Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 3
Nú líður að hausti, og kom- ið er að þeim tíma, er ákveða skal verð landbúnaðarvara, ákveða verðlagsgrundvöllinn fyrir nœsta ár frá hausti til hausts. Væntanleg verðlagning landbúnaðarvara er því nokk- uð umrœdd þessa dagana. Það er hin frœga og marg- umtalaða sexmannanefnd, er ákvarða skal grundvöllinn. Hún hefur haldið fyrsta fund sinn, og fulltrúar framleiðenda, bcendanna, þar lagt fram kröf- ur sínar. Þeir fara fram á 36% hækkun. Mörgum verður vafalaust hugsað, að það sé geigvœnlegt, ef landbúnaðarvörur hœkka svo mikið, og víða má heyra, að þetta nái ekki nokkurri átt. Jafnvel smáspámenn af stjórnarheimilinu, eins og Vignir Guðmundsson, fara í útvarpið og benda bœndum náðarsamlegast á, að það sæmi þeim ekki að vera með neina kröfupólitík. Þeir skuli bara una glaðir við sitt. En í því sama spjalli skauzt það samt upp úr Vigni þessum, að sjálf- ur hefði hann nýlega verið í verkfalli til að fá kaup sitt hœkkað. Víst er þó, að margur bóndinn hefði þótzt góður hefði hann haft jafnmiklar tekjur og Vignir áður hafði hjá Mogganum, hvað þá nú eftir að hann hefur fengið 29% hækkun. Það verður einnig að teljast luepið, að hœgt sé fyrir nokk- urn að mœla gegn því með rök- um, að bændur fái nokkra rétt- ingu sinna mála, þegar fjöl- margar betur launaðar stéttir hafa fengið jafnmikla og meiri hækkun en bœndur fara fram á. Eru þeir þó sjálfsagt með sama markinu brenndir og aðrir, að stilla kröfunum nokkra hœrra en gert er ráð fyrir að fáist. Opinberir starfsmenn hafa fengið hœkkun, sem stjórnar- liðið sjálft segir að sé að með- altali 40%, og þar var ríkis- stjórnin beinn samningsaðili. Mikill fjöldi starfsmanna hins opinbera fékk þó stórum meiri hœkkun, lá nœrri, að laun sumra tvöfölduðust. Hœkkunin til þeirra, sem mestar hœkkanir fengu, var rökstudd með því, að svo mikil ábyrgð vœri lögð á herðar þeim, að þeir hlytu að fá meira í aðra hönd en þeir, sem litla ábyrgð bœru. En eru það margar stéttir, sem meiri ábyrgð bera en bændur? Er ekki starf bónd- ans eitt hið ábyrgðarmesta í þjóðfélaginu? Hann er í senn verkamaður og forstjóri, verk- stjóri og bókhaldari, ökumaður og gjaldkeri og margt margt fleira. Hann verður að bera nokkurt skynbragð á allt það, sem búskapnum viðvíkur og hann ber ekki aðeins sem hver fjölskyldufaðir ábyrgð á vel- ferð fjölskyldu sinnar, heldur og bústofns síns. Verður um það deilt, að bóndinn þarf meiri hæfni og ber meiri ábyrgð en gjaldkerinn, sem tel- ur seðla við skrifborð? En ábyrgð bóndans hefur víst aldrei verið tekin með í reikn- inginn, þegar laun hans hafa verið reiknuð. Kannske það breytist nú? Eða hver vill standa gegn slíku? Ymsar hálaunastéttir í þjóð- félaginu hafa haft uppi miklar launakröfur og flestum orðið nokkuð ágengt. Læknar og verkfræðingar hafa hótað að flytja úr landi, og margir gert það. Þó hafa þeir flestir hér heima margfaldar tekjur á við bœndur. Bœndur hafa ekki haft neinar hótanir í frammi, en byggðum býlum fœkkar samt með hverju ári. Orsökin er sú, að búskapurinn heillar ekki unga fólkið. Hann gefur svo lítið í aðra hönd. Það er meira að hafa við önnur og ábyrgðar- minni störf. Það hefur lengi verið tízka hér á landi, og þótt sjálfsagt, að bœndur og verkamenn bœru minnzt úr býtum. Samt eru þetta þœr stéttir fólks, sem ásamt sjómönnum skapa undir- stöðuna að afkomu allra ann- arra. Því er mál, að breyting verði, og ráðandi öflum skilj- ist, að þá mun þjóðinni bezt búnast, ef vel er hugsað um undirstöðuna. Og því þarf m. a. að búa bœndum þau kjör, að fólk laðist að landbúnaðinum, en fráfœlist hann ekki. Þ. Kjaramál bœnda Ryðvarnarstöð á Akureyri Qatl f tá Bréf fró Húsavík. Margt er skáldinu frá Djúpalæk vel gefið, og má líta á eftirfarandi vísu sem viðurkenningu frá minni hendi: Ljóðaþresti andinn ól undir vesturfjöllum, þar ef seztu á þagnarstól þegirðu bezt af öllum. Karl Sigtryggsson. P.s. Aftur á móti kveður Egill Jónasson þetta: Ritstjórar blekkja börn og flón. Búa til flekk, þó hafi ei séð ’ann. Kristján þekki ég það í sjón, að það er ekkert að gera með ‘ann. Enn þegja Kinnar-skáld. Með vinsemd. Húsavík í sept. ’63. Karl Sigtryggsson. Kvittun viðtakanda. Til Karls: Rýkur Vesturfjalla-fjúk, frjósa Ijóðsins elfur, lítið hjarta í litlum búk lítils þrastar skelfur. Til Egils: Horfir lágt úr háum stað hagyrðingur þekktur. Heilla vinur, hvað er að, hefur þú verið blekktur? Vinsaml. K. f. D. Gótur. Svo höldum við áfram að geta gátur: 1- Yndið Ijúfa auka réð ísa drjúga viður. Bezt þeir fljúga byrði með, sem bökum snúa niður. 2. Hver kemur fyrstur í kirkju- dyrnar? 3. Fögur situr á fálkabeð finnur brodd — af járni stinn, utan þakin augum með, innan mannabein og skinn. 4- Ein er snót með ekkert vamm, æðilangan hala dró, við hvert eitt spor, sem hún steig fram hennar rófan styttist mjó. 5- Áður var ég kjöti klædd og kynja-mjúk í liðum. En nú er ég utan böndum brædd °g býsna þung í sniðum. F°studagur 6. september 1963 6. Sá ég standa settan hal með sextán rósum, böndin þrjú á búki ljósum björguðu mér frá hungurglósum. 7. Tveimur á lofti verður veitt, veit ég þeir heita báðir eitt, ef annar matinn ei fær sinn, undir trú ég hann leggi hinn. 8. Margar erum við systur saman, svo er oss skipt í flokka smá, við ofurhita, sem ekki er gaman, allar koldökkar verðum þá, síðan muldar með tannatein, til okkar heyrist urr og vein. I 9. Ein er snót mér orðin kunn, afturmjó og vængjaþunn, gaddar standa gegnum munn, glímir hún oft við stálarunn. 10. Jarðarfylgsnum úr ég er aldrei fagurleitur, hefur ei nokkur not af mér nema ég sé heitur. Karlmannsnafn. 11. Heiti mitt er hringur lands, hef ég fáa nafna, en hálfu því í hildardans herkonungar safna. Ráðningar á bls. 7. Frá Náttúrulœkningafélaginu Akur- eyri: — Brauð og aðrar N.L.F.A.-vörur fást í Brekkugötu 7. í síðasta t.b. Verkamannsins var lítillega minnst á ryðvarnar- stöð, sem komið hefur verið upp í Reykjavík og notar nýtt efni, Tectyl, sem talið er vera það ör- uggasta, sem nú er þekkt. Spurt var í blaðinu: Hvenær kemur slík stöð á Akureyri? Sama dag og blaðið kom út, var hringt til okkar frá B.S.A. verkstæðinu hér í bæ, og okkur tj áð, að þar væri einmitt nýtekin til starfa slík stöð. Blaðið hefur nú lítillega kynnt sér þessa starfsemi og bygg- ist hún á notkun sama efnis og svipaðra tækja og syðra. Tectyl er segulmagnað efni, og hefur þann eiginleika að ryðja sér braut inn að málminum, en um leið ryður það öllu vatni frá. Það kæfir því alla ryðmyndun, sem kann að vera byrjuð, en hindrar myndun þess í nýmálmi. Til þess að hægt sé að ryðverj a málm er fyrsta skilyrðið að hreinsa hann sem allra bezt af öll- um óhreinindum og fitu. Til þess er notuð gufa og vatn, sem þrýst er gegnum öll holrúm og síðan þurrkað með heitu lofti. Eftir vandlega hreinsun er ryðvarnar- efninu sprautað með miklum þrýstingi, 100 punda loftþr. að dælu. Orfínum „spíssum“ er stungið inn í sílsa og önnur hol- rúm og allt úðað sem vandlegast. Sérstakri lyftu hefur verið komið fyrir á verkstæðinu, svo hægt sé að lyfta bílnum upp og komast sem bezt að honum. Tectyl er þunnur vökvi, sem líkist olíu en þornar og myndar ryðverjandi húð á málminn, sem sögð er end- ast lengi. Olíuverzlun íslands sér um dreifingu. Gylfi Hinriksson er umbm. firmans í Reykjavík. Mjög ber að fagna þessu og er það góð viðbót við þjónustu B.S.A. Ryðið herjar á alla málma og bifreiðar verða harðast úti, þótt mjög sé misjafnt eftir lands- hlutum. Akureyri er ekki verst að þessu leyti. B.S.A. lætur ryðverja alla nýja bíla, sem Fordumboðið selur hér ef kaupandi óskar, er það höfuð- nauðsyn og vænlegast til árangurs. Kvoðun sú, sem notuð hefur verið á bíla og líkist helzt biki, hefur viljað svíkja. Það ryðgar undir henni og svo flagnar hún frá. Þetta á ekki að koma fyrir með Tectyl. Við fengum að sjá verðlista yfir kostnað við það að ryðverja nokkrar tegundir bíla, nýja og gamla. 6 m. fólksb. nýr kr. 1775.00 ------- notaður — 2550.00 5 m. fólksb. nýr kr. 1650.00 ------- notaður — 2275.00 4. m. fólksb. nýr kr. 1525.00 notaður — 2000.00 í þessu gjaldi er innifalið eftir- lit þannig, að eftir 6 mánuði og síðan 12 mánuði er bíllinn yfir- farinn og ryðvörnin endurnýjuð ef þurfa þykir. Það mun góð fj ár- festing að láta Tectyl-sprauta bif- reið sína. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að kaup wið sláturg:erð er kr. 28,00 pr. klst. í dagvinnu. Verkalýðsfélagið Eining. Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.