Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 4

Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 4
5 VÍNLAND. 3 Mánaðarblað. Verð §1.00 árg. Útgefándi: G. B. BJÖRNSON. Ritstjórar \ Th. Thordarson. I Björn B. Jónsson. Entered at the post-ofBce at Minneota, Minn., as second-class matter. Ekkert vim of. Vitringur einn í fornöJd koinst svo að orði: “Fyrsta sporið til vizkunnar er að læra að pekkja sjálfan sig.” Ekkert sannara orð hefur verið talað. Án sjálfspekkingar getur maðurinn aldrei náð peirri vizku, sem er undirstaða framfara og fullkomnunar. En rétt eins o<jr hver einstakur maður parf um fram alt að pekkja sjálfan sig, svo liann geti breytt vel og viturlega, eins parf Jiver pjóð að pekkja sjálfa sig, svo að henni vegni vel og Jián verði langlíf í landinu. Og engri pjóð ríður meira á pví, að pekkja sjálfa sig, heldur en peirri • pjðð, sem byggir petta mikla meginland, Ameríku. Hún er úlík öllum öðrum p jóðum lieimsins á víir- standandi tíð. Hún er yngst allra stórpjóða. Hún er í raun og veru enn pá ekki búin að fá fast form, snið eða svij) á sig. Hún er enn pá í smíðum. Og vafalaust á pað Jangt í Jand, að hún verði fullger, því nyir efnisviðir eru alt af fluttir til smiðsins; peir eru ólíkir og ósamkynja, og parf pví að hefla pá og tálga áður en hœgt er að setjn pá á sinn stað í hið nf ja Salómons musteri. pjrtðbygginguna amerísku. Efnisviðir pessir eru auðvitað liin- ir miirgu ólíku pjóðflokkar, sem til pessa lands flytja frá nœrri öllum löndum heimsins, og hér eiga sameiginlega á sínum tíma að rnynda nýja pjóð. J>að gefur að skilja, að það sé ekki stríð- laust í byrjun, að sameina allán pennan að- komna lýð og gera eina hjörð úr öllum pess- um óteljandi ólíl<u smáhjörðum. Kn einmitt vegna liinna ólíku og margbreytilegu frum- efna sinna mun þessi nýja þjóð verða með tímanum sterkust og voldugust allra heiins- ins pjóða. Þaðrná með réttu segja, aðkraft- ar allra pjóða verði sameinaðir í eitt við myndun einnar nýrrar pjóðar úr öllum þjóð- um. Hin nýja pjóð verður sainsteypa allra andlegra og líkamlegra krafta eldri pjóðanna. Hér í liinum nýja heimi á að safnast saman í eitt öll pjóðerni, alt lunderni og öll reynsla Jijóðanna úrhinum eldri álfuin lieimsins. I>ar sem nú efnin eru svona margvísleg og mismunandi gefur að skilja, aðhalda Jiurfl á hinu mesta viti og varkárni við samblöndun þeirra. Og hafi nokkrum mönnum riðið lííið á pví, að pekkja sig sjálfa, pá eru pað Jieir menn, sem nú byggja petta land og úr sjálf- um sér eiga að smíða hiö mesta völundarsmíð, sem pekst hefur í pessum heimi. En pví miður verður maður stundum var við skort á viti og varkárni í pessu sein öðru. Mörgum mönnum hættir við að lenda í óvit- urlegum öfgum, þegar peir hugsa og talauin pjóðernismyndunina hér í landi. Tvær slíkar öfga-stefnur rekur maður sig á nærri alls staðar í landinu. Önnur öfga- stefnan er baráttan fvrir pví, að steypa öllum aðfluttu pjóðflokkunum strax í saina súpu- pottinn, kynda undir með gljákolum amer- ískra afreksverka, blása að kolunum með fýsibelgjum fjórða-júlf mælskunnar, og færa svo upp eftir litla stund fullsoðið ketstykki nýs pjóðernis. Pví miður liallast margir góð- ir drengir að pessari stefnu og Jiaö af hrein- um hvötum, en vegna skorts á skilningi og skynsamlegri yfirvegun kringumstæðanna. Pessi blindni liefur nokkra íslendinga lient. Hin öfna-stefnan er tilraun marnra leið- D D andi manna meðal hinna ýmsu pjóðflokka í landinu að byggja Kína-múr kring um hvern sérstakan Jjjóðflokk og varna pví, að peir blandist sainan. A mannamótum hér er stundum ekki ólíkt pví, sein var á réttunum á fslandi. Par er verið að “draga” livern sauð í sína pjóðernislegu rétt, eftir pvf, sem mörk- in sýna, og Jiegar allir eru búnir að “draga” verða að eins fáeinir “gemlingar” eftir í “al- inenningi”, sem enga sérstaka pjóðflokks kví eiga. I>eir kalla sig “Americans”, enda pó í rauninni séu engir “Americans” til, aðrir en Indíánarnir. Hinir, sein svo kalla sig til að- greiningar frá öðrum mönnum, eru venjulega menn, sem vilzt liafa frá sínu Jijóðernislega sauðahúsi og eyrun Jiafa svo tognað á, að “mörkin” sjást ekki lengur. Pað á enginn öðrum fremur tilkall til pessa liei ðursnafns, “American”. Allir borgarar landsins. hvað sem pjóðernislegum ujijiruna peirra og tungu líður, liafa sæmdir verið pessu tignarnafni og Jió einliverjir séu búnir að vera lengur en aðrir í landinu, ]>á hafa þeir fyrir pá sök eng- an rétt til tið stœra sig af pví nafni. En pessi síðartalda stefna, sú að liver þjóðflokkur einangrist, og haldi sér inni í sín- um gömlu kvíum, er i*ngu liættuminni en hin. Hún veröur bæði hverjum peim pjóð- flokk, sem peirri stefnu fylgir, og landinu sjálfu til hins mestatjóns. Pessiblindni hef- ur líka hent suina íslendinga. Báðar pessar öfga-stefnur verður fólk [,(*ssa Jands að varast en leitast við tið sigla mitt á milli peirra, eins og sjófarendurnir sigla inilli Skylla og Karibdys við Sikiley. En pað, sem menn aftur á móti Jiurfa að halda frain í pessu máli er þetta prent: 1. Pað á að taka til greina alla hina inn- fluttu pjóðflokka og eiginleika þeirra, stuðla að því, að þeir, liver uin sig, fái tíma og tæki- færi til pess hvorstveggja, að ná hingað til sín hinu bezta af pví, sein til er ( þjóð þeirri, sem peireru komnir frá, og gróðursetja ]>að hér, og að verða á eðlilegan liátt fyrir áhrifum hérlends pjóðlífs, átta sig á pví, til- einka sér það, gera pað að sjáll's sin eign og parti af sjálfum sér. 2. Hinir mörgu pjóðflokkar, sem nú byggja landið, þurfa að læra að pekkja og virða hvor annan. Ekkert er háskalegra landinu en pjóðflokka-rígurinn. Það vill brenna við í hverri bygð, að metnaður sé og sundrung Ifélagslíflnu vegna pjóðflokkslegrar aðgreiningar. Slíkt parf ekld að eiga sér stað. Eins og menn virða aðra einstaklinga en sjálfa sig, og heimili annara manna, eins ættu menn að geta borið virðingu fyrir öðrum þjóðflokkum og sýnt Jieim vináttu og bróður- þel. 3. Hver einstakur pjóðflokkur J>arf að læra að þekkja sjálfan sig, pekkja sína for- tíð og skilja sína framtíð. t>að er skylda hvers pjóðflokks, sem eitthvað gott á til í sér umfrarn aðra, að leggja rækt við það og koma pví í liinn sameiginlega sjóð [ijóðarinnar hér- lendu. Og pað er skylda allra peirra, sem á einhvern liátt eru leiðtogar síns pjóðflokks, að leiðbeina lönduin sínum, svo J»eir geti náð sínu takmarki sem bezt—pví takmarki, að blandast saman við pjóðarheildina á eðlilegan og farsællegan hátt. t>að á fyrir enguin að dylja, að takmarkið er pað, að allir pjóðflokk- arriir renni á sínuin tíma saman í eina óað- greinanlega heild, eitt alsherjar Jijóðerni. Þet'ta mál snertir oss Islendinga ekki síður en aðra. Einnig vér þurfum að læra að pekkja sjálfa oss. Vér eigum að áttaossvel,. gá að Jivf, sem liggur að baki oss, og J)ví. seiu framundan oss er, og þekkja sögu fortíðar vorrar, vita af hvaða bergi vér erum brotnir, hvað reynsla feðranna kennir og að hvaða gagni föðurarfur vor geti orðið oss. Og á hinn bóginn purfum vér um fram alt að hugsa um framtíðina, muna livert vér erum að fara, livað vér eigum að verða, halda sein réttasta og bezta braut inn 1 liið hérlenda pjóðerni, sem vér eins og allir aðrir útlendingar eigum D D D loks að lenda í. “Ekkert um of.” Ekki að revna aðskifta um ham alt í einu; ekki heldur að einangrast og byggja múrveggi kring uin vorn litla blett, svo vér ekki komumst út til anriara eða aðrir inn til vor. .Eitt ættu allir hinir yngriað gera: kynna sér sögu pjóðar sinnar. -Það er leiðinlegt pegar annara þjóða inenn fara að spyrja oss um ísland og íslendinga, að geta ekki svarað þeim af pekkingu. Sá maður, sein ekki jiekkir til sögu Jijóðar Jieirrar, sem hann er kominn út af, er ekki ólíkur þeim manni, sem ekki veit hvers son hann er. En svo mega heldurekki hinir eldri lialda peim ungu burtu frá hinum alinenna félags- skap og frá sainneyti við aðra íbúa landsins. Það er ekki æskilegt t. d. að Islendingar séu æfinlega út af fyrir sig á sainkomum og fund- um. Látum J>á blandast saman við aðra menn og læra siði peirra og skemtanir. Sum- staðar liafa íslendingar gengið of langt í pví, að vera með alla skapaða hluti einir út affyr- ir sig. Ekki að fara of geyst og heldur ekki of hægt. “Ekkert um of.”

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.