Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 25.08.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. ágúst 1961 VERKAMAÐURINN 7 Krings já vikunnnr Messað í kapellu Akureyrar kirkju nk. sunnudag kl. 10.30. — Sálmar: 333, 374, 318 og 207. — Ræðutexti: Matt. 6, 9.-13. B.O.B. Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíðarkirkju kl. 2 e. h. á sunnu- daginn kemur. Sálmar: Nr. 318, 301, 356, 454, 648. Strætisvagn- inn fer frá Glerárhverfi kl. 1.30 e.h. yztu leiðina til kirkjunnar. — P. S. Verkamannafélagið. — Munið fund Verkamannafélags Akur- eyrarkaupstaðar í kvöld. Sjá aug- lýsingu í blaðinu. Ferðafélag Akureyrar. Vinnu- ferð á Hólafjall um helgina. Upp- lýsingar hjá Tryggva Þorsteins- syni, sími 1281. Matthíasarsafnið verður fram- vegis opið kl. 2—4 sunnudaga og miðvikudaga. Brúðkaup. Þann 19. ágúst voru gefin saman í hjónaband brúð- hjónin ungfrú Gunnhildur Guð- jónsdóttir og Jón Gunnarsson verkamaður. Heimili þeirra er að Laugavegi 17, Reykjavík. Sama dag brúðhjónin ungfrú Herborg Aðalbjörg Herbjörnsdóttir frá Heydalasókn og Sveinn Reynir Pálmason vefari á Gefjun. Heim- ili þeirra er að Bjarmastíg 6, Ak- ureyri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Mar- grét Rögnvaldsdóttir, íþróttakenn- ari, Akureyri, og Brynjar Jóns- son, bifvélavirki, Dalvík. Frá happdrœtli STAK. Dregið 29. ágúst. Aðeins dregið úr seld- um miðum. Drætti ekki frestað. Vinningarnir eru til sýnis í sýn- ingarglugga Véla- og raftækjasöl- unnar, Hafnarstræti 100. Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar. Afmcelisbörn vikunnar: Friðbjörn Jónasson, Aðalstræti 34, verður 85 ára 25. ágúst. Njáll Jakobsson ,verkamaður, Hvoli í Glerárþorpi, verður sex- tugur 26. ágúst. Kristján Bjarnason, bóndi, Sigtúnum í Öngulsstaðahreppi, verður fimmtugur 27. ágúst. Frú Sigríður Þorsteinsdóttir, Eyrarveg 13, Akureyri, verður sjötug 31. ágúst. (Hún hefur beð- ið blaðið að geta þess, að hún verður fjarverandi úr bænum á afmælisdaginn.) Svanlaugur Þorsteinsson, sjó- maður og bóndi að Rauðuvík á Arskógsströnd, verður sextugur 1. september. Verkamaðurinn óskar afmælis- börnunum allra heilla. Happdrœtti Þjóðviljans. Þeir stuðningsmenn Þjóðviljans og Verkamannsins á Akureyri, sem enn hafa ekki tekið miða til sölu, en vildu gera það, eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við afgreiðslu Verkamannsins sem allra fyrst. Gengisfellingin 1960 (Framhald af 4. síðu.) við gengislækkunina. Þetta kem- ur í ljós eftir geysimikla tölfræði- lega rannsókn á hag hinna ýmsu greina útvegsins. Gengislækkunin var því ekki gerð vegna sjávar- útvegsins. Gengisskráningin, að svo miklu leyti sem hún er þannig, að það svari kostnaði að nýta til fulls at- atvinnutæki í sj ávarútvegi, hefur TILKYNNING Verðlagsnefnd hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr................. kr. 5.20 Heilhveitibrauð, 500 gr.............. — 5.20 Vínarbrauð, pr. stk.................. — 1.40 Kringlur, pr. kg..................... — 15.50 Tvíbökur, pr. kg..................... — 23.00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2.65, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 18. ágúst 1961. Verðlagsstjórinn. DAMASK LÉREFT, hvítt 90 og 140 sm. LÉREFT, mislitt 140 sm., mjög gott í sængurver DÚNHELT FIÐURHELT LAKALÉREFT, bl. og óbl. HANDKLÆÐI. VEFNAÐARVÖRUDEILD Verkamaðurinn VIKUBLAÐ. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. — Skrifstofa blaðsins er í Hafn- arstr. 88, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.), heima- sími 2654, og Hjalti Kristgeirsson, heimasími 2158. — Áskriftarverð kr. 80.00 ár- gangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf., Akureyri. Að koma Alls konar smávara og út- saumsgarn, tvinni, jafi og strammi o. fl. Veril.Rqgnh.O. Björnsson ekki áhrif á gjaldeyrisöflun held- ur einungis tekj uskiptingu í þjóð- arbúskapnum. Þeir þættir, sem ber að rannsaka í sambandi við gengisskráningu, eru þá: 1) nýt- ing framleiðslutækja, 2) skipting þjóðartekna. Hin margfalda gengisskrán- ing millifærslukerfisins: tryggði sjávarútveginum vaxt- arskilyrði; var sú hæsta gengisskrán- ing, sem kostur var á, og var þannig verkalýðnum í hag, enda stóðu pólitísk samtök verkalýðsins vörð um milli- færslukerfið. Eitt fast gengi er óheppilegt fyr- ir sjávarútveginn. Hagur ein- stakra greina hans verður þá mis- góður, og stuðlar þetta að sam- drætti. En einnig verður afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi misgóð eftir landshlutum, og hefur þetta áhrif á tilfærslu útvegsins til Suð- vesturlands, og er hætt við að samdráttur verði á landsmæli- kvarða. Eitt fast gengi býr sjávar- útveginum ekki varanlegan rekstr- argrundvöll, jafnvel við stöðugan innlendan tilkostnað, heldur veld- ur hnignun útgerðar. Annað hvort verður að vera hreyfanlegt gengi eða jöfnunarsjóðir. Milli- færslukerfið var því spor í rétta átt. Ákvörðun viðreisnarstjórnar- innar um gengisfellingu verður ekki rakin til vandkvæða á nýrri fjáröflun til að halda uppi milli- færslukerfinu. Hún stafar heldur ekki af viðleitni til að tryggja hag sj ávarútvegsins eða nýta betur framleiðslutækin. Hvað átti þá að vinnast við gengislœkkunina ? 1) Hún átti að hafa áhrif á tekjuskiptinguna auðstéttunum í hag og vinnandi fólki í óhag. Lífskjör almennings hafa líka versnað, eins og hver maður finnur. 2) Hún átti að hafa áhrif á skipan efnahagsmála í landinu, þ. e. tryggja kapítalismann, gróðaþjóðfélagið í sessi. 3) Hún átti að hafa áhrif á viðskiptin við umheiminn, draga þau frá hinum öruggu mörkuðum austursins, og ein- skorða þau við vestrið, þar sem braskarar hafa ótœmandi tœkifœri. iwmiwmmmmwmmmj Afmælis- happdrætti Þjoðviljans TELPA 12—15 ára, óskast á sveita- heimili í Fnjóskadal til 1. okt. nk. — Uppl. í síma 2092. Hver miði er tvöfaldur happ- drættismiði. Það er dregið fjórum sinnum um Volkswagen-bifreið í hvert skipti. Auk þess eru 500 smærri vinning- ar, sem kaupendur geta strax séð, hvort þeir hreppa. Á Akureyri hafa til þessa komið fram þrír vinningsmiðar og einn á Húsavík. Aðalumboð fyrir Norðurland er á afgreiðslu Verkamannsins í Hafnarstræti 88 á Akureyri. Sími 1516. Umboðsmaður í Fnjóskadal er Páll Gunnlaugsson, Veisuseli. Umboðsmenn á Húsavík eru Kristján Jónasson, Garðarsbr. 38 og Sigfús Björnsson, Ásgarðsvegi 14. Umboðsmenn á Raufarhöfn eru Jónína Geirmundsdóttir og Einar Borgfjörð. Umboðsmaður í Ólafsfirði er Sveinn Jóhannesson, Strandgötu 11. Umboðsmaður á Svalbarðseyri er Júlíus Jóhannesson. Afmælishappdrætti Þjóðviljans

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.