Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 2
---------------_________ Á sjónskífunni "'Hver er það sem rœður? Ærsl á götum Akureyrar Frændur vorir Norðmenn eru að því leyti svipaðir okkur, að þeir vilja allt fyrir fjárhirzlu hins opinbera gera. Eftirlitsskipið Draug (sem þýðir draugur) lá hér s.l. mánudag og sjóliðar stigu á land. Þeir uppgötvuðu fljótt að eitt hólf ríkiskassans er falið í Hólabrautinni, bak við snotur hús, sem hærinn keypti í vor og ætlaði að rífa, en sá sig um hönd. Nú, sjóliðar vissu einnig um óhagstæð- an viðskiptajöfnuð lands vors og fórnuðu dagpeningum sínum oss til styrktar. En svo fór, sem vænta mátti, að veigar þær, sem þeir keyptu oss til framdráttar, vöktu upp í þeim draug þann, sem undir niðri býr í sál þessara frændþjóða. Tók draugurinn frá þeim ráð og rænu, svo þeir fóru hér um götur með ærslum. Varð lögregla okkar að fara 12 ferðir um horð með gesti vora, suma í járnum. Settu strákar þessir nokkurn óróasvip á vort kyrrláta þorp. En annað kom til ekki síður athyglisvert. Ærsl þessi reyndust smitandi og fóru nokkrir heimamanna að aðstoða frændur sína við að koma Svarta- dauðanum í lóg, með svipuðum afleiðingum. Lögreglumenn úr Draugi settu einnig svip á torgið. Hjálmur og kylfa eru okkur framandi. Viku- blaðið Dagur segir, að nokkrir sjóliðanna hafi orðið djöfulóðir, en svo bölvað var það nú ekki. Þeir urðu einungis brennivínsóðir eins og oft vill henda, þegar „menningin“ er leyst upp í „Svartadauða“. Draugurinn rís þá fljótt úr gröf sinni og tekur völdin. Fjármuna- og menningar- sogskálin í Hólabrautinni gæti orðið meiri örlögvaldur. En við kusum það svo. * Vegabætur Akureyrarbær hefur tekið á sig rögg nú upp á síðkastið og látið fara fram nokkrar umbætur á veg- um í bænum. (Ég þekki ekki orðið gata í þeirri merkingu, sem það er notað í bæjum. Gata er í mínum huga mjór slóði troðinn af fótum manna og dýra, hitt vegur.) Aðal- stræti hefur verið malbikað á löng- um kafla innst, nú er röðin komin að Geislagötu og miðar vel. Þetta er fagnaðarefni. Menn eru búnir að fá nóg af gýgunum í Hafnar- stræti og öldudölum Brekkugötu. Einhver var að segja, að það hefði átt að gera við göturnar fyrr, áður en ferðamannastraumur lagðist að í sumar. Þetta er bara snobb. Ak- ureyri þarf ekki neinar auglýs- ingar fyrir ferðamenn, hún er svo falleg af sjálfu sér. Og því mega ekki Reykvíkingar halda áfram að segja: „Götuddnar eru þó bedri hjá oggur“. Það er þó það eina, sem þolir samanburð milli pláss- anna. * Bankar, fleiri bankar , SLfrf '4 V U..T» ... ‘rf; V ' , M h <• - % é ' Við heyrum, að Samvinnuspari- sjóðnum hafi verið breytt í banka. Það var svo sem eðlilegt. En — væri óeðlilegt, miðað við fólks- fjölda, að fjölga bönkum svo, að hver stétt, t. d. blaðamenn, sót- arar og hestamannafélög hefðu sinn banka. 183 þúsund banka- starfsmenn á Islandi fyrir næstu jól, er krafan. Þá vinnur þjóðin öll í banka. Starfið er létt og vel greitt. Því ekki það? Það hefur sýnt sig, að aldrei er hægt að fá krónu í þeim bönkum, sem til eru hvort sem er. : Vy? 1 * Iðnsýning Fyrsta þessa mánaðar var opn- uð í Armúla 3 í Reykjavík iðnsýn- ing „Samvinnuverksmiðjanna“. Þ. e. sýning á framleiðsluvörum verksmiðja í eigu Sambands ís- lenzkra Samvínnufélaga. 18 fyrir- tæki sýna þar vörur sínar og er gaman fyrir Akureyri að geta stát- að af því, að helmingur þessara verksmiðja er staðsettur hér. Reykj avík er með 4, Húsavík eina, Borgarnes eina, Hafnarfjörður eina og Selfoss tvær. Það er víst um það, að iðnaðar- vörur frá Akureyri standa jafn- fætis öllum öðrum iðnaði íslenzk- um, og í sumum greinum framar. Gefjun og Iðunn eru nú með þekktustu og bezt metnu iðnaðar- fyrirtækjum á landinu. Það er vafasamt, að menn hafi gert sér almennt grein fyrir þeim stórhug, sem einkenndi það tímabil, sem lagði grundvöllinn að starfsemi Ullarverksmiðjunnar Gefjunar. Þá var enn vorhugur í samvinnu- hreyfingunni og félagar virkir þátttakendur í daglegri framvindu. Einhvernveginn finnst mér, að hið almenna tilfinningaleysi manna fyrir félagsmálum komi hart nið- ur á samvinnuhreyfingunni nú. Verkalýðshreyfingin þekkir einnig þá öfugþróun, er kemur fram í minni og minni þátttöku almenn- ings í hennar málefnum. Og svo er um fleiri samtök. Að fela for- Bæjarbúar hafa veitt því eftir- tekt í sumar, að komið hefur verið á einstefnuakstri í suðurhluta Brekkugötu meginhluta dags hvers. og hefur umferð eftir Brekkugötu verið beint niður í Gránufélagsgötu. Þessi ráðstöfun hefur komið mörgum kynlega fyr- ir sjónir, þar sem líta verður svo á, að ekki sé það heppilegt að auka á umferð að hin þrönga horni við Gránufélagsgötu og Geislagötu og getur verið í mörgum tilfellum hættulegt. I vor voru sett upp skilti við suðurhluta Brekkugötu að austan, sem heimiluðu bifreið- astöður í 15 mínútur hvert sinn. Hvers vegna var það gert? Var það til að auðvelda umferðina? Umferðin um Brekkugötu er oft mikil, og væri full þörf á að gera ráðstafanir til að auðvelda um- ferðina þar, en oft hefur það vak- ið furðu mína, að viss hópur manna sér sér stundum leik á borði að raða bifreiðum sínum framan við húsið nr. 14 á 80—100 m kafla svo ógerningur er fyrir bifreiðar að mætast þar, og hefur því oft valdið töfum og vandræð- um. ystu allt, þó góð sé, er hæpinn hlutur. Hins vegar má þjóðin vera stolt af iðnaðarframleiðslu Samvinnu- félaganna og sýning eins og þessi ætti að geta vakið þjóðlegan metn- að og vegið á móti þeirri minni- máttarkennd, sem hefur þjakað okkur, og m. a. komið fram í því áliti að allt væri betra, sem frá útlandinu kemur, en það, sem framleitt er heima. Á 100 ára afmæli Akureyrar í fyrra, gat að líta merka sýningu hér á akureyskum iðnaði og fram- leiðslu. Þar áttu margir aðilar hlut að máli. Framtíð þessa hæjar hlýt- ur legu sinnar vegna, að byggjast meir á almennri hugkvæmni í at- vinnusköpun en þar sem sjávar- afli er aðalhráefnið. Við megum vissulega vera stoltir. En fólki fjölgar og öll stöðnun er hættu- merki. Nú virðist sem bygginga- iðnaður sé mest aðkallandi, og þar væri sannarlega þörf hug- kvæmni og dirfzku. Einhvers stað- ar verða starfsmenn hins iðnaðar- ins að búa. Verkomeon Vantar nokkra verkamenn. Mikil vinna. Möl og Sandur h.f. Sími 1940. Á vegum bæjarins starfar um- ferðarnefnd, og hefur hún nokkr- um sinnum lagt tillögur sínar um breytta og bætta umferð í bænum fyrir bæjarstjóm, enda fá ekki samþykktir umferðarnefndar fullt gildi fyrr en bæjarstjórn hefur samþykkt þær. Nú háttar svo til, að engar tillögur um hina breyttu umferðarreglu í Brekkugötunni hafa borizt frá umferðarnefnd, því síður að nokkur samþykkt um það hafi verið tekin í bæjarstjórn. Mér verður því á að leita eftir upplýsingum hj á yfirlögregluþj óni bæjarins um það, hverjir hafa tekið ákvörðun um hina breyttu umferðarreglu í Brekkugötu og í hvers krafti hún er gerð, og von- ast ég til að hann gefi þær í næsta blaði Verkamannsins. Ég tel nauðsynlegt að fá skýr svör við fyrirspum minni, ekki vegna þessa eina atriðis, sem ég hef nefnt, heldur hins, ef ein- hverjir aðilar eru í bænum, t. d. framtakssamir menn, lögreglan eða einhverjir aðrir, sem breytt geta umferð í bænum að sínum geðþótta, og sett þar um nýjar reglur, þá sýnist mér t. d. um- ferðarnefnd alveg vera óþörf, og gætum við þá góðfúslega lagt hana niður. En þótt engin opinber tilkynning hafi verið birt um hina breyttu umferð í Brekkugötunni, hljóta að vera hér að verki valda- miklir menn, því einhverjir til- burðir hafa verið viðhafðir um að sekta þá, sem brotlegir hafa gerzt. Jón Ingimarsson. Til atliugiiKiar Fárra mannvirkja heyrist jafn- oft getið í útvarpsfréttum og „múrsins“ í Berlín. Munu flestir, sem ekki hafa séð það mannvirki hafa gert sér þá hugmynd, að um mikið mannvirki sé að ræða og merkilegt. En mikið mannvirki getur múr þessi ekki kallast og tæpast merkilegt heldur. En mann- virkið hefur nú staðið á þriðja ár. Hve lengi það á eftir að standa veit enginn. Það fer eftir þörfum. Vestur-Þýzkir áróðursmeistarar og handbendi þeirra í öðrum lönd- um halda því oft fram, og hefur jafnvel tekizt að telja auðtrúa sál- um trú um það, að múrinn sé á- þreifanlegt tákn árásarundirbún- ings og árásarlöngunar heims- kommúnismans. Samkvæmt þeirri kenningu hefur hver sá, sem girðir land sitt, í huga að ráðast á land- areign náungans! Soðor Afríha op oppelsímr Um allan heim er uppi sterk hreyfing fyrir því, að takmörkuð séu sem mest viðskipti við fasista- stjórnina í Suður-Afríku og helzt engar vörur keyptar þaðan. Hafa Sameinuðu þjóðirnar haft foryztu í þessari baráttu, og fjöldi ríkja hefur lagt niður öll viðskipti við Suður-Afríku. Jafnvel hefur kom- ið til orða, að setja hafnbann á landið undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Tilgangurinn með viðskipta- stríði þessu er sá, að knýja stjórn landsins til að láta af stefnu sinni í kynþáttamálum, en frumbyggjar landsins, sem eru dökkir á hörund, njóta þar að kalla engra mann- réttinda. Islendingar virðast seinni til en flestir aðrir að leggja niður við- skipti við hina suður-afrísku kúg- ara. I flestum matvöruverzlunum má sjá fullt af appelsínum frá Suður-Afríku. Er ekki rétt að hœtta strax að flytja þœr inn? Við hljótum að geta fengið nœgar appelsínur annars staðar að. Appelsínurnar frá S.-Afríku bera merkið OUTSPAN. Verkalýðsfélagið Eining hefur ákveðið að viðhafa ollilerjiiriMgrejislu við kjör fulltrúa félagsins á 8. þing Alþýðusambands Norður- lands, sem haldið verður á Akureyri 5.—6. október n.k. Fram- boðslistum með nöfnum 7 aðalmanna og jafnmargra til vara skal skilað til Skrifstofu verkalýðsfélaganna eigi síðar en kl. 18 miðvikudaginn 11. sept. 1963. Hverjum framboðslista skulu íylgja meðmæli eigi færri en 67 og eigi fleiri en 100 fullgildra íélaga Verkalýðsfélagsins Einingar. Verkalýðsfélagið EINING. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 6. september 1963

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.