Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 8
Síldarsöltun á Skagaströnd. — (Ljósmynd: Guðm. Kr. Guðnason.) Fréttobríf frd Shagostrond Verkamaðurinn Iðnstefna samvinnumanna Skagaströnd, 13. ágúst. Tíðarfar var fremur kalt í vor og sumar það sem af er. Gras- spretta í meöallagi góð. Sláttur hófst laust fyrir mánaðamótin júní og júlí. Rúning sauðfjár var með seinna móti. Vorgöngur voru laugardag- inn 15. júlí. Fyrsta síldin barst hingað til Skagastrandar þann 19. júní. Var það m.b. „Baldvin“ frá Dalvík, sem kom með 600 tunnur í salt til Söltunarstöðvar Hólanes h.f. Þá kom einnig annar bátur með slatta af síld. Alls hefur verið saltað hér í 2883 tunnur og Síldarverksmiðja ríkisins hefir tekið á móti 5600 málum í bræðslu. Elzta konan sem hefur saltað síld hér heitir Guðbjörg Guð- jónsdóttir og er hún á áttræðis- aldri. Þann 20. júlí átti Ingvar Jóns- son núverandi hreppstjóri 60 ára afmæli. Ingvar hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann er formaður Ung- mennasambands Austur-Húnvetn- inga, formaður Lions-klúbbs Höfðakaupstaöar, er í sóknar- nefnd Hólaneskirkju og fleira og fleira. Nýlega var opnuð hér nýlendu- vöruverzlunin „Vík“. Forstjóri hennar er Hallbjörn J. Hjartarson Brimnesi. Þar fást flestar kjötvör- ur ásamt fleiri vörum. Unnið er að byggingu nýs fé- lagsheimilis og er yfirsmiður Guð- mundur Lárusson byggingameist- ari. Þá hefur og verið unnið að hafnabótum, þ. e. lagfæringu á aðalhafnargarðinum. Verkstjóri er Ingvar Jónsson Sólheimum. Komið að Bjargi á sunnudaginn Á sunnudaginn kemur verður að Bjargi við Hvannavelli sýning á málverkum eftir Guðmund Hall- dórsson málara og jafnframt hef- ur Sjálfbjörg kaffisölu í salar- kynnum sínum. Það er ágætt fyrir komulag á málverkasýningu, að gestirnir geti setið að kaffiborði og haft það þægilegt á meðan þeir virða fyrir sér myndirnar á veggj- unum. Guðmund Halldórsson þarf varla að kynna fyrir Akureyring- um, en þó munu þeir fáir, sem séð, hafa nema lítið eitt og kannski ekkert af málverkum hans. Enda þótt hann verði ekki talinn til snillinga listarinnar er þar margt fallegt og vel gert að sjá. ----------------------. ., KA VANN ÞÓR LOKIÐ er keppni um titilinn Norðurlandsmeistari í knatt- spyrnu 1960. Eftir aðalkeppnina voru Akureyrarfélögin KA og Þór jöfn að stigum, og kepptu til úr- slita á miðvikudagskvöldið. Þá vann KA með yfirburðum, 4:0, og hlaut því titilinn, þó að seint væri. Senn kemur trúlega að Norðurlandsmótinu 1961. Félagsliitdar Félag verzlunar- og skrifstojufólks á Akureyri heldur félagsfund mánudaginn 28. ágúst 1961 að Lóni kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Samningar félagsins. 3. Önnur mál. Félagar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. (Framhald af 1. síðu.) því starfi frá stofnun deildarinn- ar árið 1949. Verksmiðjustjórar eru: Fyrir Ullarverksmiðjuna Gefj- un og saumastofu Gefjunar: Arn- þór Þorsteinsson. Fyrir Skinnaverksmiðjuna Ið- unn (sútun): Þorsteinn Davíðs- son. Fyrir Skinnaverksmiðjuna Ið- unn (skógerð): Richard Þórólfs- son. Fyrir Fataverksmiðjuna Heklu: Ásgrímur Stefánsson. Fyrir Fataverksmiöjuna Fífu: Höskuldur Sigurgeirsson. Fyrir Sápuverksmiðjuna Sjöfn: Ragnar Ólason. Fyrir Kaffibætisgerðina Freyju og Kaffibrennslu Akureyrar: Guðmundur Guðlaugsson. Fyrir Fataverksmiðjuna Gefj- un, Reykjavík: Sigtryggur Hall- grímsson. Fyrir Rafvélaverksmiðjuna Jöt- unn: Sigurður Auðunsson. Auk framantalinna verksmiðja taka þátt í Iðnstefnunni að þessu sinni eftirgreindar verksmiðjur og fyrirtæki: Kaupfélag Eyfirðinga: Smjörlíkisgerðin Flóra, verk- smiÖjustjóri Svavar Helgason. Efnagerðin Flóra, verksmiðju- stjóri Björgvin Júníusson. Pylsugerð KEA, verksmiðju- stjóri Valdimar Haraldsson. Kaupfélag Árnesinga: Efnagerð Selfoss, verksmiðju- stjóri Matthías Ingibergsson. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis: Efnagerðin Record, verksm.stj. Geirlaug Ólafsdóttir. Hjá þessum verksmiðjum vinn- ur nokkuð á annaö hundrað manns. Ut'flutnmgurinn. Sá þýöingarmikli atburður fyr- ir íslenzkan ullariðnað hefur nú skeð, að gerðir hafa verið sölu- samningar um útflutning á hús- gagnaáklæði, ullarteppum og prjónapeysum að verðmæti rúm- ar 12 milljónir króna. Ullarvör- urnar hafa líkað mjög vel og bend- ir allt til þess, að öruggur og auk- inn markaður sé nú aftur fenginn erlendis fyrir íslenzkar ullarvör- ur, en sem kunnugt er, voru ís- lenzkt prjónles og vaðmál ein að- alútflutningsvara íslendinga til forna. NÝKOMIÐ Tvöfoldir NYLON-SLOPPAR Ljósdrap TELPU-KÁPUR Verzl. Ásbyrgi h.f. NÝKOMIÐ MELÓNUR Vöruhúsið h.f. Guðm. Kr. Guðnason. KÆRAR ÞAKKIR til allra, sem glöddu mig á 75 ára afmœli mínu 16. ágúst sl. með skeytum, góðum gjöfum og heimsókn- um. Sérstaklega þakka ég börnum mínum og frœndfólki. Lifið heil og sœl. FREYSTEINN SIGURÐSSON. SVEFNSÓFASETT I 1 Algjör nýung í DAGSTOFUHÚSGÖGNUM, sófi og stólar, allt með sama sniði. - I | Ennfremur nýjar gerðir af sófasettum, með lausum setum. Verð kr. 10,000,oo. I i - ’ 1 BU I | Úrval annarra húsgagna við allra liæfi.. | I ÁLAFOSS TEPPI OG DREGLAR | Ból§trnð húsgrögm h.f. | AMARO-HÚSINU — SÍMI 1491 ’

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.