Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 15

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 15
Ormur, það var það ljótasta, sem hann þekkti. Tólffótungur! Það var hann. Hann grúfði andlitið ofan í grasið. Hann fann ilminn af jörðinni hlýjan og sefandi. Ormur! Aldrei framar skyldi hann snerta á harmonikkukassa. Allt í einu fann hann að létt hönd strauk yfir hár hans. Hann leit upp óttasleginn. Það var hún. — Ertu að gráta? spurði hún. Hann saug upp í nefið, strauk í flýti um kinn- arnar með handarbökunum og sagði: — Ne-ei, ég var bara að hugsa ofan í jörðina. — Og var það svona afskaplega sorglegt? spurði hún. — Já. Hún tók horn á hvítum silkiklút og þurrkaði honum vingjarnlega í framan. — Um hvað varstu að hugsa? spurði hún. — Um lítinn dreng, sem varð að ormi. — Þekktir þú þennan dreng? spurði hún al- varleg. — Já. Þegar hann var búinn að segja henni frá því, hvernig drengurinn hefði orðið að ormi, þá kyssti hún hann á ennið og sagði: — Þú ert góður drengur, og við skulum alltaf vera vinir. Og ég veit að hann Indriði vill líka vera vinur þinn, því að hann er bezti maður í heimi. Drengurinn velti því lengi fyrir sér, hvernig það gæti staðizt, að maður, sem kallaði litla drengi orma, væri bezti maður í heimi, og hann sagði: — Ég finn, að þú segir satt, eða eins og þér finnst vera satt. En er þá alveg víst, að satt sé aðeins það, sem manni finnst? — Þetta var nú verri sagan, sagði stúlkan og hló. En drengurinn hélt áfram að vera alvarlegur og spurði: — Má ég sjá tunguna í þér líka? Hún reyndi að stilla sig, meðan hún rak út úr sér tunguna. Þegar því var lokið, sagði hún: — Þú skalt ekki trúa, að það komi svartur blett- ur á tungu þeirra, sem segja ósatt. — Mér hefur verið sagt það, sagði drengurinn. — Já, því get ég trúað, sagði stúlkan. Svo varð hún hugsi og sagði eins og við sjálfa sig: — Fullorðið fólk er oft skrýtilega stutt frá því að vera börn, og lítil börn eru oft einkenni- lega nærri því að vera fullorðið fólk. — Veit þá fullorðið fólk alltaf meira en það segir? — Nei, ekki nærri alltaf, — stundum alls ekki. — Þá hlýtur að vera mikill vandi að vera full- orðið fólk, sagði drengurinn með áhyggjusvip. Hún klappaði honum vingjarnlega á kollinn og brosti. Drengurinn sieit upp fífil, horfði í mjólk- urhvítt sárið á stilknum og var hugsi. Svo rak hann tunguna í enda stilksins og gretti sig. Stúlkan virti hann fyrir sér, svipur hennar var glettinn. Þá spurði drengurinn allt í einu: — Af hverju komstu út fyrir garð? Það kom hik á hana, og það var ekki laust við, að hún væri dálítið feimin, þegar hún svaraði: JOLABLAO 1964 — Af því ég er ókunnug og veit ekki hvert fólkið er vant að fara. Drengurinn fleygði frá sér blóminu, og í svip hans vottaði fyrir glettnu brosi, þegar hann sagði: — Fólkið gerir það venjulega úti í fjósi, — nema karlmennirnir, við gerum það alstaðar. Annars er það líka vel hægt hér undir garðinum. — Mikið gull ertu! sagði stúlkan og skellihló. Drengurinn stökk yfir garðinn og kallaði: — Ég bíð þín hérna megin á meðan! # Það hafði verið gott sumar. Drengurinn stóð úti á hlaði og horfði niður til fólksins á túninu. Hann átti að fara að sækja hesta og hafði beizli um öxl. í dag átti að hirða síðustu baggana, það var háin af túninu. Heyskapurinn hafði gengið vel. Seinna í dag áttu að vera töðugjöld. Veizla. Drengurinn var hættur að hlakka til. Þarna var Anna. Hún var ákaflega dugleg að raka. Nokkru neðar voru þau Indriði og Agnes að binda. Af hverju þau? Nú orðið var Agnes alltaf úti hverja stund sem hún gat milli máltíða. Það hafði hún aldrei gert í fyrrasumar. Drengurinn geymdi hræðilegt leyndarmál. Nokkru eftir að harmonikkuleikarinn kom, hafði hann tekið eftir því, að svipur Agnesar var farinn að lifna og segja annað en orð hennar. Fyrst var honum þetta djúpstæð gáta. Þegar Indriði spilaði fyrir fólkið á kvöldin eftir vinnu, þá sat drengurinn hljóður og horfði í augu Agnesar. Allir aðrir horfðu ýmist á spilar- ann eða harmonikkuna. í augum Agnesar sá hann þrá og dulda varúð, eins og hún byggi yfir leynd- armáli. Nákvæmlega þessa sömu þrá hafði hann séð í augum folaldanna, þegar þeim var stíað frá mæðrum sínum, en aldrei þessa dulu varúð. Af hverju? Margoft hafði hann reynt að fjarlægja þennan grun, — en hann kom aftur og aftur, eitt bros, augnatillit, svipbrigði, allt þetta gekk um veg skynjunar hans eins og talandi persónur. Veslings Anna. Drengurinn var hættur að vera kátur. Stundum hafði hann sting í hjartanu, og það var oft sár kökkur efst í hálsinum á honum. í vor hafði hún kysst hann á ennið fyrir utan garð, og hún vissi ekkert. Drengurinn skálmaði um urðir og móa djúpt hugsi. Beizlismélin glömruðu hátt í samræmi við skrykkjótt göngulag hans. Loksins fann hann hestana, en þó hann væri kominn á bak, gat hann ekki hætt að hugsa. Anna, sem var svo hamingjusöm og innilega glöð eins og fugl í sólskini. Fyrir utan túngarð- inn í vor, hafði hún kallað hann bezta manninn í heiminum. Þegar hann minntist þess, þá fatað- ist honum hugsunin í þessum undarlega leik ein- lægni og tvöfeldni. Gat ástin orðið blind í sól- skini tilfinninganna? Gat jafnvel augljós blekk- ing orðið yndislegur hljómur í tónverki ástar- innar? Drengurinn velti fyrir sér mörgum undarlegum spurningum, og honum hraus hugur við, hve erf- itt er að skilja það, sem ekki er hægt að tala um við aðra. Stundum hafði hann ætlað að tala um þetta við Onnu, en þegar hann stóð fyrir augliti hennar, þá gat hann það ekki, hvað sem það hefði kostað. Og hann varð einmana, leið illa og gat ekki verið kátur. Var hann að bregðast henni? — henni, sem alltaf hafði verið honum svo góð. En var nokkur svo góður að það illa gæti ekki unnið honum tjón? Það sem hann þurfti að vita, var meira en hann gat svarað, þess vegna ákvað hann að grafa grun sinn í jörð þagnarinnar, þó það kostaði hann frið daganna. Þegar drengurinn kom heim með hestana, batt hann þá við steininn á hlaðinu. Það var um mat- málstíma. Fólkið var inni. Hann fann lykt af hangikjöti koma á móti sér í göngunum. En hvað hann var svangur. Nú mundi hann það fyrst, að það var veizla. Þegar hann kom inn og sá fólkið, vissi hann, að það hafði gerzt. — Hvar er Anna? spurði hann. Enginn svaraði. Hann leit frá einum til annars. Agnes stóð við eldavélina, — það voru rauðir dílar í kinnum hennar. Indriði sat við borðs- endann með disk fyrir framan sig, og báðar hend- ur krepptar um hníf og gaffal. Svipur fólksins var tómur og fjarlægur, augu þess þögul og starandi. Drengurinn stóð á miðju gólfi og sagði: — Þið getið sagt mér, hvar hún er, því ég veit hvað hefur gerzt. Bóndinn ræskti sig og spurði hvasst: — Drengur, getur þú fylgt kvenmanni yfir heiðina á morgun? Drengurinn sagði: — Já, ég get fylgt, — en ég vil heldur fylgja karlmanni. Indriði leit upp. Það var ógnun í augum drengsins. — Oþokki! sagði harmonikkuleikarinn og kreisti hnifapörin svo hnúarnir hvítnuðu. — Ormur! sagði drengurinn og augu hans leiftruðu, þegar hann gekk út úr bænum. * Hvítur hestur og brúnn. Það glumdi í skeifum undir hófum, er þeir muldu lausa mölina á harðri götunni. Stúlkan reið á undan og þagði. Drengurinn reið á eftir og þagði líka. Hestarnir lögðu koll- húfur. Það var sólskin. Vegurinn lá í hlykkjum fyrir neðan. Fram undan voru brekkur, fyrir ofan þær var heiðin. Drengurinn sneri sér við í hnakknum og horfði yfir landið. Þarna var sveitin. Litlir bæir, sem minntu á þúfur. Þetta voru bústaðir fólksins, séðir ofan frá. Undir þessum grænu þökum gengu svipir manna, sem í lífsbaráttunni reyndu að tjá annað en sjálfa sig. Af hverju? Drengurinn var hugsi. Svo töðugjöldin höfðu þá alveg farið út um þúfur. Anna, því hafði hún grátið, — hún, sem þó var svo stór? Skrýtið. Hún hafði reynt að brosa til hans í gærkvöldi, en hann vissi, að henni var ekki hlátur í hug. Hann hafði óttazt þetta bros hennar, óttazt að það myndi brotna eins og þunn eggja- skurn, springa utan af kvöl hennar. — Eg skrifaði mömmu í gæikvöldi og nótt. (Framhald á bls. 22). — 1 5 VERKAMAOURINN

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.