Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.09.1963, Blaðsíða 1
Verkamaðurinn Veriur Alþýöubandalagið byggt um sem stjórnmdlallohhur d nœsta vetri? Frá Höfn við Bakkafjörð. Víkingur og Bliki liggja við kantinn. Ólafsvikur Kalli er kokkur á Víkingi. Utar síldveiðiskip, sem biða losunar. Fullar sildar- tunnur í röðum bíða skips. — Sjá opnu. Eins og öllum er kunnugt, er Alþýðubandalagið ekki stjórn- málaflokkur í þess orðs venjulegu merkingu, heldur aðeins kosn- ingasamtök vinstri manna, upp- haflega myndað af Sósíalista- flokknum og Málfundafélagi jafn- aðarmanna í Reykjavík með stuðningi óflokksbundinna manna víðsvegar um land. Við síðustu kosningar naut Alþýðubandalagið og stuðnings mikils hluta Þjóð- varnarflokksins. Lengi hefur mönnum verið ljóst, að slíkum kosningasamtökum er erfitt að halda gangandi lengi, nema þau séu fastar mótuð en Al- þýðubandalagið hefur verið, og sífellt hafa orðið háværari raddir bæði innan Sósíalistaflokksins og meðal Málfundafélagsmanna, og upp á síðkastið einnig meðal Þjóðvarnarmanna, sem hafa talið rétt og sjálfsagt, að áframhaldið yrði á þann veg, að Alþýðubanda- lagið yrði byggt upp sem stjórn- málaflokkur, þar sem allir þeir, sem stutt hafa það eða vilja styðja í framtíðinni, geti sameinast í einum flokki, lýðræðislega upp- byggðum, þannig að hver og einn hafi aðstöðu til að hafa áhrif á störf þess og stefnu. Um þessar mundir standa yfir athuganir á þessu máli í ríkari mæli en áður hefur verið, og hef- ur víða komið fram, að almennur áhugi ríkir fyrir þessu máli. At- huganir þær, sem nú fara fram byggjast á eftirfarandi viljayfir- lýsingu síðasta flokksþings Sósíal- istafl., sem haldið var s.l. haust. „Flokksþingið felur miðstjórn- inni að kanna sérstaklega við sósíalistiska samherja okkar í Alþýðubandalaginu möguleika á því að sameina alla þá sósíal- ista, sem nú eru í Sósíalista- flokknum, og aðra íslenzka sós- íalista í einum marxistiskum flokki Á f lokksstj órnarfundi Sósíal- istaflokksins í haust verður nánar fjallað um þessi mál, og þar munu væntanlega liggja fyrir niðurstöð- ur af viðræðum við bandamenn Sósíalistaflokksins í Alþýðu- bandalaginu.. Kynni þá svo að fara, að veturinn yrði notaður til að stofnsetja og byggja upp nýjan stj órnmálaflokk, — fj öldaflokk vinstri manna, — sennilega undir nafninu Alþýðubandalag. Alþýðusamband Norðurlands boðar til 8. þings síns. GOÐIJR GESTUR Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands hefur fyrir nokkru ákveðið, að 8. þing sambandsins verði haldið á Akureyri um fyrstu helgina í október. Mun þingið hefjast á laugardag og væntanlega Ijúka á sunnudagskvöld. Þingtím- inn er sérstaklega valinn með það í huga, að kaup- og kjarasamning- ar flestra sambandsfélaganna falla úr gildi þann 15. október. Er því mikil þörf áþví, að fulltrúar félag- anna komi saman til að ræða hvað gera skuli og samræma aðgerðir sínar. Aðalmálin á dagskrá þessa þings verða þess vegna kjaramál- in svo og skipulag verkalýðssam- takanna, en svo sem flestum mun kunnugt eru á döfinni allvíðtækar breytingar á skipulagi samtak- anna. Einnig verður fjallað um atvinnumál á sambandssvæðinu, orlofsheimili alþýðusamtakanna á Norðurlandi og fleiri mál. Um kosningu fulltrúa á þing Al- þýðusambands Norðurlands gilda sömu reglur og um kosningu full- trúa á þing A.S.Í. Forseti Alþýðusambands Norð- urlands er Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Akureyr- ar, og hefur hann verið forseti sambandsins alla tíð frá stofnun þess, 1946. Helgi M. S. Bergmann, hinn hugkvæmi og snjalli skopteiknari er kominn hingað til Akureyrar með sýningu. Þar gefur að líta 100 myndir af þekktum persón- um séðum með auga listamanns- ins, enn fremur vatnslitamyndir. Listamaðurinn mun einnig teikna myndir af gestum ef þeir óska og er verði stillt í hóf. Helgi hefur verið með sýningar á Vestfjörðum í sumar og hlotið góða aðsókn. Sýningin verður opnuð á Hótel K.E.A. á morgun, laugard. kl. 2 og og verður opin til kl. 11 þann dag og næstu daga. Akureyringar eru hvattir til að sjá þessa sýningu. Skopskyn er góður eðlisþáttur. Það léttir okkur lífið. Gaman er einnig að sjá hvað ókunnur lista- maður sér í svip okkar og sálar- lífi. Þannig lítur Óli blaSosali út ■ augum listamannsins Helga M. S. Bergmann. Island — E]ng:land Á morgun fer fram í Reykjavík knattspyrnukeppni, sem margir munu hafa áhuga á. Landslið ís- lendinga keppir við Breta og mun þorskastríðið smástríð hjá þessu. Flugfélag íslands hefur boðið okk- ur upp á lækkun mikla á fargjöld- um suður og heim, til að sjá leik- limbrtt 09 þjójnöðir il Akureyri Dátarnir klífa reiða og rár. — Sjá grein á bls. 7. Aðfaranótt s.l. miðvikudags var brotizt inn í Plastverksmiðjuna á Oddeyrartanga og stolið þar um- slagi með tólf þúsund krónum í. Af sérstökum ástæðum lá þetta fé þarna á borði undir glugga, var hann brotinn og umslagið hirt með öllu saman. Einnig var brotist inn í Nýju- Efnalaugina í Lundargötu 1 og stolið einhverju af smámynt og notuðum frakka. Losaður var fleki, sem settur hafði verið fyrir brotinn glugga til bráðabirgða, og þannig komist inn. Lögreglan hefur þessi mál til rannsóknar. Sömu nótt var maður á ferli um bæinn og hafði áhuga fyrir bíl- hjólum. Hann náði tveim hjólum undan ónothæfum bíl úti á Gleráreyrum og tveim undan bíl inn hjá Gróðr- arstöð. Þetta mál upplýsti lögregl- an daginn eftir, og var utanbæjar- maður að verki. inn, sem hefst kl. 4. Er það nánar auglýst í blaðinu. Athygli skal vakin á því, að Akureyringur skipar eina þýðing- armestu stöðu í liði íslending- anna, þ. e. Jón Stefánsson mið- framvörður. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ eftirlitsmaður með vinveiting- um sé flest kvöld til staðar á Hótel KEA, en engjnn slíkur sjáist í Sjálfstæðishúsinu. AÐ enn hafi enginn fundizt, er taka vilji á leigu húsnæði það, er Kjörver hafði. AÐ meðan þýzka skólaskipið lá við bryggju á Akureyri hafi bæjarstjórninni verið boðið til veizlu um borð, nema fulltrú- um Alþýðubandalagsins. AÐ þegar sama skip kom til hafnar í Harstad í Noregi hafi enginn maður sézt á bryggju.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.