Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudagur 25. ágúst 1961 (Framhald af 3. síðu.) sem næstar eru hendi flestum unglingum? Því er fljótsvarað. Það eru sorprit alls konar. Hér á landi er gefinn út sægur af glæpa- ritum, flest í ódýru mánaðarrits- formi, og þar er einkum fjallað um lægstu hvatir manna, sem far- ið hafa í hundana í undirheimum erlendra stórborga. Nærri má geta, hvað þetta er uppbyggileg lesning óþroskuðu og ómótuðu fólki. Velji menn hins vegar held- ur bækur, þá stendur til boða nóg af bókum með álíka efni og sorp- ritin. Opni menn frekar útvarpið, þá er það mála sannast, að megin- efni þess er frekar til þess fallið að vekja tómleika í sálinni heldur en byggja þar eitthvað upp. Og svo satt sem þetta er um íslenzka útvarpið, hvað má þá ekki segja um hernámsútvarpið á Keflavík- urflugvelli, sem spúir eitri sínu yfir meiri hluta landsins búa? Við sjáum því, að einnig á þessu sviði eiga unglingarnir sakarefni á hendur eldri kynslóðinni. Það er viðurkennd staðreynd, að kvikmyndir eru eitt mesta menningar- og uppeldistæki, sem tækni þessarar aldar hefur af sér getið. En þessu er líka hægt að snúa við, þær geta líka verið ó- menningartæki, ef innihald þeirra og boðskapur er þess eðlis. Það er öllum vitanlegt, að allur þorri þeirra kvikmynda, sem til lands- ins flytjast, er rusl. Innihald þeirra er í samræmi við frásagnir sorpritanna og músíkbreimið á Vellinum. Tvær stundir í sölum kvikmyndahúsanna er mörgum unglingnum afdrifaríkari skóli heldur en heil vika í skyldunámi. Svo sem þér til sáið, svo munuð þér og upp skera. Og þegar alla vikuna er sáð slíkum óþverra í sálir barnanna og unglinganna, sem nú hefur verið getið, er þá nokkur furða, þó að uppskeran í afsiöar Piim vikulokin verði eins og algengt er að fram komi á samkomum? Hver er ástæðan fyrir því, að menningartæki eins og bækur, tímarit, kvikmyndir keppast við að afsiða þjóðina og þá fyrst og fremst áhrifagj arnasta hluta henn- ar, unglingana? Hún er sú, að hér ríkir þjóðfélag gróðahyggj- unnar. Menningartækin eru í höndum gróðabrallsmanna, sem reka þau eins og hver önnur at- vinnutæki, reyna að hafa tilkostn- aðinn sem minnstan og gróðann sem mestan. „Framleiðsla“ sorp- ritanna kostar mjög lítið, og þau skila meiri hagnaði en menning- arrit, tímarit sem flytja jákvæð- an fróðleik og listir. Menningar- rit berjast öll í bökkum, það er ekkert leyndarmál. Sama er að segja um kvikmyndirnar. Góðar vandaðar myndir kosta óhemju fé. En tekjurnar er eins líklegt að verði minni af góðu myndunum. Það er nefnilega dýrt fyrir einka- framtakið að ala upp góðan smekk hjá fólki. En að skemma smekkinn og afsiða fólkið, það borgar sig, það gefur peninga í aðra hönd. Svona liggur í því, að kapítalisminn hefur ekki efni á menningarlífi. Spurningin er bara, hvort við, fólkið, höfum efni á því að búa við kapítalism- ann. Gróðasjónarmiðið kemur þó bezt og átakanlegast í ljós á þeim samkomum, sem unga fólkið hef- ur völ á um helgar, böllunum. Þau eru eingöngu haldin til þess að skrapa saman peninga, ýmist handa fj árbrallsmönnum eða þá handa ýmiss konar félagsskap, sem ekki hefur önnur úrræði til þess að fá fé til starfsemi sinnar. Það eru reist vegleg félagsheimili í sveitum og þorpum, en fés til þeirra er aflað með fánýtum dans- leikjum fyrir hálfgerð börn og unglinga. Þannig er eðlileg skemmtana- og athafnaþrá æsku- lýðsins höfð að féþúfu og teymd TILKYNNING NR. 13, 1961. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennsl- um: í heildsölu, pr. kg................... kr. 43.55 í smásölu, með söluskatti, pr. kg..... — 51.60 Reykjavík, 22. ágúst 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. á óhollar brautir. Dansleikir eru út af fyrir sig ekki ámælisverðir, heldur hitt, að þeir eru að verða það eina skemmtanaform, þar sem fólk er virkur aðili. Og það er allt- of einhæft. Það þarf að vera miklu meira af skemmtunum með leikj- um og dagskrá, sem fólkið skapar sjálft. í slíku býr menningarafl og þroskamöguleikar. En hætt er við, að þá yrði gróði hinna ýmsu samkomuhúsa eitthvað skertur. Og ekki má gleyma áfenginu. Það er ein aðaltekjulind ríkis- sjóðs, og víst sú öruggasta þeirra. Það er ekki von á góðu,þegar það er eitt helzta kappsmál ríkisvalds- ins að selja sem mest brennivín. Og það gerir engan greinarmun á þeim peningum, sem hálfvaxnir óvitar fleygja í ríkiskassann, og þeim sem koma frá ráðsettara fólki. Ríkið á sér líka góða sölu- menn, þar sem eru hinir fjöl- mörgu leynivínsalar, sem víla jafnvel ekki fyrir sér að fara alla leið úr Reykjavík austur á Hall- ormsstað, ef ball er haldið við Atlavík. Það á að vísu svo að heita, að þetta sé ekki vel séð af löggjafanum, en það eru ekki gerðar neinar róttækar aðgerðir til þess að stemma stigu við þessu. Enda er þetta ekki nema í góðu samræmi við þjóðskipulag einka- framtaksins og gróðahyggjúnnar. Þó að hér hafi ekki verið nema rétt gripið á ýmsum þeim vanda- málum, sem nú steðja að í sam- bandi við uppeldi æskulýðsins, þroska hans og siðgæðisvitund, þá ætti þó að vera ljóst, að höfuð- meinsemdin liggur í sjálfu þjóð- skipulaginu, kapítalismanum. — Kapítalisminn er nú kominn á sitt lokaskeið, og því fylgir menning- arleg og siðgæðisleg kreppa. Um þessa kreppu vitna frásagnir af Vaglaskógi, Hallormsstað og fleiri stöðum um allt land um verzlun- armannahelgina 1961. Þær skulu því verða okkur, sem ekki viljum sætta okkur við afsiðun æskulýðs- ins og þjóðarinnar allrar, hvöt til þess að vinna enn þá betur að sköpun nýs og fullkomnara þjóð- félags. Ófeigur. Hringið í Skjaldborg, sími 1024. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. Gerist óskrifendur að VERKAMANNINUM HMoiýÉg oð Bjorgi Sjálfsbjörg heldur SÝNINGU á málverkum Guðmundar Halldórssonar að Bjargi sunnudaginn 27. ágúst og verður hún opin frá kl. 2—11. — Enn fremur verður þar KAFFI- SALA á sama tíma til ágóða fyrir félagsskapinn. Bæjarbúar fjölmennið! Skoðið málverk Guðmundar Halldórssonar og styðjið um leið gott málefni. SJÁLFSBJÖRG. §krif§tofnitiiIka Akureyrarbær óskar að fastráða stúlku til vélritunar og ann- arra skrifstofustarfa frá 15. september nk. — Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 10. september næstkomandi. Bœjarstjórinn á Akureyri, 21. ágúst 1961. Aknreyringar! M æriveitanienn! Önnumsl alla mólningarvinnu. Lótið okkur fegra híbýlin. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. — Reynið viðskiptin. MÁLARAR: JÓN M. GUÐMUNDSSON, Sími 2426. MAGNÚS JÓNSSON, Sími 1886. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar H E L D U R Félagsfund í Ásgarði, Hafnarstræti 88, föstudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Tekin ákvörðun um uppsögn samninga. 2. Reglugerð fyrir sújkrasjóð félagsins. 3. Önnnur mál. FJÖLMENNIÐ! S t j ó r n i n . Byggingaldnasjóður Umsóknir um lán úr Byggingalánasjóði Akureyrarbæjar á þessu ári þurfa að hafa borizt fyrir 10. september næstk. Eyðublöð fyrir umsóknir fást á bæjarskrifstofunni. Eldri, óafgreiddar umsóknir þarf að endurnýja. Lánsum- sóknir verða væntanlega afgreiddar í októbermánuði. Bœjarstjórinn á Akureyri, 21. ágúst 1961.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.