Vínland - 01.02.1906, Síða 6
Sóttvörnin & Panama.
Það liafii margar ljótar sögur gengiö hér í
landi af öllu ástandinu suður á Panama síðan
Bandamenn tóku partil starfa,að undirbúa skurð-
gröftinn. Það er víst, að margt hefir par gengið
á tréfótum; miklu fé hefir verið eytt til úþarfa og
framkvæmdir flestar liafa verið fremur smáar og
seinfara. En þó er flest vkt, sem af f>ví er sagt,
og margar þær sögur eru alveg tilhæfulausar.
Ilelztu orsakir þess, að svo mörgu er logið frá
Panama^og flest er J'ar sagt miklu verra en það er
í raun og veru, eru þær, að þangað fluttu margir
ungir menn og óreyndir héðan úr landi, þegar af-
ráðið var að Bandaríkin skyldu iáta grafa f>ar
skipa8kurðinu. Hugðu menn þessir gott til glóð-
arinnar að maka þar krókinn fyrirhafnarlítið af
hálaunuðum stjórnarstörfum. Flestir voru þeir
bókliaidarar og skrifarar, sem ekkert vissu um
Panama, en Imynduðu sér, að þpr væru eða yrðu
innan skams stjórnarskrifstofur á hverri Jnífu, er
að sjálfsögðu myndu standa opnar hverjtim penna-
færurn hvitum manni, er byði þeim þjónustu sína,
og þar ætluðu þeir að eiga góða daga, há-
launaðir af stjórninni. En þegar þangað kom brá
þeim heldur eu ekki i brún, er þeir fundtt engar
skrifstofur, sem vildu veita þoim viðtöku, og ekk-
ert verk var á boðstólum annað en það að ntoka
og grafa. Til þess starfa voru þeir ófærir flestir,
þeim var þvi nattðugur einn kostur að hverfa
heim aftur, sent skjótast. Svo þegar þeir komu
heim aftur til Bandaríkja, félausir og illatil reika,
þá var engin furðaþó þeir hefðu margar misjafn-
ar sögur að segja af öllu því, er þeir höfðu kynst
þar syðra.
Fiestar ljótustu sögurnar eru að mestu leyti
tilbÚDÍngur þessara manna og ýmissra annara,
sem orðið hafa fyrir vonbrigðum þar suður frá.
Það mun að vísu varla vera ofsögum sagt af fram-
kvæmdaleysi sumra umsjónarmanna stjórnarinn-
ar og sundrung þeirri, sem til skamstíma hefir
ríkt meðal helv.tu verkstjóranna á Panama, en það
var ekki á betra von þar sem enginn var til þess
fær að hafa á ltend't yflrnmsjón og sameina alt
undir einni aðalstjórn.
Fyrst af öllu þurfti að útrýma sjúkdómum
þeitn, er voru svo mildar landplágur þar á eiðinu
að enginn útlendingur, sem þangað flutti, gat til
lengdar verið þar óhultur um líf sitt og heilsu.
Þegar Frakltar voru þar að grafa skurðinn, lá
fullur helmingur verkamanna oftast veikur, og
þeir dóu hundruðum saman bæði á spítölum og út
ávíðavangi svo ekki varð tölu á komið. Veikindi
þessi og manntjón ollu því ekki hvað sízt að þetta
fyrirtæki Frakka fór á höfuðið, og það dæmi varð
Bandamönnum til varnaðar. Þegar Frakkar voru
þar á eiðinu þektu menn ekki orsakir þeirra drep-
sótta — malaria og gulupestarinnar — sem lang-
skæðastar eru á Panama, og það eru reyndar tæp-
lega tíu ár siðan menn komust að niðurstöðu um
það; þess vegna kunnu menu þá engin ráð, er
dugðu til þess að verjast sjúkdómum þessum og
þvi síður til þess að útrýma þeim. En nú er alt
þetta svo kunnugt orðið að litil hætta eða engin
ættl að stafa af sjúkdómum þessum á Panarna ef
öll nauðsynleg varvíð er við höfð. Það hafa
Bandamenn líka hagnýtt sór, og þeim lielir tekist
að útrýma drepsóttum þessum næstum algerlega á
Panama.
Til þess að hafa yfirumsjón með sótthreinsun
á eiðinu var fenginn W. C. Gorgas yfirlæknir við
her Bandaríkja. Hann hafði áður haft umsjón
með sótthreinsun í Havana, og gerði þá borg á
einu ári svo heilnæma að livergi þykir nú hollara
að búa á Indlandseyjum en þar, en áður var hún
eitt hið versta pestarbæli i Ameriku,engu betri en
Panama, og sömusjúkdómarnirvoru ábáðum þeim
stöðum hættulegastir. Gorgas hafði þvi bæði
þekkingu og reynslu til að fást við sjúkdóma
þessa er hann kom til Panarua;en þar varð honum
þó lítið ágengt fyrstu mánuðina, sem hann var
þar, vegna þess að liann hafði þá ekki nóg.fram-
kvæmdarvald til þess að fá því framgengt er þurfti,
og aðrir menn.sem ekkert vit liöfðu á heilbrigðis-
máluin, tóku iðulega fram fyrir hendur lionum og
ónýttu aðgerðir hans. Þetta var kært fyrir Hoose-
velt forseta og hann tók þá þegar í taumana og
gerði Gorgas einvaldan í öllum heilbrigðismálum
þar svðra. Síðan hefir Gorgas gengið rösklega
að verki, og árangurinn er nú orðinn sá að heil-
brigði manna hefir verið betri á Panama þenuan
vetur en vanalegt er á sama timaárs í suðurríkjun-
um hér í laudi. Gulupestin, sem áður var þar
mannskæðust, er nví næstum horfin þaðan. Af
henni sýktust þar í júní 67 manns, í júlí 40, i ágúst
27, i september 7, i október fl, en síðan helir hún
ekki gert vait við sig til þess tíma er síðustu
skýrslur ná, en það er seint í desember. — I októ-
ber unnu 22,000 menn við skurðinn og þann mán-
uð voru alls veikir af ýmsum sjúkdómum 21 af
hverju þúsundi, en það er heldur minna en alment
á sér stað meðal verkamanna i iðnaðarborgum hér
í Bandaríkjunum.
Þegar Frakkar voru að grafa skurðinn gekk
mjög illa að fá verkamenn þangað vegna þess að
fáir vildu eiga það á hættu að vinna þar sem veik-
indi altaf vofðu yfir. Flestir verkamenn sem þá
voru þar voru blökkumenn frá Jamaica, og þeir
þykja bæði latir og ótrúir. En nú er engu hægra
en þá var að fá hvíta menn til að vinna þar, því þó
núsé alt heilbrigðisástand breyttog margfalt betra
en þá var, þá eru fáir því kunnugir, sem fjarri búa
og allir hræddir við að fara þangað af því sögur
þær, er þeir hafa áður af því heyrt hver hætta það
sé, eru svo ljótar að þær fæla flesta frá því að fara
þangað. Bandamenn hafa til þessa orðið að nota
þar mest til vinnu blökkumenn frá Jamaiea eins
og Frakkar forðum, en það Þykir þeim neyðarúr-
ræði. Það hefir komið til orða utanþings i Wash-
ington að veita Kinverjum leyfi til innflutmngs á
Panama-eiðið,-Og láta svo kínverska verkamenn
grafaskurðinn. Hvort það mál kemst inn á þing er
ennþáóvist, en mörgum þykir líklegt að sá verði
þó endir á ef eigi verður á annan hátt ráðin bót á
vinnumanna eklu þeirri, sem þar er nú.
Fyrir tæpum þrem árum siðan reyndu Banda-
menn að fá verkamenn frá Japan til þess að grafa
skurðinn. En stjórnin í Japan sýndi það þá sem
oftar að liún cr gætin og lætnr sér ant um vel-
ferð Japana, Hún liafði eins og aðrir heyrt margt
af því sagt hve óholt væri útlendingum að búa þar
á eiðinu, og sagði þvi hvorki af né á um það að
leyfa japönskum verkamönnum að fara þangað að
svo stöddu, en kvaðst fyrst verða að gangaúr
skugga um hvort það myndi vera hættulaust fyrir
þá að fara þangað. 8vo sendi hún nokkrr lækna
til Panama i þeim erindagerðum að rannsakalieil-
brigðisástandið þar til hlýtar og skýra svo frá því
hvort Japönum myndi vera óhætt að búa þar.
Sendimenn skýrðu svo frá er þeir komu heim aft-
ur, að þar gæti enginn Japani búið til lengdar
óhultur um líf sitt eins og þá væri ástatt með heil-
brigðisráðstafanir á eiðinu. Þá lagði stjórnin bann
fyrir að nokkur Japaui flj'tti þangað og þeir hafa
ekki komið þar síðan. Nú vilja Bandamennbjóða
Japönum að skoða eiðið í annað sinn til þeso
þeir sjai hver breyting þar er uú á orðin og telja
þeir þá víst að það muni hafa þau áhrif að stjórn-
in í Japan leyfi verkamönnum að flytja þangað
framvegis. En í raun og vern vilja Bandamenn
heldur fá þangað verkamenn frá Kína en Japan,
þvi Kínverjar hafa hér í landi jafnan reynst miklu.
trúrri og duglegri verkamenn en Japanar.
Roosevelt ViII Verða Senator.
Allmikið orð hefir verið á þvi gert síðastliðnai
mánuði, að Roosevelt forseti myndi gefa kost ásér
við næstu forsetakosningar ef rikt væri að honuro
Iagt, og hann sæi að það væri eindreginn vilji’
þjóðarinnar að hafa hann i forsetasæti fjögur ár
til. Sumir vinir hans og dýrkendur hafa prédikað
þetta fyrir lýðnum og komið mörgum til að trúa
sér; en að sögn kunnugra manua fer því fjarri að’
Koosevelt hafi i hyggju að taka við forsetatign í.
þriBja sinn. Hann telur það löghelga þjóðvenjur
að sami maður gegni ekki forsetaembætti lengur
en tvö kjortímabil og með því aldrei liefir verið’
frá þeirri venju vikið kveðst hann ekki ætla sér
að verða til þess fyrstur allra torseta Bandarikj-
anna. En hann er hvorki dulur maður né þag-
inælskur um neitt, sem að einliverju leyti kemur
þjóðinni við, og svo er um það, að hann er fús á
að segja fyrirætlan sína og heflr gaman af að’
ræða við kunningja sína um það, er liann hefir í
liyggju að taka sér fyrir hendur þegar hann fer
frá forsetastörfum. Hann segist ætla sér að ferð-
ast erlendis fyrsta árið, og segir sig langi mest til
að fara uin Austurlönd, einkum þó Japan, Kína,
Indland og Filipseyjar. Hann hefir eitt sinn kom-
ið til Evrópu á stúdentaárum siuum í Harvard, og
þangað vill hann gjarnan koma aftur, en mest seg-
ir hann sig langi til að íerðast um Filipseyjar, og;
það kveðst hann muni láta sitja í fyrirrúmi fyrir
öllu öðru að fara þangað. Þegar þeirri ferð er
lokið segist hann ætia sér að komast, á þing og:
verða senator New York ritis i sambandsþings
Bandaríkja. Þar getur hann bezt beitt. þeim áhrif-
um, er hann vill hafa á pólitík og stjórnmál þjóð-
arinnar, en því kveðst hann myndi una illa að-
leggja niður öll pólitísk völd og lifa aðgerðalaus
það sem eftir sé æflnnar. — Það hefir komið til
orða að Hoosevelt yrði forseti Harvard háskólans,
því Eliot, sem nú er þar forseti,er háaldraður orð-
innog vill segja af sér. I Cambrigde (Mass.) telja