hafa til Sovét- ríkjanna hafa rómað við mig góðar viðtökur þar, og maður skyldi halda, að slíkt sé til góðs eins. Gagnkvæm kynni og gisti- vinátta ætti þó frekar að stuðla að friði en hitt. Þess vegna undrast ég að sjá það í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins, að þeir eru sáróánægðir með skipti- heimsóknir milli landanna. Hví ekki fullvinna hráefnin innanlands? — Hvernig lízt þér á Akur- eyri? —- Ég er hræddur um, að ef ég segði álit mitt á Akureyri, þá muni ég móðga Reykvíkinga. Annars er ég sannfærður um það, að Áftir þessa Akureyrar- dvöl mína, þurfi ég ekki að koma í einn vissan bæ í Eng- landi, sem sé Rochdale sam- vinnubæinn. Ég myndi ekki annars staðar geta betur fræðzt um afl kaupfélaganna. Þetta er greinilega höfuðborg samvinnu- hreyfingarinnar. Mér flýgur ó- hj ákvæmilega í hug það sem mér var sagt í Danmörku um sam- vinnuhreyfinguna. Þeir sögðu mér, að hún blómgaðist svo vel þar í landi, vegna þess að landið NÝLEGA er komin út bók eftir er-svo slétt og fellt, engin stór Harald Jóhannsson hagfræðing, fjöll, engir miklir firðir, svo að 7 arkir að stærð, og nefnist hún landslagið byði mönnum eigin- Gengislækkunin 1960. Heims- lega að taka höndum saman. En kringla gefur út. Bókin inniheld- nú eftir för mína um hið fjöll- ur 8 ritgerðir um aðdraganda og ótta og fjörðumskorna Norður- áhrif gengislækkunarinnar, og land sé ég, að þessi danska skýr- hafa þær allar birzt áður í blöð- ing er ekki einhlít. — Mér þótti um eða tímaritum. mikið koma til samvinnuverk- Haraldur Jóhannsson var um smiðjunnar Gefjunar, það er árabil formaður stjórnar Utflutn- fyrirmyndarfyrirtæki. En eitt ingssjóðs, og er því gagnkunnug- þótti mér skrítið. Þarna mun ur málum þeim, er hann fjallar vera tekið á móti 600 tonnum um í ritgerðunum. Er þar hver ullar, en það er ekki unnið til fullnustu úr nema 175 tonnum og afgangurinn fluttur út óunn- inn. Að mínu áliti nær þetta ekki nokkurri átt. Það þyrfti að vinna þetta allt hér. Það er mér gleðiefni, að Sovétríkin skuli kaupa hér mergð af peysum og fjöld teppa, og ef rithöfundur getur þar eitthvað um vélað með skrifum sínum mundu slíkar pantanir aukast. Mér finnst það að kasta verðmætum á glæ að flytja hráefnið frá verksmiðju- dyrunum og út til annarra landa, þar sem -það er unnið. Gjaldeyrisöflun er undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis. Auð- vitað er ég ekki opinber aðili, en fráleitt teldi ég það ekki, að Sovétríkin eða önnur sósíalísk lönd gætu veitt lán til verk- smiðjubygginga, svo að hægt væri að gjörnýta hráefni, og okkar lán eru alltaf veitt án nokkurra pólitískra skilyrða. Ótæmandi markaður fyrir fiskflök Ég hef séð síldarplan Sveins Benediktssonar á Seyðisfirði og síldarverksmiðju hef ég líka skoðað. Eftir það skil ég svo- lítið betur, af hverju allt snýst hér um síld á vissum árstíma. Aftur á móti geðjaðist mér ekki meira en í meðallagi að lyktinni í síldarverksmiðjunni, þó að þið kallið hana víst peningalykt. Mætti ég þá heldur biðja um fiskflök, þeim fylgir engin ólykt. Ég virti vandlega fyrir mér í frystihúsinu á Húsavík, hvernig flökin verða til. Húsmæðurnar hjá okkur spyrja gjarnan eftir íslenzkum flökum, en nú í ár er minna af þeim en vant er. Þeim er sagt, er þær spyrjast fyrir um ástæðuna, að íslendingar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar, þeir hafi afhent fimm sinnum minna, en þeir lofuðu. Ég held þó, að markaður fyrir flök sé ótæmandi hjá okkur. En nú er ég aftur farinn að tala eins og verzlunarfulltrúi. Úlfurinn og lambið — En hvað um rithöfundar- feril þinn? — Það hafa komið út eftir mig nokkrar skáldsögur og ljóðabækur, einnig ritgerðasöfn. Ég hafði ekki hugmynd um, að það væri til bók eftir mig á ís- lenzku, en svo rakst ég hér á bókina Skíðahetjurnar, sem út kom á Siglufirði fyrir rúmum 20 árum. Sú bók kom út í rúm- um milljón eintökum í Sovét, en þó mun hún hafa komið út í fleiri eintökum hér að tiltölu, eða átján hundruð. Hér fæst líka ritgerðasafn á ensku, The Land and the Corn. Með íslenzk- unni munu bækur eftir mig hafa komið út á 21 tungumáli utan Sovétríkjanna. — Sumum útlendingum finnst íslendingar þungbúin þjóð í harðbýlu landi. Hvert er þitt álit? — Hvert land hefur sína kosti, og íslendingum hefur tek- izt að skapa hér grózkumikið andlegt líf og búa líka við góða efnalega menningu. Og þeir kunna líka að meta hinar björtu hliðar tilverunnar, eru gefnir fyrir kímni, og oft hef ég heyrt þá hlæja dátt, þegar svo ber undir. Þeim mun skrítnara finnst mér það, þegar Morgun- blaðið gerir sig bert að átakan- legum skorti á kímnigáfu. Ég sagði í viðtali við Alþýðublað- ið, að nú kæmust menn til himna án hjálpar guðs, og til- færði þá Gagarín og Títoff. Svo kemur Morgunblaðið og segir: hvílík barnaleg rökfærsla! En það virðist vera eitthvað bogið við fleira en kímnigáfuna hjá þeim Morgunblaðsmönnum, því að þeir segja, að ég sé eins og úlfur, sem ætli að gleyma lamb- ið í sambandi við Þýzkalands- málið. Það virðist þá svo, sem Adenauer sé lambið. En einmitt Adenauer gerir landakröfur á hendur Póllandi, T.ékkóslóvakíu, að ekki sé minnst á Austur- þýzkaland. Sem sé: Adenauer er lambið, alveg tvímælalaust. Það skilur á milli Mig langar annars að lokum, að koma smáleiðréttingu á framfæri. í lok Alþýðublaðsvið- talsins var' verið að tala um stríð og frið. Það er þar haft eftir mér, að menn séu að víg- búast í vestrinu, og þetta sé uggvænlegt. En í rauninni sagði ég fleira, þó að það væri ekki prentað í því blaði, hvað sem til þess kom. Ég dró enga dul á það, að við vígbyggjumst líka. En ég tók fram, og það. álít ég merg málsins, að á Vesturlönd- um eru til hópar, vopnaframleið- endur, sem græða á stríðsundir- búningi. Hjá okkur eru engir slíkir. Og hér skilur á milli feigs og ófeigs. Gengisíellingin 1960 var ehhi í Non framleiðslunnar fullyrðing studd óhrekjandi fölu- legum eða fræðilegum rökum. Skal nú gerð tilraun til þess að skýra nokkuð helztu niðurstöður bókarinnar, þær er ætla má, að almenningur láti sig varða. Viðreisnarstjórnin hefur fjöl- yrt mjög um það, að millifærslu- kerfið hafi verið óstarfhæft án mjög mikilla nýrra álaga á þjóð- ina, og því hafi hún verið nauð- beygð að fella gengið. Haraldur sannar aftur á móti, aþ miðað við árið 1960 hefði það aðeins kost- að 53 milljónum meira að starf- rækja millifærslukerfið heldur en að leggja það niður. Því fór fjarri, að gengislækkunin þurrk- aði út allar millifærslur í þjóðar- búskapnum, þær voru 584 millj. króna á sl. ári. Viðreisnarfrömuðirnir fullyrða, að gengisfellingin búi betur að sj ávarútveginum, heldur en milli- færslukerfið. Sannleikurinn er þó sá, að rekstrargrundvöllur sjáv- arútvegsins sem heildar versnaði Framhald á 7. síðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.