Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Síða 6

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Síða 6
6 VERKAMAÐURINN Föstudagur 25. ágúst 1961 Marjorie Benton Cooke: J.O* LISTAFÓLK OG HJÓNABÖND atriðum, jafnvel þeim, sem hann hafði tekið ástfóstri við. Ef Bambí óskaði þess, að hann yrði frægur, þá skyldi hann líka verða það. IX. Jarvís vann að endurbótum á leikriti sínu í þrjá brenn- heita daga og mikið af nóttunum. Á fjórða degi fór hann með árangur erfiðis síns til Harper leikkonu, en hún var þá farin í ferðalag. Jarvís varð nauðugur viljugur að bíða eftir henni í fjóra daga í viðbót, því að þolinmæði og bið- lund var kjörorðið í lífsins skóla, sem Bambí vildi að hann stæði sig í. Þegar Harper gaf sér loksins tíma til að líta á leikritið í sinni nýju gerð, þá lét hún sér fátt um finnast. Annar þáttur, sem hann hafði skrifað upp á nýtt, væri að vísu þolanlegur, en þriðji þáátturinn væri eftir sem áður óbrúkanlegur. Það var sama þó að Jarvís læsi upp nýjar sviðsmyndir og kæmi fram með nýjar hugmyndir, hún klykkti út með því að segja með svolitlum geispa, að henni geðjaðist alls ekki að leikritinu. Ef hann gæti ekki sett sam- an góðan þriðja þátt, þá kærði hún sig yfirleitt ekkert um að fá leikritið. Jarvís fullvissaði hana um, að hann mundi koma með nýjan þriðja þátt daginn eftir. Jarvís fann til undarlegs tómleika í höfðinu, aldrei hafði hann fyrr haft aðeins 24 stundir til að skrifa heilan þátt í leikriti. Hann sat og skrifaði allan daginn og fram á nótt, en fór svo út í borgina til að fá sér eitthvað að borða. Hann sá borgina og sjálfan sig í nýju ljósi þessa nótt. Hann skildi, að nú væri að duga eða drepast. Eins og þetta fólk, sem þarna flykktist um göturnar barðist sinni baráttu fyrir lífinu, þannig yrði hann líka að berjast fyrir framtíð sinni. Bambí byggist líka við því, að eitthvað yrði úr honum, ekki ráðleysingi og aumingi, sem alltaf er upp á aðra kom- inn. Hann kom að opnum lystigarði og gekk í gegnum hann. Á hverjum bekk sátu eða lágu samanhnipraðir tötrabassar og sváfu. Hann fór hægt og virti þá vel fyrir sér. Flestir voru gamlir — gamlir menn og konur, sem tæpast líktust framar mannlegum verum. Svefninn gerði hinar ljótu ásjón- ur þeirra og vansköpuðu líkami enn óhugnanlegri. Þarna 'voru líka nokkrir unglingar — ungur, upptærður maður með hósta og þreytt ung stúlka, einn af fuglum götunnar, sem fékk sér smáblund, áður en hún færi aftur út á götu- hornið. Á leiðinni heim hugsaði hann mikið um þetta óhamingju- sama fólk. Ef það bindist samtökum og stæði hvert við ann- ars hlið, þá kæmist það upp úr feninu. Það var í upplausn, bæði siðferðilega og líkamlega. Þessi sóun mannlegra verð- mæta er hluti af því verði, sem við verðum að kaupa yfir- ráð verzlunarfrelsisins, auðlegð og völd og — hversu kald- hæðnislegt! — lýðræðið. Hann sneri aftur að vinnu sinni og skrifaði fram á morg- un. Á tilsettum tíma fór hann með það sem hann var búinn með til Harper leikkonu. Þar var honum sagt, að hún væri kvefuð og yrði ekki við í dag. í þetta skipti sóaði hann ekki kröftum sínum í það að verða reiður yfir töfinni. Honum var ljóst, að þetta var ekki leikur, heldur barátta um líf eða dauða. Annað hvort kæm- ist hann til rnannvirðinga, eða honum yrði varpað út til hinna útskúfuðu. Hann fann, að hann gæti ekki snúið aftur heim til Bambíar, fyrr en hann hefði unnið sigur. Hann varð að finna einhver ráð til þess að vinna fyrir sér þangað til. Enga hjálp framar frá prófessornum eða dóttur hans. Hann skrifaði Bambí um kvöldið og sagði henni undan og ofan af sínum nýju viðhorfum. Daginn eftir gekk hann á milli ritstjórnarskrifstofna og leitaði fyrir sér um vinnu. En það virtist alveg nóg af vön- um blaðamönnum á lausum kili, og honum skildist fljótt, að þetta væri vonlaust fyrir hann, sem enga hafði reynsluna í slíku starfi. Síðdegis fékk hann áheyrn hjá Harper leikkonu og las frumdrög að hinni nýju gerð fyrir hana. Að þessu sinni lík- aði henni það stórum betur, og það varð að samkomulagi, að hann skyldi virina úr þessum drögum hið skjótasta og hreinskrifa það, svo að maður hennar, Parke leikhússtjóri gæti lesið það, áður en þau færu í Evrópuferðina. Nú söng vonin í brjósti Jarvíss, og hann hélt atburðinn hátíðlegan með því að borða máltíð fyrir hálfan dollar, en er hann kom heim taldi hann saman peninga þá, sem hann átti eftir. Það voru tólf dagar til stefnu, og ef hann viðhefði ýtrustu sparsemi, mundi hann geta dregið fram lífið. Hann keypti sér prímus og kaffikönnu og gekk svo til verks. Dagur varð nótt og nótt að degi, og alltaf vann Jarvís og nærðist mest á kaffi, en fékk sér líka smurt brauð við og við. Á tólfta degi tók hann saman árangur erfiðis síns og fór heim til þeirra Parkes og Harpers. Þar var honum sagt, að hjónin legðu af stað til Evrópu á hverri stundu og væru þegar farin niður í skip. Þá var sú von að engu orðin, og Jarvís hélt heimleiðis með samanbitnar tennur. Það væri ekkert undanfæri, hann yrði strax í dag að hafa tal af Karli Frohmann, hinum ókrýnda konungi leikhússtjóranna. í Empireleikhúsinu, þar sem konungur leikhússtjóranna ræður ríkjum, tók ungur maður á móti handritinu af Jarvís, númeraði það og skrifaði það niður á lista. „Hvenær verður það lesið?“ spurði Jarvís. „Innan sex vikna,“ svaraði ungi maðurinn. „Er hægt að hafa tal af herra Frohmann?“ „Aðeins samkvæmt fyrirfram gerðri pöntun. Hann er í Evrópu sem stendur.“ Jarvís skildi hið dýrmæta handrit eftir og fór. Þegar hann var kominn út á götuna, datt honum í hug, að depurðin, sem á hann sótti, kynni að stafa af svengd. Hann fékk sér smurt brauð og kaffi á veitingahúsi, en náði sér svo í símaskrá og leitaði uppi ritstjórnarskrifstofur blaðanna. Svo var að fara þangað og athuga um vinnu. En erfiðið kom fyrir lítið. Á þeim flestum sá hann aðeins skrifstofumenn, sem afsökuðu tímaskort ritstjórans og skrifuðu nafn hans og heimilisfang um leið og þeir sögðu þetta sama ertandi: „Og lítið svo inn aftur.“ Sólin skein heitt fyrir utan, og gangstéttin svignaði upp og niður fyrir augnatilliti hans. Svo hélt hann heim- leiðis í litla svefnherbergið, sem honum virtist nú allt í einu sem friðarins skjól. Hann gerði upp reikningana við sjálfan sig og fann, að hann hafði verið á villigötum. Hann hafði reynt að rífa nið- ur að ofan, og það gæti verið gott, ef hann gerði um leið áhlaup neðan frá. Heimurinn þyrfti á hugsjónamönnum að halda, en ekki af gamla skólanum, sem voru blindir á hin- ar raunverulegu aðstæður og boðuðu kennisetningar, sem áttu rætur sínar í fávizku. SKRJÁF í SKRÆÐUM ^ ---- i SVO KVAÐ HANN. „Nú er það fyrst og fremst hlut- verk hinna hlutlausu smóþjóða, sem utan við þennan hrikaleik standa; að horfa ó hann með and- legu jafnvægi, að hefjast handa, sýna í verki að þær skilji tókn timans og sögunnar, taka upp nýjar og göfugri lífsreglur, taka í lífi sínu og lagasetningu stefnu eftir nýjum og hærri hugsjónum um samlíf mannanna að „beztu manna yfirsýn" og róðum. Svo lítil þjóð, sem vér Islendingar erum, þó getum vér þó, ef oss eigi skortir mannvit og þekkingu, [ þessum efnum, gefið jafnvel öll- um jarðbúum dæmi til eftir- breytni, og með því orðið frömuð- ir nýrrar og réttlótari heimsmenn- ingar. Einmitt smóþjóðirnar, sem hingað til hafa komizt hjó öfgum og glapstigum skipulagsins, eiga hægast með að taka upp nýjar lífsreglur, nýja stefnu eftir nýjum hugsjónum, taka varnað af vítum stórþjóðanna. Hingað til höfum vér trúað beint og rannsóknar- laust ó lífsreglur og skipulag Ev- rópuþjóðanna, tekið oss þær til fyrirmyndar ! öllu, og jafnvel reynt að apa eftir þeim þeirra verstu og skaðlegustu öfgar, eins og lítt þroskuðum unglingum svo oft hættir til í samlífi sínu við hina 1 eldri. Nú sjóum vér til hvers þær lífsreglur hafa leitt, sem þessar fyrirmyndir vorar hafa fylgt. Slíkt ætti að vera oss alvarleg aðvörun um oð hverfa í tíma frq þeirri lífs- stefnu, sem svo geipilega hefur hefnt sín. ----Lótum oss þetta að varn- aði verða. Stöldrum nú ofurli'tið við, og hugsum oss um óður en vér eltum stórþjóðirnar lengra út í það siðlega og skipulagslega for- æði, sem þær nú liggja í — og „athugum vorn gang". Hefjum síðan sjólfstæða rannsókn ó þess- um lífsreglum og leggjum full- komið og sannarlegt réttlæti til grundvallar fyrir þeirri rannsókn. Lótum engar venjur né viðtektir, lagasetningar né trúarsetningar blekkja oss." Bcnedikt frá Auðnum. „Réttur", I. órg. 191 5. Léreítstuskur hreinar og góöar — kaup- um við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.