Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 10

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 10
10 UMFERÐ „asymmetrisk" ljós, sem hlotið hafa viðurkenningu eru merkt E nema i Svíþjóð er merkið S ásamt abyrgðar- númeri. Þrátt fyrir allar tilraunir að, „stand- ardisera" ljós þessi, hafa þó komið fram tvær höfuðgerðir. Eru það ljós gerð fyrir hægri umferð og önnur gerð fyrir vinstri umferð, sem stafar af því að enn eru nokkur lönd í Evrópu, svo sem fsland, Svíþjóð og England, sem — þvi miður — eru með vinstri umferð. ,,Asymmetrisku“ ljós- unum má þó breyta í vanalegt lágljós með því að líma svartan pappírssnepil yfir ákveðin stað á luktarglerinu, og bjarga sér þannig ef maður t.d. fer með bíl sinn úr landi, þar sem vinstri umferð er, yfir í land með hægri um- ferð. En um leið njóta menn heldur ekki lengur kosta „asymmetriunnar". Þá hefur verið framleidd sérstök gerð þessara ljósa, merkt E2, sem er þannig, að breyta má þeim frá einni hlið til annarrar, þannig að hægt sé að nota þau hvar sem er. Breytingin, sem er fólgin í þvi m.a. að snúa luktinni um 15 gráður, er þó óörugg í höndum viðvaninga, því fleiri stillingar geta breytzt, sem ekki mega það, svo og getur allt verið riðgað fast er til kem- ur. Þá geta og óhreinindi, fallin raf- spenna til ljósanna o.fl. eyðilagt þau, eða gert þau beinlínis varasöm. Er mönnum t.d. almennt Ijóst að 15% spennufall deyfir ljósin um nær helming? Er því sýnt að hér þarf einn- ig með mikillar árvekni og athygli frá hendi bileigenda. Það er ekki nóg að fá sér góð „asymmetrisk" Ijós og hugsa svo ekki um þau meir, og má svo vitanlega um fleira segja. En hér þarf sérstakrar varúðar við og ber að hafa það í huga, sé tekin upp þessi Vér mælum með því, að þrýstingurinn i dekkjunum sé hafður dálítið riflegur. HVAÐ EYÐIR BÍLLINN MIKLU? t Billinn er sprettharður, en það kostar benzín. Gott að hreyfilinn vlnni við rétt hitastig. Hvað eyðir hann miklu? Þetta er ein af fyrstu spurninginum er menn ætla að kaupa bíl, nýjan eða gamlan. Þetta atriði, hve hár benzínreikningur- inn verður yfir árið, hefur mikla þýðingu, meiri en menn gera sér jafnvel stundum grein fyrir. Benz- ínkostnaðurinn er einn af aðalþáttunum í rekstrar- reikningi bíls, sé ekki reiknað með óeðlilega miklum viðgerðarkostnaði. Enda þótt segja megi að benzín hafi fram að þessu verið tiltölulega ódýrt hér á landi, er nú annað að verða ofan á. Benzinsparn- aður segir því fljótt til sín. Segjum að meðal árs- eyðsla á einkabíl sé 15— 16 hundruð lítrar og að hægt væri að spara 1/10 hluta þar af með skyn- samlegum ráðum, en jafn- nakilli notkun á bílnum og áður, þá mundi þetta gera um 500 kr. yfir árið. Það þykir nú víst ekki neinn obbi nú. En maður, sem ekur bíl sínum þannig að hann spari benzín, hann sparar einnig fleira og sainast þegar saman kem- ur. Það getur verið þó nokkuð atriði fyrir suma bíleigendur að lækka rekstrarkostnaðinn á bíl sínum um segjum 1500 til 2000 krónur á ári, en njóta hans þó betur eftir en áður. Þú eyðir mun meira benzini að jafnaði með því að aka t. d. til Þingvalla á 70—80 km. hraða, heldur en ef þú ekur á 50 km. hraða. Tilraunir hafa sýnt að hraðinn veldur mjög miklu um benzíneyðsluna, jafnvel 50—60%. Sífelld hraðaaukning, á- samt tíðum hemlunum þess á milli er ökuaðferð, sem er mjög ódrjúg fyrir benzínið. Þá hefur það mikið að segja, að hreyf- illinn vinni við rétt hita- stig, þ. e. nærri 85 gráð- um á C., og láta hann ekki ganga kaldan nema sem stytzt. Þetta slítur einnig sjálfum hreyflinum. — Mundu því að hafa „ter- mostatinn" í lagi. Olíuþykktin hefur verú- leg áhrif, einkum sé bíln- um ekið lítið í senn. Of þykk olía veldur aukinni benzíneyðslu. Varla þarf á það að minnast að ofhleðsla á bílnum drýgir ekki drop- ann. Loks viljum vér minnast á þrýstinginn í dekkjun- um. Of lágur þrýstingur veldur ekki aðeins auk- inni benzíneyðslu, heldur slitur og dekkjunum mjög. Við mælum með því, að aka að jafnaði með nokkru hærri þrýstingi í dekkjum en verksmiðjurn- ar leggja til að notaður sé. Hvert þessara atriða, út af fyrir sig, gerir máske ekki svo mikinn mun. En öll til samans og á lengri tíma, gera þau svo mikið að verkum, að því er vel gaumur gefandi.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.