Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 6
Siglt tneð þýihum út Eyjufjörð SKRJÁF í SKRÆÐUM ÍWE- - -----------'i Já, haustið er að koma, því miður. Það eru aðeins fóir dagar til stefnu. Fyrstu gangnamannaflokKarnir fara oð búa sig á heiðarnar. Hlustum því Q gangnavísur og gangnarabb. Styttist leiðin, frjáls og frí færist leiðin innar. Blærinn seiðir okkur I arma heiðarinnar. Asgrímur Kristinsson. Jón Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi 1 Vatnsdal, mun lengst hafa farið I göngur á Grímstunguheiði og stjórnað Þeim, af þeim mönnum, sem núlif- andi menn muna. — Hann fór I 9öngur 54 haust samfleytt og var nær 40 haust gangnaforingi. — Þegar Jón fór I göngur fimmtugasta haustið (1924) hélt hann veizlu I Bríkar- hvammi (á heiði fram). Voru þá nótt allir gangnamenn af Grímstunguheiði °g Haukagilsheiði þar saman komnir, 35 að tölu, I tilefni af afmælinu. — Þetta hóf I Bríkarhvammi var óvenju- (egt fyrirbæri I göngum og því minnis- stætt mörgum. Var mikill gleðskapur °9 drykkur góður, ræður haldnar, sungið og kveðið. Var Jón góður kvæðamaður og hafði yndi af kveð- skap. Karl Friðriksson brúarsmiður var þar góður félagi og lagði drjúgan hlut fil skemmtunarinnar. Hann kvað: Hornaskvaldur hressir drótt, hrekur kalda úr sinni. Við skulum halda hér I nótt hálfrar aldar minni. Þá lét Valdimar Benonýsson skáld- ^ákinn renna I tilefni þessa nýstárlega Qfmælis Jóns. Orti hann langa drápu Þl afmælisbarnsins, en einnig lausa- v'sur. Hér er ein: Jón við tjöld I leitum lá lengst með völd í hendi, meðan öldin hálfa hjá haustsins kvöldum renndi. afmælisdrápu Valdimars: Fjallasveitin fer af stað, fráleiks neytir kyngæðinga, smalar reitinn ofan að efstu leitum Borgfirðinga. Rís sem svipur hulduheims hnjúkum skipuð fjallaborgin, smíðisgripur íss og eims, ölduklipin lækjar-torgin. 0g; Sézt í flokka sauðastóð saman brokka vindi hrifið, gárast lokka fannhvitt flóð frelsisþokka gulli drifið. 0g að lokum snilldarvísa eftir Stephan r* •> um sauðféð I fjallasælu: Kvika um einstig Ijósar línur, Hða um skarðið hvltar hjarðir. Og við lindir upp um rinda, 'ðar dreif af björtum reifum. Heimild: Göngur og réttir II. ^éstudagur 16. ágúst 1963 Laugardagurinn síðasti ágúst I 1963. Klukkan níu að morgni dags. Bílar streyma niður að ytri Torfunefsbryggjunni og fjöldi gangandi fólks. Við bryggjuna liggur óvenjulegur farkostur á þessara tíma vísu, seglskipið Gorch Foch, skólaskip vestur- þýzkra væntanlegra sjóliðsfor- ingja. Skipið er að kveðja og sigla úr höfn eftir fjögurra daga dvöl við TorfunefiS. Fallegt skip og Þor loko oieon húsom Framhald af 4. síðu. matkista góð, en einangrun mikil. Auðnin ræður þar nú ríkjum. Ein af hlunnindum þessarar umræddu sveitar er trjáreki mik- ill og góður. Var hann nýttur vel og eigi tif sparað viða í hús, enda gátu torfþökin orðið þung í votviðrunum. Nú er bæði, að mannafla skortir til nýtingar hans, og að reki fer minnkandi yfirleitt. Þó munu lengi sjást merki þeirrar skemmtilegu iðju, „að ganga rekann“. KomiS gat fyrir, að fleira bærist á fjöru, en birki, reyniviður eða selja. Til þess bendir eftirfarandi staka, kveðin í þorrabyrjun Finnst þér ekki fjör þitt bála — færa úr læðing hjarta- slög treg. — Dóttir kaldra Atl- antsála — ó, hvað þú ert nota- leg- Við höfum nú ekið gegnum út- kjálkasveit þessa og haft af henni skyndisýn, svo sem oft vill verða á hraðri för. En eftir að vegasamband komst á frá Þórs- höfn austur um Strönd yfir Sandvíkurheiði til Vopnafjarðar og þaðan upp á þjóðveginn um Hólsfjöll, er. þetta skemmtileg leið, og nýjar leiðir freista skjótt vaxandi ferðamannastraums. Bajunum fækkar, sauðfjár- rækt freistar færri og færri barna svtitanna. Tekjur bænda eru um 40 þúsund á ári hér austur frá, og það jaðrar við skort. Menn ganga frá jörðum sínum óseljan- legum, en kannske getur þorpið á Bakkafirði bjargað NorSur- strönd. A þessari för höfum við lítt haft kynni af þeim hundrað og fimmtíu sálum, sem enn byggja útskaga þennan. Þeim fækkar, sem þrauka, og fríðan hóp og mannvænlegan hefur gamla Norðurströnd fóstrað öðrum héruðum til ágætis, en þó einkum höfuðborginni, Reykja- vík. Hér vex upp kjarnafólk, sem í eSli sínu er trútt þessum stað, og það tekur í viðkvæman streng að loka húsi sínu og halda á brott. En sú er þróunin. K. forvitnilegt til athugunar fyrir unga menn. Seglskip heyra til liðnum tíma, en eins og með svo margt, sem er liðins tíma, er eitt- hvað heillandi við þau, einhverjir töfrar, sem erfitt er að skilgreina. Og aldrei verða vélskipin jafnfög- ur og tíguleg og sú gnoð, sem svífur seglum þöndum. Akureyringar hafa fjölmennt niður á bryggju til að sjá þennan fagra farkost sigla út úr höfninni. Kannske verður það fyrir mörg- um í síðasta sinni, sem þeir sjá stórt seglskip. Síðustu sjóliðarnir hverfa af hryggjunni um borð. Nokkrir fréttamenn halda einnig upp land- ganginn, þeim hefur verið boðið að sigla með út á móts viS Hrísey. Með í för eru einnig bæj arfógetinn á Akureyri og forseti bæjarstjórn- arinnar, konsúll þýzkra og am- bassador þeirra á íslandi og enn fáeinir gestir. Allir eru komnir um borð. Landfestar eru leystar. Landgang- ur upp tekinn. Klukkan er níu. Þjóðverjar eru nákvæmir í tíma- setningu sem öðru. A þilfari standa raðir sjóliða og bíða fyrir- skipana. í lyftingu standa yfir- menn, fjórir dátar við stýrishjólin miklu, einn við vélsímann, og nokkrir fleiri, sem þar hafa ein- hverjum skyldustörfum að gegna. Hans Freiher von Stackelberg sjóliðsforingi stendur með kall- pípu mikla og ber að vörum sér. Hann hrópar fyrirskipanir sterk- um rómi. Allir taka til starfa á sama augnabliki og skipun til þeirra er kölluð. Minni spámenn standa eða hlaupa annars staðar á skipinu og kalla einnig fyrirskip- anir eða endurtaka þær, sem for- inginn hefur áSur kallað. Þetta eru mikil hróp, mikil köll, mikill hávaði. En hver gegnir sínu hlut- verki og vinnur vel. Þótt stúdentar þessir hafi aðeins verið mánuð um borð, hafa þeir greinilega þeg- ar lært nokkuð og þjálfast vel. Ofeimnir klífa þeir reiða og hlaupa eftir rám, leysa segl og hagræða, strengja kaðla, leysa og festa ýmist einir eða með sam- einuðu átaki margra. Allir eiga þeir einn draum öðrum framar: að mega standa í lyftingu og beita röddinni, skipa fyrir, eins og von Stackelberg. Suma dreymir jafn- vel svo hátt, að komast yfir öskur- Léreftstuskur hreinar og góðar kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. stigið, þurfa aðeins að kalla stöku sinnum svo sem til að halda sér í æfingu eins og Capitan von Witz- endorf. Og þeir bjartsýnustu kalla jafnvel fram í hugann mynd af sjálfum sér, þar sem þeir þyrftu aðeins að standa og horfa á eða gefa yfirmönnum stuttorðar skip- anir eins og Commandant Hans Engel. Unga menn dreymir alltaf dagdrauma. Stúdentarnir, nemendurnir, hin- ir verðandi sjóliðsforingjar eru prúðir og hæverskir, ganga hljóð- ir en ákveðnir til starfa. Á götum Akureyrar voru þeir til fyrirmynd- ar, báru af öðrum dátum, sem hér hafa verið á ferð. En þeir ætla að gera hermennsku að atvinnu sinni. UndirritaSur á þá ósk bezta þeim til handa, þjóð þeirra og öllum þjóðum, að þeir verði sem fyrst atvinnulausir, og hljóti að snúa að störfum mannkyni til heilla. Þann dag, sem allir hermenn verða at- vinnulausir, margfaldast fegurS heimsins. Seglum öllum var tjaldaS og sigling hafin út EyjafjörS. Sunnan andvari fleytti hinum snotra far- kosti nokkuð út fyrir Oddeyrina. En síðan var logn. Stopp. Það varð að grípa til vélarinnar, svo aS ferðinni miðaði nokkuð áfram. Þegar nálgaðist Hrísey voru segl aftur upp sett, þótt enn væri logn. En ástæðan var sú, að þýzkir sjónvarpsmenn komu á Hríseyjar- ferjunni til móts við skipið og skyldu mynda siglinguna. Var þá skemmtilegra að hafa seglin uppi. Gestir þýzkra yfirgáfu nú skipið, stigu um borð í ferjubátinn og voru fluttir til lands á Dalvík, en þaðan í bíl til Akureyrar. Skólaskipið hélt áfram ferð sinni. Næst skyldi farið til Þórs- hafnar í Færeyjum og þaðan til Edinborgar. Tignarlegasti farkost- ur, sem lengi hefur heimsótt Akur- eyri, hafði kvatt, skip, sem gegnir hlutverki, er ekki samrýmist feg- urð þess. Því fegurð og her- mennska eiga ekki samleið, þótt hernaðarþjóðir hafi löngum reynt að telja ungum sveinum trú um slíkt. Að vísu sáust ekki byssur né önnur drápstæki um borð í skútu þessari, eyðilögðu ekki svip hennar, en tilgangurinn með rekstri hennar og kennslu ung- menna þar um borð er, að gera þá hæfari til að stýra manndráps- tækjum, því miður. Kringsjó vikunnar Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnuðag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 536 — 131 — 356 — 223 — 201. B. S. MessaS í LögmannshlíSarkirkju kl. 2 e. h. á sunnud. Sálmar: nr. 18 — 318 — 356 — 208 — 97. Bílferð úr Glerár- hverfi yztu leiðina til kirkju. P. S. Þau börn, sem geta selt Æskulýðs- blaðið, eru beðin um að koma í kap- elluna kl. 5 e. h. á laugardaginn. BrúShjón. Laugardaginn 31. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú María Margrét Árnadóttir og Vébjörn Eggertsson raf- virki. Heimili þeirra verður að Eyrar- vegi 4 Akureyri. Sunnudaginn 1. sept- ember voru gefin saman í hjónaband í Akurqyrarkirkju ungfrú Helga Breið- fjörð Oskarsdóttir hjúkrunarnemi og Sigurhjörtur Jónsson sjómaður. Heim- ili þeirra verður að Hnífsdalsvegi 8, ísafirði. AmtsbókasafniS er opið alla virka daga kl. 4—7 e. h. VerkalýSsjélagiS Eining efnir til berjaferðar um næstu helgi. Sjáið nán- ar auglýsingu í blaðinu í dag. NonnahúsiS er opið fyrst um sinn frá kl. 2—4 alla daga nema mánudaga. Sími húsvarðar 2777. BerjaferS. — Iðja, félag verksmiðju- fólks, er að undirbúa berjaferð sunnu- daginn 15. september. Verður nánar auglýst í næsta blaði. Hjónaband. — Nýlega voru gefin saman í Reykjavík ungfrú Hallveig Thorlacius hagfræðinemi frá Reykja- vík og Ragnar Amalds alþingismaður, Siglufirði. BlaSadreijing. — Afgreiðslumann Þjóðviljans vantar nokkur böm eða unglinga til starfa við dreifingu blaðs- ins. Upplýsingar í síma 2714. Ráðningar á gátum, bls. 3. 1. Skautar. 2. Lykillinn. 3. Fingurbjörg. 4. Saumnálin. 5. Sauðarvalan. 6. Askurinn. 7. Kláfarnir. 8. Kaffibaunir. 9. Sporreka. 10. Mörinn. 11. Hafliði. Þ. Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.