Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.05.1964, Blaðsíða 3
Qall í tó Minni létta myndi þrá, meina ég það af sanni, ef ég gæti gull í tá gefið hverjum manni. Svo mælir höfundur þáttarins í dag: Guðni V. Þorsteinsson. ¦— Guðni er liðlega áttræður, en hress og glaður vísnavinur, þótt hann hafi lítt flíkað stökum sín- um fyrr. Guðni er Þingeyingur í húð og hár, bjó lengst af í Fnjóskadal og nágrenni. Hann var 11 ár á Hálsi, önnur 11 út í Dalsminninu. Akureyringur er hann síðan 1952. Svo koma sýn- ishorn af stök'um Guðna: — Blaðið þakkar honum veldvild- ina. Morgunn: Sunnangola sólu frá sveiflar léttum skýjum. Við skulum fara fætur á fagna degi nýjum. Eftir þurrkdag: Hug minn fangar fögur hlíð, finnst mér ganga í haginn, berst mér angan unaðsblíð, eftir langan daginn. Mælt eftir Konráð Vilhjálmsson. Lífs á himni lækkar sól, lifir englaskarinn. Nú er hljótt um „Norðurpól", nú er Konráð farinn. Vorvísa: Lífsins rennur lukkuhjól, ljúft er vorsins-gengi, þegar blessuð sumarsól signir tún og engi. A vesturleið yfir Vaðlaheiði: Yndisleg er yfirsýn, er ég lýt til baka, þó eru fögru fjöllin mín falin undir klaka. Heilræði: Leið er ekki auðfundin yfir lífsins klungur: Þú skalt móta manndóm þinn meðan þú ert ungur. Að hugsa sér: Lífið heldur áfram enn: Osköp væri gaman ef að Guð og góðir menn gætu unnið saman. Um hagyrðing: Á fróðleik ýmsum fann hann skil, fyndinn bæðgi og glaður, aldrei hefur orðið til orðheppnari maður. FÖstudogur 1. moí 1964 Sendum öllu verkaf ólki beztu kveðjur 1. maí Þökkum viðskiptavinum ökkar liðinn vetur fiott ©§* grleðilegrt Kuiiiar AlþýðuhUSÍð Akureyri Iðjufélagar, Akureyri Mætið á útifundinum og í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. — Undirstrikum með því mótmæli félagsins gegn vaxandi dýrtíð og kaupráni. Stjórn Iðju. HUSMÆÐUR! irnir eru byrjaðir. Veitið athygli auglýsingum um þá í útibúunum. NÝLENDUVÖRU DEI LD Fjólbreytr úryal af vor- oii sumarhdpiim og VERZLUN B. LAXDAL Verkafiólk og: aðrir launþegrar Akureyri Takið öll þátt í hátíðahöldum verkalýðsfélaganna 1. maí. Fjölmennið í kröfugönguna. — Kaupið merki dagsins. 1. maí-nefndín. KONUR Hjá okkur fáið þið hentuga GÖNGUSKÓ (með breiðum hæl) Verð mjög hagstæft. Leðurvörur h.f. Höfum fengið nýja sendingu af ÁTSÚKKULAÐE fyrir sykursjúklinga BITTERSÚKKULAÐE og MJOLKURSÚKKULAÐE Kr. 29.00 stykkið NÝLEN DUVÖRU DEILD Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.