Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 5

Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 5
La-ndbiírvaður og Bæja.rlíf. I>að er nú orðið ekki svo sjaldgæft, að bændur selji bújarðir sínar og flytji sig og fjðlskyldur sínar í kaupstaðina. Oftast kem- ur petta til af pví, að bóndanum finst (>rfið vinnan á landinu; liann er ef til vill búinn að bera par liita og punga dagsins í mörg ár, kominn í góð efni og langar nú til að fara að njóta göðra daga. t>á hvarflar liugurinn inn í kaupstaðina. t>ar finst honum, að hann muni geta átt gott, hvílt sig og skemt sér. Stundum kemur líka pessi ráðabreyting til af pvl, að bóndinn vill afla börnum sfnum meiri mentunar en pau eiga kost á úti á landsbygð- inni. í bæjunum eru betri og fullkomnari skólar. Ekki skal pví neitað, að mnrgur hefur haft gott af pví, að breytasvona um kjör sín, og lifað góðu og ánægjusömu lífi eftir að hann flutti sig til bæjarins. En hinu er held- ur ekki að leyna, aðmargir verða fyrir von- brigðum, sem petta reyna. Það vill verða nokkuð dyrt að koma sér upp heimili í bænum, halda pví við og forsorga fjölskykluna af litlum sem engum tekjum. Fé pað, sem maður fékk fyrir búið, eyðist sinám saman. Oft reynist bæjarlífið heldur ekki eins glæsi- legt og maður hafði búist við; og inörg- um manni leiðist í bænum, sem vanur er við sveitalífið. Stundum verður líka lítið úrskóla- göngu barnanna og ekki allsjaldan 1 æra pau rneira af illu en góðu, eftir að til bæjarins kemur, venjast á iðjuleysi, soll og óreglu. Menn ættu ætíð að athuga petta alt vel áður en peir selja sinn fallega búgarö. Sá maður, sem á góða og vel yrkta jörð og gott heimili út í sveit, breytir sjaldan um til batn- aðar með pví að flytja í bæ, nema svo aðhann annað hvort sé orðinn stórríkur eða hafi að góðri og arðsamri atvinnu aðhverfa íbænum. Sumum finst peir engra skemtana eða lífsins pæginda geta notið úti á landi. Getur ekki verið, að pað komi til af pví, að peir ekki reyni að afla sér peirra lífspæginda og ánægju? í flestum tilfellum getur efnaður bóndi aukið rnikið við ánægju lífsins ef liann rejnir. Þar sem nóg eru efni má prýða sveitaheimilið svo, að pað verði yndislega fagurt og skemtilegt. Bændur gætu ef til vill lagt meiri rækt við fegurðartilfinninguna, en peir gera, og fyrir pað haft miklu meira upp úr lífinu. Hugsum oss eitt sveitaheimili: Húsið stórt og skrautlegt stendur í fögru og vel hirtu skógarbelti; blómstur-garður er kring um húsið og fmiskonar ávaxta tré;liús- ið er búið vönduðum húsbúnaði osr forte- O piano er í stofunni; úti í hesthúsinu eru síl- spikaðir gæðingar ogskrautvagn við hendina, hve nær sem fólkinu póknast aðspenna gæð- ingana fyrir og aka sér til skemtunar út um nágrennið eða í kaupstaðinn. Hvað væri skemtilegra líf en petta? Og svo mætti •benda á eitt. Hversu mikla ánægju gætu bændur ekki veitt sér með pví að ferðast við og við d&lftið út í heiminn! Ef til vill er ekki eins mikil uppbygging og ánægja að neinu eins og pví, að ferðast. Og pað er svo undur margt að sjá og skoða hér í landi. Bændur, sem komnir eru í góð efni og vilja gjarna gera eitthvað sér til gamans, gætu naumast gert sjálfum sér meira gagn og gam- an með öðru en pví, að ferðast. Þetta, sem sagt hefur verið, á nú eink- um við efnaða bændur. Og pað eru einmitt peir, sem oft selja lönd sín og bú og flytja í bæi. En vér höfum viljað benda á, að pegar bóndinn á annað borð er orðinn svona efnað- ur, pá getur hann veitt sér mesta lífs-ánægju með pví, að vera kyr á landinu en taka til að pryða heimili sitt, flytja pangað lieim til sín flest pau pægindi, er hann hugðist finna í bænum, og njóta svo lífsins par. Fátækir bændur, sem pó eiga lönd, gera sjaldan bú- hnykk með pví, að selja löndin og flytjaí bæ til að præla par fyrir aðra. Verkleg Mervtvirv. Bent var á pað nylega í blaði pessu, að tiltölulega fáir íslendingar hér í landi hafi lagt fyrir sig verklegan lærdóm, svo margir sein pó hafa gengið skólaveginn. Vér vild- um aftur vekja eftirtekt á pessu og leyfa oss að fara nokkrum orðum um pað. Með verklegri mentun eigum vér við pann lærdóm, sem lytur að búnaði, verzlun, iðnaði, hússtjórn, hannyrðum o. m. fl. þ. h. Það er eins og sumir standi 1 peirri meiningu, að ekkert sé “mentun” nema pað, sem lært er á bókina og lytur að tungumála-lærdómi, vísindum og heimspeki. En pví skvldi sá lærdómur skoðast ógöfugri, sem kennir manni að vinna hin pörfustu verk? Fjölda margir peirra, sem ganga á æðri skóla og jafnvel taka embættispróf, hafa nauðalítið upp úr peirri mentun sinni. Fjöld- inn er orðinn svo mikill, sem lært hefur, að ekki nærri allír komast að nokkurri lífvæn- legri stöðu. I>essu fylgir líka svo mikil sain- kepni, að einungis peir, sem skara fram úr, ná hnossunum. hvo er mikill fjöldi ungra manna, sem lærir bara til liálfs eða J>ar um bil ! æðri skólunum, og hefur aldrei mikið gagn af peim lærdómi, pví hann verður að litlu liði og gleymist fljótt egar maðurinn fer að búa, verzla eða vinna að einhverju handverki, sein maður loks leggur fyrir sig. áræri nú ekki í mörgum tilfellum betra fyrir pessa ungu menn, að læra eitthvað “til handanna”? Fyrir stærstum hópi allra vorra uppvaxandi inanna Hggur að líkindum land- búnaðurinn. En Jjví læra menn ekkert til undirbúnings undir pá lífsstöðu? í hverju ríki eru ágætir búnaðarskólar; en sár-fáir íslendingar hafa sótt pá, og er pað pó sann- að og staðreynt, að J>eir, sein á slíka skóla hafa gengið, eru miklu færari tii að gera landbúnaðinn arðsaman og ánægjulegan. Bysna margir íslendingar hafa gengið & verzlunarskóla, en pví miður hafa peir haft tiltölulega Htið upp úr pví, mest vegna pess, að peir hafa ekki lært verzlunarfræðina til hlytar. ]3eir hafa gripið í pað nám eina 3 til 0 mánuði, lært pá dálítið í bókfærzlu, en fáir hafa lært í peim vérzlunarskólum, sem kenna allar greinir verzlunarfræðinnar og viðskifta- iífsins, og sem ekki verða lærðar á styttri tíma en tveimur til þremur árum. Menn ættu að stunda pessa fræðigrein vel, ef peir annars ætla að leggja fyrir sig verzlun, og forðast ónftu skólana og pá, sem pykjast kenna alt á fáum mánuðum. ^Og svo eru margskonar störf og ágæt- ustu atvinnuvegir, sem ungir íslendingar gætu lagt fyrir sig hér í landi, t> d. vélasmíði, landmælingafræði, telegrafsfræði, a!ls konar rafmagnsfræði, námafræði, byggingafræði og margt annað. Skólar eru víðsvegar um land- ið til að kenna alt petta, og væri vafalaust gott, að menn færu að kynna sér pá. Einkum er pó tilfinnanlegt, liversu lítið kvenfólkinu verður oft úr skólamentun sinni. Það er orðinn mesti fjöldi af stúlkum, sem gengur á æðri skóla, og langflestar verða J>ær að leggja eitt og hið sama fyrir sig að loknu náminu: verða kennarar í aljiyðuskólunum. Óefað er staða alpyðuskóla-kennarans ein hin allra göfugasta og parflegasta staða, sem til er. En pess ber samt að gæta, að víðast livar eru kennarar orðnir svo margir, að örð* ugt er að komast að góðri kennara stöðu, og margar stúlkur gefast upp og hætta við kennarastöðuna, fara svo að leita sér atvinnu á annan hátt, en eru, ef til vill, síður færar til að leysa önnur verk af hendi, par sem beztu ár aifinnar hafa gengið til undirbúnings undir þetta eina. Sem be.tur fer, liggur J>að fyrir öllum porra stúlknanna, að verða húsmæður. Og Jiað er að voru áliti vandasamasta, en um leið virðuglegasta lífsstaðan, sem til er. En undirbúningur undir pessa pyðingarmestu lífsstöðu er oft sorglega vanræktur. Til eru pó ágætir skólar, sem jafnframt bóklegri mentun kenna kvenfólki hússtjórn—kenna stúlkunum að matreiða, sauma, taka móti gestum, ganga um eldhús, borðsal og stofu, svo alt sé í góðu lagi, og í einu orði, að gera heimilið að heimili, Væri ekki gott, að kynna sér fyrirkomulagið á slíkum skólum? pegar unglingar, hvort heldur eru piltar eða stúlkur, eru að ráðgera að fara á æðri skóla, ættu peir strax að spyrja sig sjálfa sem svo: Til livers vil eg læra? Hvaða gagn hef eg af þessum lærdómi? Og hvaða nám verður mér til mestrar blessunar?

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.