Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 5

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 5
UMFERÐ 5 £ AKSTURINN / LAGI Með setningu nýrra umferðarlaga á þessu ári var leitast við að fella umferð- ina í öruggara og fastara form en áður var. I kjölfar laganna komu nýjar reglu- gerðir varðandi umferðarmálin, sem þeir, er einkum hafa mál þessi með höndum, hafa gert virðingarverðar til- raunir til að kynna almenningi. Löggæzlumenn, a.m.k. i Reykjavik, hafa sýnt mikinn dugnað við að leið- beina almenningi í þessum efnum, og gert allt, sem þeir hafa getað til þess, að umferðin í bænum mætti verða sem öruggust og greiðust. Mörgum götum Reykjavíkur hefur verið skipt i akreinir, til þess að um- ferðin um þær, og Þá einkum við gatna- mót gæti gengið hraðar, án þess að öryggi væri stefnt i voða, Allt stefnir þetta í rétta átt, en svo bezt kemur það að fullum notum, að þeir sem þátt taka i umferðinni, gangandi fólk og ökumenn, fari eftir settum regl- um. Bindindisfélag ökumanna vill á allan hátt leggja fram sinn skerf til þess að vinna að bættri umferð, og hefur á ýms- an hátt sýnt það í verki. Blað samtakanna vill því nú ræða nokkur atriði, sem það telur þörf á að bæta varðandi umferðina, því að fyrsta skilyrði til úrbóta hlýtur að vera það, að gera sér grein fyrir, hvar skórinn kreppir að. Eg, sem linur þessar skrifa, hefi því í sumar skráð niður nokkrar misfellur, er ég hefi veitt athygli í akstri bifreiða- stjóra, bæði hér í bæ og úti á þjóðvegum. Skal nú minnst á nokkrar þeirra. Stefnuljósin. Ákveðið er í nýju umferðarlögunum, að allir bilar noti stefnuljós. Slíkt er til bóta, ef rétt er með farið. All oft í sumar hefi ég séð bíla, er óku á undan mér um götur bæjarins hafa stefnuljósin á langan tíma i beinum akstri, og er Þeir svo komu að hliðargötu, er þeir óku aður þessu líkur er mjög algengur víða utanlands. En það er nú víst engin hætta á því, að yfirvöldin hér rjúki upp til handa og fóta til þess að koma í framkvæmd einhverju svipuðu og hér er á drepið með vegina i Reykjavik og t.d. ná- grennisvegi. En mætti þá ekki í stað- inn merkja vegina með málningu sem endurvarpaði bílljósunum. Það teljum við verulega endurbót, þótt ekki væri meira gert í svip og vænlegt til að draga úr slysahættu skammdegisins ásamt fleiru, sem hér er á minnst. inn á, sinntu þeir því engu, þótt þeir þá beygðu í þveröfuga stefnu við það, sem stefnuljósið gaf til kynna, að bifreið- in ætlaði að fara. Eitt sinn ætlaði ég af Rauðarárstígn- um inn á Laugaveginn og vestur eftir honum. Eg beið meðan nokkrir bílar óku fram hjá eftir Laugaveginum, siðast kom bíll, er sýndi stefnuljós til vinstri, og taldi ég vist, að hann ætlaði inn á Rauðarárstíginn, en hann ók fram hjá gatnamótunum með sí „blikandi" stefnuljósin til vinstri, og áfram að gatnamótum Laugavegar og Snorra- brautar, yfir þau og norður Snorrabraut til hægri með stefnuljós, er vísuðu til vinstri. Inn Hverfisgötu ók eitt sinn á undan mér vörubíll, er hafði stefnuljós visandi til hægri, og gerði ég því ráð fyrir, að hann ætlaði sér að nema fljótlega stað- ar við hægri götubrún, en hann hélt á- fram, fram hjá tvennum gatnamótum, og beygði loks til vinstri og niður á lóð Fólksvagensumboðsins, stöðugt með stefnuljósin vísandi til hægri. Einu sinni var bifreið á undan mér niður Bankastræti á akrein þeirri, er aka skal, þegar beygt er til vinstri, suður Lækjargötu. Ekki gaf bifreiðastjórinn merki um, að hann ætlaði að breyta stefnu, en strax og hann var kominn inn í Lækjargötuna gaf hann stefnuljós til hægri, og dró ég af þessu þá ályktun, að hann ætlaði að aka yfir að „eyjunum" á miðri götunni, eða fara yfir á hinn helming hennar, en áður en varði skellir hann sér til vinstri, þvert fyrir minn bíl og á bílastæðið austan meginn götunn- ar. Framangreind dæmi sýna öll stór- hættulega misnotkun stefnuljósanna. Akreinirnar. Eins og áður er á minnst hefur ýmsum götum I Reykjavík verið skipt í akreinir Jcttak^eijkiHyar OG BIFREIÐAAKSTUR Allir ökumenn vita hvað til þess þarf að menn geti öðlast ökuleyfi. M. a. eru vottorð læknis um sjón og heyrn. Sjónprófið er, eins og við vitum, ofureinfalt og vottorð læknisins segir það eitt, að við höfum til- skilda sjónskerpu, með eða án gleraugna. Það segir hins vegar ekkert um hæfileika okkar til að sjá i myrkri, né aðlöðunar- hæfni augna okkar við ljósblindu o. fl. í>að er þó gefið mál, að þessir hæfi- leikar manna eru mjög mismunandi. Maður, sem er mjög sjónskarpur í björtu, getur verið nátt- blindur og viðbrögð manna við ljósblindu í myrkri eru mjög misjöfn. Það væri því vissulega full ástæða til að þetta hvorutveggja væri prófað og menn yrðu að fullnægja einhverjum lágmarksskilyrðum í þess- um efnum til Þess að geta öðlast ökuleyfi. En meðan engin slik skilyrði eru sett fyrir ökuleyfi og þorri ökumanna hefur ekki gert sér nokkra grein fyrir hæfileikum sínum á þessu sviði er rétt að gera þess- ar staðreyndir kunnar og brýna fyrir ökumönnum að íhuga þær vel og hafa jafnan í huga. Og einkum skyldu þeir gæta þess að gera ekkert, sem gæti orð- ið til þess að rvra þessa hæfileika sína. Það hvarfl- ar víst ekki að ökumönn- um almennt að tóbaks- reykingar rýra mjög þessa hæfileika. Það er þó vís- indaleg staðreynd. Við tóbaksreykingar minnkar súrefnisforði blóðsins og hjá miklum reykingamönnum allt að 10%. Súrefnisskorturinn veldur því, að reykinga- maðurinn við stýrið þarf miklu meira ljósmagn heldur en sá, sem ekki reykir, til þess að sjá jafn vel honum i myrkri. Reykur frá vindl- ingum farþega deyfir jafn- vel sjón ökumannsins. Þetta eru vissulega at- hyglisverðar staðreyndir og ekki sízt fyrir okkur B.F.Ö. menn, sem viljum og eigum að vinna að auknu umferðaröryggi. Við höfum afneitað áfeng- um drykkjum, m. a. til þess að gefa gott fordæmi í þágu umferðaröryggis- ins. Þvi skyldum við þá ekki láta tóbakið sigla sama sjó? Myrkurslysin eru svo alvarleg ógnun við umferðaröryggið, að við verðum að leggja okkur alla fram í baráttunni gegn þeim. Hví ekki að láta fara fram hlutlausa athugun á því hvort reyk- ingamenn eru í þessum efnum meir valdandi en þeir, sem ekki reykja? Það er staðreynd að þrír vindlingar á 1,40 klst. rýra súrefnismagn blóðsins um 4%, en sú rýrnun krefst 125% meira ljósmagns í myrkri til þess að augu reykingamannsins hafi meðalsjónskyn. Sú stað- reynd rennir stoðum und- ir slíka rannsókn. Læknar um allan heim hafa nú hafið herferð gegn krabbavaldinum, vindlingnum. En sá skæði slysavaldur hefur fleira á samvizkunni. Hann er einnig alvarleg ógnun við umferðaröryggið. Vísinda- legar rannsóknir hafa þeg- ar sannað það og á næst- unni munu enn fleiri sönn- unargögn hlaðast gegn honum. Það er spá „Umferðar", að sú upplýsingaherferð, sem nú er hafin gegn þess- um geigvænlega slysa- valdi, muni einn góðan veðurdag leiða til þess að þeir, sem ekki reykja fái svo að um munar hag- kvæmari tryggingakjör fyrir bíla sina heldur en reykingamennirnir. En hvað sem þvi líður: Mun- um staðreyndirnar og bjóðum ekki slysunum heim vitandi vits. Sjónsviðsrannsóknir eiga að fara fram hérlendis í sambandi við sjónpróf öku manna, og munu vera gerðar a.m.k. af sérfræð- ingum. Sýni þessi rann- sókn óskert sjónsvið má jafnan treysta þvi, að ekki sé mikil hætta á ó- eðlilegri náttblindu, nema eitthvað sérstakt komi til, svo sem t.d. að framan greinir. (Ath. Umferðar).

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.