Vínland - 01.01.1903, Blaðsíða 4

Vínland - 01.01.1903, Blaðsíða 4
V í N L A N D. Máuaðarblað. Yerð sfl.OO árg. 'Útgefandi: G. B. Bjðrnson. Kitstjórar ■ \ Tli. Thordarson. I Björn B. Jónsson. Entered at tiie [lost-ofiire at Minneota, M inn., as second claas niatter. íslenzko.n Við Hérlendík. Háskóla. Það var \eloert, að vekja eftir- lekt á því í íslenzku blöðunuin, liversu mikia viðurkennino-u móður- mál vort hefir fengið í inörguim skól- um Bandarikjanna. Það er eins oo vér hiifum ekki vitað |>að. að íslenzk- an er kend og viðurkeíid í ríkishá- skólum lauds vors. Vér höfum hér í Bandaríkjunum ekki átt nein íslenzk blöð til að fræða oss um [*uð og fagna yfir f>ví. Eu ji.iö lítið, sein hefur verið á j>að minst af ísieuzkum blöðum frá öðrum lönduin hefur Jiað helzt verið til að riiðra íslenzku kenzluiini við háskóla vora. Nfi liafa vorir eigin námsinenn leiðrótt }>etta og synt með skýrslum sann- leika málsins. Við alia lrelztu há-kóla landsins eru kendar liiuar fornu íslenzku bók- mentir. fornsögurnar og eddufræðin, og }>að af mönnum, sem búið hafa sig undir jiann starfa við beztu mentastofnanir Norðurálfunnari Oir j>að eru fiessi fornu fræði, seiu mest er um að gera og oss ísleiidinguin ber að leggja mesta rækt við sjálf- um og gera öðruin kunnug, |>\ í Jiau eru hin veigamestu vísindi, som ís- lenzka J>jóðin á. En þar að auk er við ýmsa skóla veitt tilsöon í söou og nútíöar bókmentum íslendinga. Er Jiað einkuin í [>eitn líkjuin, sem Skandinavar eru fjölmennir. Við háskólann í Madison, Wis., er kenn- ari í íslenzku, seiri lætur sér mjög ant um nútíðar bókmentir vo ar, sjálfur ritar hann mál vort mjög vel og fjiilda tnargir skandinaviskir námsmenn læra af honum. Við liá- skóla Minnesota ríkis hefur ekki að eins forn-íslenzkan hlotið viðurkenn- ingu sem námsgrein, heldur einnig nútíðar iriálið. Þar er boðin kenzla í báðum jieim greinum. Við burt- farar próf getur maður boðið ís- lenzku sem fullnægjandi námsgrein, jafn réttháa sem hverja aðra. Það hefur verið gert af íslenzkum náms- inönnum við pann skóla og að sjálf- sögðu tekið gilt. Kennarinn í ís- lenzkunni er einkar vel að sér í hin- uin fornu bókmentum vorum, lærði }>ær við háskólann í Uppsöluin í SvlJ>jóð. Eddufræðingur er hann talinn óvenjulega mikill. Hann les og nútíðarmál vort og fylgir með í bókmentasögunni. Ekki er hann J>ó fær um að kenna róttan framburð og hreiin málsins í tali, en þeir við liáskólann hafa látið í veðri vaka, að hve nær sem par verði eftirspurn eftir pess konar kenzlu í íslenzkunni skuli ekki standa á kennara. Við háskólann í Norður-Dakota hefur alt að pessu engin kenzla í íslenzku átt sór stað. En nú er [>ar hafin svo sterk hreifing í þá átt, að rniklar líkur eru til þess að par verði innan Iítils tíma haft meira við íslenzkuna en nokkurstaðar unnarstaðar í Ameriku. fslendingar I Norður-Dakota eru fjölmennir og hafa nú eignast marga ágæta menta- ruenn. Líka hafa þeir meiri pólitísk áhrif ]>ar en annarstaðar. Það er J>ví eðlilegt, að J>eim verði meiri gaumur gefinn en öðrum. Tvent hefur J>6 einkum hrundið á stað hinni nyju hreifingu við háskólann í Norður-Dakota. Það fyrst. að hinn nyi kennari í Norðurlanda-fræðum lætur sér einkar ant um íslenzkuna, les sjálfur og ritar íslenzku og vill styðja hana í hvívetna. Hið annað er J>að, að íslenzku mentamennirnir, sem gengið hafa og nú ganga á há- skólann og eru fjöldamargir, hafa bundist félagsböndum í þeim lofs- v.erða tilgangi, að koma möðurmáli sínu á framfæri þar við skólann. Þeir hafa ásett sór, að koma upp stóru íslenzku bókasafni við skölanu og hafa ]>egar byrjað að safna fé til |iess. Málið hefur fengið liinar beztu uiulirtektir. Skrifari félags- ins liefur skyrt oss frá, að á mjög stuttum tíma hafi komið saman á annað hundrað dollara til fyrirtækis- ins. Nú er líka byrjuð kenzla í ís- lenzku við skólann oo ráðÉrert að O O gera hana mjög fullkomna í nálægii framtíð, enda búist við, að settur verði sérstakur íslenzkur kennari, sem sjálfur só Islendingur. Við J>essa skóla hér f Bandaríkj- unum kosta skólarnir sjálfir auðvitað kenzluna. Islendingar J>urfa þar engu til að kosta, öðru en því, sem þeir borga í ríkisskatta jafnt öðrunx borgurum. Fyrir norðan línuna, 1 Manitoba, hafa bræður vorir ekki átt því láni að fagna, að mál þeirra væri [>ar viðurkent í skólunum. En á síðasta ári hlaut þó íslenzkan einnig þar nokkra viðurkenningu og er von- andi, að ]>að leiði með tímanum til þess, að íslenzkan fái þar fulla viður- kenningu, þ. e. a. s., að skólarnir ]>ar kenni hann sjálfir og upp á eig- inn kostnað, eins og á sér stað hér syðra. Eins og kunnugt er, þá er há- skóla-fyrirkomulagið nokkuð öðru vísi i Manitoba en liér í Bandaríkj- unurn. Háskólinn þar er í raun og veru ekki annað en stjórnarnefnd, sem af rfkinu er sett til að ákveða lærdómsgreinir. skijia fvuir um próf og gefa út skvi'teini um fullnaðar nám eftir jiróf. En skóhir hinna ytnsu kirkjuflokka þar í fylkinu veita kenzluna samkvæmt því, sem fyrir er skipað af háskólastjórninni (University Board)s ifaunar liefur liáskólastjórnin staðið fyrir kenzlu í einstökuru vísindagreinum á síðari árum. Þessi háskólastjórn lét til- leiðast á síðasta ári, fyrir áskorun íslendinga, að viðurkenna íslenzkuna sein góða og gilda námsgrein við hin fyrirhuguðu próf. En ekki skyld- ar hún skólana, sem undir hennar stjórn standa, til að kenna hana og hefur því íslenzkan ekki hlotið þar silmu viðurkenningu eins og enska, franska og pyzka, eins og sumirliafa verið að segja. Og enginn af skól- unurn, sérn undir stjórn Manitoba háskóla ráðsins stendur, hefur tekið að sér að kenna íslenzku eins og aðrar greinir. En við einn J>ann skóla hafa Islendingar sjálfir byrjað íslenzku-kenzlu. Borga J>eir lcenn* aranum sjálfir launin, en fá aftur á móti dálitlar tekjur frá skólanum: þriðjung J>ess kenzlugjalds, sem ís- lenzkir nemendur borga skólanum, og borgun fyrir það, sem íslenzki kennarinn vinuur í þarfir sjálfs skól- ans. Sá raunur er J>á á, enn sem koinið er, að fyrir norðan J>urfa íslending- ar sjálíir að kenna íslenzkuna upp á

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.