Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 16

Verkamaðurinn - 20.12.1964, Blaðsíða 16
Kaupfélag Olafsfjarðar ÓLAFSFIRÐI Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Óskum viðskiptavinum vorum allrar velgengni. Gleðileg jól! — Farsælt nýttár! — Nigrlt á GrÍKiisby Framhald af bls. 9. það er ekki margt, sem menn þarfnast og ekki er hægt að finna í einhverri þeirra verzlana, sem við þá götu standa. Þegar verzlunarerindum manna er lokið, er farið um borð með það, sem keypt hefur verið. En það er víst nóg að þurfa að kúldast um borð allan veiðitúrinn, og útleiðina, þó maður fari nú ekki að hanga um borð, þegar legið er við land. Nei, ónei. í land er farið. Það er auðvitað misjafnt, hvernig menn eyða kvöldinu, en flestir fá sér hjór, sumir vín líka, og neyta þess ýmist í hófi eða óhófi, eins og gerist og gengur. Sumir fara í kvikmyndahús. Þarna er eitt geysi- stórt, sem heitir ABC. Ég hef nokkrum sinnum farið þangað inn, óg notaði þá myrkrið til að sjá myndina, en Englindingarnir notuðu það til allt annars, enda voru þetta mest ung pör. En þeir, sem stunda bjórdrykkjuna, komast varla hjá því að rekast inn á þann fræga stað „Red Lion“, Rauða Ljónið. Það hefur enginn farið svo á togara, að ekki hafi hann heyrt þá, sem siglt hafa á Grimsby minnast á Rauða Ljónið. Ég býst við, að svo sé og með farmenn fleiri þjóða, því að þarna eru oft á tíðum samankomin „allra þjóða kvikindi“. Olíuverzlnn I§lands h.f. óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýórs! Þakkar viðskiptin á árinu! HESTAMENN! Vér höfum í nokkur ár tekið að oss slysatryggingar á reiðhest- um, en því miður hafa fáir hestaeigendur notað sér þessar hag- kvæmu tryggingar. Þær ná til hvers konar slysa og eitrunar og reynslan hefur þeg- ar sýnt, að þær eiga fullan rétt á sér. Iðgjald er kr. 350,00 á ári miðað við kr. 10.000,00 Samvinnutryggingar vilja hvetja alla hestaeigendur að taka slysatryggingu á gæðingum sínum. SAMVIi\NLTRYGGINGAR síivii 38soo Þarna koma einnig stúlkur, sem eiga það allar sameiginlegt, að þær hafa hjarta, sem bókstaflega er að springa af kærleik og fórnfýsi. Annars er þarna furðu rólegt. Menn sitja yfirleitt yfir glasi af bjór eða staupi af víni og una glaðir við sitt. Einstöku sinnum verða náttúrlega smápústrar, en íslendingar ættu nú ekki að kippa sér upp við það. Þarna er líka einn afarkurteis náungi, að nafni Joe, sem hefur þann starfa að biðja menn i 6 — kurteislega að ganga út. Vilji menn síður nota fæturna til þess, ja, þá hendir hann þeim hrein- lega út, og þarf enga hjálp til þess. Einnig eru oft dansleikir á skemmtistöðum eins og t. d. Wintergarden og Coffee Café, sem hvort- tveggja eru ágætir skemmtistaðir. En Adam var ekki lengi í Paradís, og togara- sjómenn stoppa ekki lengi í Grimsby, því að dag- inn eftir, þegar tollurinn er kominn um borð og allir mættir ( og jafnvel þó svo sé ekki), eru endar leystir og haldið niður Humberfljót, út á Norður- sjóinn. Það er einhvern vegijin alltaf gott að vera kom- inn á leið heim. Að morgni þess 24. nóvember 1964. A. F. VERKAMAÐURINN JOLABLAO 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.