Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 9

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 9
Togaraútgerðin frá Akureyri hefur mikil áhrif á bæjarlífið og margvísleg. Hér á eftir er ætlunin að greina lítillega frá einum þætti í sambandi við þessa útgerð, sem almennt hefur ekki verið mikið ræddur á opinberum vettvangi, en það eru sölu- ferðir togaranna til annarra landa. Ekki er þó ætl- unin að fara mikið út í þá sálma, hvers vegna siglt er með fiskinn á erlendan markað eða hvernig sölu hans þar er háttað, heldur ræða um líf sjómannsins í þessum ferðum og viðskipti við innfædda í hinum erlendu hafnarborgum. Það er ekki komið langt fram á sumar, þegar fólk er farið að ræða um það sín á milli, hvenær togararnir byrji að sigla, því að þótt togarasjó- menn séu bölvaðir, má þó alltaf nota þá til þess að kaupa hitt og þetta, sem fólk vanhagar um. Sannleikurinn er samt sá, að þó að það sé rétt, að margan varning sé hægt að fá á mun hagstæð- ara verði erlendis heldur en hér heima, þá er það ekkert svipað því, sem margt fólk ímyndar sér. Annars finnst mér persónulega ekkert athugavert við það að verzla fyrir fólk, sé það í hófi. Við skulum rétt líta á, hvernig ein sigling á Grimsby í Englandi fer fram. Yfirleitt er það svo, að togarinn kemur í höfn, t. d. á Akureyri, áður en hann heldur utan. Er þá vanalega stoppað í tvo til þrjá tíma, og skjótast þeir skipverjar, sem ætla að sigla, þá í land, en hinir, sem taka ætla sér frí, gera skipið klárt fyrir siglinguna. Þegar þessir tveir til þrír tímar eru liðnir, er haldið út Eyjafjörð, beygt fyrir Gjögur, og svo hverfur hvert annesið af öðru: Tjörnes, Langanes, Digranes og Gerpir, en þá er búið að taka stefn- una sunnanvert við Færeyjar. Og Færeyjar halda sig kyrrar á sínum stað, en skipið heldur áfram. Fyrsti vélstjóri tjáir okkur, að það séu keyrðir 107 snúningar, svo dallurinn ætti að geta farið um 11 mílur. Hásetunum er skipt niður á þrjár stímvaktir (þ. e. a. s. við stýrið), og eru tveir á vakt, þrjá tíma í einu. Einn vinnur í eldhúsi sem þriðji kokkur og einn í vél. Séu einhverjir eftir, verða þeir á dagvakt, en dagvaktin vinnur frá 8 til 5 ýmis störf, sem til falla, gerir við net, splæsir víra o. s. frv. Þegar komið er á hafið milli Færeyja og Skot- lands, sézt varla nokkur fugl á flugi. Þá finnur maður bezt, að þó sjófuglar hafi ekki fögur hljóð né séu tignarlegir yfirleitt, þá ei'u þeir vinir manns, og mikið væri dauflegra á sjónum, ef þeir væru ekki til staðar. Rétt fyrir dagrenning sjáum við bjarma af vita framundan á stjórnborða. Þetta er vitinn á Sule Skerry, sem eru smásker vestur af Orkneyjum. Þá vitum við, að farið er að styttast í Pentilinn, en það er Pentlandsfjörður, sem liggur milli Skot- lands og Orkneyja, í daglegu tali kallaður. Atl- antshaf og Norðursjór virðast nota Pentilinn sem nokkurs konar aðaldyr, og getur straumur orðið gífurlegur, (jafnvel yfir 10 sjómílur), þegar Atl- antshaf krefst inngöngu í Norðursjó, eða öfugt, eftir því hvernig stendur á sjávarföllum. Má nærri geta, hvað smáskip mega mót slíkum jötnum. í miðjum Pentlandsfirði er eyja, sem heitir Stroma. Á henni er viti, sem jafnframt hefur það sér til ágætis, að vera kröftugasti þokulúður, sem ég hef heyrt til, því hann baular nótt sem nýtan dag til leiðbeiningar skipum, sem þarna eiga leið um í þoku. Einnig er þarna önnur ey og minni, er heitir Swona, og er farið á milli eyjánna, þegar farið er um Pentilinn. En við erum heppnir. Það er suðurfall, og nú eykur skipið ferðina. Við þjótum framhjá Tor Ness, sem er á eynni Hoy í Orkneyjaklasanum. Stroma hverfur líka framhjá. Og fyrr en varir erum við komnir að Duneansby Head á Skotlandi, og nú er beygt suður með ströndum Skotlands. Frá Duncansby Head er farið fyrir mynni Morayfjarðar, þar til við komum að Peterhead, og síðan beint af augum, fyrir minni Firth of Forth, að Flamborough Head. Og nú fer loksins að styttast í Humber-fljót. Meðan siglt er með ströndum Skotlands er nóg að gera um borð. Það er sópað, þvegið, dustað og pússað, og margir hverjir eru svo vitlausir að raka sig. Allir ljúka upp einum munni um það, að nú eigi ekki að blóta Bakkusi. „Eg læt það ekki fara eins og í síðustu siglingu,“ o. s. frv. — En nóg um það, því nú er slegið af. Við erum úti fyrir Humber-fljóti, og hafnsögu- maðurinn er tekinn um borð. Til þess að komast inn í fiskidokkina þarf að fara inn um hlið og síðan eftir alllöngum gangi, sem ekki er breiðari en svo, að lítið er umfram það, að skipið geti komizt klakklaust í gegn. Á þessum gangi eru auðvitað tilheyrandi „verkfræðingaheygjur“, eins og á vegunum heima á Fróni. En lóðsarnir eru þessu vanir og allt gengur slysalaust. Þegar landfestar hafa verið bundnar koma toll- þjónarnir um borð. Og nú verður kokkurinn að láta af hendi það kaffi ög te, sem þeir úrskurða að sé umfram það, sem hann nauðsynlega þurfi að nota. Og enginn má vera með meira en 60 síg- arettur. Finnist meiri birgðir eru þær innsiglaðar. Og finni tollþjónarnir eitthvað, sem átt hefur að koma undan, er fjandinn laus, því þá hætta þeir ekki fyrr en þeir eru búnir að leita í hverjum krók og kima. Þegar tollskoðun er lokið og menn hafa fengið peninga sína, 35 pund sterling að frádreginni greiðslu fyrir það, sem þeir hafa keypt í tollin- um, þá er sprett úr spori. Allir þyrpast í land. Fyrsta verk flestra er að fá sér einn bjór. Það vita allir, að eitt glas af bjór gerir hvorki til né frá. Síðan er farið að verzla. Þeir, sem ætla að kaupa sér fatnað, leggja leið sína til verzlunarmanns eins af húsi Davíðs, sem Greenberg nefnist. Reyndar eru menn oft sóttir um borð af syni hans, Barry. I búðinni hans Greenbergs gamla er ýmislegt að sjá. Eins og flestir af hans kynþætti er hann verzlunarmaður með afbrigðum. Þess vegna röltir gamli maðurinn á eftir gestum sínum, hnippir annað slagið í jakkaermi þeirra og útskýrir fyrir þeim, að þarna gefi að líta hlut, sem bókstaflega enginn megi án vera. Þó að þetta sé eingöngu herrabúð, lætur hann engan bónleiðan frá sér fara, sem vantar nylon- sokka eða náttkjól handa konunni. Já, það fæst flest hjá gamla Greenberg. Og þegar maður er að fara, er hann vís til þess að bjóða manni í nefið, og það ekkert rusl — íslenzkt, fínskorið neftóbak. Einn kostur enn er líka við þessa ágætu kram- búð hans Greenberg’s, og þeim kosti getur enginn í móti mælt. Það er nefnilega bjórsjoppa á horn- inu beint á móti. Þangað er nú farið, og drukkinn einn bjór — bara einn bjór — og svo er farið niður í Freemanstreet. Þar hefur bækistöð sína kaupmaður og „altmuligmand" að nafni Mendals. Ekki skal ég um það segja, hvort hann er gyðing- ur, eins og Greenberg, en eftir sölumannshæfi- leikum hans að dæma gæti vel svo verið. Mendals þessi hefur það helzt sér til ágætis að gleðja börn togarasjómanna á jólum, með þeim ávöxtum, ferskum og niðursoðnum, sem hann hefur á boð- stólum. Einnig hefur hann ýmislegt annað, svo sem brjóstsykur, tyggigúmmí o. fl. o. fl. „Allt saman bezt Quality,“ segir Mendals. Þarna í Grimsby er einnig stór verzlun, sem heitir „Humber ship Stores“, og hefur hréint allt, sem til skipa og skipshafna þarf. En þá verzlun þekki ég lítið af eigin raun. Nú tekur að líða á daginn, og margt er eftir að verzla. En menn eru vel staðsettir, því að Free- manstreet er ein mesta verzlunargata Grimsby, og Framhald á bls. 16. JÓLÁBLÁÐ 1964 VERKAMAÐURINN 9

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.