Elding


Elding - 28.04.1901, Side 4

Elding - 28.04.1901, Side 4
76 ELDING. Múhameðstrúarmenn til að halda vörð um gröfina, og var þeim stranglega bannað að hleypa nokkrnm að. Yfir þá var aftur gettur annar vorður af Hindú- um, og áttu þeir að hafa eftirlit með, að Múhameðsdýrkendur létu ekki af trúarofgtæki sínu leiðast til að grafa náungann upp og misþyrma honum. — Trúarbragðaofstækið var þannig á báðar hliðar örugg trygging móti öllum svik- um. Þannig liðu 3 dægur. Þá fór kastalahöfðingjanum að detta i hug, að það gæti orðið honum dýrt spaug, ef dýrlingurinn sálaðist í gröfinni; hann ekipaði þegar í stað að grafa manninn upp aftur, og það stoðaði ekki, þó klerk- urinn, sem hafði útvegað leyfið, reyndi á allar Iundir að telja um fyrir honum og fullyrti, að dýrlingurinn væri alvanur að liggja 9 dægur í jörðunni. Kastala- höfðinginn reið sjálfur út til grafarinnar og lét opna hana þegar i stað. Streymdi þangað aragrúi af fólki og beið úrslit- anna eins og á nálum. Kastalahöfð- ingjanum fór heldur ekki að verða um Bel, þegar náuuginn var dreginn upp úr gröfinni kaldur og stirðnaður; hann fór sjálfur höndum um hann og gat ekki annað fnndið en að hann væri dauður. Nú gengu fram tveir af lærisveiaum dýrlingsins og fóru að nudda skrokkinn ineð smyrslum. Báru þeir Bmyrslin á höfuðið og augun, hendur og fætur, en einkum vinstra megin á brjóstið í hjarta stað. Leið svo fjórðungur stundar að ekkert hreif; eftir það fór að sjást lífs- mark með honum, og áður en klukku- Btund var liðin var hinn upprisni dýrl- ingur alhress bæði á likama og sál. Hann stóð þar glaður og kátur í bragði og tók á móti hamingjuóskum frá trúar- bræðrum sínum, og gjafirnar hrúguðust að honum í ríkulegum mæli. Ekki var ánægjubragðið minst á kastalahöfðingj- anum, þegar hann var búinn að létta þessari miklu ábyrgð af Bér. í annað ekifti skýrir sjónarvottur þannig frá endurlífguninni: „Þegar komið var að hinum ákveðna tíma, tók ég boði Bandsjit Singhs og fór með honum á staðinn, som ölmusu- munkurinn var grafinn á. Það var fer- hyrnd bygging og stóð í einum af trjá- görðuro þeiin, sem liggja umhverfis höll- ina í Lihore. í húaiuu var eitt eÍDasta herbergi og voru svalir umhverfis. — Þegar við vorum komnir á staðinu, sté höfðinginn, sem hafði alla hirðina með sér, niður af fílnum og bað mig Bkoða húsið með sér, til að fá fulla vissn um, að alt væri með sömu vcgsummerkjum og verið hafði þegar hann gekk frá því. Á húsinu höfðu í rauu réttri verið 4 dyr, einar á hverri hlið, en nú hafði verið hlaðið upp í 3 af þeim. Fjórðu dyrnar voru læstar með lás og hann af'tur innsiglaður með innsigli höfðingj- ans; að öðru leyti var greypt leir utan að hurðinni. Ekki var hægt að hugsa sér að nokkurt loft gæti komist inn um húsveggina, hvað þá heldur nokkurt efni, sem hinn kviksetti munkur hefði getað nærst af. Þar var hægt að sjá þess greinileg merki, að ekki hafði ný- lega verið hreyft við grjötinu, sem var hlaðið upp í dyrnar. Höfðinginn kann- aðist við, að innsiglið fyrir lásnum væri hið sama og hann befði sjálfur sett þar. Auk þess hafði hann allan tímann látið 2 sveitir af lífverði sínum hafast við í nánd við húsið; 4 varðmenn, sem skift var ura annan hvorn tíma, höfðu haldið vörð d&g og nótt. Ofan á alt þetta varð einn af æðstu gæðingunum við hirðina öðru hvoru að líta eftir innsigl- inu á lásnum. Sjálft innsiglið var í vörslum höfðingjans eða ráðgjafa hans, og varðsveitarforinginn varð kvölds og morguns að standa ráðgj&fanum reikn- ingsskap ráðsmenaku sinnar. „Þegar við vorum nægilega búnir að hnýsast eftir þessu, námum við staðar á svölunum fyrir utan dyrnar með inn- siglinu ; höfðinginn bauð 2 af mönnum sínum að rífa leirgreypinguna frá hurð- inni, og lét síðan einn af embættis- mönnunum losa innsiglið frá. Dyrunum var lokið upp og við sáum inn í dimt húsið. Höfðinginn og ég gengurn inn ásamt með þjóni ölmusumunksins, tendr- uðum ljós og stigum niður í gróf hér um bil 3 fet undir gólfinu. Þar stóð 4 feta löng og 3 fota breið lokuð trékista, og í henni átti muukurinn að vera. Hún var Iæst með láBÍ, og hann var aftnr innsiglaður moð saina innsiglinu og dyrnar á húsinu. Þegar við lukum upp kistunni, komum við auga ámanns- skrokk i hvítnm línpoka, og var bundið fyrir hann fyrir ofan höfuðið. Nú var hleypt af byssu og múgurinn þyiptist að dyrunum tii að sjá furðnverkið. Þegar menn voru búnir að svala for- vitninni, tók þjónninn i skrokkinn og dró hann út úr kistunni, skelti lokinu yfir og reisti skrokkinn upp við hana; húkti hann þar á hækjnm sínum eins og hann bafði gert í kistunni. „Við stigum því næst niður í gröfina, sem var svo þröug, að við urðum að setj- ast á gólfið andspænis skrokknum og sátum við þó fast upp að honum. Því næet helti þjónninn heitu vatni yfir hannj en af því að ég óttaðist vélar og brögð, sló ég upp á því við höfðingjann að láta opna pokann, svo við gætum skoða$> sjálfan skrokkinn áður en frekari lífg- unartilraunir yrðu gerðar. Ég opnaði síðan pokann og verð hér að geta þess, að hann leit út fyrir að vera myglaður,. eins og hann hefði legið í jörðu nokk- urn tíma. Hendurnar og fæturnar á manninum voru skorpnir og stirðir; höfuðið hallaðist út á öxlina; hann leit út alveg eins og nár. Ég bað síðan læknirinn minn, sem fylgst hafði með okkur, að koma og skoða skrokkinn. Hann gerði það og gat ekki fundið neim æðasiög, hvorki í hjarta stað, á gagn- augunum né úlfliðunum. Þó var skall- inn lítið eitt heitari en aðrir hlutar lík- amana". „Nú tók þjónninn aftur að baða skrokkinn með heitu vatni og rétti jafn- framt handleggina og fótleggina úr kryppunni. Höfðinginn tók hægri en ég vinstri fótinn til meðferðar, og nudd- uðum við þá til að mýkja þá aftur.. Með&n á því stóð lagði þjónninn volgar hveitideigs klessur á hvirfilinn tvisvar eða þrisvar sinnuin. Því næst tók hann burt baðmnllarhnoðrað og vaxið, sem troð- ið hafði verið í nasir og eyru; með mik- illi fyrirhöfn tókst honum að opna munn- inn með því að keyra hnífsodd inn á milli tannanna, og um leið og hann með> vinstri hendinni glenti sundur kjálk- ana, toygði hann tunguna út með hægri; hendinni; hún dróst hvað eftir annað' inn í munninn aftur og byrgði fyrir kokið. „Því næat rauð hann bræddu sméri á augnalokin þangað til liann gat lokið- þoim upp. Augun voru hreyfingarlaus og eins og brostin að sjá. Þegar bann í þriðja sinn klesti deigiuu á hvirfilinn,. komu teygjur í líkamann, nasirnar þöndust út og limirnir tútnuðu eðlilega; æðaslögm. voru enn þá svo dauf, að þau fundust: varla. Þjónninn holti dálitlu af bræddu sméri á tunguna og lét renna niður í kokið á honum. Fáum mínútum síðar sást greinilega til augnasteinanna og þeir fengu eðlilegan lit — og mnnkur- inn, sem varð þess var að höfðinginn sat við bliðina á honum, hvíslaði með veikri og dimri röddu svo varla heyrðist: „Trúir þú mér nú?“ Höfðinginn svar- aði já, og hengdi um leið perluband um> hálsinn á honum, spenti dýrindis gull- spengur nm armleggi hans og færði hann í hátiðaskrúða of silki og glitvefn- aði eins og indverskir höfðingjar erm

x

Elding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.