Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 3

Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 3
mikið á sig í því máli: lá í því að kyr.na sír sögr ráðaneytisins og bera Jvað saman við fyrirkomn- lagið í öðrum löndum, og svo samdi liann sjálfur á mörgnm vökunóttum lagafrumvarpið um m'ju deildina, sem loks var samþykt fyrir hraustiega framgöngu hans í efri deildinni og vakandi eftir iit á því í neðri deildinni. .ísamt forsetanum á liann einnig skilið lieiðurinn af því, að stofnað var í sambandi við verzlunar- og atvinnumála-deildina séistök skrifstofu deild til eftirlits með einokunar- félögum, þvi þólt hann ekki sjálfur semdi lögiu þar að lútandi (það gerði dómsmálastjóri Knox), eru þau þó við hann keud—kallast Nelsons við- aukinn—þar eð hann átti í raun og veru aðnl-hug- myndina. Á. þennau hátt hefur nafn Nelsons.ver- íð óafmáanlega skrifað á hina fyrstu verulegu tilraun stjórnarinnar að liefta yíirgang einokuuar- félaganna. Á siðasta þingi valtti Nelson einnig mikla eftirtekt með framkomu sinni í málinu um inn- töku territóríauna í sambandið. I þvi múli hélt hann sex daga langa ræðu og lagði á móti tillög- unni um að veita territóríunum ríkisréttindi. Haíði hann varið mjög löhgum tíma til undirbún- ings og safnað öllutn gögiium málinn áhrærandi. Faiist flestum, að í rasðu Nelsons vera tekið fram alt, sem um málið var að segja, hvort lieldur frá iagalegu, sögulegu eða f járhagsiegu sjónarmiði, enda suerust allar umræðurnar 1 málinu eftir það um þau atriði, sem Nelson hafði tekið fram í ræðu einni. Sagt er, að lijá mörgum starfsbræðrum hans hafl það valdið undruu, er þeir af ræðu þess- ari sannfæ.rðust uin hvílikur lögfræðingur Nelson væri og livílíka liæflleika hanu hefði til þess að brjóta mál til mergjar. I'egar samþykt höfðu verið þau þrjú laga- frumvörp, scm miðuðu að því, að leggja liöft á einokunarfélögin, gekk Nelson í lið nieð minni hluta lagauefndarinnar, ásamt tveimur öðrum republiskum senatórum, Hoar og McOomas. Þessi minni hluti nefudariunar lagði fyrrir efri deildina tillögu urn að Littlefields lögin, sem afgreidd voru frá neðri deildinni,. væru með dálitlum breytingum samþykt. Þetta tiltæki Nelsons orsakaði talsverða æsing, og liðfðu sumir það fyrir satt, að liann liefði orðið saupsáttur við Roosevelt forseta út af því, að forsetinn lét ekki tilleiðast að tilnefna Mr. Merriam, fyrverandi ríkisstjóra í Minnesota, í hið nýja ráðlierra embætti, en því máli hafði Nelson fydgt fastlega við forsetann. Þessu er þó ekki þauu veg farið. AuBvitað þótti Nelson það sárt, að koma ekki vini sínum að embættinu, en hann lætur það alls ekki koma fram í samvinnu við for setann að þjóðarmálum. Ástæðan var alt önnur. Eins og kunnugt er, var það tilgaiugur hinna fyrirhuguðu Littlefields-laga, eftir að þeim var breytt, að ná til þeirra einokunarfélaga, seni eru algerlega innan vébanda eins ríkis og enga full- trúa hafa út um önnur ríki, en þó selja vörur sínar eftir pöntunum úr öðrum ríkjum. Til slíkra félaga ná ekki lögin um milliríkja-verzlanina. Senator Nelson var ant nm, að ná líka taumhaldi á þeim. Þess vegna fylgdi hann Littlefields frumvarpinu breytta. Og hann vildi enn fremur sýna það með þessari atkvæðagreiðslu, að löggjöfum um ein- okunarfélögiii áekki að veralokið. Hann veit, að forsetinn hefur með sjálfum sér áformað margt í þessa át.t, sem Jianti aitlar sét- að frainkvæma síðar. Hann gerði sér að góðu, í þetta sinn, ekki það, sem hann frekast vildi kjósa, heldur það, sem hann frekast ga.t t'engið hjá kongressinum, sem í uppliafi þingtíin-ins varí raun og veru á móti allri löggjöf um “trusts.” En forsetinn krat'ðist þess, að eiuhver byrjun í þá átt væri gerð tafarlanst. Og byrjunin er gerð. Hiu nýja stjórnardeild á að liafa það verk með höndum, að safna öllum gögn- um og skýrslum viðvíkjsndi liinnm stóru verzlun- ar-félögum laudsins; og þegar þær upply’singar allar eru fetignar ætti að vera auðveldara að semja lög í þessu vandamáli. Þessi byrjun er góðs viti, og næst forsetanum er hún mest að þakka “Knúti norska”, þingskörungnum mikla frá Minnesota. SVEITA-F'ÓSTAR. Óliætt má telja ókeypis pÓ3tsflut.ninginn til sveita (Itural Free Delivery) eitt af hiuum nyt- sömustu framfara i'yrirtækjum vorra daga. Þar sem þetta fyrirkomulag er komið á, eru bréf og blöð borin daglega heim á sveita heimilin rétt. eins og á sér stað í borg'um. Þetta kostar bæud urnar alls ekkert. Ryrjun í þessa átt var fyrst gerð í West Vir- ginia í október mánuði árið 1896. Að söniiu hafði kongrpssinn áður veitt fjárstyrk til slíkra pósts- flutninga: $10,000 árið 1894 og $30,000 árið 1895; en þúverandi póstmála ráðherra Bissell geðjaðist ekki að fyrirtækinu og brúkaði aldrei þessa pen- iuga. Við lok ársins 1896 voru að eins þrjár póst- leiðir, sem daglega var farið eftir með póstsend- ingar he.itn til bæuda; 1897 urðu þær 44; 1898 urðu þær 128 og 1899 voru þær orðnar 694. Þær náðu til samans til hér um bil 450,000 uianna. Nú fór bændalýðuriun utn land alt fyrst að veita þessu nýja fyrirkomulagi verulega eftirtekt, og úröllum áttum komu bænarskrár til stjórnarinnar um þannig' lagaða póstsafgreiðslu. Á sex mánuðum tvöfaldaðist tala póstsleiöanna og síðan liafa þær haldið áfram að tvöfalöast að tölu á hverjum sex mánuðum. Á fyrsta degi livers mánaðar eru iagðar nj’jar leiðir og er þó aldrei hægt að full- nægja öllum ljröfum. Stjórnin lagði fram $3,500,- 000 til þessa fyrirtækis á því fjárhagsári, sein end- aði 30. júní, 1902, og fyrir yfirstandandi fjárhagsár hefur hún veitt 7,500,000. Iíver sveita póstur ber póstsendingar til hér um bil 500 manns að meðaltali, og þar sem nú eru 12,500 slíkir póstar, þá nær þetta til ekki færra en 6-7 miljóna sveitabúa, og er það hér um bil einn tíundi partur alls bæudalýðsins í Bandaríkjunum. Þessi daglegi póstsflutningur til sveita heimil- anna hefur haft það í för með sér, að bændur lesa og skrifa miklu meir en áður. Á ákveðinni stundu hvers dags fer pósturinn um veginn, og það kemst í vana, að láta hann aldrei fara svo fram hjá, að hann ekki færi manni eitthvað. Bóndinn fer og kaupir dagblaðið og fær það hvern dag nýtt og ferskt heim til sín. Þetta liefur i för með sér breytingu á ölium hugsunarhætti og tali á heimi.'inu. Allir geta fylgt með í rás viðlnirðatina í heiminum. Mentun og meiniing eykst að mikl- um mun, auk þess hve mikil ánægja er þessu sam- fara. Þessi póstafgreiðsla út um alt latid ltanu í sumum tilfellum að spilla l'yrir þorpum ogsmábæj- uni. Bóndinu vorður þorpunuin óiiáð.u'i. Hann þarf nú ekki lengur að eyðatíma sínum tilað fara til kaupstaðarins baratil nð fá fréttir, og slæpast þar í búðumog veiting^húsum svo harm fái að vita hvernig heiminum líði. Fyrir þetta verður líka bóndinn miklu sjáifstæðari 1 öllum viðskiftuin. Hann sér daglega i blöðunum markcðsskráruarog veit um verð allrar vöru. Ilann lærir að kaupa beint af stórkaupmönnum án milligö.igumama. Árið, sem leið, voru lagðar 4,000 ny'jar póst- leiðir út um land á hverjum timui mánuðum. Skýrslur pósteijórnarinnar sýna, að tekjur póst- húsanna, sem póstsendingarnar eru bornar til og frá, fara sívaxandi. Síðan byrjað var á þessu fyrirkomulagi liefur stjórnin sparað $650,-. 000 með þvi að leggja niður póstflutning milli pósthúsa, sem óþarfur varð, eftir að farið var að afhenda póstsendingarnar í hverju húsi. Sömu- leiðis hefur verið hætt við 2,000 póstluís og hefúr á þatin háU verið sparað $150,000. Póststjórnin er svo átiægð yfir því, hvernig þessi sveita póstaf- greiðsla heiur hepnast, svo langt sem komið er, að húu býst við að geta innan mjög lítils tíma komið á þessu fyrirkomulagi um allar bygðir Banda- ríkjanua. Nú þegar ná póstferðir þessar til 300,- 000 ferhyrningsmilna. Eftir að búið vu-ður að leggja þær líka um þær 700,000 ferhyrningsmílur- sem eftir eru, þá er áætlað, að allnr kostnaður við póstflutninginn heim á bæuda heimili nemi $24,- 000,000. Stjórnin hefur látið þáð álit sitt i ljÓ3, að fyrir þetta fyrirkomulag muni bréfaviðskifti og pÓ8tsendiugar ankast svo mikið, að þær tekjur, sem af því leiða, meir en jafuist við þann kostnað, sem því fylgir. Þett.a nýja framfara spor póstflutningnum við- víkjandi og raunar alt fyrirkomulag póstmálanna, knýr menn til að hugsa um það, hvort ekbi sé bæði æskilegt og liyggilegt, að öll flutningsfæri sé eign stjórnarinnar og í hennar höudum. Hvers vegna ætti stjórniu ekki að geta átt járnbrautirnar um landið og sporvegina í bæjunum rétt eius og hún getur svo hagfeldlega fyrir land og lýð annast póstflutningana og látið þá borga sig jafnvel þó burðargjaldið sé eins lágt eins og allir vita? Enda virðist nú svo komið, að fjölda margir málsmet- andi menn séu orðnir sannfærðir um, að margt af því, sem ætlað er til almennings brúks og þarfa, en er þó í höndum fárra manna, er á þvi græða stórfé, ætti að vera í höndum stjórnarinnar, svo almenningur gæti notið þess jafn ódýrt og þægi- lega eins og póstsins. Yonandi er það vísir til annars meirá, þessi fríi póstflutningur út um sveitir og inn á hver*n bóndabæ. Bændur eru líka farnir að fá málþráð- inn heim í hús sín og bráðum fá þeir að líkind- um enn meiri þægindi lífsins.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.