Vínland - 01.06.1906, Blaðsíða 4
28
V í N L A N I).
5 VÍNLAND 5
Mánaðarblað. Yerð §1.00 árg.
Utgefendur: Vínland Publishing Co.
B. B. Jónsson, Manager.
Ritstjóri: Th. Thordarson.
Entered at the post-oflice at Minneota,
Minn., as seoond-class matter.
Einokunarfélög í
Hreinsunareldi.
Eitt félag ræður að heita má allri kjöt-
verzlun og sláturstörfum í Bandaríkjunum,
allur markaður fyrir kvikfénað er á valdi þess
félags, og flestar járnbrautir hér í landi eru
f>ví undirgefnar.
Félag petta hefir lengi rekið hina verstu
einokunarverzlun. Við pað tjáir engum að
etja kappi í verzlun, Jjað fær allar vörur
fluttar á járnbrautum fyrir miklu minna burð-
argjald en nokkur keppinautur geturfengið;
Jjað ræður verði á lrvikfénaði um iand alt og
kaupir alt með iægsta verði, og svoselur J>að
kjötið með hæzta verði, sem hægt er að fámeð
góðu móti.
Ekkert einokunarfélag í landinu hefir
verið voldugra en petta — nsma olíufélagið
— og ekkert peirra hefir verið ver liðið af f>jóð-
inni síðustu árin. Margítrekaðar klaganir og
kvartanir um yfírgang og ójöfnuð pessarar
einokunar, hafa til þessa orðið árangurslausar
að mestu, og lögsókn geturenginn beittgegn
slíku auðveldi meðan réttarfar er hér í landi
eins og Jjað hefir verið til pessa.
Hið eina, sem getur orðið pess háttar auð-
félögum hættulegt, er pað, að pjóðinni allri
risi svo hugur við athæfi þeirra, að hún í einu
hlóði hrópi J>au niður.
t>að er nú uppvíst orðið um félag petta
að pað hefir svikið alla skiftavini á vörum
sínum. t>að var alment sannfæring manna
að félag petta vandaði vörursínar, léti verka-
menn sina umgan<jast altá slátrunarhúsunum
samkvænt ströngum varúðarreglum um prifn-
að og vandvirkni, og pess væri nákvæmlega
gætt, að óhrein kjötvara eða skemd yrði aldrei
paðan send og seld almenningi. En nú er
pjóðinni orðið kunnugt að félagið hefir
svikist um alt petta og par af leiðandi eru
vörur pess óholl fæða og hættuleg. Maður
sá heitir Upton Sinclair, er fyrstur varð til að
koma upp um félagið svikum þessum. Hann
var margar vikur í slátrunarhúsunum í
Chicago sem verkamaður, í þeim tilgangi að
kynnast þar og sjá hverju framfæri, Hann
er sósíalisti og naut aðstoðar flokksbræðra
sinna,er þar voru verkamenn félagsins, tíl pess
að haga svo veru sinni þar, að hann gæti
farið mjög milli manna og kynst flestum
greinum slátrunarstarfanna og einkum niður-
suðuliúsunum, sem sjaldan stóðu almenningi
opin. Legar veru hans par var lokið ritaði
hann allmikla bók um það er fyrir hann hafði!
borið. Ritháttur hans er fjörlegur og skemti-
legur, en til pess að bókin yrði enn J>á
aðgengilegri fyrir alpyðu að lesa, J>á skrifaði
hann hana í söguformi, og hún hefir nú verið
lesin um land alt. Síðan hefir Sinclair ritað
mikið um mál petta fyrir yms dagblöð os
tfmarit og, eins og gengur, hafa nú margir
aðrir tekið undir með honum, svo að nú sem
stendur, er um mál petta meira rætt og ritað,
en nokkurt annað nauðsy njamál, sem nú or á
dagsskrá í Bandaríkjunum.
Fyrst eftir að Sinclair fór að rita um
þetta lék á Jjví illur grunur, að hann væri ein-
hver óráðvandur orðhákur, er tekið hefði Jretta
til bragðs til pess að vekja eftirtekt á sjálfum
sér og verða víðfrægur fyrir. En pað er nú
kunnugt orðið, að maður þessi er e’kki af sama
tagi og t. d. Lawson og hans nótar; og þó
hann með köflum riti nokkuð gapalega, pá er
það alls ekki frekara en vanalegt erírithætti
sósíalista, og annars er talið víst aðtilgangur
hans sé hreint og beint sá, að skyra rétt og
satt frá öllu um athæfi félagsins, án nokkurs
sérstaks tillits til pess, hver laun hann sjálfur
muni úr byturn bera. I>ó hefir sambands-
þingið ekki viljað taka vitnisburð hans gild-
an í máli þessu, en óefað urðu sögur þær, er
hann sagði orsök til pess, að Roosevelt lét
hefja rannsókn í máli þessu.
Nú er mál petta komið inn á sambands-
pingið, og fast er lagt að Jjingmönnum, bæði
af pjóðinni og forseta, að seraja hiklaust pau
lög, er afstyri pví framvegis að nokkurt félag
geti haft því líka óhæfu í frammi. Aður en
petta kom fyrir tók félag Jretta öllum ákærum
með kæruleysis brosi, en nú er pví orðið svo
volgt undir uggum, að pað beitir öllum brögð-
um til pess að hrinda af sér ámæli þessu, og
telja pjóðinni trú um að það sé óverðskuld-
að, pví nú léydir pað sér ekki, að þjóðinni er
full alvara áð láta Jretta ekki lengur afskifta-
laust, og pess vegna sór pað sér hættu búna.
Nýdáinn íslendingur.
Blöð frá íslandi, nykomin vestur hingað,
segja frá því slysi, að einn hinn nafnkunnasti
prestur á landinu var á ferð að næturlægi,
féll niður um ís og fanst par druknaður eða
helfrosinn næsta morgun.
Maður pessi var séra Þorvaldur Björns-
son prestur á Mel í Miðfirði, einn hinn ein-
kennilegasti íslendingur á sinni tíð, bæði í
sjón og reynd. Hann var fram úr skarandi
gáfum gæddur og fræðimaður mikill. Sér-
staka hæfileika hafði hann sem málfræðingur;
varla er nokkur prestur á íslandi einsfróður
í tungumálum og hann var; til þess náms hafði
hann næmi, minni og skarpan skilning, sem
fáum er gefið. Hann var enginn ,,grúskari“
°g Jjurfti sjaldan að afla sér fróðleiks með
langri yfirlegu, en var J>ó fróðari mörgum,
sem altaf liggja í bókum, og ]>að voru víst
fáar fræðigreinar er hann ekki var betur
heima í en alment gerist meðal sveita presta,
nema stærðfræði, við hana gat hann aldrei átt.
Lunderni hans og skapsmunir voru engu
siður einkennileoir en sráfurnar. Hann Var
allra manna raunbeztur og svo góðhjartaður,
að hann mátti ekkert aurut sjá svo hann ekki
reyndi að líkna. Ilann var örlátur, gestrisinn
og frábærlega skemtinn í viðræðum; en hins
vegar ákaflega skapbráður, ógætipn og óvæg-
inn í orðum við hvern, sem í h-lut áiti. En
hreinskilni og drenglyndi skein út úr öllum
orðum hans, svo fáir eða engir gátu reiðst hon-
um stundu lengur, hversu ómjúkum orðum,
sem ]>eir urðu fyrir frá honum; allir hlutu að
finna til Jjess að hann var cvo hreinhjartaður
maður, að liann gat aldrei yfir neinu illu búið.
Þessi maður lærði guðfræði, sem vissu-
lega var honum aldrei hugðnæm fræðigrein;
svo varð liann prestur og bóndi. Óhentugri
stöðu gat hann varla fengið. Hann kunni
o o
aldrei að búa, en var fjörmaður og ákafa-
maður mikill, sá það glögt, að landbúnaður
er helzti atvinnuvigur pjóðarinnar og vildi
pví vera atkvæðabóndi, en skorti alla forsjá,
kunni aldrei með fé að fara, og hafði Jjví
tneira tjón en hag af öllu sínu búskaparbraski.
En erfiðleikar og efna skortur bugaði hann
aldrei, og að J>ví, er oss er kunnugt, var hann
enn í fullu fjöri andíega og líkamlega pegar
hann freklega hálfsjötugur lét líf sitt svo
hörmulega og hjálparlaus.
Æfi hans er sorglegt dæmi pess, er alt
of oft á sér stað í mannlífinu og ekki hvað
sízt á fslandi. Hér var maður yflrburða
hæfileikum gæddur, sem aldrei fékk peirra
notið, og varð alla æfi að gegna Jreim störfum,
er honum var helzt ósynt um. Umhugsun um
petta hlytur að vekja þá spurning í huga
manns: Hvílíkur skaði er J>að fyrir land og
pjóð er pví líkir menn lenda svona á rangri
hyllu í Jifinu? — Nú er pessi maður fallinn
frá; maður sem var afbragðs fróður, pryðisvel
ritfær og skrifaði móðurmál sitt svo hreint og
fagurt að snild mátti heita, en eftir hann
liggur ekkert, sem teljandi sé, nema ein bók,
erfáir pekkja og færri lesa.
Nýtt Tímarit.
Breiðablik. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri
menning. Ititstjóri: Friðrik J. Berffmann.
Útgefandi: Ólafur 8. Thorgeirsson.
Fyrsta heftið af riti J>essu munu flestir
Vestur-íslendingar nú hafa séð og lesið;
ÓJjarft er því að lysa pví hér. Tvent er það,
sem sérstak'ega vekur eftirtekt á riti þessu.
Annað er erindi J>að, erþví er ætlað að flytja,
sem vissuloga er svo parflegt að með réttu má
segja, að timarit pettaeigítil vorerindi. Hitt
er frágangur og ytri búningur allur á riti
pessu, sem er frábærlega v a n d a ð og
smekklegt.