Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 7

Vínland - 01.03.1903, Blaðsíða 7
lifandi stofnandi pjóðlegra bókmenta, jafnvel liinn eini í nútiðar sögunni. Hann er fyrir norsk ar bókmentir liið sarna og- Cliaucer er fyrir enskar bókmentir.” Wisby skiftir æfisögu Björnsons að fví ei bókmentastarf hans snertir í tvo kafla: hinu fyrri hljóðar um pað tímabil æfi hans, sem hann lót i öllu stjórnast af hinum uorska þjóðaranda; liinn siðari, eftir að hann komst undir áhrif Ibsens og uútiðar “skólans” danska. Haun segir: “Þegar Björnson árið 1863 var þrjátiu og eins árs gamall hafði liann þegar samið sinar beztu sveitasögur, sín fyrstu leikrit og sín liáfleygustu ljóð. Menn álitu, að hann þá va:ri þegar búinn að ná sinni inestu fullkomnun. En 1871 byrjar liið siðara tímabil æfi hans. Þá varð hann fyrir áhrif- um Ibsens og dönsku stefnunnar, eius og Ibsen aftur varð fyrir áhrifum Björnsons og liins norska þjóðaranda. Björnson viðurkendi það með Ibsen, að sá tími væri nú kominnn, að rita þyrfti af meira krafti og framsóknarhug, en hæg't væri að koma að í tómum sögum. Tók hann þá að fást við hin stærstu lífsspursmál mannfólagsins og birta skoð- anir sínar á þeim, og til þess valdi hann leikskáld- skapar-listina. Eftir það fór frægð hans alt af vaxaudi unz liann kepti við lbsen um hið æðsta sæti, og í þeirri grein mega þeir teljast jafningjar; Ibsen er meiri iistamaður, en Björnson er and- ríkara skáld.” Svo heidur Wisby samanburðinum áfram og sýnir fiam á, að alt, sem Björnson j'rki, eigi rót sína að rekja til einhverrar taugar í norsku þjóð lífi, þar sem öll leikrit Ibsens mætti með lítilli breytingu heimfæra upp á hvaða þjóð sem væri, án þess að þau töpuðu hinum upprunalega blæ sinum. Hann lýkur máli sínu á þessa leið: “Björnson er þjóðskáld Noregs. Hann tóaar og talar upp á háum liæðum, þar sem Ilisen grúsk- ar og grefur niðri í afgruhmiuum. Hann er liinn innblásni spámaður þjóðar sinnar. Hugsauir hans verða að verklegnm framkvæmdum. Snild hans kemur til vor í björtu sólarljósi eiiis og spámann- anna gömlu á hæðunum. Björnson erbarn sveita- lífsins eins og þeír Kobert Bnrus og- Victor Ilugo. Jafnframt því, sem liaun er mesta skáld Norð- manna, bæði að krafti og innblæstri, er hann lika imynd hins tiorræna skaplyndis. Ef vór viljnm komast að raun um hvað só að eðli og eiginleik- um norskt bæði að anda og efni, þá lesum vór fyrst af öllu Björnson, en máske síðaSt af öllu fbsen.” -----------—•- —^----------------- Pjóðerni íslendinga.. (Þessi grein, sein hór fer á eftir, er kafli úr rítgerð úr “Norðurlandi”, um bók dr. Valtýs Guð- mundssonar, “íslands Kultur ved Aarhundred- skifted 1900”. öss þykir grein þessi fróðleg og leyfum oss því, að birta í blaðl voru þennau katía. —liitst.) “ísland bygðist frá Noregí eins og kunnugt er, á tímabilinu 870-930. Islendiugar eru þvigreiii af hinum norræna þjóðstofni. Þeim sviiiar að mörgu leyti til frænda sinna, Norðmanna, þó þeir sóu þeim í ýmsum greinum frábrugðuir. Er það eflaust af þeim rótum runnið, að það fólk, sem fyrst nam laudið, var svo blandiutiar tegundar. Meginstofuinn voru norræn stórmenni, er ekki vildu lúta ofríki Haraldar hárfagra og flýðu fyrir því land, sumir beina leið til íslands, ensumir fóru fyrst vestur til hinna hrezku eyja, og þaðan aftnr til íslands. En hvorirtveggju höfðu með sór marga ófrjálsa menn, hjú og fylgdarlið, sem hland- aður lýður liefir verið, enda sumt leysingjar. Þeir þrælar, sem fluttust til landsius frá vesturlöudum, hafa flestir verið af Keltakyni. Einnig virðist sem hinir norsku mansmenn hafi verið af öðrum kynflokki komnir en liin norska höfðingja- og bænda-stétt. Benda til þess fornritin eigi síður en nýjar kynferðisrannsóknir. Eru því miklar líkur til, að liin íslenzka þjóð só sambland þrenskonar þjóðkynsferða, eða germanskrar, keltneskrar og frumnorrænnáí tegundar, Þessi blöndun hefir þá hlotið að hafa nokkura þýðing í för með sór; en hinsvegar hefir hin afskekta lega landsins og ein- kennilegu eðlishlutföll stutt mikið tilaðeinkenna Isiendinga; og þá má ekki gleytna því, að hið tnisjafna stjórnarfar í landiuu og lífskjör þjóðar- ii.nar öldum sainan iiefir hlotið að gefa lunderni liennar sérstaka lögun og litabrigði. F.yrir þessa sök hefir hið íslenzka þjóðertii í eðii þess orðið mjög svo samtvinnað (sammensat), og verður því all-erfitt að sérkenna einkunnir þess frumparta. Landsmenn líta og út, sem væri þeir blendingur ýmissa tegunda þótt mest beri á hreinum norræn- um germans'vip. . . . Telja má almenna einkunn íslendinga yel þroskaða vitsmuni, og mjög sterka metnaðarlund (Selvfölelse). íslendingnum er ekki um, að hægt sé að segja, að hann sé háður vilja og skoðuuum annara. Valdið metur hann lítils, og kýs helzt sér sjálfum að ráða, bæði í hugsun og hegðun. Ilann vill því trauður fylgja annars manns ráðum eða leiðslu, heldur er hann hins vegar boðinn og búinn til að mótmæla; ef ekki fyrir aðra sök, þá til þess að sýuast einfær og sjálfbjarga. Skaplyndi hans er mjög hueigt til mótstöðu, og i alsherjarmálum er liann gallharöur lýðfrelsismaður (Hemókrat), er viil, að hver ein- stakur hafi óskorað fullrétti. Hanu er yfirleitt framfaravinur, og aun Trelsi og fullræði takmarka- laiist: að öll ráð komi frá eiuum stað, og alt eftir- lit ofan frá, þykir honian þvingun. í trúarefnum er liann beiuharður fríhyggjumaður, og kanuast hvorki við pietista ná trúarofsamenn; hann vill að hver maður njóti fullkomins frelsis, hvað sannfær- ing snertir. Hann er yfirleitt hyggindamaðuriun, sem vili að skynsemin hafi ólakmarkað vald yflr lííi tiltinninga og dulhvata,” Þetta er varla þriðjungurinn af lýsing liöf. á þjóðerni og lunderni landa hans, og er hér ekki rúm fyrir meira, en flest í bók hans er vel hugsað og rökstutt og i heild siuni er hún eiukar vel fall- in til að ná tilgangi sínum. Ilún er öfgalaus, skemtileg og sönn. M. Ný skáldsaga kvað vera út kotnin á Akureyri eftir Þorgils gjallanda og heita “Upp við Fossa”. “Norðurland” flytur ritdóm utn liaua. Segir blað- ið, að hún sé “víðast hvar svo vel orðuð og sum- staðar leitaðsvo langt inn í sálarlíf manna, að frá því sjónarmiði sé útkoma bókarinnar allmerkur atbuvður.” En hins vegar er sagt, að efni sögunn- ar sé svo ljótt og ósiðlegt, að húu ekki geti náð liyllí manna. Gaman og Alva.ra. FO KSFTINN ()G PRl NSIN N. Einu sinni sátu peir saman feðgar, ]>rinsinn uf Wales oir liinn untri sonur lians, Játvarður prins af York, og' voru að skoða myndir í nv- útkomnu tímariti einu af helztu mönnuni heimsins. Loks varð fyrir beim mvnd af p>eim Roosevelt forseta og Játvarði prins á sama spjaldi. “Ja, bara sjáðu mig, pabbi!” sagði dreng- ur, nieir en lítið glaður yfír f>ví, að sjá mynd af sjálfum sér meðal pessara stórmenna. “En lieyrðu, ]>abbi, hvaða maður er petta, seiu lijá mér er? En hvað pað er góðmannlegt andlit! Er liann konungur. ]>abbi?” “Nei, liann er ekki konungur, barnið mitt,” svaraði prinsinn af Wales hlæjandi. “Hann er samt miklu meiri og voldugri en margir konungar eru. Hann er í heiðri liafður uin alla veröld. Hetta er mynd af Roosevelt, forseta Bandaríkjanna í Yestur- heimi.” “Svo,” sag-ði Játvarður y>rins alvarlega og liugsandi. Síðan glaðnaði yíir honum og hann segir: “Pabbi, lieldur pú ekki að fólkið í Bandarikjunum verði upp með sér af pví að sjá inynd af forseta sínum samliliða myndinni a f mér?” IÐJ'USE.MI EHISON’S. Það er sagt, að hugvitsmaðurinn, Thomas A. Edison lesi engar bækur aðrar en pær, sem liljóða bein- línis um vísindi pau, er hann stundar, neina honum sé koiiiið til pess annað hvort af konu lians eða einhverjum vini. Eitt kveld var liann venju freihur niðursokkinn í einhverja vísindalega tilraun, og gekk um gólf í lestrar- salnum ínjög áhyggjufullur. Kona har.s vildi fá liann til að taka sór hvíld og kemur til hans með bók, söguna eftir Dumas, “Greif- inn af Monte Cristo.” “Hefur pú nokkurn tíina lesið pessa sögu?” syiyr frú Edison. Edison lítur á titilblaðið og svarar: “Nei, hana hef eg aldrei lesið. Er pað góð saga?” Frú Edison fullvissaði liann um að svo væri. “Jæja, pað er pá bezt eg lesi hana strax,” sagði Edison. Og með Jiað sezt haiyi niður og fer að lesa. Eftir tvær niínútur hafði hann gleymt “tilraun” sinni algerlega og hin mikla saga Dumas fjötraði lmga hans. Heg- ar hann var búinn með bókina tók hann eftir, að dagsbirtu var farið að leggja inn um o'luo'cran. Hann leit á úr sitt. Klukkan var r*> r>r» orðin fimm um morguninn. lín ekki liafði hann fyr lagt frá sér bók- ina en “tilraunin” kom lionum aftur í hug, Hann tók pegar liatt sinn. gekk út í verk- stofu sína og vann iátlaust án svefns og mataf í pr játíu og sex klukkustundir.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.