Elding


Elding - 28.04.1901, Page 6

Elding - 28.04.1901, Page 6
78 ELDIN Gr. 5. Eríkirkjusöfnuðuritm sækir um veg að Oddfellowa-lóðinni við tjörn- ina, að bærinn leggi veginn eðaleggi fé til hans. Málinu frestað. 6. Til að mæta á sýslunefndarfundi í Hafn- arfirði 22. þ. m. til að taka þátt í samningu fiskiveiðasamþyktar, sem afnemi með öllu fiskiveiðasamþykt- ina ”/2 1897 um notkun ísulóðar í sunnanverðum Eaxaflóa kosnir Tryggvi Gunnarsson, Magnús Beni'a- mínsson og Ólafur Ólafsson. Bæjar- stjórnin samþykti fyrir sitt leyti að útvísað væri lóð undir hús til Gísla Magnússonar í Eskihlíð vestanvert við Eskihlíðarveginn gagnvart Eski- lilíðarhúsinu. 8. Aukaútsvar Gruð- mundar Magnússonar skóara á Grund fyrir yfirstandandi ár fært niður i 4 kr. 9. Aukaútsvar Gruðmundar Björnssonar sjómanns, sem druknaði síðast liðið haust, felt burtu. 10. Brunabótavirðingar samþyktarHús Valdemars Ottesens við Laugaveg með skúr við norðurhlið kr. 4,780 og útihús við hús Ásgeirs Sigurðs- sonar við Suðurgötu kr. 2040. 11. Formaður tilkynti að hann væri búinn að byggja Klepp Dorbirni Einnssyni frá Víðinesi. 12. Beiðni frá Sturlu Jónssyni kaupmanni um við- bót við erfðafestuland hans við Fúlu- tjarnarlæk frest. til skoðunar á staðn- um. 13. Lögð fram fundarskýrsla frá fundi hér í bænum, þar sem mættir voru um 30 borgarar, og þar sem skorað er á bæjarstjónina að sjá um að ekkert verði gert til að spilla fyrir því að gerður verði skemtistíg- ur og skemtigarður umhverfis Tjörn- ina, og að bæjarstjórnin útvegi áætl- un um kostnað til þessa skemtistígs m. m. þar á meðal hreinsunar á Tjörninni. Nefnd var kosin til að íhuga málið: ý'Jón jJensson, Sig. Thoroddsen og Dórh. Bjarnarsou. — Allir á fundi nema Þórh. Bjarnarson og Gruðm. Björnsson. Tíðarfar hefur verið hið ákjósan- legasta undanfarna viku. Sumar- dagurinn fyrsti kvaddi Reykjavíkur- búa með sólskini og fögnuði. — Eyr- ir nokkrum árum var það siður og þótti hin mesta skemtun, að sitja við sönglist og veitingar — ekki allar óáfengar — suður á Melum á sumardaginn fyrsta. Gufuskipin, „Laura“ og „Thyra,, komu hingað frá Kaupmannahöfn 25. þ. m. Með „Laura“ komu þeir kaupmennirnir W. 0. Breiðfjörð, B. H. Bjarnason, Friðrik Jónsson, Jes Zimsen, og D. Thomsen ásamt konu sinni. Handiðnamenn komu og nokkr- ir, Pjetur Hjaltested úrsmiðnr, vefari danskur að Álafossi, bakari — til Erederiksens, og rakari, W. Bal- schmidt að nafni, og ætlar sér að setja hér á stofn rakarastofu. Er það fyrsti „lærði“ rakari, sem Reykja- víkurbúar hafa getað fengið til að raka sig — enda tekur líka eitt af dönsku blöðunum („Eorposten") það ffain, að hingað til hafi Islendingar gengið mjög illa rakaðir, þrátt fyrir það, að duglegur maður í þeirri iðn sjálfsagt mundi geta rakað saman peningum. Málfund hólt kennarafélagið á laugardagskveldið var. Einar ritstj. Hjörleifsson hóf og endaði umræðu um alþýðumentun á íslandi; aðrir tóku ekki til máls. Var ræðumað- ur daufur yfir mentuninni hér á landi, og þótti Islendingum að óverðu hrós- að fyrir menning. Fyrirlesturinn mun síðar eiga að koma fyrir al- mennings sjónir. Eiskiskipunum hefur gengið með tregasta móti upp á síðkastið. 26 Eg sat þarna og horfði ósjálfrátt á skipið. Að þvi er ég bezt fékk séð lá það ferðbúið með seglunum uppi og alfermi. Nafnið Urama stóð á kinnungunum, og skip- ið var stórt og hásiglt með þverdregnum rám, beinum kinnungum og bogadregið fyrir aftur- stafni; ég gizkaði á að það mundi vera í kring um 1800 smálestir að stærð. Meðan ég ósjálfrátt var að athuga skipið, komu tveir menn niður landgöngubrúna. Annar þeirra — sá sem hærri var — var á frakka og vönduðum stígvélum með gráum ristahlífuin og með háan hatt á höfðinu. Hann var bleik- skeggjaður og rjóður í framan með lítil, köld og leiftrandi blá augu, og þrátt fyrir alt tilhald- ið og sperringinn var það auðséð á honum að hann var sjómaður. Hinn, sem með honum var, var lægri og þrekn- ari með mjög stórt rauðleitt yfirskegg, sem al- veg huldi munninn, og með sömu einkennilega flóttalegu bláu augun og hinn maðurinn. Hann vár í þunnum fötum með harðan flókahatt og hafði á sér öll hin sömu sjómannseinkenni og hinn. Þeir voru bræður. Þeir töluðu hljótt saman við endann á land- göngubrúnni, og það sem ég heyrði af samtal- inu var mjög undarlegt og einkennilegt. Það var hærri maðurinn sem talaði. „Siglum með 27 morgninum“, heyrði ég hann segja . . . „Ovænt atvik . . . bíddu við þangað til við erum komn- ir á stað . . . . fá að vita alt . . . sama hvaða ræfill það er . . . við verðum aðeins að hugsa um okkur sjálfa . . . óhó, þú vilt þá vita eins mikið og ég . . . altaf verið forvitnisgepill“. Hann hló og sneri hvatlega frá hinum, sem stóð þar eftir hálf vandræðalegur á svipinn. Einhver ósjálfráð innri hvöt kom mér alt í einu til að stinga á mig pípunni minni, ganga í veg fyrir hann og stynja upp í eitthvað tuttugasta skifti þann daginn: „Þurfið þér ekki að fá yð- ur stýrimann eða undirstýrimann?11 Hann nam þegar staðar og rendi flóttalegu augunum yfir mig frá hvirfli til ilja, frá slitnu húfunni og niður að buxnaræflunum, og um leið fítlaði hann við skeggið á sér og virti mig vandlega fyrir sér. „Skirteini?11 sagði hann loksins í höstum róm. Ég tók upp úr brjóstvasa mínum tindósina, sem ég geymdi í vottorðin míu og stýrimanns- bréfið. „Umhm“ muldraði hann um leið og hann skoðaði skírteinið og hljóp yfir vottorðin, sem ég fékk honum. „Ég þarf á undirstýrimanni að halda ef Bale- ston þarna er ekki búinn að sjá einhvern út. Þér eruð i kröggum, hvað? Takið öllu með

x

Elding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.