Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 6

Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 6
Maxim Gorky. Undarlegt er það en þó satt, að hin stærstu bókmenta ljós eru sem stendur í höndutn annað- hvort smáþjóðanna ellegar þeirra þjóða, sem neðarlega eru í röð menta þjóðanna. Mestu nú- lifandi skáld heimsins eru á Norðurlöndum og stærstu skáldsagna höfundarnir, sem nú eru uppi, eru á líússlandi og Póllandi. Kússneski skáldrita höfundurinn Leon Tolstoy er víst af flestum talinn freœstur allra skáldsagna meistara, sem nú lifa. En Iiann er maður fjör- gamall og dagar hans eru vafalaust því nær taldir. Mörgum verður því að leiða getur að því, hver af lærisveinum hans muni hljóta Elíasar kápuna. t>eir af yngri skálduuum, sem helzt eru ueftidir sem “eftirmenn” Tolstoys, heita Anton Chekoff, Vladimar Korelenko og Maxim Gorky. Allir liafa menn þessir unnið sór til frægðar með ritum sín- um, en hinn síðast nefndi er bazt kunnugur orð- inn öðrum þjóðuin og einkum ensku lesandi mönntlm. Við bókum hans er tekið með gapandi gini ogeftir þeim sótt ekki minna en bókutn sjálfs Kiplings, bæði á Englandi og hér í landi. Aðal-einkenni þeirrar bókmenta-stefnu, sem við Tolstoy er kend, er meðaumkunarsemin og mannúðin gagnvart aumingjunum, öllum þeim, sem lágt standa í mannfélags stiganum. Tolstoy er Móses bændalýðsins á Rússlaudi, sein sm ár og aldir hefur búið við fákunnáttu og þrælkun. Gorky er sannur lærisveiun Tolstoys og hanu hefur valið sér yrkisefui ef til vill skör neðar en nokkurn tíma Tolstoy. Hann lýsir dreggjunum á botni mannlífsins. Fátæklingunum og ræfluuum í borgunum og vírkasti manufélagsins gefur hann sérstaklega gaum. Og af því, er séð verður, virð- ist tilgangur hans vera sá, að sýna, að eftir alt séu þessir aumiugjar menn, og afla þeim vina. Gotky leggur lag sitt við flakkara, húsgangamenn og betlara til að kyunast tilfinninga líti þeirra, og hanii kaf'ar til botns á liati siðspiilingar og óláns til að rannsaka þar sáiarlífið. Alt fram að siðustu tíð hefur Gorky brúkað skáldsögu listinatif að flytja með kenniugarsínar, en nú hefur hann líka tekið leikrita listina í sína þjónustu. Tvö leikrit hafa nú birzt eftir hann. Hið síðara er nýútkoinið og er nú á hvers manns vörum. Ritið heitir “Na Doie” ^á ensku er það kallað “At the Bottom’\ Niðri á Botni). Leik- persónurnar eru að mestu leyti flakkarar, betlarar, prakkarar, utlagarog glæpamenn. Ritið var ný- legu leikið í Moskva, og er þetta liaft eftir einu blaðinu þar: “Leikurinn er söngur; það ersálmur um mann- legt eðli. Ilann er ba:ði hryliilegur og gleðileg- ur. ‘Niðri á botninum’sér maður siðspilt og út- skúfað fólk, og segir við samvizku sína: ‘Það er dautt: það heftir mist alla tilfinningu.’ Og maður sættir sig við það og lætur sig engu skifta hveruig því líður. “En alt í einu hrekkur maður iipp við þá óvæntu vitrun, að það er enn lifandi! “8vo birtist manni undarleg og ósegjanlega fögur sjön: Niðri í forinni, niðrií óhreinindunum, ijótleikanum, siðleysiiin, viðbjóðnum; niðri í dreggjunum— lifir mannssálin samt sem áður.” Stuttur útdráttur úr þessu skáldriti er á þessa leið: Sagan gerist í einum liinum lélegasta og lægsta gistiskála, þar sem hinir út.skúfuðu aum- ingjar haí'a aðsetursitt. Forstöðukona gistihússins er andstyggileg skepna, sem hefur óleytileg ásta- mök við nrann, sem þar gistir, Yaska Pepiel að nafni, sem er þjófur og þjófs son. Eu Vaska ber ást til systur heunar, ungrar stúlku, sem verð- ur þess vegna fyrir reiði hennar. Maður húsmóð- urinnar er inesti svíðingur og hún hvetur Vaska til að “koma lionum úr veginum” á einhvern hátt. Eitt sinn verður liún áheyrandi ástamála þeirra V'aska og systur sinnar, og í brjálsæði reiði sinnar hellir hún sjóðandi vatni yfirhöfuð hemni. Vaska ætlar þá að drepa hana, én í uppþotinu leggur hatin í þeas stað mann hennar knífi. Hún kærir hann þegar um morð til að hefna sln á honum fyrir að fótum troða ást sina. Margar aðrar skuggamyndir úr lífinu á gisti- húsuuum eru sýudar: rifrildi, áflog, drykkjuslark, fjárglæfrabrögð og þjófnaður. Svo keraur til þessara ræfla gamaÚ maður, sem verið liafði fangi í Siberíu. Hann heitir Louka. ÞesSi gamli förukarl er ljós í ríki myrkranna. Hann er euginn trúboði eða prédikari; bara lát- laus, táliaus, góðhjartaður maður, sem er það eiginlegt. að elska meðbræður sína og hefur sér- staka hæíileika til að vekja alt gott, sem dáið hef- ur í hjörtuin manuanna. Hann er uudur blátt áí'ram, barnslegur, góðlyndur, og þó hygginn og fyndinn upp á siun máta, og alveg ómótstáeðilegur. Hann keinur undramiklu til leiðar í þessuin heimkynnum vesaldóms og glæpa. Hann afstýrir morði, sem Papiel hafði áformað, og kemnr hon- um til að bæta líf sitt og vinna fyrir sér á heiðar- legan liátt; hann fær forfallinn drykkjumanu til að ganga í bindiiidi; hann biæs anda göfugleikans í brjóst hinna vesælustu rælla; hann buggar deyj- andi kvenmanns-auiningja og endurlífgar í hjarta liennar vouiua um betra líf hinuin megin grafarinnar; lianu reisir á fætur ósiðsama konu með því að leiða liuga hennar að hinu f'yrra breinlífi hennar og sakfausu ást. Og hyernig gerir hann nú þessi kraftaverk? Með hógværum orðum, með kærleiksríkuin atlot- um ognákvæmni, með því að vekja hvervetna liið góða í sálum inannanna. Hann særir aldrei nokk- urn mannþhanii launar ávalt ilt með góðu. Hann skapaði ekki nýja menu; þeir voru til áður, en þeir voru andlega sofandi. Hann vakti þá. Stundum hefur það verið fundiö að þeirii skáldskaparstefnu, sem Gorky fylgir, aö hún sýni rnanni að eius ljótleika lífsins og skapi hjá manni óhollar lífsskoðanir. En því lofsverðara er það þá þegar einnig er brugðið upp svona fögru Ijósi líknarinnar og vonarinnar yfir myrkur böls og spillingar. Ekki skal maður samt taka öllu því, sem Gorky hefur ritað, með fögnuði og ekk! væri ráðlegt, að fá unglingum sumar bækur hans i hendur, er. hann er mjög hátt upp hafinn yfir flesta svonefnda bölsýnismenn. Björrvstjerne Björnson. Avalt síðan sjötiu ára afmælishátíð Björnsons var haldin 8. des. síðastl. hafa bókmenta blöðin verið að flytja ritgerðir um hann. Þeim kemur sainan um, að hann sé einhver allra merkasti rit- höfundur, sem nú er uppi í heiminum. Flest blöðin telja haun mestan allra rithöfunda á Norðurlöndum, en sumirtelja ILinrik Ibsen honum meiri. Blaðið Uarper’s Weekly segir um Björn- son: “Hann er einn af heimsius mestu leikrita- skáldum, og eru ieikrit hans leikin nærri um alla jörð; hanti er öflugasti stjórnmálamaður þjöðar sinuar; hann er aðdáanlegur hlaðamaður, skorin- ortur, frumlegur, sannfærandi, og birtast ritgerðir hans ekki að eins í .norskum blöðnm, heldur iíka í helztu blöðum Euglands, Þýzkalands og Frakk- lands.” Ekki hefði blaðið átt að gleyma því, að liann er enn freinur einhver mesti ræðuskörungur, sem nú er uppi. Maður að nafni Hrolf Wisby hefur ritað langa grein um Björnson í blaðið Eceniny Post, sem gefið er ut f New Yorlc. Skýrir hann svo frá, að Björnson sé fræg-istur fyrir þá skuld, að hann sé faðir nútíðar bókmentanna norsku. Telur höf- undur sá, að þjóðlegar og sjálfstæðar bókmentir Norðmanna byrji árið 1857, þegarskáldsagaBjörn- sons, “Synnöve Solbakken,” kom fyrst á prent.— Sú saga (Sigrún á Sunnuhvoli) hefur verið þýdd á íslenzku af Jóni Olafssyni og er prentuö i“Iðunn.” Á ensku er hún þýdd af próf. R. B. Andersou. Hér kemur nokkur kafli úr ritgerð Iirolfs Wisby: “Það var með Björnson eins ogByron, að hann vakuaði upp við það einn fagran morgun,að hann var orðinn frægur inaður. Vinir hans átti von á, að hin mikla mælska hans gerði hann #að heims- frægum ræðuinanni; og blaðagreinir hans gáfu vinum hans vonir um, að hann yrði óvenjulega mikill blaðamaður. En svo lék hann á þá alla. Dálítil yfirlætislaus bók—“Synnöve Solbakkeu”— sást í gluggum bókabúðanna í Kaupmannahöfn og vakti hina mestu eftirtekt. Blöðin og ritdóm- endurnir eignuðu Ibsen söguna, því höfundurinu nef'ndi sig að eins “B. B.”, en Ibsen hafði við ýms taikifæri tekið sér rithöfundar nafnið “Brynjolf Bjarme”, og Ibsen var um það leyti eins vel þektur eins og Björnson var óþektur. Þegar nú Ibsen af- salaði sér þeim heiðri, að vera höfundur bókar- innar, leiddi það tii þess, að sagan var á ný gagn- rýnd í öllum blöðum og alls staðar kvað við hinn inesti lofsöngur um söguna og höfundinn, jafnt lijá lærðum ritdómurum og alþýðu. Lofsöngur þessi var heldur ekki út í bláinn. Þessi litla bók var hornsteipninn undir bókmentir Noregs. Það, sem ritað hafði verið af Norðmönnum fram á þann dag, alt frá Wergeland og Welhaven lil Ibsens, hafði haft. danskan keim. Björnson varð fyrstur til að semja norskt rit, sein var í alla staði norskt og bar af öllum ritum af því það varnorskt. Eins áreiðanlega og Hómer skóp hinar fornu bók- mentir Grikkja með ljóðum sínum, eins skóp Björnson hinar þjóðlegu hókmentir Noregs ineð sveitasögunni sinni,“SynnöveSolbakken.” Honuin ber því sú mikla virðing, að teljast hinn eini nú-

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.