Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.03.1964, Síða 4

Verkamaðurinn - 06.03.1964, Síða 4
Vakri-skjóni, Fátækt íylgi- kona og Milton íslenzkra Sigurður Stefónsson, vígslubiskup: JÓN ÞORLÁKSSON þjóðskóld Islendinga. Æfisaga. Almenna bókafélagið. Fyrir jólin síðustu var aug- lýst ný bók, og nafn hennar hljómaði kxmnuglegar í eyrum fólks á íslandi en flest önnur bókarheiti, sem kváðu við í út- varpi á hverjum degi. Jón Þor- láksson á Bægisá er eitt þeirra nafna, sem heita má að hvert mannsbarn á íslandi kannist við, eftir að það er komið til vits og ára, Vakri-Skjóni hans verður kunningi flestra ís- lenzkra barna, um leið og skóla- ganga er hafin, og sumra fyrr, þótt margt þyki nú glatast fornra minna. Og Fátækt fylgi- kona hans gengur enn manna á milli eins og húsgangur, þótt nú þekkist vart lengur sú fátækt, sem þá var um kveðið. Á ungl- ingsárum mínum voru þeir mér hliðstæður Jón Þorláksson og Páll Olafsson, Vakri-Skjóni Jóns og Löpp Páls. Leirgerðarkvæði Jóns og Skaftavísur Páls. Báðir voru þeir hin elskulegu náttúr- unnarböm, sem nutu hversdags- ins, hötuðu af einlægu hjarta, þar sem það átti við, og svöluðu því hjarta með óþveginni tján- ingu í andstöðu, en unaðslegum ómum í umsvifum daglegs lífs. Tveir skáldbræður, hvor á sínu landshorni, fátækir að verald- arfjármunum, en auðugir í and- anum og ósínkir veitendur þeirra auðæfa á báðar hendur til þess fólks, sem var þeim skyldast í viðhorfum til dag- legrar annar. Ég er ekki frá því, að mikill hluti alþýðufólks á íslandi hafi allt til þessa litið á Jón Þorláks- son fyrst og fremst sem alþýðu- skáldið, sem í krafti snilldar sinnar varð um leið þjóðskáld. Lærðir menn hafa alla tíð vitað betur. Þeir hafa vitað að Jón var brautryðjandi nýs tíma í hókmenntum þj óðarinnar. En það hefur legið meir í þagnar- gildi en verðugt er, og má vera, að ástæðan sé sú, að enn hafa fræðimenn kinokað sér við að leiða fram í dagsljósið, hvílík áhrif Jón Þorláksson hefur haft á stórskáld öndverðrar 19. ald- ar hér á landi. í þessari nýju bók, sem þjón- andi prestur hins forna Bægis- árprestakalls, séra Sigurður Stefánsson, vígslubiskup á Möðruvöllum, hefur ritað um þennan ódauðlega forvera sinn, er ekki leyst það verkefni að rekja áhrifaferil Jóns, enda bók- in ekki rituð með það ,mark fyrir augum. En að bókinni er mikill fengur. Hún vekur athygli almennings á þjóðskáldinu, dramatískum lífsferli þess og bókmenntalegum afrekum og hver þörf er frekari rannsókna í þeim efnum. Hún bætir miklu við það, sem fólk almennt veit um þá fjölþættu lífsreynslu, sem mætt hafði séra Jóni áður en hann gerðist prestur á Bæg- isá. Margrét Bogadóttir, kona hans, verður manni minnis- stæður persónuleiki. Búskapur þjóðskáldsins inn til dala á Fellsströnd stendur manni ljós- lifandi fyrir hugarsjónum, og árekstrarnir milli þeirra hjóna út af tengslum hennar við bú- skapinn er átakanlegur harm- leikur. Þeir kaflar bókarinnar, sem um þetta fjalla, eru bezt skrifaðir, atburðarásin nýtur sín þar í látlausum umbúðum frásagnarinnar. I bókinni er mikinn fróðleik að finna um ættfræði og atburði í héruðum og það svo mikinn, að víða truflar hann heildarsvip bókarinnar. Ættartölurnar bera vott um mikla aðdrætti til rits- ins, en eru víða alltof fyrirferð- armiklar, ekki aðeins þar sem mikið er rakið umhverfis vini Jóns, heldur einnig hvað honum sjálfum viðkemur. Þá er oft seilzt til atburða viðkomandi aukaper|sóna frásagnarinnar. Þar er að vísu margt, sem skemmtun getur verið að lesa út af fyrir sig, einkum þeim, sem grúska í þjóðsagnafræðum, en æfisaga Jóns Þorlákssonar nýtur sín ekki eins vel fyrir vik- ið. Sterkasta hlið frásagnarinn- ar er ást höfundar á viðfangs- efninu og snilld og persónuleika Jóns Þorlákssonar, en stundum getur sú ást þó stigið svo hátt, að hátíðleiki og viðkvæmni spilli frásögninni. Höfundur metur það að verð- leikum, að þýðji ngar Jóns á höfuðritum erlendra stórskálda eru ekki aðeins hátindur verka hans, heldur einnig verk, sem er upphaf nýs tíma í bókmennt- um þjóðarinnar, og enn ókann- að, hve víða liggja áhrif frá þeim þýðingum og raunar öðr um verkum Jóns. Þetta er áður vitað, og aðrir hafa fyrr vikið orðum að þessari staðreynd. En bók séra Sigurðar Stefánssonar leggur aukinn þunga á menn- ingarlega nauðsyn gagngerðar rannsóknar í þessari grein. Það er eins og fræðimenn okkar hafi verið hér ragir við. Orsökin gæti verið sú, að þeir telja sér og þjóð sinni það nokkuð við- kvæmt mál, ef sú yrði reyndin á, að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, hefði sótt allmik- ið til fyrirrennara og hann dæmdist ekki lengur sem braut- ryðjandi nýrrar kliðmýktar í íslenzkri ljóðagerð, heldur hefðu þeir strengir áður verið slegnir og hann átt sína fyrir- mynd um strengjagripin. En það er ekki orðið neitt leyndar- mál, að víða finnast fyrirmyndir Jónasar í ljóðum Jóns Þorláks- sonar, þótt ekki hafi rannsókn þess enn verið gerð þau skil sem skyldi. En það þarf víðar að athuga um áhrif frá Jóni en í kveð- skap Jónasar. Séra Sigurður bendir á skyldleika við Jón í tilþrifum Matthíasar Jochums- sonar, en ekki er kannað, hvort það muni af rótum andlegs skyld leika eins samans eða bein áhrif frá kvæðum Jóns. Alla tíð fram til okkar daga gæti maður með fullum rétti spurt, hvort þetta kvæðið eða hitt hefði orðið til eða að hve miklu leyti með öðrum blæ, hefði höfundurinn ekki verið kunnur kvæðum Jóns Þorlákssonar. Tökum til dæmis kattarkvæði Jóns Helgasonar og fleiri í þeim dúr. En fyrst og fremst bæri að atliuga, hvern þátt fordæmi Jóns Þorlákssonar hefði átt í þýðingu Hómers- kvæða eftir Sveinbjörn Egilsson og hvar finna mætti tengsl á milli þessara snillinga í orða- vali og málsmeðferð. Þýðing Sveinbjarnar er á hvers manns vörum sem snilldarverk, en þýð- ingar Jóns heyrast vart nefndar nema í hópi hinna lærðustu og hafa víst aldrei birzt í sérstakri bók. Útgáfa á þýðingum hans mætti ekki dragast lengur, ef forðast á menningarlega hneisu. Og þótt sú bók næði aldrei al- þýðuhylli í sama mætti og Hómersþýðingar Sveinbjarnar, þá þyrfti það ekki að vera af þeim sökum, að þær stæðu að baki að listrænu gildi, heldur einfaldlega af því, að grísk forn- menning er betur við hæfi al- mennings á íslandi en kynjatrú kristinnar miðaldakirkju. Séra Sigurður Stefánsson hef- ur frætt okkur um persónuleika og lífsskeið Jóns Þorlákssonar, og alúð hans við verkið skín af hverri blaðsíðu. Fyrir það ber honum þakkir. Og þó á hann enn meiri þakkir skildar fyrir það, að hann hefur minnt okkur á það í hógværri hreinskilni, að það er ekki sæmilegt íslenzk- um bókfræðum, að verkum Jóns Þorlákssonar sé ekki meiri sómi sýndur en verið hefur. Gunnar Benediktsson. ATH. — Grein þessi birtist í Þjóðviljanum 5. marz sl. Vegna kosta hennar og viðfangsefnis, leyfir Verkamaðurinn sér að birta hana. Vonar að höfundur fyrirgefi bessaleyfið. — Ritstj. Svcfapokar NÝJASTA TÍZKA — MJÖG GÓÐ FERMINGARGJÖF JARN OG GLERVÖRUDEILD LElKFELAd ÁKURELRAR: n Góðir eiginmenn ff • • Það var reyndar farið að hafa það í flimtingum, að Leikfélag Akureyrar væri dautt. Það hefði ekki þolað þær hressilegu hræring ar í leiklistarlífinu, sem gert hafa vart við sig í nágrannasveitum í vetur, og Þrettándakvöld hefði orðið síðasta vers. Sem betur fer hefur þetta reynzt marklaus frétt. Á þriðjudagskvöldið frum- sýndi félagið gamanleik þann, sem nefnist Góðir eiginmenn sofa heima. Höfundur leiksins er Walter Ellis, þýðandi Inga Lax- ness, leikstj óri Jóhann Ögmunds- son. Þetta er gamanleikur og annað ekki, boðskap hefur hann engan að færa og verður vart kenndur við áróður. En fólk brosir, hlær, jafnvel skellihlær á meðan það horfir á. Sá mun líka vera tilgang- urinn, og hann næst býsna vel á sýningunum hjá leikfélaginu. Leikendur eru alls 10 og flestir gamalkunnir af sviði Samkomu- stærsta hlutverkið, og er greini- lega réttur maður á réttum stað. Hann leikur fjármálamann, einn af þeirri stétt, sem nú er fræg orðin hér á landi að ýmsu mis- jöfnu. Höfundur leiksins tekur mildilega á stéttinni og í meðför- um Eggerts verður fjármálamað- urinn ósköp elskulegur, þótt gall- arnir leynist heldur ekki. Eggert er alltaf skemmtilegur á sviðinu og verður sjaldan fóta- eða orða- skortur. Ragnheiður Júlíusdóttir leikur konu fjármálamannsins. Hún fer snoturlega með hlutverkið, sem gerir allmiklar kröfur. Olafur Axelsson leikur upp- finningamann. í þetta hlutverk hefði þurft að fá eldri eða a. m. k. fullorðinslegri mann. Ekki þar fyrir, að Ólafur stendur sig nokk- uð vel. En hann getur aldrei orð- ið sannfærandi í þessu hlutverki. Júlíus Oddsson leikur veitinga- hússins. Eggert Ólafsson fer með|mann. Hann er dálítið yfirdrifinn á köflum, en almennt góður og gerfið gott. Þórey Aðalsteinsdóttir fer með lítið hlutverk rithöfuhdar, og gerir því þokkaleg skil. Jón Ingimarsson leikur lækni, binn mesta furðufugl. Ekki verð- ur sagt, að höfundur leiksins auki á virðingu læknastéttarinnar með þessari kúnstugu útgáfu, en Jón skapar þarna skemmtilega týpu. Leikstjórinn, Jóhann Ögmunds- son, leikur hr. X. Skemmtilegt gerfi, og ný en góð útgáfa af Jóhanni. Vilhelmína Sigurðardóttir leik- ur þjónustustúlku og Hlín Dan- íelsdóttir filmstjörnu. Komast báðar sómasamlega frá því. Loks er að geta Árna Böðvarssonar, sem leikur þjón af miklum ágæt- um. Þetta er sem sagt gott. Og inni- haldið er ekkert. En hlátur í tvo og hálfan tíma er nokkurs virði. Þ. 4) Varkamaffurinn Föstudagur 6. marz 1964.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.