Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 13

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 13
UMFERÐ 13 hlaup mikið, bendir það á slitna bremsuborða. b) Kúplingspedalinn á að vera með nokkru dauðahlapi en þyngjast greini- lega um leið og frákúplingin hefst. Kúplingin á að gripa mjúklega um leið og pedalinn gengur upp, ekki með rykkjum. 5) Þá skal athuga stýrið, og er það mjög mikilsvert. Dauðahlaup má ekki vera meira en örfáir setimetrar, jafn- vel á eldri bílum. Athugaðu, hvort hreyfingar i stýrinu berast strax til framhjólanna um leið og dauðahlaup- inu er lokið. Það gerirðu með því að vera utan við bílinn, hreyfa stýrið með hendi og athuga hjólin um leið. Hafi menn eftir þessar athuganir áhuga fyrir því að halda áfram með bílinn, er næst að snúa sér að hreyfli og rafmagni o. fl. í því sambandi. Hér er þó úr vöndu að ráða, og í flestum tilfellum þarf að leita ráða fagmanns, vilji menn, svo sem unnt er, tryggja sér að kaupa ekki köttinn í sekknum. Smávegis er þó oftast hægt að átta sig á strax. f Hreyfill og rafmagn. 1) Athugaðu, hvort vatnskassinn lekur, hvort hosur muni heilar og hvort þú verður nokkurs staðar var við olíuleka. Hér þarf ekki að vera mik- ið á ferðinni, slitnar pakningar, sprung- in hosa o. s. frv. En það getur líka verið alvarlegra, svo sem sprungið topplok og / eða blokk, lekur vatns- kassi o. fl. Athugaðu rafgeymi, hvern- ig hann virðist hafa verið hirtur, hvort allar leiðslur sitja fastar og yfirleitt það, sem þú i fljótu bragði getur séð. 2) Er þú startar, færðu strax nokkra hugmynd um, í hvaða ástandi start- arinn er. Brak og brestir benda jafn- vel til brots í „startmótor". Starti bíll illa, getur það bent til þess, að raf- geymir sé í ólagi. 3) Gangurinn í góðum hreyfli á að vera jafn og rólegur, laus við bank, bresti, skot og skruggur. Sé óregla í ganginum er ekki um annað að gera en að leita hjálpar fagmanns. Orsak- irnar geta verið margvíslegar, stund- um eitthvað smávegis, sem litið kost- ar að gera við, stundum mikið, sem kostar óhemjufé. 4) Hægt er að gera sér nokkra hug- mynd um það, hvort hreyfillinn „tekur olíu“ með því að gefa bílnum snöggv- ast dálítið, en láta hann svo ganga á FRÁ DEILDUM OG FÉLAGSSTARFI Á Akureyri var gamla deildin endur- vakin með nýrri stjórn í sumar. Hana skipa: Valdemar Baldvinsson, Ásvegi 27, formaður, Björn Þórðarson, Oddagötu 5, ritari og Adolf Ingimarsson, Eyrarvegi 2, gjaldkeri. Hefur stjórn sambandsins ástæðu til þess að vera ánægð með kjör þessara manna og væntir sér hins bezta af þessari deild framvegis. Þá eru tvær nýjar deildir BFÖ nú í uppsiglingu. Önnur á Eyrarbakka og ná- grenni. Er þar forgöngumaður Bragi Ólafsson, héraðslæknir, og er hann mik- ill áhugamaður um málefni BFÖ. Hefur hann þegar fengið ágæta menn í lið með sér. Hin deildin mun verða stofnuð í Rang- árvallasýslu og ná yfir Hellu, Hvolsvöll og nágrannasveitir til að byrja með. Hef- ur Gunnar Jónsson, bóndi að Nesi við Hellu, verið kjörinn þar sem aðal erind- reki í þessu sambandi. Erlendur Árnason, bóndi að Skíðbakka, o.fl. hafa hinsveg- ar veitt þessu máli úrslitastuðning, enda Erlendur verið sambandsfélagi BFÖ und- anfarið. Á Þingvöllum tókst ekki að þessu sinni að fá nógu marga svo að deildarstofnun yrði lögleg. Hinsvegar hafa þar BFÖ bætzt nokkrir ágætir menn í sambandið, svo sem sóknarpresturinn, síra Jóhann Hannesson, Kristján Jóhannsson, bóndi Gjábakka o.fl. Nokkuð hefur verið athugað um mögu leika á deildarstofnun víðar, svo sem á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og á fleiri stöðum. Skilyrði til deildarstofnana eru mjög víða til, en allt er þetta enn aðeins i fyrsta undirbúningi. Enn sem fyrr er það vöntun á erindreka, sem aðallega hamlar útbreiðslustarfinu. Ekki er ósennilegt, að svo kunni bráð- lega að fara, að Reykjavíkur- Hafnar- fjarðardeildin skiptist í tvær deildir, enda margt sem mælir með þvi. Sama er ekki ósennilegt að verði um Gerða- Keflavíkurdeildina. Stjórn Rv.- Hf.- deilaarinnar hefur nú mikinn hug á þvi að efla félagslíf á vetri komandi, og auka félagatölu sína. Er það út af fyrir sig verkefni, sem deildar- stjórnir þurfa að vera sívakandi yfir. Hefur aðalstjórn nú til athugunar al- menna félagakeppni í þvi augnamiði. Ný InnheimtuaÖferÖ. Sambandið og Rv.- Hf.- deildin hafa tekið upp þá nýjung með innheimtu árs- gjalda að krefja þau með póstkröfum. En hver sem ástæðan er, þá virðist þetta í byrjun ekki hafa gefið góða raun, og hefur miklu af póstkröfunum ekki verið svarað. Þetta er því einkennilegra, sem margir þeirra, sem enn eiga ógreitt eru ágætir félagsmenn, sem engin ástæða er til að ætla um að ekki vilji vera áfram í félaginu, enda berlega komið í ljós, er við þá suma hefur verið talað. Einn góður félagi sagði, er á þetta var minnst við hann: „Jú ég greiði straks mitt gjald, en ég lít aldrei við póstkröfum.“ Vér teljum þetta samt ekki heppilega afstöðu svona yfirleitt. En eitt er víst: Þessari innheimtuaöferö veröur haldiö áfram, þar sem hún þykir nauösynleg. Er þvi hér meö skoraö á alla þá, sem enn eiga póstkröfur sínar ógreiddar, aö greiöa þær nú þegar. Félagsmenn! skrifiö Umferö um á- hugamál ykkar og hugmyndir varöandi umferöarmálin. HafiÖ samband viö blaö ykkar. Veriö vakandi yfir því aö efla og styöja Bíndindisfélag ökumanna. ★ tómagangi þess á milli. Komi þá úr púströrinu meira en dálítil gusa af bláum reyk, er það grunsamlegt um að bíllinn „brenni". Orsakir þessa geta legið í sliti á strokkum, stimpilhringj- um o. fl. og kosta viðgerðir oft mjög mikið, sem kunnugt er. Að síðustu þarf svo auðvitað að aka bílnum og gera sér grein fyrir ýmsu, svo sem enn frekar gangi hreyf- ilsins, vinnslu, girskiptingu, skrölti og orsökum þess, hvernig er að leggja á hann. hvernig hann liggur hvort hann sækir á aðra hlið, hvernig bremsur taka í o. s. frv. Að þessu loknu er hægt að segja, frá sjónarhóli leikmanns, að búið sé að gera helztu athuganir, sem gera þarf fyrir bílkaup. Er þó jafnvíst, að mjög erfitt er að skoða bil svo ná- kvæmlega, að ekki geti þó leynzt í honum stórir gallar, enda mörgum orðið að því, að ekki sé talað um, er bílar eru keyptir svo til óskoðaðir, eins og jafnvel oftast virðist vera. Verð á gömlum bílum er nú orðið svo fram úr öllum máta óhóflegt og vit- laust, að engu tali tekur. Er hér raun- ar varla lengur um markað að tala, í vanalegri merkingu þess orð, heldur árlangt uppboð, þar sem hver býður upp fyrir annan í hreinu kaupaæði. Þetta er auðvitað kaupendunum fyrst

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.