Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1968, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 06.09.1968, Qupperneq 4
Utgefandi ALÞYÐUBANDALAGIÐ I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Ritstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON Afgreiðslo: BREKKUGÖTU 5 . AKUREYRI . SÍMI 1-15-16 Prentsmiðja Björns Jónssonar . Akureyri Verð órg. kr. 350,00 - Lausasala kr. 10,00 eint. »Frelsi, jafnrétti, brœðralag« Snemma á þessu sumri urðu nokkur mannaskipti í forustu kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu. Við forustu flokksins tóku yngri menn, fullir áhuga fyr- ir að blása nýju lífi í sósíaliska uppbyggingu þjóðfélagsins, veita nýjum straumum inn í þjóð- lífið, auka athafnafrelsi íbúanna og bæta lífskjör þeirra. í stuttu máli sagt, virtist stefnt að aukinni lífshamingju, og vel sé hverjum þeim, er hamingju færir. Jafnframt urðu skömmu síðar stjórnarskipti í landinu. í ráðherrastólana settust ýmsir hinna nýju forustumanna kommúnistaflokksins og skoðana- bræður þeirra. í dag er Tékkóslóvakía hernumið land. Sama ríkisstjórn er að vísu enn við völd og forusta komm- únistaflokksins lítt breytt. En þeir, sem fyrr í sum- ar komu fram sem eldhugar, frelsis boðendur og aukinnar hamingju, eru nú kúgaðir menn. Erlent herlið og njósnarar þess fylgjast með öllum störfum þeirra og athöfnum og segja fyrir um hvað eina, er þeim sýnist. Þrátt fyrir stálvilja og að því er virð- ist mjög hetjulega baráttu á málþingum, hafa for- ustumenn Tékkóslóvaka orðið að heita yfirboðurum innrásarliðsins því að láta af flestum þeim nýjung- um, sem boðaðar höfðu verið, en halda flestu í gamla horfinu. Ráðamennirnir hafa áreiðanlega því aðeins valið þennan kost, að annarra var ekki völ. Þjóðin öll er ævareið, en má sín lítils gegn margföldu ofurefli innrásarhersins. Arásaraðilinn er Sovétrkin, fyrsta ríki jarðar, sem lýsti því yfir, að þar hefði verið komið á sós- íalísku þjóðskipulagi, og stjórnað er af mönnum, sem öðrum oftar hafa tekið sér í munn vígorð frönsku byltingarmannanna: Frelsi, jafnrétti, bræðralag. Hvað kom forustumönnum Sovétríkjanna til að senda herlið inn í Tékkóslóyakíu og hefja fyrir- varalaust afskipti af innanlandsmálum þar, og hvaða rétt höfðu Sovétríkin til slíkra afskipta? Síðari spurningunni er fljótsvarað: Rétt til þess- ara aðgerða höfðu Sovétmenn engan. Svar við fyrri spurningunni liggur ekki eins ljóst fyrir. Þjóðir Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu hafa talið sig vinaþjóðir og hvorar um sig talið sig vera að vinna að framtíðar-uppbyggingu þjóð- félags hagsældar og velferðar fyrir alla þegna sína; milli þessara þjóða hefði því átt að ríkja bræðra- lag. Ríki beggja þjóðanna eru aðilar að Varsjár- bandalaginu. Þar átti að ríkja jafnrétti og sízt af öllu að koma til greina, að eitthvert þessara ríkja gerði innrás í annað ríki bandalagsins. Frelsi, aukið frelsi, var aðalinntak í boðskap nýju stjórnendanna í Prag í sumar. Sovétmenn segjast sjálfir liafa ráðizt inn í Tékkóslóvakíu vegna þess að nýja stjórnin hafi verið komin á villigötur með framkvæmd sósíalismans, og því hafi orðið að kippa í spottann, koma sósíalisman- um til varnar, beina stjórnendum Tékkóslóvakíu aftur á rétta braut. Þeir réðust með öðrum orðum inn í landið til að berjast gegn frelsinu, koma í veg fyrir, að framfylgt væri fyrsta boðorði sósíal- ismans: Frelsi. I leiðinni brutu þeir boðorð númer tvö og númer þrjú: Jafnrétti og bræðralag. Um allan heim líta menn aðgerðir Sovétstjórnar- innar með andúð og fyrirlitningu, og ekki sízt þeir, sem aðhyllast lífstefnu sósíalismans og æðstu boð- orð hans: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Sovétríkin hafa löngum talið sig forusturíki sós- íalismans í heiminum, og einnig verið talin það af milljónum manna um heim allan. En þau eru það ekki lengur og verða ekki framar, nema þau kveðji her sinn þegar í stað brott úr Tékkóslóvakíu og biðji allan heiminn afsökunar á heimskulegu frumhlaupi og illri framkomu gagnvart þjóð, sem ekki hafði til saka unnið. Þjóðir Tékkóslóvakíu njóta samúðar um allar jarðir, og heiðarlegir menn eiga flestir þá ósk heit- asta, að þeim hlotnist sem fyrst aftur frelsi til að taka á ný til starfa af fullum krafti við uppbygg- ingu síns sósíalíska þjóðskipulags á grundvelli jafnréttis og bræðralags og raunverulegs frelsis. GOTT FORDÆMI fslenzki síldveiðiflotinn stundar nú veiðar mjög fjarri landi og hefur einnig gert það að nokkru undanfarin sumur. Miklir erfiðleikar hafa oft skap- azt af því, að enginn læknir hefur verið tiltækur á miðunum til að sinna sjómönnum, er þeir hafa veikzt eða orðið fyrir slys um. Oft hefur verið leitað að- stoðar Rússa, sem hafa góða læknisþjónustu um borð í móð- urskipum veiðiflota síns, og hef ur sú aðstoð verið fúslega veitt. En tungumálaerfiðleikar hafa verið til mikils trafala, og eins hafa íslenzku veiðiskipin ekki alltaf verið á sömu slóðum og Rússamir. Hefur þá ekki verið um annað að gera, þegar á hef- ur bjátað, en að halda sem snar ast til lands, stundum fleiri sól arhringa siglingu. En hvort tveggja er, að siglingartíminn getur þá orðið of langur fyrir fársjúkan eða slasaðan mann, og Svo hitt, að slíkar ferðir eru feiknadýrar fyrir útgerð viðkom andi báts. Hefur því lengi verið um það rætt, að nauðsyn væri, að ís- lenzkir læknar fylgdust með síldveiðiskipunum á miðin. Sjó menn og útgerðarmenn hafa mjög óskað eftir því, að svo yrði, og tillögur hafa komið fram um það á Alþingi. Og síð asta Alþingi samþykkti að veita fé í þessu skyni. En íslenzkir læknar hafa ekki sýnt mikinn áhuga á því að gerast skipslækn ar, og síldveiðiflotinn hefur ver ið vikrnn saman á miðunum án þess að njóta læknisþjónustu, utan hvað rússneskir læknar 'hafa komið til aðstoðar í nokkr um tilvikum. En nú hafa þau gleðilegu tíð indi gerzt, að tveir af þekktustu skuTðlaaknum landsins, Hannes Finnbogason og dr. Snorri Hall grímsson, hafa gengið á undan með góðu fordæmi og ákveðið að eyða sumarleyfum sínum við læknisþjónustu á síldarmiðun- um norðaustur í hafi. Hafa þeir aðsetur um borð í varðskipinu Ægi, en þar á að vera góð að- staða til þeirra læknisaðgerða, sem einum lækni er fært að framkvæma án lærðra aðstoðar- manna. Væntanlega fara fleiri Iæknar að fordæmi skurðlæknanna af andspítalanum, ef þörf krefur. Læknar eru orðnir margir á ís- landi. Þeir þurfa hvarvetna að vera nálægir, þar sem fólk dvel ur langdvölum við 9törf sín, en ekki aðeins á sjúkrahúsum og læknastofum höfuðborgarinnar. Lögreglan flutt Nýverið flutti lögreglan á Ak ureyri aðsetur sitt úr gömlu, litlu lögreglustöðinni við Smára götu í myndarlegt nýtízkuhús við Þórunnarstræti. Ölstrídi í Sv/Jb/oð lýkur Mikil og hörð barátta hefur verið háð í Svíþjóð frá síðustu j áramótum eða lengur um sölu á sterku öli í landinu. Sterkt öl heíor lengi verið bruggað og selt í Svíþjóð, en eingöngu selt frá áfengiseinkasölunni, eins og annað áfengi, og á stöðum, sem fengið hafa heimild hins opinbera til sölu eða veitingar áfengra drykkja. Fyrir rúmlega hálfu ári var gerð nokkur undanþága frá lög um og reglugerðum í þessum ; efnum vegna voldugrar sóknar ýmissa þeirra aðilja, sem kröfð j ust frjálsrar sölu á sterku öli. Var því óspart haldið fram, að öl væri tiltölulega meinlaus drykkur og neyzla sterkra drykkja (brennivíns) myndi ! minnka að miklum mun. Sú staðhæfing kemur hins vegar algerlega í bág við reynslu Norð urlandaþjóðanna, því að mörg undanfarin ár sýna opinberar skýrslur, að neyzla sterkra drykkja hefur farið þar vaxandi þrátt fyrir mikla ölsölu. Gildir þetta jafnt um Danmörku, Finn land, Noreg og Svíþjóð. Undanþágan var fólgin í því, að leyft var að selja sterkt öl á frjálsum markaði í tilrauna- skyni um óákveðinn tíma í þremur ömtum eða lénum í Sví þjóð: Gautaborg, Báhus og Vermalandi, Talið er, að alls hafi ölið verið selt í 2200 verzl- unum í þessum þremur ömtum eða landshöfðingjaumdæmum. Reynslan varð mjög neikvæð. Ölsalan óx stórlega frá því, sem hún var, eða varð samkvæmt blaðafréttum átta sinnum meiri í Gautaborg, en 15—16 sinn- um meiri í Vermalandi. ^ Hófst fljótt mikil gagnrýni á þetta hömlulausa sölufrelsi á sterka ölinu. Voru skólayfirvöld in þar í fararbroddi, en flest á- hrifamestu dagblöð landsinS veittu þeim öruggt brautargengi. í ljós kom, að drykkj uskapur bama og unglinga var að verða alvarlegt vandamál. Gekk víða svo Ingt, að á skólaskemmtun- um og samkomum nemenda var mikill hloÞ nemendanna ofur- ölvi. Gagnrýnin á þetta ölævintýii fór því stöðugt vaxandi, Þótti rikisstjórninni að lokum mælir inn fullur og mun hafa talið full reynt um þessa tilraun. Um mánaðamótin júní/júlí gaf hún svo út stjórnarúrskurð um mál' ið og tilkynnti, að tilráuninni um frjálsa sölu á sterku öU , skyldi hætt frá og með 15. júU 1968. T 1 ' Saga þessa ölmáls í Svíþjóð er lærdómsrík, því að réynslan er ólýgnust. Áfengisvarnaráð. 4) Verkamaðurinn Föstudagur 6. sept. 1968

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.