Verkamaðurinn - 06.09.1963, Síða 7
Þau hafa mörg orðið slysin við aksfur drótfarvéla, og verður seint um of brýnt fyrir ökumönnum þeirra að gæta
allrar varúðar. Þegar þessi mynd var tekin „ló við slysi, en varð ekki af". — Fulltrúar á skógræktarþingi voru á
leið til Leyningshóla. Komu þeir þó að, þar sem dróttarvél hafði lent fram af allhóum bakka. Skógræktarmenn
hlupu til og með samstilltu ótaki lyftu þeir vélinni upp. Létt verk fyrir morgar hendur, en þær eru sjaldnast margar
til staðar, og svo er of seint að forða slysi, þegar vél hefur oltið og kramið eða drepið ökumann.
Vavandi síldveiði
Heildaraflinn í fyrri viku var
131.843 mál og tunnur fyrir norð-
an land og austan, og síldaraflinn
af þessu svæði í sumar orðinn
samtals 1.179.371 mál og tunnur.
Af aflanum hafði verið saltað í
443.447 tunnur, en það er mesta
söltun, sem um getur í sögu síld-
veiða íslendinga. í sumar hefur
RVEDJUR OG ÞAKKIR
Enn einu sinni hefur mér auðn-
azt að líta mitt kæra og fagra ætt-
arland — ísland.
Ég hef í unaði og gleði hrærzt
með vinum og ættfólki, sem hefur
veitt mér ríkulegar ánægjustundir
og auðsýnt mér hjartahlýju þessa
minningaríku daga, sem ég nú hef
dvalið á gamla „Fróni“. En ein-
hvern veginn hef ég það á tilfinn-
ingunni, að þessi verði mín síðasta
för heim til fjallanna fögru og vin-
anna heima. Ég flyt ykkur því öll-
um, og ættfólki mínu, hjartanleg-
ustu þakkir fyrir ógleymanlega
gestrisni og alúðlegar samveru-
stundir bæði fyrr og nú.
Alveg sérstaklega vil ég þakka
Flugfélagi Islands fyrir rausnar-
lega fyrirgreiðslu í þessari ferð
minni.
Guð og gæfan blessi land mitt
og þjóð.
Jónína Sœborg.
♦--------------------------♦
VÍSA VIKUNNAR
Mun ei soka dóðadrengi
dymbilvika hausts og snjóa.
Þó fölna taki fjöll og engi
finnur stakan græno skóga.
J. T.
♦--------------------------*
mest verið saltað á Seyðisfirði eða
á annað hundrað þúsund tunnur,
tvær söltunarstöðvanna þar hafa
saltað í yfir 20 þúsund tunnur
hvor.
Þrjú skip höfðu á laugardags-
kvöld aflað yfir 20 þúsund mál og
tunnur hvert. Það voru Sigurpáll
frá Garði 24825, Guðmundur
Þórðarson Reykjavík 22108 og
Sigurður Bjarnason Akureyri
20687.
í yfirstandandi viku hefur afli
verið góður fyrir Austfjörðum og
horfur á, að vikan verði bezta
aflavika sumarsins. Þrær eru víð-
ast fullar orðnar hjá verksmiðjum
eystra og söltun hefur verið stöðv-
uð, þar sem húið er að salta
nokkru meira en nægir til að upp-
í ráði er hjá Eimskipafélaginu
að taka upp reglubundnar strand-
ferðir. Upphaflega var m.s.
„Mánafoss“ ætlaður til þess að
bæta þjónustuna við ströndina,
þegar hann var keyptur á önd-
verðu þessu ári, en vegna mikilla
anna hefur skipið verið í milli-
landasiglingum fram að þessu og
þá aðallega annast flutninga frá
útlöndum beint til hafna úti á
landi. Nú hefur áætlun verið gerð
um strandferðir skipsins fram til
ársloka og þegar reynsla er feng-
in, verður frekari ákvörðun íekin
um það, hvernig siglingum verður
hagað eftir það.
Ferðir m.s. „Mánafoss“, sem
hefjast samkvæmt áðurnefndri
áætlun hinn 19. október, verða á
þriggja vikna fresti frá Reykjavík
til ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglu-
fjarðar, Akureyrar og Húsavíkur,
og ef til vill fleiri hafna þ. á m.
fylla alla sölusamninga. Síldar-
verksmiðjur ríkisins hafa eitthvað
af skipum í förum, sem flytja síld
frá Seyðisfirði til Siglufjarðar.
Svo illa vildi til, að verksmiðjurn-
ar á Hjalteyri og í Krossanesi voru
búnar að sleppa þeim flutninga-
skipum, sem þær höfðu á leigu í
sumar. Munu þessar verksmiðjur
því lítils góðs njóta af síldinni
eystra.
Heyrzt hefur, að heimsmarkaðs-
verð á síldarlýsi hafi farið mjög
hækkandi í sumar, þannig að
þriðjungshækkun eða meira hafi
orðið frá því flestar verksmiðjurn-
ar hér gerðu sölusamninga í vor.
Talið er þó, að Síldarverksmiðjur
ríkisins sleppi betur en aðrir í
þessum efnum.
Austfjarðahafna, ef nægur flutn-
ingur er fyrir hendi og eftir því
sem aðstæður leyfa.
Eimskipafélagið væntir góðra
undirtekta landsmanna við þessu
tillagi til bættrar þjónustu við
hafnir úti á landi.
(Frétt frá Eimskip).
Nýr prestur og nýr
organisti
Sr. Björn H. Jónsson hefur ver-
ið settur prestur í Húsavíkurkaup-
stað og tók við því starfi um síð-
ustu mánaðamót.
Þá hefur Reynir Jónasson frá
Helgastöðum í Reykjadal verið
ráðinn organisti við Húsavíkur-
kirkju og flytur til kaupstaðarins í
haust. Reynir er fjölhæfur hljóm-
listamaður og mun leggja stund á
kennslu tónmenntar í Húsavík.
flegluleiHir strandferðir Eimshim
Verkamaðurinn
ÚREIT FYRIRKOHULAG
Sexmannanefndin svokallaða,
sem leggja á grundvöll að verð-
lagningu landbúnaðarvara, hefur
nú starfað um allmörg ár, við
mismunandi vinsældir beggja að-
ila. Enn er hún setzt á rökstóla til
að endurskoða fyrri grundvallar-
reglur.
Fyrirkomulag þetta, samkomu-
lag milli neytenda og framleiðenda
landbúnaðarafurða um verðlagn-
ingu, átti sér á sínum tíma eðli-
legar forsendur og reyndist á ýms-
an hátt ekki illa, enda þótt svo hafi
verið með það sem margt fleira,
að það hafði alltaf vissa vankanta
og var aldrei fyllilega réttlátt.
Þegar þessu fyrirkomulagi var
komið á og síðan allt til þess tíma,
að „viðreisn“ hófst í voru landi,
var í gildi svonefnt vísitölukerfi.
Kaup launþega hækkaði í sam-
ræmi við vísitölu framfærslukostn-
aðar, sem raunar var þó alltaf, því
miður, meira og minna fölsuð.
Með starfsgrundvelli sexmanna-
nefndarinnar voru kjör bænda
óbeint tengd þessu vísitölukerfi
svo sem réttmætt var.
En „viðreisnarstjórnin“ afnam
vísitöluna. Með því var einnig
kippt burtu því, sem íengdi saman
kjör bænda og launþega. Því hefði
verið eðlilegt og rétt, að sex-
manna-nefndin hefði um leið horf-
ið úr sögunni. Hennar hlutverki
var raunverulega lokið. Samt hef-
ur nefndin verið látin tóra, illu
heilli.
Fyrst ríkisvaldið ekki hefur af-
numið þetta fyrirkomulag, ættu
nefndarmennirnir nú að segja af
sér störfum, nema ríkisvaldið
vilji auka verksvið nefndarinnar,
sem vissulega væri athugandi,
þannig, að nefndinni yrði falið að
semja við bændur um verð á fram-
leiðsluvörum og semja við verka-
fólk um laun þess.
Hitt er ófært fyrirkomulag
orðið, að fámenn nefnd ákveði
einhliða verð landbúnaðarafurða.
Sýning
Helga M. S. Bergmann listmálara.
SKOPMYNDIR — MÁLVERK
Opnuð á Hótel K.E.A. laugard. 7. þ. m. kl. 2,
Opið til kl. 11.
Listamaðurinn mun gera teikningar af gestum
sem þess óska.
fyrst stóra kussa vill lofa mér að sjúga sig þá nota ég mér það.