Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 3

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 3
UMFERÐ 3 Hœttu? SKAMMDEGIStlMFEKOAKIlVNAK Bílstjórar, gangandi fólk og um- ferðaryfirvöld verða að fjera allt sem unnt er til að draga úr hinni miklu slysahættu á ljósatímanum. „Ljósið frá hinum bílnum blindaði mig. Eg sá ekki mannninn í svarta regnfrakkanum, og svo skeði það“. ... Þannig, eða þessu líkt, afsaka aum- ingja ökummennirnir sig ár eftir ár, er slys eða önnur óhöpp vilja til. Nú er komið skammdegi, og enn dimmari dagar fram undan. Slæm lýsing, hálka, bleyta og vont skyggni. Þetta er tími umferðarslysanna, en það er líka rétti tíminn til að beyta allri sinni athygli og varúð. Við verðum að gera okkur grein fyr- ir því, að akstur í skammdeginu er hættulegur. Aktu ekki í níðamyrkri fram hjá bíl með blindandi ljósum. Stanzaðu heldur og bíddu þar til hinn óaðgætni „ljósálfur" er kominn fram hjá. Einmitt þar, sem þú hafðir hugs- að þér að aka, rétt vinstra megin við blindandi ljós hins bílsins, er kannske á ferð hjólreiðamaður á hjóli, sem ný- búið er að stela kattarauganu af, máske er þar gangandi maður í svört- um regnfrakka öfugu megin (vinstra megin) á veginum, og snýr því baki við umferðinni, máske hefur bíll stanz- að eða bilað rétt fyrir framan þig og bílstjórinn ekki gætt þess að hafa park- ljósin á. Margt fleira getur komið til greina en um það veit maður ekki, þegar ekki sést fram á veginn. Það verður að draga ur hættum skammdegisakstursins, en við skulum um fram allt ekki kenna ökumönnun- um um öll slysin. Það má ekki minna vera en að gætni sé krafist af öllum, sem um veginn fara. Gangandi fólk t.d. hefur ekki nein sérréttindi til þess að vera ógætið og hrópa svo upp: það var ökumanninum að kenna. Þetta fólk er líka hluti af umferðinni og á að hlýða boðum hennar og bönnum rétt eins og bílstjórarnir. Sé ökumönnum þetta brýn nauðsyn þá er gangandi fólki það lífSnauðsyn. En það er nú samt ein- hvernvegin svo, að ökumönnum er fyrst og fremst um kennt ef eitthvað skeður, oft með réttu en líka oft með röngu. En við skulum nú fyrst athuga það sem við teljum að ökumaður þurfi aðallega að gæta að í skammdeginu. Byrjið ljósatímann með því að láta athuga háu og lágu ljósin á bílnum. Stilling þeirra er oft í ólagi, einkum eftir sumaraksturinn. Það þarf ekki svo mikið til að hún fari úr lagi. Fá samlokurnar eða perurnar rétta raf- spennu og eru þau í lagi að öðru leyti? Örlítil breyting á spennu getur gert mikla breytingu á ljósastyrkleik- anum. Perur þarf auðvitað að setja rétt í, annars þýðir ekki að setja á lág ljós. Hefurðu varaperu I bílnum? Hefurðu vasaljós í mælaborðinu? Það er líka ágætt að hafa laust rafljós (,,hund“) í bílnum, sem hægt er að tengja við rafkerfið, og hentugt að hafa segul á því, svo að hægt sé að tylla því þar sem manni sýnist. Sé öku- maður vanur að hafa bíl sinn í topp- standi, verður ekki mikið, sem þarf að athuga um fyrir ljósatímann. En vand- inn byrjar, þegar við setjum okkur við stýrið og ökum út í skammdegisnótt- ina. Akstur í myrkri er í sjálfu sér ekki mikið erfiðari en að degi til, og hefur jafnvel sína kosti. Menn verða yfirleitt fyr varir við bila, sem koma á móti en að degi til. Það gera ljósin. Enda þótt vegurinn sé mishæðóttur, segja ljósin til sín. Er menn verða varir við bíl á móti, er rétt að láta ljósin snöggvast blika þ.e. lækka þau og hækka aftur til þess að gefa þar með hinum bilnum til kynna, að maður hafi orðið var við Bindindisfélag ökumanna, og hvert er mark þess og mið? Margir hafa varpað þess ari spurningu fram við mig nú undanfarið. Eg mun leitast við að svara henni í örfum orðum. Bindindisfélag öku- manna (BFÖ) er lítill þátt úr í alþjóðasamtökum (International Abstaining Motorists Association), sem stefnir að því að vinna að endurbótum á umferð, einkum varðandi bíla, á öllum sviðum. Sam- tökunum er ljós sú stað- reynd að umferðarslysin eru fyrst og fremst fólki (vegfarendum) að kenna, enda Þótt auðvitað margt fleira komi til. Ennfremur eru þeim ljóst hin skað- vænu áhrif áfengisneyzl- unnar á hæfni ökumanna i hinni sívaxandi umferð um allan heim. Ennfremur það, að áiagið á hæfni manna og taugar, svo og nauðsýnin á sterkri sið- ferðiskennd og löghlýðni fer sívaxandi, þar eð um- ferðin eykst örar en opin- berar ráðstafanir til varn- ar vandræðum og slysum, sem af henni hljótast. Bindindisfélög ökumanna leggja því aðaláherzluna á það að vinna fólkið sjálft til fylgis þeirri hugsjón, sem felst í algjöru bind- indi, löghlýðni og aðgætni, ekki aðeins í bíl, heldur alltaf og allstaðar. Ungl- ingastarfsemi þessara fé- laga er víða mjög mikill þáttur í starfsemi þeirra og sívaxandi. Virðist þetta víða ætla að gefa mjög góða raun. Þá er sam- vinna við umferðaryfir- völd og aðra opinbera að- ila víða mjög náin, eink- um hvað snertir ýmsar op- inberar ráðstafanir til úr- bóta umferðaröngþveiti og löggjöf. Þá er það spurningin: Erum við „fanatistar" í Bindindisfélögum öku- manna? Félög þessi heimta alls staðar algjört bindindi af þeim, sem í þeim eru.Er bindindi ofstæki (fanat- ismi)? Margir telja að svo sé, og auðvitað getur allt orðið að ofstæki. En mér er spurn: Hvorir eru meiri ofstækismenn, bind- indismenn almennt, eða sumir þeir, sem á móti þeim berjast? Því að það er sorgleg og einkennileg staðreynd, að nokkur hóp- ur manna berst raunveru- lega gegn bindindisstarf- semi, leynt og ljóst, af því- líku ofstæki, að ekki er annað sýnilegt en að þeir telji bindindi í sjálfu sér bölvun. Ótrúlegt en satt. Bindindisfélög öku- manna eru sterkur, líf- rænn þáttur í bindindis- starfseminni um heim all- an í dag og taka til miklu fleiri sviða en hennar einnar. Félag okkar hér heima er enn lítið og fá- tækt, en það á eftir að efi- ast og vaxa, ná því marki, sem mörg bræðrafélög þess utanlands hafa Þeg- ar náð, að verða vörður við veginn. Þið foreldar, sem viljið börnum ykkar vel: Vekjið áhuga þeirra á BFÖ og beinið þeim til þess. — Á. S.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.