Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 13.03.1964, Blaðsíða 8
Idun íjrir 7 stunda vínnudag eíga no ncegja til lífslramfæris - JÚyktun frd IDjll, félagí wksiniojufólks - Verkamaðurimi Á stjórnarfundi Iðju, félags verksmiðjufólks, sem haldinn var þ. 1J. var eftirfarandi samþykkt gjörð, með öllum atkvæðum: „Stjórnarfundur, haldinn í Iðju, félagi verksmiðj ufólks, Ak- ureyri, þann 11. marz 1964, mót- mælir harðlega þeim stórfelldu verðlagshækkunum á lífsnauð- synjum almennings, sem nú dag- lega dynja yfir. Telur fundurinn að slíkar hækkanir séu í mörgum tilfellum óraunhæfar og handa- hófskenndar og í engu samræmi við yfirlýsta stefnu eða vilja stjórnarvaldanna um að tryggja beri raunhæfar kjarabætur handa þeim lægst launuðu í þjóðfélag- inu. Stjórnin mótmælir alveg sér- staklega, þeim fullyrðingum stjórnarvaldanna að slíkar vöru- verðshækkanir, sé afleiðing 15% SÝNINGARVÉLAR fyrir skuggamyndir Sérsraklega hentugar fyrir skóla Gullsmiðir Sigtryggur og Pérur Brekkugötu 5. — Sími 1524 TIL FERMINGARGJAFA Myndavélar meira en 30 tegundir Verð fró kr. 190.00 Kvikmyndasýningar- vélar fró kr. 795.00 Fjölbreyrt úrval of kvikmyndum Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5. — Sími 1524 launaleiðréttingar, sem gerð var í desember sl. og bendir á, að þá fékkst aðeins leiðrétting að nokkr- um hluta til að mæta þeirri dýr- tíð, er þá var orðin. Þær skefja- lausu verðhækkanir, sem nú dynja yfir, má rekja til rangrar stjórnarstefnu, þar, sem eigi sé hin minnsta tilraun gerð til að hindra þá óheilla verðlagsþróun, sem áfram stígur hærra og hærra. Miklu fremur og af yfirlögðu ráði eru allar verðákvarðanir, sem máli skipta lagðar í hendur manna, sem geta ráðstafað verð- inu að eigin vild. Þegar slíkt ástand er skapað, stutt og varið af stjórnarvöldum landsins, sér stjórn Iðju ekki á- stæðu til að verkafólk almennt sætti sig við slíkar álögur og verðrýrnun launa, og beri því að undirbúa og hefja mótaðgerðir til að ná fram fullum rétti, til að verðleggja vinnu sína því verði að laun 7 stunda vinnudags nægi fyrir þörfum eðlilegs lífsframfær- Móðir okkar. Aðalbjórg Benediktsdóttir ó Húsavik, lézt í sjúkrahúsinu á Húsavík 12. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Börnin. Völsungar sigruðu KA Húsavík, 10. marz. Sunnudaginn 8. marz komu fé- lagar úr Knattspyrnufélagi Akur- eyrar í heimsókn til íþróttafélag- ins Völsungs í Húsavík. Fór þá Skyldi ekki vera ódýrast að virkja Laxá? Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar flutti Ingólfur Árnason bæj arfulltrúi Alþýðubandalagsins eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Akureyrar vill hér með vekja athygli hæstvirtrar ríkis- stjórnar og Alþingis á eftirfarandi: Bæjarstjórnin telur aðkallandi, oð þegar sé gerð heildaróætlun um vatns aflsvirkjanir og dreifingu orkunnar til þeirra staða, sem þörf er á. Jafn- framt bendir bæjarstjórnin ó, að kostnaðaráætlanir, sem gerðar hafa verið, i sambandi við fyrirhugaðar stórvirkjanir, eru ekki að öllu leyti sambærilegar, hvað fullnaðarvirkjun Laxár viðkemur, þar sem kostnaðar- tot tieítt vfltn! r-» ^^^^^^^^»fc^^¦^¦^¦^^^^^^^¦¦^'^^¦^¦^^' "* I VÍSA VIKUNNAR Gnægta-dags er komið kvöld, kvíða nóttin magnar. Makaríns er risin öld. — Rikisstjórnin fognar. m^^^^-i Framhald af 1. síðu. Líkur eru fyrir því, að boranir á svæðum 1) og 2) beri nokkurn árangur, en þó skal ekkert um það fullyrt, hvort nægilegt rennsli til flutnings til Akureyrar fæst úr borholum. Deildin telur þó rétt- lætanlegt að reikna með því, að árangur verði a. m. k. nægur til þess að bera borunarkostnað. Er þá gert ráð fyrir notkun vatnsins á borunarstað. Á hvorum staðnum 1) og 2) telur deildin rétt að gera a. m. k. eina 1000 til 1500 metra borholu, og getur kostnaður hverrar holu orðið 1.6 til 2.5 Mkr. Eru slíkar boranir framkvæmdar með Norð- urlandsbornum, og gæti hann ver- ið kominn til Akureyrar á n. k. sumri. Þriðja svæðið, þ. e. nágrenni Akureyrar er að sjálfsögðu aðeins fræðilegur möguleiki, og er al- gerlega óvíst um árangur. Áður en djúpborunartilraun verður á- kveðin á þessum stað, telur deild- in rétt að kanna hitastigul í jörðu með því að bora 2 holur til hita- mælinga niður á um 100 metra dýpt. Slíkar holur eru boraðar með léttum jarðbor, og getur kostnaður þeirra orðið um 300.- áætlanirnar yfir stórvirkjanir í jökuls- ánum annars vegar og í Laxó hins vegar hafa ekki verið gerðar af scma aðila. Núverandi Laxárvirkjun er full- nýtt, og verður þvi öll aukin afiþörf á orkuveitusvæði Laxár að byggjast ó dísilafli, þar til úr verður bætt." Bæjarstjórn vísaði tillögu þess- arri til athugunar bæjarráðs og rafveitustjórnar. I sambandi við þessa tillögu er vert að benda á, að á síðustu ár- um hafa ýmsir komizt að þeirri niðurstöðu, að kannske sé ekkert vatnsfall á landinu, sem jafn hag- stætt væri til stórvirkjunar og ein- mitt Laxá, en á hærri stöðum hef- ur fremur verið litið framhjá Lax á og hún lítt tekin með í reikning- inn, þegar rætt hefur verið um stórvirkjanir. Það er eins og helzt hafi ekki mátt nefna önnur vatns- föll í því sambandi en jökulárn- ar Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum, og hjá æði fjölmennum hópi fram ámanna hefur reyndar alls ekki fram keppni í handknattleik í 6 flokkum drengja og stúlkna. Uslit urðu þessi: 4. fl. drengja ÍFV—KA 15 :9 (B-lið) 4. fl. drengja ÍFV—KA 25 : 14 (A-lið) 4. fl. stúlkna ÍFV—KA 18 : 7 3. fl. drengja ÍFV—KA 32 : 18 1.-2. fl. stúlkna ÍFV—KA 20 : 7 2. fl. drengja ÍFV—KA 22 : 23 Þess má geta, að lið KA, sem lék gegn 2. fl. drengja ÍFV, var að mestu skipað 1. flokks mönn- um. Markatalan í heild er 132 á móti 78 fyrir Iþróttafélagið Völs- ung og stigin 10 móti 2 fyrir Völsung. — Keppnin var háð í íþróttasal skólanna og áhorfend- ur voru svo margir, sem rúm framast leyfði. F. Bj. 000.00 kr. - Þessar boranir mættu framkvæma í maí og júní n. k. Samkvæmt lögum um jarðhita- sjóð er sjóðnum heimilt að styrkja jarðhitaboranir bæjarfé- laga. Virðingarfyllst, Jakob Gíslason (sign). Þetta bréf skýrir í öllum aðal- atriðum, hvernig þessi mál standa máu nefna n í dag. En til viðbótar er vert að geta þess, að síðan hefur verið ákveðið að hefja boranir með minni bornum fyrr en ætlað hafði verið. Eru jafnvel líkur til, að þær boranir hefjist fyrir lok þessa mánaðar, þar sem borinn er nú kominn í nágrennið. Hvorki jarðhitasérfræðingar né aðrir treysta sér á þessu stigi málsins til að spá nokkru um ár- angur fyrirhugaðra borana hér. En allir bæjarbúar vona, að ár- angurinn verði svo góður, að inn- an fárra ára verði unnt að leggja hitaveitu um Akureyrarkaupstað og hita öll hús með heitu jarð- vatni. Við bíðum því borananna með óþreyju og fögnum því, að þær skuli senn hefjast. Við erum búin að bíða svo lengi þessarra rannsókna, að tími er til kominn, að endi verði á þeirri bið. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt leikinn ,Góðir eiginmenn sofa heima' sex kvöld við góðar undirtektir leik- húsgesta og vaxandi aðsókn. Næstu sýningar verða í kvöld, og laugar- dags- og sunnudagskvöld. Vegna þrengsla í blaðinu verður nokkurt efni að blða, m. a. frásögn af fundi með garðyrkjustjóra Reykja- víkur,sem Fegrunarfélagið gekkst fyr- ir að fá hingað til að flytja erindi um garðrækt. Ennnfremur fréttir frá bæj- arstjórn Akureyrar o. fl. ANDLÁT I gær lézt á sjúkrahúsinu í Húsavík hin kunna merkiskona, Aðalbjörg Benediktsdóttir, dóttir Benedikts frá Auðnum, eftir stutta sjúkralegu. Hún var 85 ára að aldri. Móðir Jóns Eðvarðs rakara og þeirra systkina. FERMINGARGJAFIR úr gulli og silfri Verð við ollra hæfi Sérstaklega fallegt úrval af steinhringum Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5. — Sími 1524 Bókamenn! Bókavikan í Skipagötu 6 er í fullum gangi. Þar fæst margt gamalla og nýrra bóka, sem ekki eru á hverju strái, t. d. bækur Laxness í fyrstu útgáfu o. m. fl. Við síðasta útdrátt í Happdrætti Háskólans, hlutu þessi númer á Akur- eyri kr. 10.000.00: 12203 og 33163. Og 5 þúsund hlutu: 1605 — 1622 — 11183 — 12435 — 12570 — 15551 — 18042 — 36468. PERUTZ ] litfilmur Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 — Sími 1524

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.